Tíminn - 23.08.1962, Qupperneq 9

Tíminn - 23.08.1962, Qupperneq 9
Engum, sem kemur til Húsa- víkur, getUr blandazt um það hugur, að þar er bær í örum vexti. Um allan bæinn eru hús í smíðum, ýmist langt komin eða stutt. Slíkt er ólyginn mælikvarði á ástand í byggð- arlögum. Hvað er það, sem veldur stækk- un Húsavíkur? Enginn flytti þang- að ef þar væri doði yfir atvinnu- lífi, ef atvinnuleysið væri það eina sem upp á væri að bjóða, ef þar væri dauður bær. Nei, þá væri víst ekki verið að byggja á Húsavík, heldur væri þá hin hliðin uppi á teningnum, þá flyttist fólkið frá en ekki til Húsa- víkur. Það, sem veldur, er að á Húsa- vík er nú atvinnulíf með miklum blóma. Annað er og ekki ómerki- legra, ef það er haft í huga, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, sem sé það, að hér er ekki andlegu hliðinni gleymt. Sem sagt, Húsvíkingar vinna, syngja, leika og kasta stökum, svo eitthvað sé nefnt af því, sem ein- kennir bæjarlífið í þessum bæ, sem upp hefur risið, þar sem áður stóð skáli Garðars Svavarssonar. -----------★ VIÐ HÖFUM náð hér tali af Ingimundi Jónssyni, kennara við Gagnfræðaskólann, en hann er einn af þremur bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins á Húsavík, aðeins 26 ára að aldri, yngsti bæj- arfulltrúi flokksins í kaupstöðum landsins. Ingimundur er Húsvíkingur í húð og hár, fædur hér og uppal- inn. Stundaði nám í skólanum, sem hann nú kennir við, en síðan í Kennaraskólanum og lauk þaðan -• prófi vorið 1957. í félagsmálum Húsvíkinga hef- ur Ingimundur.þegar tekið mikinn þátt, þótt ungur sé, og er meðal annars formaður Leikfélags Húsa- víkur um þessar mundir. Kvæntur er hann Amheiði Eggertsdóttur, bekkjasystur sinni úr Kennara- skólanum, og eiga þau tvö börn. En hlustum nú á hvað þessi ungi bæjarfulltrúi hefur að segja: — Er ekki margt að frétta af bæjarmálefnum Húsavíkur þessa stundina? — Jú, það stendur margt til. Þetta er mjög ört vaxandi bær, mikil vinna og mörg hús í smíð- um. — Og bæjarfélagið sjálft, hvað hefur það helzt á prjónunum? — Það er með ýmislegt á döf- inni, til dæmis er verið að byggja hús fyrir skrifstofur, slökkvistöð, verkfærageymslur og annað, sem bænum tilheyrir. — Eins konar ráðhús? — Já, það má segja það. — Fleira? — Nú, svo voru veittar á árinu 500.000 krónur til félagsheimilis, sem ætlunin er að byrja á i haust. Þetta verður mikil bygging, og verða þar tveir stórir salir, auk aðstöðu fyrir félögin í bænum. Að byggingu félagsheimilisins standa flest félög bæjarins, auk bæjarfélagsins sjálfs. Allt setið — hvergi smuga. — Þú sagðir að íbúum bæjar- ins færi ört fjölghndi. — Já, það er rétt, síðan árið 1959 hefur fjölgunin numið upp undir 100 manns á ári og er nú íbúatala Húsavíkur komin yfir 1600. Efalaust væri hún orðin enn hærri, ef húsnæðisskortur hindr- aSi ekki, en hann er mikill hér. Margar fjölskyldur búa í íbúðum, sem eru í þannig ástandi að ekki væri í þeim búið nema af því að skorturinn er svo mikill. Annars er hér mjög mikið af góðum íbúð- um, og mörg hús í byggingu. — Er starfandi hér Byggingar- félag verkamanna? — Já, og það er að byggja rað- hús. í því eru 6 íbúðir. Það byggði og annað raðhús fyrir tveimur ár- INGIMUNDUR JÓNSSON um. Byggingarfélag verkamanna byggði hér einu sinni, með mjög myndarlegu átaki eiginlega þrjár götur. Annars er rétt að geta þess að í fyrrahaust var talið að hér vantaði um 40 íbúðir. ÞaS er fiskurinn í sjónum, sem veldur. — Og hvað er það, sem veldur þessari miklu íbúafjölgun? — Það er fyrst og fremst sjávar- aflinn, sem hefur aukizt mjög, siðan landhelgin var færð út. Hús- víkingar gera nú út milli 70 og 80 báta, stærri og smærri. Þar af eru 7 gerðir út á sildarvertíð. Yfir sumarið róa héðan 60— 70 smá- bátar, trillur og handfærabátar, bæði á línu og handfæraveiðar. Það stendur hins vegar útveg- inum hér mjög fyrir þrifum, að aðstaðan í landi er orðin öldung- is ófullnægjandi. Það er meira að segja svo komið, að takmarka hef- ur þurft róðra. Þegar á næsta ári er fyrirhuguð mikil stækkun og aukning fiksvinnsluaðstöðunnar hér, og þá verður vonandi sú reyndin á, að það verði fiskurinn i. sjónum og veiðisæld sjómann- anna, sem ræður hvað á land berst, en ekki mótttökuskilyrðin. — Hvað þurfa bátar ykkar að sækja langt? — Minni bátar fara þetta frá hálftíma upp í tveggja tíma sigl- ingu, en þilfarsbátarnir oft tölu- vert lengra. , Heitt og kalt vatn í bæjarjaðrinum. — Þú varst áðan að spyrja u_m framtíðaráætlanir bæjarins. Ég vildi gjarnan bæta þar nokkru við. Vegna hinnar miklu útþenslu kaupstaðarins hefur óeðlilega mik- ill hluti af fé bæjarfélagsins farið í gatnagerð og holræsagerð. Hvað neyzluvatn snertir, þá höfum við það hér mjög gott, og þurfum ekki að leggja það nema nokkur hundr- uð metra til bæjarins. — Mig minnir ég hafa heyrt talað um, að þið lumuðuð einhvers staðar á heitu vatni? — Já, það gerum við örugglega. Það er nefnilega löngu vitað að það rennur undan Húsavíkurhöfð- anum til sjávar. Þetta vatn er meira að segja notað nú þegar til að hita upp l.já okkur sundlaug- ina, en þangað er því dælt úr fjör- unni, þar sem það rennur fram undan Höfðanum. — En hefur ykkur ekki dottið í hug hitaveita? — Jú, okkur hefur meira en dottið hún í hug, og efalaust á hún eftir að verða að veruleika hjá okkur innan tíðar. —Hefur mikið verið borað? — Nei, orð er nú varla á því ger andi. Það var jú hér fyrir eina tíð gerð tilraun með það, en bor- inn, sem notaður var var lélegur og árangurinn eftir því. Við er- um að vona að við fáum Norður- landsborinn í haust, en hann mun þó að öllum líkindum fara til Ól- afsfjarðar og ef til vill í Mývatns- sveitina líka. Til dæmis um, að undir Höfðanum sé meir en lítill ylur, er það, að sums staðar á hon um festir ekki snjó 4 vetrum. Skólum fjölgar, en vantar fleiri skólahús. — Það má sjá að þið hafið byggt hér reisulegt skólahús. — Já, hér var fyrir nokkrum ár- um byggt skólahús, ætlað barna- skólanum einum, nema hvað að- staða til íþrótta og handavinnu skal vera sameiginleg með Gagn- fræðaskólanum. Nú hefur hins veg ar Gagnfræðaskólinn orðið að vera þar til húsa, og svo er komið að alltof þröngt er þarna orðið fyr it; þá báða og farið að athuga með væntanlega byggingu fyrir Gagn- fræðaskólann. Auk þessara tveggja skóla, sem hér hefur verið minnzt á, starfa hér bæði iðnskóli og tónlistar- skóli, og er sá síðarnefndi stofn- aður að tilhlutan Húsavíkurbæj- ar. Hann starfaði í fyrsta skipti í fyrra vetur, og var kennari Ingi- björg Steingrímsdóttir píanóleik- ari frá Akureyri. Þótti þessi fyrsta ganga skólans lofa mjög góðu og komust færri að, en vildu. Því er það sem ráðgert að bæta nú svo aðstöðu að skólinn geti fært út kvíarnar á næsta skólaári. Og svo við minnumst á fleira, þá stendur fyrir dyrum stækkun á sjúkrahúsi, en það tekur nú 14 sjúklinga. Meiningin er að auka sjúkrarúmafjöldann upp í 30 til 40. Bygging dagheimilis fyrir börn mun hefjast í haust og á döfinni er bygging mikils íþróttaleikvangs, sem á að standa á svonefndu Húsa víkurtúni utan til í kaupstaðnum — Það er ekki hægt að segja að þið séuð aðgerðarlausir Húsvík ingar. — Við megum til að fram- kvæma hlutina, og fólksfjölgunin er svo ör ,að við þurfum að gera ráð fyrir mikilli stækkun. En auð- Húsavíkurkirkja er sérkennileg og fögur. vitað er þetta erfitt, ennþá svarar ekki ibúafjöldinn þeirri geysi- legu fjárfestingarþörf, sem hinn vaxandi bær ófrávíkjanlega krefst. Annars gleymdi ég víst að minn- ast þess, að Síldarverksmiðjur rík- isins juku vinnsluafköst verk- smiðju sinnar hér á staðnum upp í 2000 mál fyrir yfirstandandi síld arvertíð og hefur það orðið til mikilla hagsbóta fyrir söltunar- stöðvarnar hér, en þær eru þrjár. í samabndi við hafnarmálin má og geta þess, að unnið er að bætt- um hafnarskilyrðum. Væntanleg kisilgúrverksmiðja við Mývatn er m. a. höfð í huga við þær áætlan- ir,x því Húsavík mun verða út- flutningshöfn hennar, ef til kem- ur. íþróttlr og leikir. — Hvað um félagslíf hér í bæn- um? — Hér starfa alls konar menn- ingarfélög af misjöfnum dugnaði þó, því menningarfélög eiga oft erfitt uppdráttar, þegar atvinna er mikil. — íþróttastarfsemín? — íþróttastarfsemin er mikil, sérstaklega þó inniíþróttir, enda aðstaða til þeirra góð. Badminton er iðkað af miklum móði og sömu- leiðis handknattleikur. Það er far- ið að örla á árangri í handknatt- lelknum. Hingað komu s. 1. vetur íslandsmeistararnir í 3. flokki, ÍR- ingar, og léku við jafnaldra sína hér úr Völsungum. Fóru svo leik- ar að heimapiltar unnu. Nú, þá hefur Leikfélag Húsavík- ur starfað um áratuga skeið með miklum blóma, og hefur tekið fyr- ir viðfangsefni, allt frá þessum klassísku íslenzku stykkjum, upp í Tehús ágústmánans, Júpiter hlær og Alt Heidelberg, svo eitthvað sé nefnt. Þeir kennararnir Sigurður Hall- marsson og Njáll Bjarnason hafa báðir sett upp leiki og leikið mik- ið. Einnig hafa verið fengnir leik- stjórar að. Valdamenn ekki hrifnir af hringsviði. — Hvernig er aðstaða til leik- sýninga hér? — Hún er mjög ófullkomin, leikið er í gömlu samkomuhúsi. Aðalbaráttumál Leikfélags Húsa- víkur þessa stundina er, að í hinu væntanlega félagsheimili verði góð aðstaða til leikstarfsemi og möguleikar á hringsviði, en það virðist vera við ramman reip að draga um síðastnefnda atriðið, þeg ar kemur til kasta þeirra, sem völd in hafa. „Þetta er ekki þögull bær“. — Hvað um sönglífið? — Sönglíf er með töluverðum blóma. Karlakórinn Þrymur hef- ur starfað hér lengi og árið 1960 fór hann meðal annars söngferð til Suð-Vesturlandsins, söng þá meðal annars í Reykjavík, Hafnar- firði og Keflavík. Séra Friðrik A. Friðriksson hefur lengst af verið stjórnandi kórsins, þar til Sig- urður Sigurjónsson tók við stjórn hans fyrir nokkrum árum. Þá er hér að sjálfsögðu kirkju- kór, sem auk söngs við hinar kirkjulegu athafnir heldur flest ar opinberar söngskemmtanir. Nú, þá starfar hér og lúðrasveit undir stjórn Sigurðar kennara Hallmars sonar. — Það virðist ekki vera nein lognmolla í þessum máluni hér á staðnum. — Bíddu aðeins við. Við getum ekki hætt svo að ræða um félags- mál Húsavíkur, að við ekki minn- umst á slysavarnadeildir og kven- félög staðarins, sem margt hafa unnið til almannaheilla, eða held- ur Skógræktarfélags Húsavíkur, sem hefur á liðnum árum unnið mikið og gott starf. Þeir yrkja á Húsavík. Ekki getum við svo hætt þessu spjalli um Húsavík, að við minn- umst ekki á ferskeytluna, en hún mun Iengi hafa lifað hér góðu lífi. — Já, margir hafa gert ferskeytl ur, sem eru á hvers manns vörum á Húsavík. í þeim hópi eru til dæmis menn eins og Egill Jónas- son, Helgi lyfsali Hálfdánarson, sem einnig er mikilvirkur Shake- speareþýðandi, Karl Kristjánsson alþingismaður, Karl Sigtryggsson, Valdimar Hólm Hallstað og ekki má gleyma bæjarpóstinum. HÚSAVÍK T í MIN N, fimmtudaginn 23. ágúst 1962 9

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.