Tíminn - 08.11.1962, Qupperneq 8
Hermann Pálsson háskólakennari
Orðið er frjálst
EITURLYF OG HEIMSGLÆPIR
Undanfarnar vikur hafa birzt í
blöðunum válegar fregnir utan úr
löndum af svefnlyfi einu, sem er
svo eitrað, að börn fæðast af-
skræmd og vansköpuð, ef mæður
þeirra neyta lyfsins um meðgöngu
tímann. Hér er um mikla harm-
sögu að ræða. Alsaklaust fólk verð
ur að þola hryllilegar þjáningar
fyrir þá sök, að lyfið var ^ett á
markaðinn, áður en það var full-
reynt og afleiðingar þess kunnar
til hlítar. Fólk keypti sér þetta
svefnlyf í þeirri trú, að það væri
ósaknæmt, en þungaðar konur í
ýmsum löndum vita nú, að slík-
ur lyfseðill felur í sér algerð'an eða
hálfgerðan dauðadóm yfir óbornu
jéði. Þannig verða fjölmargir ein-
staklingar að gjalda aldýru verði
bann siðferðilega glæp, sem fram
leiðendur og seljendur lyfsins
hafa framið.
Dagblöðin hér í Reykjavík hafa
réttilega fordæmt þau mistök, sem
valdið hafa svo miklu böli með
fjölskyldum austan hafs og vestan.
Og blöðin hafa einnig rakið í dálk-
um sínum, hve viðbragðsskjót
heilbrigðisvöldin úti í löndum
urðu, þegar vitað var um áhrif
lyfsins. Nú er engin hætta á, að lyf
þetta verði fleirum að tjóni en orð
ið hefur, því að eiturverkanir
þess eru öllum kunnar og engri
lyfjagerð verður lengur þolað að
framleiða og selja á sama hátt og
verið hefur. Þannig nema menn
stöðugt af fyrri mistökum og láta
sér víti annarra að varnaði verða.
Um það leyti, sem saga eitur-
lyfsins var rakin einna ýtarlegast
í blöðunum, barst hingað önnur vá-
frétt utan úr heimi, og virtist
henni þó mun minni gaumur gef-
inn. FÝrir nokkru hófu Rússar
stórfelldar kjarnorkusprengingar,
en áhrif þeirra á ókomnar kyn-
slóðir verða ef til vill enn hrylli-
legri en afleiðingar eiturlyfsins.
Vísindamenn hafa sýnt fram á,
hve hættuleg geislaverkun getur
orðið, en þó eru afleiðingar af
kjarnorkusprengjum ófyrirsjáan-
legar og ómælanlegar að því leyti,
að enginn veit fyrirfram, hverjir
einstaklingar munu þola hinar
hryllilegustu kvalir af þessum
sökum. Kjarnorkutilraunum Rússa
er ekki bemt gegn einstökum
mæðrum og börnum þeirra, held-
ur má svo að orði komast, að þeim
sé beitt gegn öllu mannkyninu.
Enginn veit, hvar óskytjaör geigar,
og enginn getur séð fyrir, hvar
helrykið frá kjarnorkusprengjum
kemur niður. Með hverri einustu
kjarnorkusprengju, sem leyst er
úr læðingi, er verið að blanda loft
ið Iævi og byrla eitur ókomnum
kynslóðum um allan heim. Allir
siðmenntaðir menn hljóta að hafa
hinn mesta viðbjóð á þessum til-
tektum Rússa. Það er heilög skylda
hvers einasta manns að andmæla
slíkum ódæðisverkum og innræta
komandi kynslóðum andstyggð á
þeim.
Rússar eru ekki einir um þenn-
an stórglæp gagnvart mannkyn-
inu. Hér eru einnig aðrar þjóðir
sekar, og má þar einkum nefna
hernaðarþjóðirnar Bandaríkja-
menn, Breta og Frakka, sem allar
hafa stundað eiturgerð og stráð
geislavirku helryki um gufuhvolf-
ið. Skerfur Bandaríkjamanna er
þó einna stærstur. Þeir eru eina
herveldið, sem beint hefur kjarn-
orkusprengjum gegn tilteknum
mæðrum og börnum, og ásamt
með Rússum hafa þeir eitrað gufu
hvolfið mest allra manna. Það er
einmitt táknrænt fyrir eðli kjarn-
orkuvopna, að bandarískir forvíg-
ismenn í síðustu heimstyrjöld
létu ekki varpa sprengjum á jap-
anskar hernaðarstöðvar, heldur á
þéttbýlar borgir, þar sem konur
og börn voru tíltölulega fleiri en
vígir karlar. Þannig gáfu kjarn-
orkuárásirnar á Hiroshima og
Nagasaki nokkurn forboða um,
hvernig vopni þessu yrði beitt
með mestum áhrifum, ef til at-
omstyrjaldar kæmi. f japönsku
borgunum tveim létu þúsundir
barna og kvenna lífið, og aðrar
þúsundir urðu að lifa við örkuml
og hryllilegar kvalir. Og enginn
veit, hver áhrif geisla verkunin
kann að hafa á afkomendur þess
fólks, sem bandarískir herstjórar
völdu að tilraunadýrum árið 1945.
Helryk frá bandarískum kjarn-
orkusprengjum er ekki hóti betra
en fr'á hinum rússnesku, því að
afleiðingarnar verða hinar sömu.
Vér getum vel gert ráð fyrir því,
að bandarísk börn í framtíðinni
verði að þola mikið böl af banda-
rískum kjarnorkutilraunum, á
sama hátt og rússnesk börn verða
að sæta ómælanlegum kvölum af
tilraunum Rússa, og fólk um all-
an heim verður að gjalda þessara
glæpa um ókomnar aldir. Forráða-
menn kjarnorkuveldanna verða
tvímælalaust taldir til stórglæpa-1
manna sögunnar, þegar fram líða
stundir, svo framarlega sem heim
inum verður langlífis auðið.
Eins og ég drap á hér að fram-
an, virðast dagblöðin hér vera
miklum mun tómlátari um heims-
glæpi Rússa og Bandaríkjamanna
en um eitraða svefnlyfið. Þetta
er ef til vill skiljanlegt, þegar
haft er í huga, að stórveldin hafa
markvisst unnið að því að venja
heiminn við hin nýju og geigvæn-
legu morðtól og fá þjóðir og ein-
staklinga- til að sætta sig við
sprengingarnar og afleiðingar
þeirra. Rússar og Bandaríkjamenn
hafa jafnvel ekki kinokað sér við
að koma fram með siðferðilegar
réttlætingar. Þeir virðast sem sé
telja sér þörf á að smíða og reyna
kjarnorkuvopnin í því skyni, að
þeir geti þá með hægara móti
varðveitt eitthvað o,g verndað, sem
sé mannkyninu dýrmætara en
sjálft lífið. Þannig kveðast Rússar
þurfa á vopnum þessum að halda,
svo að þeir geti varið sósíalismann
eg Bandaríkjam. eru á sama hátt
reiðubúnir ti! ag beita kjarnorku-
vopnum til að verja vestræna
menningu og lýðræði, ef nauðsýn
krefst. Það er engu líkara en að
hinir ábyrgðarlitlu stjórnendur
Rússlands og Bandaríkjanna séu
þeirrar skoðunar, að sósíalismi og
vestræn menning geti þrifizt á
þessum hnetti, þótt öllu lífi á jörð i
inni sé stefnt í voða.
En tómlæti íslenzkra blaða á
sér þó sennilega aðra skýringu.
í rauninni erum vér samsekir
kjarnorkuveidunum, af því 'að vér
höfum látið undir höfuð leggjast
að beita öllum tækilegum ráðum
til ag mótmæla kjarnorkusprengj-
um, hverrar þjóðar sem þær kunna
að vera, og brýna fyrir þjóðinni
sýknt og heilagt, að vér viljum
engan þátt eiga í slíkum stórglæp
gagnvart mannkyninu. íslenzka
stjórnin glaptist á sínum tíma til
að lenda í hernaðarbandalagi við
kjarnorkuveldi, og því munu for-
mælendur stjórnarinnar vera deig
sri við að andmæla atomsprenging
um þeirra en ella hefði orðið. En
i þessu höfuðmáli verða allir að
taka afstöðu, hvar í heiminum sem
þeir eiga heima. Annaðhvort fylgja
menn Rússum og Bandaríkjamönn
um að málum og viðurkenna rétt
þessara stórvelda til að gera heim-
inn óbyggilegan öllum þjóðum ella
eru menn þeirrar skoðunar, að all-
ar kjarnorkusptengjur eigi að
banna. Skopleikur Rússa og Banda
ríkjamanna á afvopnunarfundum
ætti engan ag ginna, því að það
hefur ávallt verið eitt aðal her-
velda hve hægt þau eiga með áð
leika tveim skjöldum, og í því
hafa stórveidin engir eftirbátar
verið á þingum undanfarinna miss
era um afvopnun og bann á kjarn-
orkusprengjum.
Á undanförnum árum hafa lín-
urnar milli tveggja heimsskoðana
sífellt verið að skýrast. Annars
vegar eru formælendur helryks-
ins, leiðtogar Rússa, Bandaríkja-
manna, Breta og Frakka, og með
þeim eru trúir fylgifiskar þeirra
víðs vegar um heim. f hinum
flokknum eru friðarsinnar, leiðtog
ar hlutlausra þjóða á borð við
Indverja ,og fjölmargir siðferði-
lega ábyrgir einstaklingar í hin-
um ýmsu þjóðlöndum heims. Hvar
vetna fer þeim mönnum fjölgandi,
sem skipa sér undir merki friðar-
ins og andstaðan gegn siðleysi
Rússa og Bandaríkjamanna harðn-
ar með hverju ári sem líður.
Þegar Ijóst var orðið, hverjar
afleiðingar lyfið Thalidomide hef !
ur í för með sér, þótti sjálfsagt
að stemma stigu við notkun
þess. Þannig fær mannkynið að
njóta þeirrar hryllilegu reynslu,
sem notendur lyfsins verða að
þola. Tvær japanskar borgir voru
fyrir seytján árum lagðar í rústir,
og síðan hafa vísindamenn fengið
yfrin færi til að kanna, hvern
slóða atómsprengingar draga. En
fórnir þessara ógæfusömu borga
virðast hafa verið færðar til einsk
is. Leiðtogar stórveldanna virðast
vera furðu tregir að nema lærdóm
af þeirri reynslu, sem Hirosihima
og Nagasaki urðu fyrir, og þó
hafa vísindamenn sannað, að enn
er ekki séð fyrir um áhrifin frá
geislaverkuninni. Böl hinna jap-
önsku fórnardýra mun erfast til
ókominna kynslóða.
Oft er kvartað yfir því, hve á-
hrifalitlar smáþjóðirnar eru, og þó
hefur vegur þeirra aldrei verið
jafn mikill og nú. Með Sameinuðu
þióðunum skapaðist nýtt viðhorf
í alþjóðamálum, smáþjóðum var
nú tryggður miklu meiri réttur en
áður. Nú geta smáþjóðir haft
geysimikil áhrif á gang ýmissa
mála. Rödd þessara þjóða heyr-
ist jafnskýrt á þingi Sameinuðu
þjóðanna og raddir voldugri þjóða,
og atkvæðisréttur smáþjóðanna er
þeim ómetanlegur. En öllum rétt-
ir.dum fylgja einnig skyldur og
ábyrgð. Smáþjóðin verður að bera
nokkurn hluta af starfi Samein-
uðu þjóðanna. Vér íslendihgar er-
um engin undantekning, og und-
an ábyrgð vorri megum vér ekki
skorast. Vér verðum að beita öll-
um áhrifum vorum til góðs, og
vér megum aldrei slaka á kröfum
vorum til sjálfra vor né til ann-
arra þjóða. í átökum stórveld-
anna um kjarnorkuvopn er ekki
t.il nema eins konar viðhorf, sem
ísienzkt geti talizt. Vér hljótum
að fordæma allar kjarnorku-
sprengjur. Á sömu lund eigum
vér að vinna að því öllum árum,
að komandi kynslóðir á landi voru
hafi óbeit á vopnum og hernaði,
enda er hernaðarleysið einhver
dýrmætasti menningararfur þjóð-
arinnar.
ATHUGASEMD RITSTJÓRA:
Það er misskilningur hjá grein-
arhöfundi, að þátttöku íslands í
NATO fylgi einhver ábyrgð á
notkun kjamorkuvopna, enda hafa
allir flokkar á Alþingi samþykkt
einróma mótmæli 'gegn öllum
kjarnorkusprengingum, og fsland
stutt tillögur á þingi SÞ um að
öllum tilraunum með kjamorku-
vopn skuli hætt. Þrjú ríki önnur
í NATO hafa sömu afstöðu — Dan
mörk, Noregur og Kanada.
FIMMTUGUR:
Sigurður Gunnarsson
fyrrc; skólastióri á Húsavík
Eg hef komizt ,að því, að einn
af vinum mínum, Sigurður Gunn-
arsson, sem var sk jlastjóri á
Húsavík um langt skeið, hefur
stigið svo hljóðlega yfir fimmtugt
10. f.m., að engin dagblöð hafa
orðið þess vör.
Ég man svo illa eftir afmælum,
að ævitugaskiptin fóru auðveld-
lega fram hjá mér. Hins vegar
hefur minnugur maður vakið at-
bygli mína á, áð hinum hæverska
manni, Sigurði Gunnarssyni, hafi
laglega tekizt að komast hjá því
að fá á sig sviðljósið á þessum
merku tímamótum ævinnar.
Sigurður, sem telur sig vafa-
laust, þegar hér er komið, slopp-
inn við allt afmælistal og fimm-
tugsdóma um sig, skal samt ekki
hrósa fullum sigri í þeim efnum.
Það skal fyrst upplýst til kynn-
ingar, að Sigurður Gunnarsson er
Þingeyingur, þó að hann sé svona
yfirlætislaus á hálfrar aldar af-
mæli sínu. Hann fæddist 10. okt.
1912, að Skógum í Axarfirði. —
Foreldrar hans voru: Gunnar,
bóndi þar, Árnason, bónda á
Bakka í Kelduhverfi, — og kona
hans, Kristveig Björnsdóttir bónda
að Skógum, Gunnlaugssonar.
Sigurður ólst upp á heimili for
eldra sinna, sem var mikið mynd
ai'heimili. Þar gekk hann að
venjulegum sveitastörfum og þótti
snemma verkmaður góður.
Hann fór i skóla og lauk gagn
fræðaprófi við Menntaskólann á
Akureyri 1931 og kennaraprófi
við Kennaraskólann í Reykjavík
1936. Gerðist kennari við barna-
skólann í Borgarnesi það ár og
starfaði við hann í tvö ár. Þá
réðst hann til barnaskólans á
Seyðisfirði og kenndi við hann
árin 1938—1940.
Á Seyðisfirði kynntist Sigurð-
ur glæsilegri stúlku, Guðrúnu.
dóttur skólastjórans þar. Karls
Finnbogasonar Giftust þau 1941
Til Húsavíkur fluttist Sigurð-
ur haustið 1940 og tók við stjórn
barnaskólans þar. Þeim skóla
stýrði hann í—20 ár eða þar til
1960. Enn fremur var hann skóla
stjóri Unglingaskóla Húsavíkur
frá 1940—1945, en það ár var s’á
skóli gerður að gagnfræðaskóla og
um leið til hans ráðinn sérstakur
skólastjóri.
Á H.-savík á Sigurður mjög
merka starfssögu. Hann reyndist
framúrskarandi áhugasamur skóla
stjóri. Var óþreytandi að vinna
fyrir skóla sinn. Skemmtilega og
fallega óeigingjarn í skiptum sín-
um við skólann. Fylgdist af alhug
með nýjungum í skóla- og kennslu
málum innan lands og utan. Fór
utanfarir. hvað eftir annað, til
þess að kynna sér milliliðalaust
kennsluhætti og starfsaðferðir í
barnaskólum í Danmörku, Noregi
Svíþjóð og Bretlandi.
Sigurður beitti sér fyrir því, áð-
ur en hann fór frá Húsavík, að
byggt var þar skólahús mikið og
vandað. Er mál manna, að hús
þetta sé eitt fullkomnasta barna-
skólahús á landinu, um leið og
þar er einnig afbragðs aðstaða í
íþróttasal fyrir eldri sem yngri
Húsvíkinga til íþróttaæfinga.
Mun húsið lengi minna á at-
orku Sigurðar Gunnarssonar og
stórhug hans í skólamálum.
Meðan Sigurður var á Húsavík
tók hann mikinn þátt í félags-
málastörfum, fyrst og fremst að
því er uppeldismál varðaði, en
auk þess á öðrum sviðum. Hann
var formaður Kennarafélags Suð
ur-Þing. öll árin. Formaður Kenn
avasambands Norðurlands 1944—
1946 og 1950—1952. Forustumað-
ur í bindindissamtökum. í stjórn
um barnaverndarfélags, skátafé-
lags og skógræktarfélags. Þátttak
andi í Karlaukórnum „Þrym“ og
kirkjukór Húsavíkur. Formaður
sóknarnefndar Húsavíkur frá 1956.
Formaður Sjúkrasamlags Húsavík
ur frá 1943. Kosinn fulltrúi á
Kirkjuþing 1956, fyrir Þingeyjar
og Eyjafjarðarsýslur. Formaður
Húsavíkurdeildar Norræna félags
ins frá 1957. í yfirskattanefnd,
formaður kjörstjórnar, — og er
þó alls ekki allt talið.
Sigurður spurði aldrei um það
á Húsavík, hvað hann fengi greitt
fvrir félagsmálastörf sín. Honum
var aðalatriði, að verkin væru vel
og rækilega af hendi leyst.
Sigurður er árrisull maður og
hefur oft lokið vænu verki „aðrir
þegar stóðu á fætur“. Á morgn-
ana vinnur hann löngum að rit-
störfum. Hann hefur þýtt úr er-
lendum málum 26 bækur fyrir
börn og unglinga. Auk þess hefur
hann þýtt fjölda ritgerða um upp
eldis- og skólamál.
Frarnhald á 13 síðu
T í M I N N, "'omtudagur 8. nóvember 1962,
8