Tíminn - 23.08.1962, Side 12
ÍÞRDTTn
RITSTJÓRl HALLUR SÍMONARSON
FH sigraði Armann
eftir framlengingu
íslandsmótinu í útihandknatt
leik kvenna lauk í Kópavogi í
fyrrakvöld — en þá fór
fram aukaleikur í meistara-
flokki kvenna til þess að fá úr-
slit í þeim flokki. Að mótinu
loknu voru tvö félög, Ármann
og FH, jöfn og efst með tíu
stig úr sex leikjum. Ármann
tapaði þá fyrir FH, en stúlk-
urnar úr Breiðabliki settu ó-
vænt strik í reikninginn með
Keppnin í
2. deild
Þrír leikir hafa að undanförnu
farið fram í 2. deild. Á sunnu-
dag sigruðu Keflvíkingar Reyni
með 4—1 í Keflavík og sama dag
vann Hafnarfjörður Breiðablik
með 1—0. f fyrrakvöld léku Þrótt-
ur og Víkingur á MelaveUinum
og sigraði Þróttur með 4—1. Stað-
an í 2. deild er því enn sú, að
Keflavík og Þróttur eru efst, og
er greinilegt að aukaleik þarf til
að skera úr hvort liðið keppir í 1.
deild næsta sumar.
16 ára -
setti met
Á Evrópumeistaramótinu
í Le'ipzig hefur frammisbaðla
skozka skó'lapiltsins Bobbie
MacGregor vakið langmesta
athygli. MacGregor er að-
eins 16 ára gamall frá Fal-
kirk á Skotland'i. Hann
tryggði sér mjöig öruggleg.a
rétt í úrslitiakeppnina í 100
m. skriðsundi, synti á 56.3
sek., sem var þriðji bezti
tíminn i undanrásunum. Úr-
slitakcppnin j sundinu er
harðasta 100 m. skriðsund,
sem nokkru sinni hefur far-
ið fram í Evrópu og þar var
sett Evrópumet og fjögur
þjóðamet. MacGregor bætti
mjög tíma sinn í úrslita-
keppninni, synti á 55.7 sek.,
sem er nýtt brezkt met — en
þessi árangur nægði þó ekki
nema í fjórða sæti. Gottviall-
es, Frakklandj, varð Evróipu
meistari á 55.0 sek., sem er
_ nýtt Evrópumet. Per Ola
LJndberg, fyrrum Evrópu-
meihafi, varð annar á 55.5
sek, sem er sami tími og
sænska metið'. Ronnie
Kroon, HOllandi, varð þriðji
á 55.6 sekj sem er hoiienzkt
met. Austur-Þjóðverjinn
Frank Wiegand varð fimmti
á 56.1 sek. — nýtt austur-
þýzkt met — og sjötti v.arð
ígor Buryhin einnig á 56.1
sek., sem er nýtt sovézkt
met. Dobai. Ungverjalandi,
sem synti á 56.2 í undanrás
varð nú sjöund'i á 57 sek. og
Gregor — A.-Þ., varð átt-
undi á sama tíma.
% i r
4 í i
því að sigra FH í síðasta leik
mótsins.
Leikurinn í fyrrakvöld var mjög
skemmtilegur og það þurfti fram
lengingu til að fá úrslit. Ármanns
stúlkurnar skoruðu fyrsta markið
í leiknum strax í sínu fyrsta upp-
hlaupi og var Díana þar að verki.
Þetta virtist setja hafnfirzku stúlk
urnar nokkuð úr jafnvægi og þó
þær næðu fljótt yfirhöndinni í
mörkum mátti merkja taugaóstyrk
hjá liðinu nokkuð lengi — og FH
stúlkurnar léku varla eins vel og
oftast áður á mótinu.
Sylvía Hallsteinsdóttir, sem nú
er tvímælalaust bezta handknatt-
leikskona landsins, jafnaði fyrir
FH og síðan náði FH forustunni
með marki Sigurlínu. Ármanns-
stúlkurnar vioru mun ásæknari
það sem eftir var hálfleiksins, en
þó fór það svo að FH bætti við
einu marki svo staðan í hléi var
3:1 fyrir FH.
í byrjun síðari hálfleikg skoraði
Ármann fyrst, en síðan FH en
Díana skoraði svo annað mark sritt
svo staðan var 4:3 og hart barizt
á báða bóga og rétt fyrir leikslokin
tókst Ármanns-stúlkunum að jafna
leikinn. Þá var framlengt um 3%
mínútu á mark og í fyrri hálfleikn-
um var ekkert mark skorað. Svo
virtist einnig ætla að fara í síðari
hálfleik, en þegar nokkrar sekúnd-
ur voru eftir tókst Sigurlínu að
tryggja sigur FH með mjög
fallegu marki og þar með tókst
FH-stúlkunum aö verja hinn ný-
fengna íslandsmeistaratitil sinn
fiá árihu áður. í fyrra voru tvö lið
jöfn, Víkingur og FH, en sökum
misskilnings var leik þessara fé-
laga framlengdur þá, en hann var
hinn síðasti í mótinu. Framlertg-
ingin var auðvitað byggð á alger-
um misskilningi og þegar FH vann
í framlengingunni kærði Víkingur
og sú kæra var tekin til greina. En
félögin léku ekki til úrslita um
íslandsmeistaratitilinn 1961 fyrr
en nú fyrir nokkrum dögum og
sigraði FH þá. Hafa því hafnfirzku
stúlkurnar hlotið tvo íslandsmeist
aratitla með stuttu millibili og eru
vel að þeim komnir, þótt keppnin
í bæði skiptin hafi verið mjög
hörð og ekki mátt á milli sjá fyrr
en á lokastundu.
íslandsmeistarar FH eru þessar
stúlkur: Helga Magnúsdóttir, Jón-
ína Jónsdóttir, Guðrún Magnús-
dóttir, Sylvía Hallsteinsdóttir,
Steinunn Njálsdóttir, Olga Magnús
dóttir, Valgerður Guðmundsdótt-
ir, Hrefna ólafsdóttir, Sigríður
Karlsdóttir Sigurlúia Björgvins-
dóttir, Birgir Bjömsson, hinn
kunni fyrirliðj íslenzka landsliðs-
ins, hefur verið þjálfari þeirra.
Bezta framlína Evrópu
* EVRÓPUMEISTARARNIR frá
Portúgal, Bcneflca, sem tvö ár í
röð hefur sigrað í Evrópubikar-
keppnlnnl, léku í fyrrakvöld f
Idrætsparken í Kaupmannahöfn
við úrvalslið Kaupmannahafnar
i knattspyrnu. Leikurinn var
mjög skemmtilegur og einn sá
bezti, sem sézt hefur i Kaup.
mannahöfn Öilum á óvænt
stóðu dönsku knattspyrnumenn-
irnri mjög upp í hárinu á meist-
urunum og töpuðu aðeins með
eins marks mun, 5:4. í hálfleik
stóð 4:3 fyrir Benefica. Hér fyr.
ir neðan er mynd af framlinu-
mönnum Benefica — frægustu
framlínu Evrópu, sem í vor sigr-
aði Reai Madrid i hinum frábæra
úrsiitaleik Evróoubikarkeppninn
ar í Amsterdam. Frá vinstri,
Augusto, dribl-kóngurinn, sem
kaliaður er Garrincha Evrópu,
Aguas, miðherji, mesti koll-
spyrnusérfræðingur í Evrópu,
Eusebio, hinn ungi svertingi frá
Angola með hin frábæru skot,
Coluna, „heili" liðsins, og yngsti
maður liðsins, hinn 18 ára vinstri
útherii, Simoes.
Austur-Þióðverjar fengu tvenn
gullverðlaun á EM. í Leipzig
Happdrætti
F.R.I.
Þar sem aðeins eru eftir 10 dag
ar, þar til dregið verður í happ-
drætti Frjálsiþróttasambands ís-
lands, viljum við biðja alla þá. er
fengið hafa miða að gera 'skil. sem
allra fyrst annað hvort í pósthólf
1099. eða á skrifstofu ÍSÍ, Grund-
arstíg 2. Reykjavík.
Herð'ið því söluna þá daga. sem
eftir eru og sendið sem minnst af
miðum til baka. en þeim mun
meira af peningum.
Á öðrum degi Evrópumeist-
aramótsins í sundi hlutu Aust-
ur-Þjóðverjar tvenn gullverS-.
laun. Olympíumeistarinn Ing-
rid Kramer sigraði með mikl-
um yfirburðum í dýfingum
af þriggja metra bretti og í
hörðustu keppninni á mótinu
hingað til, 100 m. skriðsundi
bar austur-þýzka stúlkan Pesk
stein sigur úr býtúm, en tveir
næstu í sundinu hlutu sama
tíma.
Úrslitm í þessari grein komu
mjög á óvart. Fyrirfram var enski
I Evrópumethafinn Diana, Wilkin-
I son talin örugg með sigur — enda
hafði hún hlotið langbeztan tíma
í' undanrásum og milliriðlum. En
þetta fór á aðra leið í úrslitasund-
inu. Peckmann, Wilkinson og hol-
lenzka stúlkan Ineke Tigelaar voru
samhliða allt sundið og alveg fram
á síðasta meter, en þýzku stúlk-
unni tókst að slá hendinni aðeins
á undan hinum f bakkann. Tíminn
var 1:03.3 mín. og fengu þær hana
allar, en þýzka stúlkan var dæmd
fyrst og sú enska önnur. Bezti
tími Wilkinson í undankeppninni
Ivar 1:02.5 mín. í fjórða sæti í
Ikeppninni varð Maria Frank, ítal-
íu, á 1:04.8 mín.
f dýfingimum hlaut Kramer
153.57 stig — en hún varð tvöfald-
ur meistari á Ólympíuleikunum í
Róm. í öðru sæti varð hinn 16
ára gamla Lanzke, einnig Austur-
Þýzkalandi, með 137.78 stig. Þriðja
varð Kuznetsova, Sovétríkjunum
með 133.78 stig. Sænska stúlkan
Kerstin Rybrandt, sem komst í úr-
slitakeppnina, varð fyrir því ó-
happi í einu stökkj sínu að lenda.
með höfuðið á laugarbarminum.
Var hún þegar flutt í sjúkrahús
— talsvert meidd.
Sovézki sundmaðurinn Genadi
Androssov sigraði með yfirburð-
um í 400 m. fjórsundi á 5:01.3
mín., sem er nýtt sovézkt met.
Fyrstu tvo sprettina var Hollend-
Framhald á bls. 13.
HÚRÐUR KEPPIR I DAG
S 1
í dag fer fram undankeppnin í 200 m. bringusundi á
Evrópumeistaramótinu í Leipzig, en það er sú grein-
in, sem viS höfum bundið mestar vonir við, að fá úr-
slitamann í. Hörður B. Finnsson, ÍR, — Norðurlandamet-
hafi í lOO ocj 200 m. bringusundi, er þar meðal kepp-
enda. Hörður hefur verið í mjög mikilli framför í allt
sumar og á nú einn bezta tímann í 200 m. bringusundi í
Evrópu. Ef ekkert óvænt kemur fyrir ætti hann örugg-
lega að verða einn af sex fyrstu í sundinu — og von-
andi tekst honum að verða framar og hljóta verðlauna-
r<ening, fyrstur íslendinga á EM ( sundi. Einn íslenzkur
-undmaður hefur komizt í úrslit á Evrópumeistaramót-
inu og var það Sigurður Jónsson, KR-ingur.
12
T f MIN N, fimmludaginn 23. ágúst 1962