Tíminn - 08.11.1962, Blaðsíða 14
12
þarf að aka Stellu smáspöl, áður
en kappreiðamar byrja.“
HARTOG GEKK aftur að borð-
inu sínu. „Ertu búin að panta?“
spurði hann. Á borðinu fyrir
framan hana stóð koníaksglas.
„Nei“, sagði hún.
,Þú hefðir vel getað verið búin
að því,“ ságði hann, ,Það tekur
svo langan tíma að fá afgreiðslu,
þegar svona mikið er að gera.“
„Við höfum tímann fyrir okk-
ur“, sagði hún.
Hún sagði honum að panta,
itvað sem hann langaði í sín vegna.
Hann leit ekki á matseðilinn, en
sagði við þjóninn: „Miðdegisverð
fyrir tvo, hálfflösku af kampavíni,
eina flösku af sólberjasaft og glös
til að blanda í.“
„Þetta var Ijómandi lagleg kona,
■Sem þú varst að tala við,“ sgði
Rosemarie.
„Hún er systir mín“, sagði Har-
tog.
„Jæja“, sagði Rosemarie.
Það var greinilegt, að Hartog
þurfti að taka á stillingunni og
sagði: „Hún er systir mín. Það
eru vorkappreiðar hjá hesta-
mannaklúbbnum hennar í dag
Hún var búin að bjóða mér, en ég
Steingleymdi þvf.“
Þjónninn kom með súpuna. Þau
borðuð hana þegjandi. Eftir
stundarkorn spurði Rosemarie:
„Er systir þín gift?“
„Hún var það.“'
„Er hún skilin?“
„Hún missti manninn í stríð-
inu,“ laug’ Hartog og var ósjálf-
rátt farinn að hlífa Mörgu.
„Ja, sá var heppinn."
Hartog trúði ekki sínum eigin
eyrum. „Hvað sagðirðu?"
„Ó,“ sagði Rosemarie, „það kem
ur mér ekkert við. En þessi systir
þín er ísköld. Mér þykir vænt um,
að þú ert ekki líkur henni. Hvað
sagði hún svo?“
„Um hvað?“
„Mig“.
„Við vorum ekki að tala um
þig.“
Rosemarie hló. „Jæja, allt í
lagi“, sagði hún. „Þetta er þitt
mál. Heldurðu, að hún hlaupi með
þetta í komina þína?“
„í fyrsta lagi leggur hún ekki
slíkt í vana sinn, og í öðru lagi
veit hún ekkert um okkur.“
„Hún veit allt. Þú ættir bara að
gæta þín.“
„í guðs bænum talaðu um eitt-
hvað annað.“
„Eins og þú vilt, en það er eitt-
hvað, sem þú ert að velta vöngum
yfir. Út með það!“
Hann leit á hana. Hún starði
fast á hnífinn, sem hún var að
•skera bragðlausa kálfasteikina'
með. Hún hélt um hnífinn með
öllum fingrunum. Hún var illsku-
leg á svipinn.
Hartog langaði að tala hana til,
en fór þveröfugt að. „Þessi Martin
hefur rétt fyrir sér,“ sagði hann.
„Þú hefur góða bílstjórahæfi-
leika.“
Rosemarie heyrði bara, hvernig
áherzlu hann lagði á nafnið.
„Kanntu á skíðum?“ spurði hún.
, Já,“ sagði Hartog undrandi.
„Ekki eins vel og systir mín,
en . . . “
„Þið hafið auðvitað oft farið í
skíðatúra upp í fjöllin — til
St. Moritz, Kitzbiihel og fleiri
slíkra staða. Var þessi ágæta
systir þín í þingum við skiðakenn-
arana?“
„Haltu þér saman,“ hvæsti Har-
tog og leit órólegur í kringum
sig.
„Eg átti heldur ekkert saman
við Martin að sælda. Eg ætla bara
að láta þig vita það. Hinar kölluðu
hann líka fyrra nafninu allar sem
ein, aldrei herra Kollaps eða hvað
hann nú hét. Ætlarðu að borða
ábætinn eða eigum við að fara?“
„Þú getur tekið bílinn“, sagði
Hartog.
„Ætlarðu að lofa mér að
keyra?“ spurði hún vantrúuð.
„Systir mín vill, að ég fari með
sér.“
„Hvert?“
„Eg var að segja þér, að það
væru kappreiðar í dag. Það koma
þangað ýmsir, sem ég þarf að
hitta. Við getum hitzt hérna aftur
klukkan hálfsex."
„Eins og þú vilt,“ sagði hún.
„Aktu heldur, þar sem ekki er
mikil umferð."
„Verður þú í bílnum með systur
þinni?“
„Já.“
„Hvar eru kappreiðarnar?“
„í Arnholdshei,m.“ \
Hartog borgaði reikninginn.
Þau gengu út að bílnum. „Eg
hugsa, að þú verðir að fá þér
benzín,“ sagði hann og fékk henni
lykilinn og fimmtíu mörk. „Þú
kemur hingað aftur klukkan sex.“
„Þú ætlar þér greinilega að
losna við mig,“ sagði hún um leið
og hún settist upp í bílinn.
MARGLITT TJALD hafði verið
reist á flötinni, og þar voru seldir
ýmsir drykkir. Það voru tágastól-
ar úti í grasinu og þangað hafði
verið komið með sólhlífar úr húsi
klúbbsins; markað hafði verið fyrir
staðnum, þaðan sem átti að leggja
af stað og að endamarkinu líka;
brautin var merkt með smáflögg-
um og lá fyrst upp á við og yfir
lyngás í nágreniTnu, ven síðan
aftur í áttina að flötinni, Bílarnir
stóðu i röð í grennd við tjaldið
ásamt vögnunum, sem hestarnir
höfðu verið fluttir á.
Það var hálftími, þangað til
kappreiðarnar áttu að hefjast.
Flestir knaparnir, sem þátt ætluðu
að taka í þeim, voru þegar komnir
á bak. Þeir voru ýmist að liðka
hestana eða þeir söfnuðust í smá-
hópa og töluðu saman. Vorsólin
skein á þessa ljómandi fallegu
hesta, sem þarna voru og undir-
strikaði svört og rauð reiðföt knap
anna. Það var eins og sumar kon-
urnar hefðu valið sér hesta í sam-
ræmi við hárlit sinn. Þama sat
Erica Schmitt, — sú sama Erica
Schmitt, 'sem hafði borið fram
kaffi á Iðnstefnunni fyrir örfáum
árum, — klofvega á rauðjörpum
hesti, sem var nákvæmlega eins
og hárið á henni á litinn. Marga,
sem sjálf var dökkhærð, reið
svörtu merinni sinni, Stellu.
Af meðlimum Einangrunarsam-
bandsins voru Schmitt, Bruster,
Killenschiff og Hartog viðstaddir.
Hann tók sig jafnvel út á hestin-
um og Rosemarie í bílnum hans
Hartogs.
Dóttir Wallnitz, sem enn var of
ung til að taka þátt í kappreiðun-
um, spurði Bruster, hvort hann
ætlaði ekki að keppa.
„Nei, kæra fröken. Eg er of
mikill dýravinur til að leggja það
á nokkurn hest að bera mig. Það
getur enginn þokað mér upp á
hest. Eigum við áð fara og heilsa
upp á mömmu þína?“
Frú Wallnitz var búin að sitja
góða stund á tali við Hartog undir
einni sólhlífinni. Nú er hann að
veiða upp úr henni, hugsaði Brust
er. Hann gekk yfir flötina í áttina
til þeirra með glasið í hendinni.
Jutta litla Wallnitz hoppaði eins
og lamb við hliðina á honum.
„Nei, góðan daginn!“ sagði hann
glaðlega og lét fallast niður í stól.
„Hér gr þó að minnsta kosti ofur-
l,til forsæla.“. Hann sneri sér að
Hartog; „Veiztu, hvenær þetta
byrjar? Systir þin er nú aðaldrif-
fjöðrin, svo að þú ættir að vita
það.“
„Eg hef ekki hugmynd um það,“
svaraði Hartog. „Eg rakst af til-
viljun á Mörgu í skemmtigarðin-
um. Annars væri ég ekki hér
núna.“
„Maður verður alltaf að bíða
tímunum * saman eftir að þetta
44
og pappír, og Ted er ekki einu
sinni hér, svo að hann geti kallað
á slökkviliðið. Hann ætlaði að bíða
eftir Hönnu.
— Bruninn? endurtók ég flóns-
lega.
Deidre brosti.
— Eg hef ekki eytt tímanum til
ónýtis, Mandy litla. Það eru skáp-
ar bak við alla speglana í dans-
salnum og ég hef sett þar blöð
og fatnað og dýft í benzín. Það
líður ekki á löngu, 4>ar til log-
amir fara að leika um. Ekki
óttast, Mandy litla — ég skal
svæfa Carolyn fyrst — og þú skalt
ekki þurfa að kveljast neitt. Rödd
hennar, sem hafði verið róleg,
hækkaði sig nú tryllingslega ag
augu hennar gneistuðu af hatri —
Skilurðu, hvað þú hefur gert —-
fíflið þitt — þú hefur kostað Oli-
ver líf dóttpr hans og hans heitt-
elskaða Mullions verður öskuhaug-
ur , áður en slökkviliðið kemst
hingað.
— Djöfullinn þinn! öskraði ég
og kastaði mér gegnum franska
gluggann í áttina til Carolyn, þeg-
ar myrkrið umlukti okkur. Og urn
leið sleppti ég Mark. Eg fann, að
hann skjögraði af stað, sá bloss-
ann úr byssunni, og í sömu andrá
heyrði ég í brunabjöllunni. Svo
fann ég óskaplegan sársauka i
öxlinni, Mér fannst ég heyra rödd
Olivers, sem hrópaði eitthvað, og
ég veit, að ég kallaði á hann .
kallaði og kallaði — og svo missti
ég meðvitundina.
25. KAFLI.
— OLIVER . . . OLIVER . . .
CAROLYN . . .
Eg var lengi að átta mig á því,
að ég var raunverulega lifandi og
það var mín eigin rödd, sem kall-
aði á hjálp.
— Allt er gott núna, elskan.
Eg er hérna, og Carolyn sefur
vært í rúmi sínu.
Það var erfitt að sjá skýrt, en
andlit Olivers var alveg við mitt,
og hjá honum var dr. Chandler
að fást við öxlina á mér. Eg lá í
rúmi mínu, í svefnherbergi mínu
í gömlu álmunni. Eg fann ekki
lengur reykjarlykt, þrumuveðrið
var sömuleiðis um garð gengið.
Eg heyrði regnið steypast niður
eins og allar flóðgáttir himinsins
hefðu opnazt.
— Mig er að dreyma er það
ekki?, sagði ég rugluð. — Þú ert
í Rozel að tala við Jane.
— Eg er hérna hjá þér og Car-
olyn á Mullions, sagði hann ákveð-
inn og hélt fast um hendur mínar,
því að mig kenndi sárlega til.
— Allar flugsamgöngur féllu
niður vegna veðursins. Allir vernd
arenglar okkar hafa unnið eftir-
vinnu, held ég.
— Deidre kom . . . Mullions
brennur, man ég, að ég 'muldraði,
og dr. Chandler gaf mér spfautu
og vingjarnleg rödd hans sagði:
— Svona, unga dama, nú skuluð
þér sofa og ekki hafa neinar á-
hyggjur. Sem betur fer, er þetta
aðein-s fleiður. Þessi brjálaða kona
er farin eldurinn hefur verið
slökktur, og litla telpan sefur í
sínu rúmi í næsta herfbergi.
— Hún sefur ekki, hún er í
dásvefni, sagði ég og barðist við
að komast upp úr rúminu. Eg
trúði ekki dr. Chandler, þegar
hann sagði, að Carolyn svæfi eðli-
legum svefni. — Þér skiljið ekki
. . . ég sá hana með Deidre . .
Þá fann ég, að Oliver tók mig
ofurblíðlega upp í fang sitt:
— Eg held, að' það sé bezt að(
við leyfum henni Mandy að sjá
sjálfri sagði hann og bar mig inn j
í næsta herbergþ
Eg sá, að hún svaf, með aðraj
hönd undir vanga eins og hún var.
vön að liggja, og hún andaði al-|
BARNFOSTRAN
Eftir DOROTHY QUINTIN
veg eðlilega. Mark lá við rúmið,
hann lyfti hausnum og leit á okk-
ur án þess að rísa upp og ef hund-
ur getur brosað sefandi, þá gerði
Mark það svo sannarlega. Eg fann
tárin renna niður kinnarnar á mér
og ég faldi andlitið við axlir Oli-
Vers. Hann bar mig aftur inn í
rúmið, þerraði tárin ofurvarlega
og brosti til mín. — Hanna kemur
von bráðar. Hún ætlaði bara að
gefa fólkinu te.
— Ekki fara frá mér, bað ég-
— Eg skal vera hérna hjá kon-
unum mínum tveim, sagði hann,
eða mér heyrðist hann að minnsta
kosti segja það.
Eg veit, að ég lá lengi með háan
hita og röflaði, og mér fannst
hann sitja við rúmið mitt klukku-
tímum saman og tala blíðlega og
ástúðlega til mín. Dr. Chandler
gaf mér sprautur þvj að jafnskjótt
og ég vissi að Carolyn var örugg,
komu eftirköstin, og ég var hrædd
við alls konar hluti . . . skugga á
veggnum; hljóð um nótt, allt mögu
legt. Eg man að Carolyn kom inn
til mín, brosti og sagði:
— Dreymdi þig illa Mandy? Mig
dreymdi líka illa um daginn . . .
— Já . . . mig dreymdi víst
illa . . .
Það er ekki margt fleira að
segja. Viku síðar fékk ég að fara
á fætur og sitja úti í rósagarðin-
um. Steikjandi hitinn var á braut,
loftið var ferskt og tært. Rósirn
ar jlmuðu og grasið var fagur
grænt. Hanna snérist í kringum
mig allan tímann, og Oliver dvaldi
j mestallan daginn með okkur. Nú
var það Carolyn, sem las fyrir
hann og mig. Eg hélt, að hann
treysti sér ekki til að vera lengi
frá henni í einu efj;ir þessa voða-
legu nótt.
Carolyn hafði heyrt um meiðsl-
ið í öxlinni minni og spurði mig
hvort ég hefði dottið fram úr rúm-
inu, þegar ég fékk martröð, og ég
játti því . . . það var síðasta hvíta
lygin, sem ég varð að segja henni,
og ég var óendanlega fegin, að
hún mundi ekkert eftir nóttinni.
Síðasta skiptið sem dr. Chand-
ler kom, brosti hann, þegar hann
tók umbúðirnar. — Þér voruð svei
mér heppnar, Mandy. Fáeinum
■sentimetrum lengra til hægri og . .
— Hún er ekki bara heppin,
heldur einnig hugrökk, bætti Oli-
ver lágt við. Og ég fann, að roð-
inn hljóp fram í kinnar mér.
— Ef þú hefðir ekki komið og
gripið í Deidre . . .
Eg vissi núna að Oliver hafði
klifi’að yfir svalirnar að baki
Deidres. Hann hafði ekki þorað að
gera vart við sig í fyrstu af ólta
við, að hún kastaði barninu yfir
handriðið — og það hefði hu
áreiðanlega gert. Hann hafði séð
eldinn inn um gluggana á dans-
salnum, þegar hann reyndi að
komast inn, og hann hafði séð
allt, sém gerðist á svölunum.
Hann heyrði allt, sem Deidre
sagði við mig. Hann hafði klifrað
upp brunastigann og smám sam-
an þokazt í áttina til okkar, en
gerði sér jafnframt grein .fyrirj
þeirri hættu, sem við Carolyn
kæmumst í, ef Deidre yrði hans
vör.
— Eg var frávita af ótta við, að
Mark myndi koma upp um mig
. , . ef þú hefðir ekki haldið
svona fast í hann ... <
Ef ekki hefði verið óveður þetta
kvöld hefði Oliver sennilega verið
í Jersey. Polly hefði sennilega orð-
ið eftir á Mullions og Mark hefði
gefið viðvörunarmerki ef einhver
hefði reynt að gera sofandi barn-
inu eitthvað . . . ef ef . . . ! Það
lítur út fyrir að lífið sé ótrúlegur
fjöldi af þessu litla orði, ef . . .
Danssalurinn eyðilagðist mikið
til bæði af vatni og eldi og neðsti
hluti stigans brann algerlega. Dei-
dre hafði gengið vel til verks —
klukkutíma síðar hefði eldurinn
þrengt sér gegnum veggina að
gömlu álmunni, og Mullions hefði
orðið ein rjúkandi rúst. Nokkrir
verkamenn, sem voru á hejmleið
i skóginum, höfðu séð eldinn ein-
mitt á sama tíma og Oliver klifraði
upp slökkvistigann, og þeir höfðu
hringt klukkunni til að kalla sam-
stundis á hjálp.
Oliver ætlar að rífa nýrri álm-
una alveg niður. Hann segir, að
hún rúmi ekkert annað en bitrar
endurminningar fyrir hann — fyr-
ir okkur öll — og að Mullions
verði farsælla heimili án hennar
Á morgun er 25. marz — af-
mælisdagurinn minn. Það verður
um leið merkisdagur í lífi mínn,
því að á morgun ætla ég að gifta
mig í gömlu kirkjunni í St. Trudys.
Carolyn sem hefur verið í klaust-
urskólanum síðan í september, hef
14
T í M I N N, fimmtudagur 8. nóvember 1962.