Tíminn - 04.02.1962, Síða 6

Tíminn - 04.02.1962, Síða 6
TÍMINN, sunnudaginn 4. febrúar 1962 Um menn og málefni Alþingi er komið saman eft ir alllangt jólafrí. Næstu vik urnar hlýtur athygli manna mjög að beinast að því, enda ’ munu þar fara fram sem fyrr meginátök um þær stjórnar- aðgerðir og ýmis mál, sem úr- slitaþýðingu hafa fyrir líf fólksins í landinu næstu miss erin, eða jafnvel um langa framtíð. Ríkistjórn sú, sem nú situr, er á ýmsan hátt sérstæð í orðum og athöfnum, og stjórn araðgerðir hennar með þeim hætti, að á takmörkum verð ur að teljast, að hún líti á sig sem fullkomna þingræðis stjórn. Framkoma hennar gagnvart Alþingi er á þá lund, að virðingu þingsins er oft stórlega misboðið, og hún beitir moirihluta sínum á þingi ósjaldan með svo harka legu húsbóndavaldi, að það gengur ekki aðeins nærri sam vizkufrelsi einstakra þing- manna í stjórnarflokkunum, heldur gerir þingið í heild vanmegnugt að gegna hefð- bundnum lýðræðisskyldum sínum við þjóðina. Bráðabirgðalögin Einn vottur um þetta hefur þegar sézt þessa fyrstu daga, sem þingið situr á nýju ári. Ríkisstjórnin gaf út bráða- birgðalög í jólafríinu — sem ekki þykir mikil nýlunda leng ur — en færði sig þvl lengra upp á einræðisskaftið en áður, að hún birti þjóðinni þau ekki strax, lét blöðum þau ekki í té, eins og vant er við útgáfu bráðabirgðalaga, og þybbað- ist meira að segja við að láta þau í té, þegar eftir var geng ið. Með þessu lýsti stjórnin í raun og veru yfir, að þjóðina varðaði ekki um smáræði eins og ein bráðabirgðalög!! Það er og talin þingræðis- skylda og hefur verið venja hér á landi, að leggja þegar á fyrsta degi þings fram þau bráðabirgðalög, sem gef- in hafa verið út, meðan þingið sat ekki. Út af þessari venju brá þessi ríkisstjór'n, og er með ferð hennar á bráðabirgðalög unum um bindingu á verði landbúnaðarafurða frægust að endemum. í gær hafði stjórnin heldur ekki enn lagt fram á þingi þau bráðabirgða lög, sem hún setti ’ífiina um jólaleytið um vátryggingu fiskiskipa. Það á því að halda sig við efnið. Allt stefnir þetta í sömu átt, og hlýtur að verða mönnum umhugsunarefni. Þessi ríkis- stjórn hefur stjórnað meira J með bráðabirgðalögum og til- skipunum en nokkur önnur ríkisstjórn, síðan landið varð frjálst, og hún hefur sýnt ský lausa tregðu um þinglega af- greiðslu þessara mála. Ungu lýðveldi á gömlum þjóðræðis merg hæfir varla, að lengra sé haldið á þessari braut. Jafnréttið Fyrir þessu þingi liggja og önnur bráðabirgðalög til af- greiðslu, sem mjög mun skera úr um það, hvort Alþingi held. ur þeirri virðingu og réttar- stöðu, sem því ber í frjálsu, lýðveldi, eða hvort þingmenn gera það að leiksoppi einræðis hneigðrar ríkisstjórnar, sem með völdin fer. Þessi bráðabirgðalög fjalla um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán. Forsaga þessa máls er sú, að þegar „viðreisn“ ríkisstjórnarinnar hafði leikið sjávarútveginn svo grátt haustið 1960, að stjórnin varð að játa brot sitt og grípa til neyðarráðstafana, gaf hún út bráðabirgðalög í jólafríi þingmanna 1963 um breytingu á lausaskuldum út> vegsins í föst lán og tryggði með sömu lögum nokkurt fjár magn til þess í lánastofnun- um. Framsóknarflokkurinn bar þá þegar fram þá kröfu bænda, að landbúnaðurinn nyti sömu fyrirgreiðslu, enda ætti hann við sömu örðugleika að búa af völdum „viðreisnar- innar“. Þegar stjórnin sá, að þessi krafa var svo réttmæt, að hún yrði ekki hundsuð, lét hún „bændafulltrúa“ sinn á þingi heita því í eldhúsum- ræðum, að gera hið sama fyrir landbúnaðinn. Efndir drógust þó fram til 15. júlí s.l. sumar, en þá komu ein bráðabirgðalögin enn og voru í orði um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán. En betta vöru lélegar efnd ir og haldlítiö pappírsgagn, þegar til kom, því ekkert fé var tryggt til þessa, og ekki einu sinni séð svo um, að skuldabréf útgefin i þessu skyni yrðu gjaldgengur mið- ill tíl greiðslu á lausaskuldum Varla munu vera um þa& skiptar sko&anir, að ein helg asta lýðrœðisskylda Alþingis sé að gœta jafnréttis og jafn ræðis gagnvart landsfólkinu og atvinnuvegunum í laga- setningu sinni. Hér lagði rík isstjórnin hins vegar á horð ið hróplegt ranglœtisplagg, og bauð stuðningsmönnum sínum á Alþingi að lögfesta ranglœtið — rétta einum i þjóðfélaginu það hálft, sem öðrum hafði verið gefið heilt. Þessi bráðabirgðalög strönd uðu við aðra umræðu í þing- inu fyrir jólin. Framsóknar- menn báru fram breytingar- tillögur og leggja allt kapp á,! að landbúnaðurinn fái eðli- j legt jafnræði við sjávarútveg. inn. Þetta mál hlýtur að koma til lokaafgreiðslu í Ynginu! fljótlega. Þá vaknar sú spurn i ing, hvort húsbóndavald ríkis stjórnarinnar sé svo traust á öllum stuðningsmönnum, að þeir hiki ekki við að löggilda ranglætið og kasta með bvi virðingu Alþingis fyrir róða. Þjóðin mun fylgjast með þessu og líta á það sem próf stein á manngildi þingmanna og þinglega samvizku þeirra. Framkvæmda- áætlunin Gera verður ráð fyrir því, að eitt þeirra mála, sem Al- þingi fjallar að einhverju leyti um í vetur, verði framkvæmda áætlun sú, sem ríkistjórnin segist vera búin að semja með hjálp erlendra sérfræðinga, og blöð hennar hafa látið mik ið yfir. Slik áætlun er að sjálf sögðu stórmál, sé að henni unnig á eðlilegan hátt. Það er þó ekki hægt annað að segja en öll meðferð þess af hendi ríkisstjórnarinnar hafi til þessa verið fullkomin óhæfa og sýnt lítilsvirðingu á almenningsálitinu og Al- þingi. Blöð stjórnarinnar hafa geipað um áætlunina og notað hana til skrums og augnaryks til þess að leiða at hygli frá afglöpum og aftur- haldsstefnu stjómarinnar. En það er varazt eins og heit an eld að láta nokkur efnis- atriði þessarar áætlunar uppi, svo að unnt sé að ræða þau, hvað þá að gera þinginu grein fyrir málinu. Nú verður þetta ekki þolað lengur — áætlunin verður að koma fram og fyrir þingið, svo að það fái gott tóm til að athuga hana. En þessi dráttur og öll málsmeðferfj er enn eitt dæmið um þá óþingræðis legu stjórn, sem setið'hefur að völdum á íslandi um sinn. Húsbyggingamálin Eitt þeirra mikilsverðu mála, sem nú bíða fyrir Al- þingi, er frumvarp Framsókn armanna um breytingu á lán um byggingasjóðs Húsnæðis- málastofnunarinnar þess efn Þessl mynd var tekin, er Alþingi hóf fundi að nýju síðastliðinn fímmtuda g og sýnir nokkurn hluta þingheims. — (Ljósmynd: Guðjón Einarsson). is, að lán hækki allt upp í 200 þús. kr. Þetta er blátt áfram óhiákvæmileg nauðsyn. Ráð- stafanir rikisstjórnarinnar hafa leikið húsbyggjendur svo grátt, að lán þessi duga nú ekki nema fyrir þeirri hækkun, sem orðið hefur af völdum ríki'stiórnarinnar á' byggingarkostnaði meðalíbúð ar, eins og sýnt hefur verið fram á með óhagganlegum tölnm hér í blaðinu. Rikis- stjórnin hefur dregið menn á eyrunum með sviknum loforð um til' þessa, og er enn að tæpa á slíkum loforðum. Verði af einhverjum úrbótum, er það aðeins að þakka harðri baráttu Framsóknarmanna til þess ag knýja fram einhverj- ar leiðréttingar. ^00 milliónirnar Ein hatrammasta ráðstöf- un þessarar rfkisstjórnar er vafalaust sú að beita svo skefjalaust heimild f lögum um seðlabanka, að þar hafa safnazt fyrir um 300 milljón- ir af sparifé landsmanna, sem ekki er beitt sem lyftistöng athafnalífsins, heldur lokað- ar inni og frystar — teknar úr umferð, þótt það kosti bankann 27 millj. kr. í vaxta greiðslur á ári. Eysteinn Jóns son hefur hér f hlaðinu sýnt með glöggum rökum, hvfífkt gerræði þetta er og tilræði við uppbyggingu einstaklinga og félaga f landinu og þá um leið veggur f vegi aukinnar framleiðni og batnandi Iffs- kjara í landinu. Þannig efnir Sjálfstæðisflokkurinn kosn- ingaloforð sitt um að greiða leiðina t.il bættra lífskjara. Hér er um að ræða svo frek lega misnotkun á lagaheim- ild frá Álþingi — lagaheim- ild, sem alveg eins mátti nota til þess að safna og beina fjár magni til framleiðslu og upn- byggingar — að eðlilegt, er að , þingið fjalli gagngert um mál ið. Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra hefur verið með vanmáttugar tilraunir í Vísi til þess að afsaka þetta fá- heyrða skemmdarverk f garð þjóðarinnar, afkomu hennar í framtíðinni. Þær tilraunir hafa verið svo bágbornar. að maðurinn stendur fjötraður í eigin blekkingavef, en sök stjórnarinnar og liðs hennar enn augljósari hverju manns barni, svo og hinn þokkalegi tilgangur, sem að baki ligg- ur. Um þetta sagði Eysteinn Jónsson m. a. svo f siðustu grein sinni um málið: „Hugsunarhátturinn virðist þessi: Ef nógu harkalega væri að þessu gengið, mæt.ti ef til villi eignast einhverjar krón- ur á gjaldeyrisreikningi f bili. Hitt skipti engu. hvernig bess ar aðfarir kynnu að leika af- komu manna og uppbvggingu atvinnuveganna. Allt væri undir því komið að hafa ,,kjark“ til að loka inni sem mest af spaxifénu, eins cg kemur fram f Vísisgrein fiár málaráðherra, og þá um leið ag auka synjanir um lána- fyrirgreiðslu að sama skapi.“ 6

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.