Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 14
Carl Shannon: 1 ÖRLAGASPOR kvaddi lækni og gekk til bif- reiðar minnar, yfir garð spít- alans. Á leiðinni var allt í einu kallað til mín. Það var Bonner læknir, hann var klæddur hvítum sloppi, hvítum buxum og skóm og ákaflega vísinda- mannslegur á svip. Eg beið í vagninum. — Leigh, mælti hann, — ég vildi aðeins láta yður vita, að við Nikk Follett vorum nánir vinir. Við vorum saman í há- skóla og fylgdumst að hingað. — Já, einmitt, og svo? — Leigh, ég held, aö þér hafið myrt hann. Það eru margir, sem halda hið sania, og ég skal fá það sannað. Eg vil ráða yður til að hverfa héðan, inn á franskt umráða- svæði. Árásin kom svo óvænt, að mér varð orðfall um stund. Bonner sneri baki við mér og fór, en ég gat þó aðeins kall að á eftir honum: — Verið ekki að gera yður að fífli, Bonner. Eg myrti ekki Follett og ég hef fullgilda fjarvistar- sönnun. Farris læknir var kominn að dyrum sjúkrahússins, er hann kallaði til mín yfir öxl sér: — Jæja, þér haldið það. 5. kafli. Andartak sat ég eins og bjáni og glápti á eftir Bonner lækni. Þá heyrði ég léttan hlát ur fyrir aftan mig, og mál- róm Jönu Set. Hún var á leið til mín, með Jeff Craig við hlið sér. Mikki? spurði Jeff, er hann hafði heilsað mér. — Þú ert eins og blautum klút hafi ver- ið kastað framan í þig. — Bonner var að enda við að saka mig um að hafa myrt Nikk Follett, anzaði ég fok- vondur. — Mér er fyrst núna að detta í hug allt það, sem ég hefði þurft að segja þessu ímyndunarveika fífli. — Og hafi svo verið, get ég ekki annað sagt en að það var gott, að við losnuðum við hann, sagði Jeff í spaugi. — En Jeff Craig, hvernig getið þér sagt annað eins og þetta? mælti Jana. — Eg, sem hef verið að halda niðri í mér skælunum, síðan þetta skeði. — Blessuð, grátið þá, barn, anzaði Jeff. — En það yrðu margir á sama máli og ég. Svo varð hann allt í einu al- varlegur á svip, og hélt á- fram: — Þeir Farris og Nikk voru vinir, meira að segja mjög nánir vinir. Af því að Jana er hér, ætlá ég ekkert að lýsa því, hvernig þeir voru gerðir. Eg hef heyrt, að yngri menn meðal plantaranna séu eitthvað að stinga saman nefj um um, að þú hafir haft hönd í bagga með dauða Folletts. En taktu það ekki nærri þér, lagsmaður. — Eg myrti ekki Follett. Það get ég sannað. — Eg veit ósköp vel að þú myrtir hann ekki, Mikki, og Jana veit það. Hvað viltu þá hafa það meira? Eg leit á Jönu og hún bætti við glettnislega: — Eg er nú ekki svo viss um herra Leigh. Hann er einmitt af þeirri gerð manna, sem er trúandi til alls. Svo hélt hún áfram í alvarleg um tón: — Hræðilegt er ann- ars af okkur að tala svona. 6 — Maður veður ekki í öðru en vandræðum, mælti Jeff og varp öndinni. — Eiga þó fleiri eftir að bætast við, sagði hann og benti á Fordvagnsskrifli sem var á leið upp að spítal- anum. Eg þekkti, að þetta var vagninn, sem félagið hafði lát ið D. Cuddington Jones i té. Ríkisstjórnin áleit að ekki væri þörf fyrir umdæmis- stjórann að hafa bifreið, en Harmon hafði fengið því fram gengt, að Cestes-plantekran sæi honum fyrir vagni. Það var um seinan. Umdæm isstjórinn hafði komið auga á okkur, og stefndi rakleitt til okkar, með kakiklæddan svert ingja við stýrið. Við hlið bif- reiðarstjórans sat lögreglu- þjónn, sem var eins klæddur og hann, en hafði rauðan vefjarhött á höfði, til merkis um stöðu sína. Jones staulað- ist út úr bílnum. Hann var hvitklæddur með hitabeltis- hjálm á höfði. í hendi sér bar hann staf með gullknappi. Nú leit hann á mig blóðhlaupn- um augum, sem voru allt ann- að en vingjarnleg. — Ó, herra Leigh. Þér eruð kominn aftur. — Já. Eg reyndi eftir megni að hafa samræður okkar sem stuttorðastar. — Eg heyrði einhvern smá fugl kvaka um það, að þér kunnið að hafa haft hönd í bagga með þessum snögglega dauða Folletts. Eg kaus að sleppa því að svara, taldi það vita þýðingar- laust. Við höfðum verið óvinir, umdæmisstjórinn og ég, síðan hann stjórnaði einni af deild- um fyrirtækisins. Þá hafði ég staðið hann að því, að svíkja félagið með því að falsa ýmis plögg og fylgiskjöl. Það var einungis fyrir þá sök, að hann var frændi landsstjórans í framættir, en hann hafði feng ið embætti það er hann skip- aði nú. — Það verður víst mín ó- þægileg skylda, að taka yður fastan og hafa yður í haldi, meðan rannsókn þessa máls stendur yfir, sagði hann við mig. — Já, óþægilegt, er víst rétta orðið, Jones. Af því munu áreiðanlega hljótast mestu óþægindi, sem þér haf- ið nokkru sinni í komizt. Við skulum nú koma okkur af stað, ungfrú Set. Sælir á með- an Jeff. Eg hélt hurðinni opinni fyr ir Jönu. Hún stakk sér inn, og ég lét bílinn gjósa allri þeirri svælu, sem mér var unnt, aft ur fyrir sig. Þar stóð Jones nefnilega, og ég var öskureið- ur við hann gamla sérvitring. — Mér þykir vænt um skap heitt fólk, herra Leigh, sagði Jana. Hitabeltishjálmurinn skyggði að mestu leyti á and- lit hennar. — Eg er kallaður Mikki, ef þér viljið gera svo vel. Og hvað við kemur skapríki, þá á að koma svona fram við þennan gamla halanegra, — Hann veit, að hann er þorpari og veit, að mér er kunnugt um það. Og nú álítur hann, að ég sé það líka. Hún sat um stund án þess að segja neitt, loks mælti hún alvarlega: — Þér megið eins vel kalla mig Jönu nú þegar, eins og síðar. — Svo þér eigið við, að ég muni einnig fá tækifæri til þess síðar meir? — Já, það vona ég sannar lega. Eg hló. — Ágætt, Jana, svar aði ég, og það var eins og allt í tilverunni væri betra og bjartara útlits. Við vorum ekki lengi á leið inni upp til bústaðar Folletts. Þegar þangað kom, sá ég, að svertingjar stóðu í dyrunum, og þekkti ég þegar, að annar þeirra var Mómó. Hinn leit út fyrir að vera Varni, en svo hét Búzzíi nokkur, er unnið hafði á plantekrunni um margra ára skeið. Þegar við stigum út úr bifreiðinnl, kom Mómó til okkar. — Góðan dag herra Leigh, sagði hann og starði á Jönu. — Það vera yðar ungfrú? — Nei. — Mér flaug í hug, hvernig mér hefði verið innan brjósts, ef ég hefði mátt svara spurningunni játandi. — Er húsið lokað? spurði ég. Á tæpum sólarhring hafði húsið orðið einna líkast eyði- Ungir menn treysta Heklu fyrir efninu, litnum og sniðinu á frakkanum. •endisveinn óskast fvrir hádegi. MARS TRADING COMPANY H.F. Klapparstíg 20 — Sími 17373. Aðalfundur Kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Reykjavík verður mánudaginn 5. febrúar kl. 8.30 í SjálfstæS- ishúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Til skemmtunar: Sýnd verður kvikmynd frá ferð m.s. Heklu til Noregs. Fjölmennið. Stjórnin. Hnífsdælingar. Hnífsdælingar. Drekkið sólarkaffi í Klúbbnum, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 8.30 Tilkynnið þátttöku sem fyrst í síma 35372 — 12468 eða 19894. Þjóðleikhúskórinn endurtekur samsöng sinn í Kristskirkju, Landa- koti, sunnudaginn 4. febrúar kl. 21, vegna fjölda áskorana. Aágöngum. í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og í Blaðasölunni, sama stað. DeiBdarstjóri Óskum eftir að ráða deildarstjóra í nýtízku kjör- búð hjá kaupfélagi á Vesturlandi. Nánari upplýs- ingar hjá Starfsmannahaldi S.Í.S. Sambandshús- inu. Starfsmannahald S.Í.S 14 TIMINN, sunnudaginn 4. febrúar 1962 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.