Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 9
U977 a ivrr? Það er laugardagur, og á morg- un er fyrsti sunnudagur í góu. Vötn eru isi lögð, og hjarnið gljá- ir í rauðri vetrarsólinni. Uppi við Kvennagönguhóla sér til manna- ferða og vestur sandhólana ganga menn í röðum og stefna til lág- reistra búðanna á kambinum ofan við sjóinn, þar sem ráðsettir menn dytta að skipum í nausti. Skipin eru svört, og skera sig úr gráu umhverfinu. Vertíðin er að byrja. Vermenn skulu vera komnir til skips fyrsta sunnudag í góu í sáð- asta lagi, segir í skilmálunum, og þeir hafa verið að koma einn af öðrum í allan dag. Ef allt gengur að óskum, verður farið í fyrsta róð urinn næsta mánudag, ef gefur á sjó. Þorlákshöfn er að vakna eftir langan svefn, síðan úthaldinu lauk. Það þarf ekki að fara tiltakan- lega langt aftur í tímann til þess að finna þennan sérstæða þátt ís- lenzkrar atvinnusögu, verbúðina. Allt fram á þriðja áratug þessarar aldar var róið áraskipum frá Þor- lákshöfn, og þá hafði verbúð stað- ið þar í að minnsta kosti fimm aldir og vafalaust lengur. Þorlákshöfn stendur skammt vestan við Ölfusárósa, en þar myndast nokkurt skjól fyrir suð- vestan og vestlægum áttum og enn fremur austanátt. Þetta er eina skjólið fyrír hafáttum, sem er að finna allt austur til Hornafjarðar, því að ekki er ofsögum sagt um hafnleysi Suðurlands, enda reru hér menn úr Skaftafellssýslunum báðum, auk annarra, sem nær áttu heimili sín. Sagt er, að víkin beri nafn eftir heilögum Þorláki bisk- upi. í Þorlákshöfn var oft róið 20 til 30 skipum og báru þau stærstu 1000 fiska, eða 10 tonn af fiski, en önnur minna. Skipin voru auðvitað áraskip, og veiðarfærin voru lína og þorskanet. Það voru kjarkmikl- ir sjómenn, sem reru í Þorlákshöfn og formenn þar voru annálaðir fyrir dugnað og hörku. Líf þeirra var að róa afturábak úr vörinni, snúa síðan stefni til hafs, eftir að hafa farið með sjóferðarbænina, sem í þá daga kom í staðinn fyrir hafnargarða og öryggistæki nútím- ans, ásamt stjórn og sjómennsku- hæfileikunum, sem voru miklir. Það er raunar merkilegt, að í nú- tíma skilningi voru menn þessir eklci sjómenn, heldur bændur, sem leituðu sjávarfangs á hinum auð- ugu fiskimiðum, sem lágu fyrir landi, og meðal þeirra var siglinga listin æsilegri íþrótt en dæmi eru til, brimlending í háskatafli lífs og dauða. Vermennirnir voru oft yfir þrjú hundiuð talsins og bjuggu þeir í verbúðum, sem útgerðarmaðurinn átti. Þar voru átta rúm, fjögur hvorum megin og sváfu tveir í hverju. Verbúðin ilmaði af svita, salti og tjöru og veturinn leið í kulda og kvenmannsleysi. Dagur- inn var tekinn snemma í verbúð- unum, því að skipin reru í dag- skímunni. Skipzt var á að hita kaffi og ræsa, og sögðu þeir, sem ræstu. veðurútlitið, meðan kaffið var sötrað. Oft voru svokallaðir veðurvitar í verstöðinni, menn, sem gáfu veðri meiri gaum en aðr- ir menn og höfðu sagnaranda eða sáu fyrir veðrabreytingar. Var bor in virðing fyrir þeim. Gamalt árasklp undir seglum, vel búið og traust, stjórnað af æfðum hönd- um. Skipið er þarna við Vestmannaeyjar, en mllli þeirra og Þorlákshafnar voru tíðar ferðir fyrr á árum — eins og nú er einnig orðið á nýjum tíma. Jónas Guðmundsson: menn oft hljóðir, eða lágu vakandi í bælinu og töldu dagana til ver- tíðarloka. Stundum var þó gest- kvæmt í búðunum, þegar þannig stóð á, því að oft urðu Stokkseyr- ingar og Eyrbekkingar að hleypa skipum sínum til Þorlákshafnar undan veðri og fyrir kom það, að Loftsstaðamenn, sem reru úr sand inum, hleyptu þangað vestur. Þegar svo bar til, að Stokkseyr- ingar og Eyrbekkingar lentu í Þor lákshöfn, stöldruðu þeir ekki lengi við, heldur settu skip sín alla leið heim, eða drógu þau á ísnum yfir Ölfusá og alla leið til síns heima, landveginn. Já, þeim var ekki fisj- að saman, þeim körlum. í landlegunni gilti hið ríka eðli vinnuseminnar. Þegar ekki var hægt að vinna við aflann eða út- gerðina, settust menn við smíðar fyrir heimili sín, smíðuðu kirnur og hagldir og aðra smáhluti, elleg- ar fléttuðu reipi, Þegar allt um þraut, var gripið til spilanna. Þeg er önnur saga, sem ekki verður sögð hér. Enn er róið frá Þorlákshöfn, og nú má í sæmilegu binda stór kaup för þar við garðinn, en þegar brim ar, þá verða hinir minnstu bátar vart hamdir innan við í múrning- um. En að vori stendur til að verja 52 milljónum króna til hafnarfram kvæmda og ef að likum lætur, þá mun Þorlákshöfn aftur verða sú miðstöð útgerðar, sem hún var til forna. Þar sem grjótbyrgi og búðir vermanna stóðu, eru nú fóðurhlöð ur og iðjuver byggðarinnar, og á túninu, þar sem landeigandi verð- mætustu jarðar á íslandi sat til forna, rísa falleg íbúðarhús þeirra, er lagt hafa á svart, allt á eitt spií í Þorlákshöfn. Þó er enn forneskja a þessum stað og þegar horft er til fjalla eða austur með landinu, brygði manni ekki hið minnsta, þótt maður sæist í Kvennagöngu- hólum eða göngumenn drifi vestur yfir hjarnbreiðurnar í austri, sem Ef veður var hagstætt eða við- unandi, fóru menn að tína á sig spjarirnar og gengu til skips. ..Skinnklæðum okkur í Jesú nafni“, var sagt í Þorlákshöfn, þegar for- maður kvaddi háseta sína til skips. 12 menn voru á skipinu auk for- manns, en aukamenn voru stund- um ef lengra var róið. Var þá hægt að hvíla hásetana við róðurinn. Landmennirnir höfðu það starf og að róa í forföllum. Alls var því | skipshöfnin að meðtöldum land- mönnum og formanni 16 manns. Ekki var langt á fiskislóðir frá Þorlákshöfn, oft var nægur fiskur aðeins steinsnar frá vörinni, en oft varð að róa lengra. Var það kallað að vera á Breddunni, í Leirn um eða Vörðukrikanum eða grunnt með nesinu. Þá var oft veitt á hand færi. Lengra var róið með línu, og þá oft róið í myrkri, en dregið í birtingu. Ekki þætti lóðin löng á nútímamælikvarða, þetta 1800— 2200 önglar. Aflabrögð voru að sjálfsögðu misjöfn og fór það eftir ýmsu, svo sem enn gerist með veiðiskap. 500 fiskar í hlut þótli ágætt, og fyrir kom, að hlutir urðu 7—800 og þótti (landburður Vertíðaraflinn hefur ' því verið um 100 lestir í góðæri. Það þætti ekki mikið nú, en annar mælikvarði var á hlutum til forna. Aflinn var borinn úr skipunum á kamb. Ef fleiri en ein ferð var farin, beiö aðgerðin, þar til komið var úr þeirri síðustu, þá var fiskur- inn hausaður, flattur og saltaður í grjótbyrgi með flötu þaki. Saltið var hin síðari ái'in úr salthúsi, sem Einarhafnarverzlun á Eyrarbakka átti í Þorlákshöfn. Var það' flutt þangað í erlendum saltskipum og uppskipunarmenn frá Eyrarbakka skipuðu því á land. Verzlunin keypti og fiskinn og lét til afskip-; unar í sérstakt hús. í landlegum var fiskurinn rifinn upp og umsaltaður, og þegar leið | i að vertíðariokum, vöskuðu skip- j ! verjar hann eða svo mikið af hon-' ! um, sem þeir komust yfir. Þegar | vertíðinni lauk varð einn skips-! hafnarinnar eftir til að sjá um! verkunina og koma í verð. Var það ! oft formaðurinn, sem það gerði.! Landmenn unnu'nokkuð við afl! ann og gerðu við veiðarfæri eða j beittu lóðirnar. Höfðu þeir eins og aðrir ærinn starfa, þegar sjóveður j voru góð. Þá leið tíminn fljótt, ■ ekki sízt ef aflabrögð voru góð. Stundum var það æði einmana- j legt lífið i verstöðinni t. d. í gæfta leysinu. Rokið lamdi lága þekjuna og grenjaði í sandmelnum. Bólginn sjórinn hrannaðist upp að landinu j með brimgný og drunum. Þá sátu ar þeir spiluðu, sátu tveir og tveir á bælunum, með fjöl á hnjánum, en tveir stóðu við stoðirnar og höll uðu sér upp að þeim. Spiluð var liundvist eða 13 aura vist, sem svo var nefnd. En það var aldrei lengi sem spilað var fram eftir á kvöld- in, því að lesið var úr hugvekju hvern dag — hvert kvöld og sung- ið líka á föstunni. Trúarlíf var því hið sama og tíðkaðist á heimilun- um. Allt hafði því hinn þjóðlega blæ íslenzkra heimila. Áfengi var aldrei haft um hönd í ver'stöðinni, og jafnvel mestu brennivlnsber- serkir létu það vera þann tíma, er vertíðin stóð. Á öðrum áratug þessarar aldar fer Þorlákshöfn að hnigna sem verstöð. Hafnleysið átti þannig sök á hvoru tveggja, uppbyggingu hennar og hnignun. Þegar togarar og mótorbátar halda innreið sína til íslands, þykir hið fornfálega út- ræði ekki lengur svara kostnaði og bryggjur voru engar til að útgerð þilskipa væri möguleg frá Þorláks höfn og þvi leggst útgerðin niður að heita má, en flest árin reru þó smábátar þaðan, en það verður ekki fyrr en Kaupfélag Arnesinga hefur þar hafnargerð, að Þorláks- höfn verður miðstöð útgerðar og samgangna fyrir Suðurland, en það glitra kynlega í rauðri vetra'rsól- inni, Iaugardaginn fyrir fyrsta sunnudag í góu. — JG. Þannig er Þorlákshöfn yfir a5 líta í dag — nýtt og skipulegt kauptún að rísa upp með fiskiðjuveri, góðum hafn- armannvirkjum og vel búnum bátastól. — En hvernig leit Þorlákshöfn út fyrir einni öid — engar Ijósmyndir munu vera til af henni í þeim búningi. Þvær brott rykið (Framhald af 2. síðu). haldslaus mælgi. Þúsundir manna sáu tár Churchill, þegar hann heimsótti hiundar borgir Eng- lands. — Hann grætur, hvísluðu konurnar, — hann syrgir með okkur. Meðan á hinni miklu sigur hátíð stóð í London árið 1945, skrifuðu mörg blöð um tár Churc hill’s. Allir þessir nafntoguðu menn voru hvorki ómannlegir né and- lega óþroskaðir. Þeir voru aðeins þeim eðlilega hæfileika búnir, að geta tjáð sig með tárum og létt þannig andlega áreynslu. Auðvit- að á maður ekki að gráta við minnsta tilefni. Sá maður, sem byrjar strax að snökta, ef hann finnur ekki flibbahnappinn sinn, er ekki í andlegu jafnvægi og þarfnast aðstoðar sálfræðings. Eins getur algjör skortur á hæfileika til að gi'áta verið sál- rænt sjúkdómseinkenni. Konur, og börn þekkja ekki þetta vanda- mál. Þau nota öryggisventil nátt- úrunnar eðlilega, frjálslega og óhindrað og gera með því hið eina rétta. Því að það er, þegar allt kemur til alls betra að láta tilfinningar sínar í ljós með gráti, heldur en að loka þær inni eins og illa anda í flösku, þangað til þœr fara að brjóta niður heils- una. Að karlmaður ekki grætur, er miklu fremur merki um sál- rænan sjúkdóm heldur en ef hann leyfir tárunum að renna óhindruðum. Frægur kvikmyndagagnrýnandi skýrir frá því, að hann gráti oft, þegar hann horfir á vissa tegund kvikmynda, og að hann fyrirverði sig hræðilega á eftir. Victor Kuhr, prófessor í heimspeki, seg- ir frá því, að hann gekk eitt sinn út af kvikmynd og varð samferða ungu pari, og konan var rauð og þrútin í andliti eftir allan grát- inn. — Hættu nú þessu /járans væli, sagði maðurinn. — f fyrsta lagi er þetta allt saman tilbún- ingur, og í öðru lagi snertir þetta þig ekki á nokkurn hátt. TÍMINN, sunnudaginn 4. febrúar 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.