Tíminn - 10.11.1962, Page 8
Verjandi í
vandræðum
Asmundur Eiríksson, forstjóri
Hvítasunnumanna, kallar varnar-
grein sína i Tímanum 31. okt.
„Prestur gerist vandlætingasam-
ur“. Mér er ekki ljóst, hvers vegna
hann velur þá fyrirsögn. Varð hann
forviða á, að nokkur prestur
skyldi andmæla opinber'lega ein-
hverju, sem honum þætti víta-
vert? Þá „sneið“ tek ég ekki til
mín, var farinn að' andmæla æði
mörgu vítaVerðu löngu áður en
Ásmundur kom fram á sjónar-
sviðið og hef aldrei hætt því alveg
síðan, þótt mér hafi oft fundizt,
að trúvörn stæði nær mér yngri
áhugamönnum síðustu árin. Vera
má, að þetta sé ekki annað en „vin-
samlegt" olnbogaskot til presta-
stéttarinnar í þakkarskyni fyrir
ýmsa tilhliðrunarsemi við Hvíta-
sunnumenn og afskiptaleysi voru
gagnvart sérskoðunum þeirra. Hr.
Ásmundur ætti ag útskýra þetta
betur í næstu „varnargrein".
En svo er það greinin sjálf.
Eg skil það vel, að verjandi sé
í vandræðum, þegar hann er sjálf-
ur alveg sammála aðalatriðinu í
sókn sækjanda, enda ber grein
hans þess glögg merki. Hann und-
irstrikar það, sem ég hafg; áð-
ur sagt, að honum hafi mislíkað
orðið „kristniboðsstöð“ hjá Þór-
arni Magnússyni, sem aldrei hefur
verig kristniboði, þótt hann ætlaði
sér það einu sinni. En svo fer Ás-
mundur að afsaka þetta með því,
að Þórarinn sé svo einhæfur Krists
trúarmaður, að hann vilji ekki
sleppa þessu rangnefni. Ef leiðtog-
ar trúarflokks hans trúa þessu í
alvöru — ég efast sem sé um það
— þá er mér spurn: Hví í ósköp-
unum voru þeir að refsa Þórarni
með því að vísa margnefndri
„stöð“ hans í Grænlandi úr sínu
samfélagi? Og hvers vegna kall-
að'i Þ. M. fyrra trúboð sitt í Stokk-
hólmi ekki ,.kristniþoð“? Hitt er
vonlaust verk ag reyna að telja
fólki trú um, að Þ. M. hafi verið
hálfhræddur um, að trúboð hans
á Grænlandi yrð'i kennt við
„Búddha, Múhameð eða Jehóva-
vitni,“ ef hann sleppti kristniboðs
nafninu. Það er auðvelt að koma
í veg fyrir það með því ag kenna
„stöðina" við Hvítasunnumenn.
Það var réttnefni, en ekki eins
vænlegt til fjáröflunar meðal landa
hans, sem flestir voru og eru ó-
kunnugir kirkjusögu Grænlands.
Eftir lestur „varnargreinarinnar",
er ég enn sannfærðari en áður um,
að rangnefnið „kristniboð" er að-
eins notað í fjáröflunarskyni hjá
Þ. M. ,
Þá er það alveg út í hött ag gefa
’í skyn, að mér farist ekki að finna
að dugnaði Þ. M. við' fjársöfn-
unina, því að ég hafi sjálfur skrif-
að í blöðin fyrir 40 árum til að
hvetja menn til að styðja stofnun
elliheimilis í Reykjavík. Það er
sem sé sá mikli munur á þeirri
fjársöfnun, að ég og starfsbræð-
ur mínir notuðum aldrei nein
villandi orð í fjáröflunarskyni, en
sögðum blátt áfram, „vér ætlum
að stofna elliheimili“ — datt ekki
í hug að kalla heimilið „kristni-
boðsstöð" eða neitt annað, sem
gæti villt mönnum sýn, viðvíkj-
andi fyrirætlunum vorum. Leyfi
ég mér að skora á Ásmund Ei-
ríksson að sanna meg réttum til-
vitnunum úr blaðagreinum mfn-
um, frá 1922, að hér sé ekki rétt
skýrt frá, eða stinga sneiðinni í
Benedikt Kröyer
sjálfs síns vasa að öðrum kosti.
Svipað má segja um fjársöfnun
Kristniboðssambandsins til kristni
boðsstöðvarinnar í Konsó. Hún hef
ur aldrei farið fram undir „fölsku
flaggi", sanni hr. Ásmundur hið
gagnstæða, ef hann getur. Ann-
ar ser engu líkara en hann hafi ekki
lesið' lokaor'ðin í grein minni í Tím
anum 23. okt. Líklega öruggast
að endurtaka þau. Þau voru: „Eg
átel engan, þótt hann styrki trú-
boðsstöð þessa predikara Hvíta-
sunnumanna, því að enn er hann !
talinn þeirra maður, ef gefanda
er ljóst, að þarr.a er ekkert kristni
boð, af því að Grænland var krist-
ið land, löngu áður en Þórarinn !
kom þangað."
Mér finnst, að þessi orð geri1
fyrrgreinda hjiðarárás Ásmundarr
alveg ómerka og ástæð'ulausa.
Verjandi eignar mér þau um-
mæli, „að danskir prestar séu ekki
hrifnir af starfi Þórarins," og
finnst það ekki skipta máli. Bein-
ast liggur við ag skilja þetta svo,
að ég hafi verið þarna að tala um
„danska presta“ á Grænlandi, því
ag aðrir „danskir prestar" munu
fátt vita um þetta „starf“. En
þarna er sá „smágalli" væntan-
lega af fljótfærni að ég hef ekk-
ert um þetta sagt, enda alveg ó-
kunnugt um álit presta á Græn-
landi á „starfi“ Þórarins. Orð mín
sýndu greinilega, að ég var ekki
að tala um presta Grænlands og
heldur ekki um annað en „kristni-
boð'sskrafið“. sem væntanlega ei
ekki aðalstarf Þárarins. Eg sagði,
að danskir prestar, sem frétt hafa
um' „kristniboðsskraf" Þórarins,
hafi orðið „forviða og gramir
vegna starfsbræðra sinna þar
vestra.“ Mig furðar á, að nokkur
skuli geta misskfilið þessi orð.
Erlendur predikari, sem sezt ag í
kristnu landi til þess að boða þar
sérkenningar sínar, gerir starfi
sínu lítinn greiða með því að gefa
í skyn, að nú sé hann farinn að
boða heiðingjum kristna trú. —
Um það hef ég greinilega frá
Grikklandi. Sahnast þar sem Ás-
mundur segir: „Miklum áhuga-
mönnum getur farið þannig, að
,,kostgæfni“ þeirra verður ekki allt
af með skynsemd". Eg er alveg
ókunnugur „kostgæfni" Þórarins
nema við stórmiklar bréfasending-
ar, sem ekki voru allar með skyn-
semd, og prestum Grænlands hefi
ég aldrej kynnzt nema af blaða-
skrifum. En þegar ég las í Lesbók
Morgunblaðsins 28. okt. ferðasögu
sr. Svends Rasmussens, prófasts
í Godtháb, þá hugsaði ég: „Þórar-
inn Magnússon á skilið að fá góða
gjöf, ef sannar fregnir berast um,
að hann hafi farig í 14 daga ferða-
lag með hundasleða til þess að
flytja sakramentið til tveggja safn
aðarbarna sinna.“
Lokaorð mín eru þessi: Getur
Asmundur Eiríksson frætt aðstoð-
armenn Þórarins og aðra um, hvað
Þórarinn kallar „stöð“ sína í fjár-
heiðnum til þessara átta annarra
landa en íslands, sem hann nefn-
ir í skýrslu sinni í Tímanum 4.
okt.? Kennir hann hana við trú-
hoð meðal heiðiingja („kristni-
hoð“) eða við trúbræður sína? Það
atriði er sérsiaklega mikilsvert, ef
rneginatriði allra þessara Græn-
landsgreina verða birtar f er-
iendu dagblaði, sem vel getur kom
ið fyrir.
Sigurbjörn Á. Gíslason
Benedikt Kröyer, fyrr bóndi á
Stóra-Bakka í Hróarstungu, and-
aðist í Landspítalanum hinn 1. nóv.
þ. á. Hann var fæddur á Hvanná
í Jökuldal 31 janúar 1881, sonur
Kristjáns Kröyer, stórbónda og
smiðs á Hvanná. Jóhann Kaspar
Kröyer var á ungum aldri sendur
upp á Siglufjörð til verzlunar-
starfa. Hefur það verið á síðustu
dögum kóingsverzlunarinnar síð-
ustu, er féll úr sögu með verzlun-
arfrelsinu 1787. Talið var, að hann
hefði verið alinn upp á föðurleys-
ingjaheimili i Kaupmannahöfn og
hefði vel getað verið sonur kóngs-
ins. Jóhann fór ekki síðan af
Siglufirði. Ilann varð þar verzl-
unarstjóri, náði eignarhaldi á höf-
uðbólinu Höfn í Siglufirði, var
þar stórbóndi og hreppstjóri, stór
vel metinn maður. Hann átti bónda
cióttur, Rakel Halldórsdóssur frá
Skógum í Reykjahverfi, og voru
þeirra synir Jörgen prestur. f.
1801, á Helgastöðum, Halldór er
sýslumaður var í Þingeyjarþingi
um 1834, en missti heilsu og lifði
lengi vig hörmungar, og Jóhann,
sem bjó í Eyjafirði, en dó fremur
ungur. Sonur hans var Kristján,
sem ólst upp á Helgastöðum með
séra Jörgen, lærði trésmíði og var
svo á vegum Þorgríms prests Arn-
órssonar á llúsavík og kom með
honum í Hofieig 1848. Nokkrum ár
um síðar gekk Kristján að eiga
Margréti, dóttur sr. Þorgríms, og
reistu þau bú á !HlWfWi‘tá.111Kfcfí&1
Þorgríms prests var'GuðPfðS^Péth
ursdóttir frá Engey,' öuáníunds-
sonar, en móðir Þorgríms prests
var Margrét Björnsdóttir prests í
Bólstaðarhlíð hins kynsæla, Jóns-
sonar. Arnór faðir séra Þorgríms
var prestur á Bergsstöðum og son-
ur Árna biskups á Hólum Þórar-
inssonar.
Þau Kristján og Margrét bjuggu
stórbúi á Hvanná, og var Kristján
um skeið talinn ríkasti bóndi á
Héraði. Keypti hann Hvanná af
kirkjujarðasióði og margar fleiri
jarðir. einkum í Tunguhreppi.
Kristján var afburða verkmaður
og kappsfullur, heyskaparmaður
með afbrigðum og lét hvert járn
bíta í slættinum. Slapp honum
aldrei verk úr hendi. en eigi
sinnti hann gegningum á veturna.
en stóð þá í smiðju og við hefil-
bekkinn meg sínu kappi og út-
haldi. Kristján. og Margrét áttu
nokkur börn og var Benedikt
nokkru yngstur. Á þeim dögum var
búskapurinn mestur á Hvanná
sem víða á Jökulsdalsjörðum, þótt I
nú væri illa ært í landi, og ólst
Benedikt þar upp við frábæran !
myndarskap, utan bæjar og innan. !
Líktist hann föður sínum um1
verklegan áhuga og lærði, eins og
hann, trésmíði og sló ekki slöku |
við í verkbrögðunum, frekar en
Kristján. Benedikt var um tvítugt
er Kristján lét að mestu jörð og
bú í hendur tengdasyni sínum.
Jóni, síðar alþingismanni Jóns-
syni, og dvaldi Benedikt að Hvann-
á. en fór að smíða innan sveitar
og utan. Kristián eignaðist nokkr-
ar jarðir. er liggja þvert yfir
Tunguhrepp milli Jökulsár og
Lagarfljóts. framarlega í sveit-
ir.ni. Var ein þeirra stórbýlið Stóri-
Bakki, er liggur við Jökulsá, með
fegurstu jörðum á Héraði. Það ^
höfðu dóttir Kristjáns og tengda 1
sonur hafið búskap um aldamót ;
in, en þau dóu bæði um lR04--’05
Árið 1906 fór Benedikt að búa á
Stóra-Bakka og kvæntist 23. júlí j
sama ár heitmey sinni, Antoníu I
Petru Jónsdóttur, bónda á Svína-
bökkum, Jónssonar, af Vopnfirsk-
um ættum, systur Páls, föður
Björns flugmanns. Voru þetta
bæði gervileg og gæfuleg ung hjón.
Þau hófu þegar myndarlegan bú-
skap á Stóra-Bakka, bar hitt þó
af, hversu mikill þrifnaður var á
búi þeirra. Benedikt húsaði mynd
arlega og varð þar drjúgt úr sjálfs
sins verkum. Því segja mátti það
sama um hann, eins og Kristján,
nföður hans, ag honum féll aldrei
verk úr hendi. Var Stóra-Bakka-
heimilið eitt efnaðasta og rrtyndar-
legasta heimili á Héraði á fyrsta
þriðjungi þessarar aldar. Benedikt
hafði hvers manns traust, sem
lionum kynntust Hann var stór-
vel gefinn maður, en svo hlédræg-
ur, ag fáir vissu, hvað hann var
djúphygginn Hann gegndi ýmsum
opinberum störfum í sveit sinni,
og fórst það allt samvizkusamlega
úr hendi, enda mátti hann ekki
vamm sitt vjta um nokkurn hlut.
Hvar sem hann sást, var hann
kurteis og hóglátur, og lét hvern
áiykta það. sem honum sýndist,
en það gat komið fyrir. að hann
kimdi létt, ef honum leizt, að
óþarflega væri grunnt vaðið. Svt
mikill skapdeildarmaður var Ben«
dikt, að fáir eða engir vissu til að
hann skipti skapi, og líkað'i
um þó eins og öðrum misjafnlega,
hversu margt horfði við. Aldrei
kom blótsyrði yfir hans varir, i
hæsta lagi sagði hann „anzans“.
T’ar það frægt, að ungum, greind-
um, kappsfullum manni á heimili
hans mæltist í frekara lagi við
hann um lítinn hlut, að þá sagði
Benedikt: „Anzans munnur er á
þessum manni.“ Áttust hér líka
vig menn, sem mátu hver annan
mikils og voru vinir. Af þessum
og öðrum íiáttum var Benedikt
iofsæll maður, og ævi hans leið í
hógværð og ið'jusemi á fallegu
heimili, sem sífellt stóð undir end-
urbótum hinna starfandi hagleiks-
handa.
Reisti Benedikt þar steinhús,
snemma á sihni búskapartíð, og
öll var húsagerg á Stóra-Bakka
með miklum myndarbrag, og efni
góð. Voru þau hjón góð heim að
sækja, Antonía hagmælt og
skemmtin, en Benedikt svo prúður
í orðum og athöfn,-að þarna leið
öllum vel. Þau hjónin eignuðust
fimm syni og önduð'ust tveir í
æ-sku, en Kristján og Hafsteinn
urðu bændur á Stópa-Bakka en
Ásgeir flutti til Reykjavíkur og
starfar þar á póststofunni. Eru
þeir allir traustir drengir og miklir
starfsmenn Þau hjónin létu jörð-
:na í hendur þeim sonum sínum,
Kristjáni og Hafsteini árið 1948
og fluttu til Reykjavikur. Þar
starfaði Benedikt enn að smíðum
og ýmsu er til féll og varð honum
margt fvrir sínum verkfúsu hönd-
um og entust starfskraftar fram á
síðasta ár. er hann var orðinn átt-
ræður að aldri. Antonía lifir
mann sinn og þau áttu heimili á
Skálafelli við Breiðholtsveg og
héldu þar rausn og háttum í sam-
ræmi vig síra sögu í stórbúskap
: miðju Héraði. Um Hérað allt er
Benedikt kvaddur með þakklæti
og virðingu og fólki hans sendar
samúðarkveðjur
Benedikt Gíslason frá Hofteigi
Áthugasemd
við frétta-
tilkynningu
— frá stjórn Læknafélags Reykjavíkur
Þann 3. nóv. s.l. birti ríkisstjórn
in tölulegt yfirlit yfir launagreiðsl
ur úr íkissjóði til fastráðinna
sjúkrahúslækna. Eftirfarandi at-
riði fréttatilkynningar þessarar
þurfa einkum athugunar við:
a Gersamlega skortir allar upp-
lýsingar um vinnutíma lækn-
anna.
h Engin sundurliðun er á greiðsl
unum.
c Ekki er þess getið, hverjar
mánaðartekjur viðkomandi
lækna þurfi að vera til þess að
þeir njóti svipaðra ævitekna og
aðrar stéttir.
d Minnzt er á praxis læknanna
en þess er eigi getið, hverni^
hann hefur breytzt og mef
hvaða hætti hann er nú.
e Ekki er getið um tilboð Lækni
félags Reykjavíkur, sem ræti
var fram til 13. apríl 1962, o|
ekki minnzt á þau rök, serr
það tilboð byggðist á.
f Mikill munur er á launagreiðs;
um til lækna í samsvarand:
stöðum. Engar fulltxægjand
skýringar eru á þessum mun.
Fratnh S 15. sfðn
T í M I N N, laugardagur 10. nóvtmber
8