Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 4
Myndin her fyrir ofan-er af Drangaskorðum a Strondum. í fyrrad. íyllHst Bogasalur þjóðminjasafnsins alit í einu af listaverkum eftir snjallan, íslenzkan alþýðu- málara, ísleif KonráSsson, sem verður 73 ára í dag, byrjaði aS mála fyrir tæpum þremur árum, hefur aldrei stigiS inn um dyr myndlistarskóla, en málar þó hjartavötn, himinbláma, hreyflaský, blúnduský, trjónuský og tröll í trássi við allt og alla nema eigin samvizku og ímyndunarafl með þeim hætti, að lærðir myndlistarmenn og fólk með venjuleg augu stendur stjarft af undrun og aðdá- un í salnum við Hring- brautina og skynjar tilver- una í nýju Ijósi. Björn Th. Björnsson, list fræðingur, hefur verið ís- leifi innan handar um ým islegt síðan þeir kynntust, og hjálpaði honum að hengja upp. Þeir tóku á móti honum í dyrunum, og það var myndað og mynd að og listamaðurinn látinn stilla sér upp til hliðar við myndirnar, og aldið, snjallt höfuð hans bar við bláan sumarhimininn yfir Horn- bjargi á mynd með miklu fuglalifi. Steinhissa Hann sá dagsins Ijós í fyrsta sinn á Stað í Stetn- grímsfirði fyrir sjötíu og þremur árum og er því Strandamaður, Þegar hsnn var drengur, gerðu krakk- arnir grín að honum, af því að hann stanz.aði alltaf ann að veifið til að glápa á fjöll in. „Á hvað ertu að glápa?“ sögðu krakkarnir. „Fjöllin", svaraði ísleifur. — „Fjöll- in“ ,sögðu krakkamir, „þau eru nú alltaf eins“. — „Ég er bara svo hissa á þessum fjöllum," svaraði hann. Náttúran er það fallegasta — Náttúran er þitt mó- tív, ísleifur? — Já, ég hef gaman af að mála, ákaflega gaman af því. Ég er svo mikið fyrir náttúruna. Það er það fall- egasta, maður. Samt er ísleifur Kon- ráðsson alls ekki natúral- isti. Hann hefur sitt eigið auga, sem mótar hans stefnu, og hann kemur víða við og slær á marga strengi í myndum sínum. En það er sumar í öllum myndum hans, birta og blár himinn, svo að við spyrjum: — Þú vilt hafa náttúr- una guðsgræna og aldrei ó- veður? — Jæja, ég vil nú auð- vitaö hafa sem bezt veðrið, huggulegt og gott. Maður nýtur sín aldrei, þegar er vont veður. — Hvað er langt síðan þú komst hingað t:l Reykja- víkur? — Ég fór að heiman um tvítugt, ég held ég hafi ver- ið nítján ára. — Og hvað tókstu þér þá fyrir hendur? — Ég var hjá Skipaút- gerð ríkisins í mörg ár og vann við höfnina. Og svo fór ég til Hafnar fyrir ein- um 25 árum og var þar m. a. á járnbrautarstöðinni. Svo fór ég i siglingar þaðan á þessum stóru, dönsku far þegaskipum og var á Frið- riki VIII. fimm mánuði — Var það ekki skemmti legt? — Jú, það var oft gaman, meðan maður var ungur og við sigldum til New York og smábæja þar í kring. — Nú eru allar þínar myndir héðan að heiman. Hafði hafið og útlöndin — Nei, ég fékk engan á- engin áhrif á þig? huga á þessari útlendu nátt úru. Ég held mig að mínu landi, mér þykir það falleg- ast. Mér þykir óskaplega gaman að ferðast hér um landið á sumrin og upp á öræfi, ef maður hittir á gott veður. Málar allt á dívaninum — Hvers vegna fórstu ekki að mála fyrr? — Ja, ég fékk þetta ekki í höfuðið fyrr en fyrir þremur árum. Þá hætti ég að vinna og varð að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég hafði líka alltaf nóg að gera. Verkamannavinna við höfnina er mikið puð. Á stríðsárunum unnum vig myrkranna milli. Ég var líka alltaf á flækingi. En svo fór ég að mála. — Björn var að segja mér, að þú málaðir allt á dívaninum þínum og sætir á stól fyi’ir framan hann. — Já, já .... allt á dív- aninum inni hjá mér í Álf heimum 64. — Þú hefur aldrei haft efni. á að fá þér trönur? — Nei, það er nú það versta. Annars væri ég víst búinn að því. Maður fer nú rólega í þetta pening- anna vegna. Ég get ekki annað. Annars vildi ég helzt losna við eitthvað af þessu, þess vegná sýndi ég. Þá ætla ég að kaupa mér trönur pg fara út um land að sjá og mála. — Hefurðu tekið meira ástfóstri við einn stað ,en annan, þar sem þér þykja skemmtileg mótív? — Já, Mývatn og Fljóts- dalshérað eru ákaflega fal- legir og skemmtilegir stað- ir, og öræfin eru óskaplega falleg. — Hefurðu fylgzt vel með sýningum hér í Reykja vík? — Já, já — það hef ég gert eftir því, sem ég hef getað. Margar myndir hafa mér þótt góðar hjá þeim, ágætar margar. En svo hef ég ekkert vit á að dæma það neitt. — Hvað finnst þér um abstraktlistina? — Ja, það er nú svona upp og niður. Það er gott hjá þeim sumum, en ann- ars vil ég ekkert um það dæma. Endurminningar frá landjnu — Ég hef ekki úr miklu að spila. Það eru 1800 kr. á mánuði, og með þeim verð ég að borga herberg- ið og matinn og litina og léreftið og allt. Þetta, sem maður hefur hér í Reykja- vík, þessi mótív, eru ekkert sérstök. En það bítur sig fast í hugann, sem ég sé á ferð um landið. Það man ég vel. Þessar myndir eru alar endurminningar frá landinu, eins og þær spegl ast í huganum eftir á. Setti traktorinn inn — Segðu mér svolítið um þessar endurminningar, sem hanga hérna í bogan- um. — Já, elzta myndin er Tröll á ferðalagi. Hún er svona þriggja ára. Og svo eru þarna þessir Álfheim- ar, ég er svo mikið fyrir álfana og duldar vættir. Hafi álfarnir verið til, þá eru þeir til enn. Grímsey á Húnaflóa er nálægt mín um æskustöðvum. Þegar ég var strákur, var þarna ekki nema einn bær, en ég kann samt betur við að fylgjast með tímanum og mála þorpið, sem þar er nú. Fólk kannast við það. — Þú ert mikið fyrir fuglallfið. — Já, já — ég er mikið fyrir fuglalífið og alla feg urð í náttúrunni. Og í þess um myndum verða að vera fuglar, þetta eru svoleiðis staðir. Sjáðu til dæmis Hornbjarg héma á móti okkur, það væri held ég ósköp tilkomulítið, ef ekki væru fuglarnir. Svo héldum við áfram að skoða. Á einni mynd- inni stóð búsældarlegt býli undir háum, skógivöxnum fjöllum, en á hæð í baksýn stóð gamalt hof með turni og hefði eins getað verið veðurathugunastöð. Niður fjallið rann ljósblár bunu- lækur, sem hægt er að virkja, og í fyrstu var ís- leifur að hugsa um að hafa traktor á túninu, sem er svo íðilgrænt, að mann langar til að velta sér þar. En svo fannst ísleifi, aö ekki mætti vera traktor á þessu túni og setti hann inn í eitt húsið, sem stend ur hinum megin við læk- inn. Einu sinni var hann líka að hugsa um að hafa veg heim að bænum, en sagði svo Birni Th„ að ef hann vildi hafa veg, þá (Framhald á 15 síðu> ísleifur Gíslason viS hllSina á einu verklnu, sem hann sýnir nú í Bogasalnum. Myndin er af Grímsey á Húnaflóa, í grennd viS æskustöSvar hans. (Ljósmynd: TÍMINN, GE.). HJARTAVOTN OG HEIÐIBLÁTT A T f MIN N, sunnudaginn 4. febrúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.