Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 8
 Hvíllk höfuðborg. Nýtízku- leg, fögur, full af lífi, en samt þessi yndislega kyrrð, sem ein kennir sveitaborg, og dregur tii sín íbúa annarra höfuð- borga. Eg sit uppi á svölunum á góðu gistihúsi og er að lesa dagblað. En mér tekst ekki að festa hugann við blaðið. Aftur og aftur reikar hugur- inn til dómkirkjúnnar, til hllómsveitarinnar í bláu ein- kennisbúningunum, til Adólfs brúarinnar — til hvers fleira? Eg virði fyrir mér útsýnið, er við mér blasir. Gistihúsið er í borgarhluta, sem liggur hátt, en þarna niðri má eygja nokk uð af þejm hluta borgarinn- ar, sem liggur neðar. Allt í einu kem ég auga á svartan depil mitt í þessu fagra útsýni: Stór könguló sígur glæsilega niður í ósýni- legum þræði og stanzar beint frammi fyrir augum mér. — Hún er risastór, segir allt í einu rödd rétt hjá mér. Eg lít óðar við og kem auga á manninn. Þetta er sami maðurinn, sem daginn áður vísaði mér veginn að höll stór furstans. Hann sezt. — Eg vildi óska, segir hann, — að sonur minn, fjögra ára, gæti séð þessa ó- venjulega stóru könguló. — Hefur hann sérstakan á huga á köngulóm? spyr ég. Maðurinn hlær. — Þér vitið að börn hafa áhuga á hverju sem er. Eigið þér börn, herra? Eg játa því. — Þá viljið þér ef til vill herra, leyfa mér að segja yð- ur sögu, sem gerðist heima hjá mér fyrir nokkrum vik- um. Eg sat vi$ rúm sonar míns. Hann var ekki sofnað- ur. Barnasálfræðingar kenna, ag maður eigi að skilja bam- ið eftir eitt síns liðs í rúminu, í dimmu herbergi, maður á ekki að sitja við rúmstokkinn, maður á ekki að syngja vöggu ljóð. Annars eru ýmsar skoð- anir uppi viðvíkjandi vöggu- ljóðum, því ag sumir álíta, að vöggusöngvar stuðli að því, að skilriingur á tónlist þrosk ist hjá barninu. Snáðinn vildi ekki sofna. Samkvæmt kenningunni átti hann að vera búinn að sofa í tvo klukkutíma. En þetta kvöld var hann svo fjörugur, að mér fannst, að heppilegast mundi vera að leyfa honum ag leika sér áfram, þar til hann yrði þreyttur. En hann þreyttist ekki og eftir stuttan en harðan bardaga, sigraði ég, og hann varð að fara í rúmið. Hann var samt ekki þreytt- ur, enda þótt augu hans væru sár og vot af syfju. Eg greip skáldsögu eftir Dickson Oarr og fór að lesa hana meðan ég sat við rúm drengsins og hélt í hönd hans. Hann lá þarna hlýðinn og auðsvfipur, en hann starði bara upp í loft Jð og þrjózkaðist við að fara að sofa. Við og við leit ég til hans og við og við sagði ég, að hann skyldi fara að loka augunum, en hann sagði allt af, að hann væri ekki þreytt- ur og hefði enga þörf fyrir að fara að sofa. Eg var búinn að lesa næst- um áttatíu blaðsiður, þegar ég sagði honum, að nú ætlaði ég að slökkva ljósið. Auðvit- að á hann alltaf að sofna í myrkri, en þetta kvöld hafði ég gefið eftir, ag það logaði á lampanum. Það var sem sé þess vegna, að ég hafði sigr- að í nýaístaðinni viðureign. Maður má ekki hóta barni neinu án þess að framkvæma hótunina á eftir. Eg lauk því vig hinn spennandi kafla um líkkisturnar þrjár og slökkti svo ljósið. Eg var ekki ánægð ur yfir þessari lausn á mál- inu. Sonur minn var ekki held ur ánægður. Ekkert er eins leiðinlegt og myrkrið, þegar maður getur ekki sofið. En viðbrögðin geta verið á ýmsa vegu. Eg þagði, en snáðinn fór að öskra til að láta til sin taka. ITvag átti ég ag gera? Auðvitað hefði ég getað hrætt, , hann. Eg hefði getað sagt, að þaö mundi koma könguló síg andi í fínum þræði og hún mundi fara inn í opinn munn inn á honum. Það hefði áreið anlega lokað munni hans og komið í veg fyrir ópin, þessi óp, sem trufluðu líka ná- grannana og komu' auk þess inn hjá þeim þeirri röngu hug mynd, að ég gæti ekkf stjórn að mínum eigin syni. En slík Smásaga eftir Johan Hammond Rochbach, rituð á esperanto aðferð hefði skapað hjá hon- um varanlega hræðslukennd. — Hann mundi alla ævi verða hræddur við köngulær, ef ég hefði sagt nokkuð því líkt. Én nú fékk ég samt góða hugmynd í sambandi við köngulóna^ ég fór að segja honum frá köngulónni. Hug- myndin var reyndar hvorki ný né frá mér runnin, því að konan mín hafði verið að segja honum frá köngulónni daginn áður. Jæja, ég sagði frá þvi á mjög áhrifaríkan og rómantískan hátt, hvernig kvikindið spinnur vefinn, sem það veiðir flugur í. Eg iét þess getið, að köngulóin hefði meira að segja sex fætur. — Hvers vegna hefur köngulóin sex fætur? í staðinn fyrir að svara, stakk ég upp á því, að syngja fyrir hann. Eg er í hópi þeirra, sem eru meðmæltir vögguljóg um. En ég kann því miður ekk ert vöggukvæði. Eg söng því nokra stutta söngva og síð- an söng ég eitt hundrað er- indi af kvæði, sem er ekki nema fjögur erindi. Eg var orðinn mjög þreyttur i söng- færunum, þegar hann bað mig i þakklætisskyni að hætta nú þessu ýlfri, því að nú vildi hann fara að sofa. — Skilyrði föðurins var þá fullnægt, var ekki svo? sagði ég brosandi. Maðurinn kinkaði bara kolli til sam- þykkis og hélt svo áfram: — Já, með gleði lætur mað ur í té fórn, þegar um það er að ræða, að fórna einhverju fyrir barnið sitt. í þetta skipti varg ég samt alls hug- ar feginn, að hann lét nú und an, því að ég gat alls ekkij sunglð lengur. Svo sat ég, bara sat. Þá var dyrabjöllunni allt | í einu hringt. Eg varð siálfur að fara og opna, því að kon- an mín var ekki heima ein- mitt þetta kvöld Þegar ég kom aftur að rúmi drengsins, sat hann á koddanum sínum og krafðist þess, að ég segði sér, hver hefði hringt. hvað hann, hefði viljað, hvers vegna hann hefði vakið sig, hvers vegna ég hefði þurft að opna fyrir honum, hvort hann hefði ekki getað beðið til morguns og hvers vegna hann hefði ekki getað beðið til morguns. Eg leit á klukkuna. Eg var búinn að sitja næstum tvo klukkutíma við rúmið. Það hefði í rauninni verið hægt að nota tímann betur, til dæm is í armstól með skáldsögu! eftir Dickson Carr. — Pabbi, gefðu mér mjólk.! Eg hlýddi og fór fram í eld hús. Barnið fékk mjólkina sína. Ekki má maður neita; barninu um mjólkina, sem þag þarfnast. — Ætlarðu nú að fara að sofa? — Já. pabbi. góða nótt. — Góða nótt. drengur minn. — En, pabbi, þú veröur að sitja hjá mér. Tíu mínútur liðu í djúpri þögn. Dickson Carr brann í höndum mér. Eg stóð upp hljóðlega og fór. Drengurinn bærði strax á sér. — Pabbi. hvert ertu að fara? — Á salernið. — Ætlarðu að koma aftur? — Já, áreiðanlega. Eg gekk að armstólnum I mínum. Og ég fann kapítul- .ann minn. — Pabbi, kemurðu ekki 1 bráðum? Eg fiýtti mér aftur inn til drengsins. — Farðu nú að sofa. — Já, pabbi. en, pabbi, mig Jangar í brauð. I' Hvað átti ég nú ag gera? Átti ég að gefa honum brauð? Eða átti ég hætta á að fá aft ur hrinur. ef ég neitaði? Hversu mikið; sem ég braut b°ilann um þetta, þá gat ég ekki gert mér grein fyrir, hvað rétt væri. Eg ákvað að meita honum um brauðið. — Þú skalt fá brauð á morgun, drengur minn. Nú er komin nótt, og mennirnir borða ekki á næturnar. Það eru bara köngulærnar. sem eta á næturnar, — Já, pabbi, góða nótt. — Góða nótt. Eg andaði léttar. Drengur- inn las-ði nú höfuðið á kodd- ann og fór að sofa. Eg beið nokkrar mínútur til þess að vera alveg viss. Loksins snurði ég hann, hvort ég mætti nú fara, og af því að hann svar- aði ekki. skildi ég, að loksins var hann sofnaður. Eg sat í armstólnum og braut heilann nokkrar mín- útur .áðiir en ég opnaði skáld söguna. í þessu er hamingjan fólgin, að fórna einhverju fyr ir bömin. Þetta er æðsta hug sjón lífsins. Ætti ég nú að sjá eftir þessum tveimur klukku- tímum og tíu minútum, sem ég hafði eytt við rúmstokk- inn? Engan veginn. Brátt kemur að því, að hann verð- ur ekki Iengur lítill drengur. Og hver veröur þá til að spyrja, hvers vegna könguló- in hafi sex fætur? Eg fór að lesa. Og ég varð niðursokkinn í lesturinn. En allt í einu heyrðist hljóð, sem ég kannaðist vel við. Tveir naktir barnsfætur tipluðu á gólfinu. — En pabbi, þú sagðir, að köngulóin hefði sex fætur, en mamma sagði. að hún hefði átta fætur. — Nú. við skulum líta í bók ina okkar. Og bar fundum við, að köngulóin hefur átta fætur. Og meg bað sneri drengurinn aftur í bóiíð sitt,, hinn ánægð asti. oc andartaki siðar, þeg ar éer för að <ræta að. var hann sofnaði’r. Maður verður auðvitað að T,ita allt til hess að koma því ekki inn hiá svni sínum, að roaður viti ekkert. En ég er "kkí dvrafræði-neur . . . Ee sit kvrr á svölunum eft- ir að maðurinn er genginn hurt ásamt konu sinni e»au e“tia enn að ganga sér til ^kemmtunar i hinni fögru T ruvemborg Eg snyr bióninn, hver þessi maður sé. sem hafi verið að tala við mig. — Nú. vitið þér þag ekki, herra0 Það er herra Mott, hinn frægi bamasálfræðing- ur. Stofán SimrSsson þýddi úr esperantó. 4® TÍMTNN. simnuflairinii 4. fphrúar Iflfii.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.