Tíminn - 13.11.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.11.1963, Blaðsíða 7
útgcfandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framirvæmdastjóri: Tómas Arnason. _ Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriCi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. ACrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — PrentsmiCjan EDDA h.f. — Kjör verzlunarfólks Meðal fjölmennustu hópa þeirra stétta, sem nú eiga óbætt kjör sín til jafnræðis og samræmis við launahækk- anir annarra og stóraukna dýrtíð í landinu, er verzlunar- og skrifstofufólk, og fyiir dyrum standa samningar við það. Óðadýrtíð og ráðstafanir „viðreisnar“-stjórnarinnar hafa komið þungt niður á flestum stéttum en þó verst á iáglaunafólki. Margar stéttir, svo sem verkamenn og iðn- aðarmenn, hafa reynt að bæta skarðan hlut með óhóf- legri yfirvinnu, og vegna mikilla aflafanga og þar af leiðandi skorts á vinnuafli, hefur mikil yfirvinna verið í boði, einkum hjá verkafólki og iðnaðarmönnum. Verzlunar- og skrifstofufólk, sem búið hefur við lág, samningsbundin launakjör, hefur ekki getað farið þessa leið, nema að litlu leyti. í starfsgreinum þessa fólks er vinna óháðari sveiflum almenns atvinnuástands og minni kostur á yfirvinnu. Af þessum sökum hefur dýrtíðin og álögurnar bitnað með vægðarlausari hörku á þessu fólki en mörgum öðru. Það hefur verið viðtekin venja langa hríð að láta nokk- jrt samræmi ríkja um laun fyrir skyld störf hjá verzlun ar- og skrifstofufólki og opinberum starfsmönnum, enda um mjög lík störf að ræða og oft sams konar. Eftir að kjaradómur hafði fellt úrskurð um verulega hækkun til opinberra starfsmanna, lá beint við að vinna bráðan bug að samningum við verzlunar- og skrifstofufólk. Það hefur samt dregizt úr hömlu, en eftir að bæjarstarfsfólk víðast hvar á landinu hefur líka fengið laun sín bætt í samræm' við kjaradóminn, er ranglætið í kjörum verzlunar- og skrifstofufólks enn hróplegra. Það sýnir ekki sízt óbilgirni ríkisstjórnarinnar að ætla sér að lögbinda það óréttlæti. sem felst í þessu launamisræmi. Hitt er svo annað mái að kröfur verzlunar- og skrifstofufólks um einhverja sam ræmingu hafa um skeið verið svo sjálfsagt réttlætismó1 að samningar hefðu átt að geta verið um garð gengnir. ef það hefði haft einlæga forystu í málefnum sínum, en þar ráða mestu menn, sem fórnað hafa hagsmunum verzlunarfólksins hvað eftir annað fyrir þjónustusemi við ríkisstjórnina, og þess vegna varð verzlunar- og skrif- stofufólkið eftir, þegar starfsbræður þess hjá ríki og bæjum náðu launabótum. Hlut þessara stétta verður nú að bæta með sanngjörnum hækkum.'m eins og annarra þeirra stétta, sem orðið hafa aftur úr. Það vekur athygli Það vekur óneitanlega mikla atnvgli manna, að nú eftir að samkomulag náðist uni að fresta þvingunar- frumvarpinu og fara samningaleiðiria í kjaradeilunum ráðast stjórnarblöðin með alveg Dvenjulegu harki að Framsóknarflokknum í sambandi v;ð bessi mál. Þetta sýnir gerla, að ríkisstiórnin veit vei og finnur. að það var einmitt málflutningur Framsóknarflokksins á Albine og stuðningur hans við verkalýðshrrvfinguna í málini' sem átti veigamikinn þátt í því, að stjórnin sá sér baiv' kost vænstan að hætta við lögbvingunar- og ofbeldislei?' ina, sem í frumvarpinu fólst, en hverfa að sámnmgaleið inni Má Framsóknarflokkurinn vel una við bann vítní- burð, sem stjórnin gefur honum með þessu um hlutdei’ hans í þessu máli öllu. f Mam HELGI BERGS: BRÉF FRÁ ALÞINGI Viðreisn að verki — Nauösyn nýrrar sókn- ar í framfaramálunum — Vindurn ofan af verðbólguskrúfunni ■— Ráöleysi og dáð- leysi ríkisstjórnarinnar. I blaðinu Þjóðólfi, sem gefið er út af Framsóknarmönnum á Suðurlandi, birtist 2. þ. m. bréf frá Alþingi, sem Helgi Bergs alþm. hafði skrifað. Eins og það ber með sér, er það skrifað áður en þvingunarfrumvarpið var 'lagt fyrir Alþingi, cn eigi síður þyk- ir Tímanum rétt að endurprenta það. Alþingi, 25. okt 1963. Nýkjörið þing. Alþingi var sett þ. 10. þ. m. og komu þá saman í fyrsta sinn þeir þingmenn, sem kjörnir voru til setu þar næstu fjögur árin í júnímánuði s. 1. Alþýðuflokkur og kommúnistar misstu sinn manninn hvor fyrir borð, en Framsóknarflokkurinn vann tvö ný þingsæti. Minni háttar manna skipti hafa einnig orðið hjá Sjálfstæðisflokknum og kommún istum, en allir höfuðleiðtogar flokkanna frá síðasta kjörtíma bili eiga þó áfram sæti á þingi og munu sjálfsagt setja svip sinn á störf þingsins eins ög áður. Friðjón Skarphéðinsson, bæjar fógeti á Akureyri, sem var for- seti Sameinaðs Alþingis á s. 1 kjörtímabili, náði jiú ekki kosn- ingu, en í stað hans kaus stjórn arliðið Birgi Finnsson frá ísa firði forseta. Forsetar deilda eru þeir sömu og áður og litlar breyt ingar á varaforsetum. Það er vissara. Þegar kjósa skyldi nefndir þingsins komu í ljós hin breyttu styrkleikahlutföli á þinginu. Sjálfstæðismenn hafa nú 24 þing menn eins og áður, Framsóknar- menn 19 áður 17, Alþýðuflokk ur 8, áður 9 og kommar 9. áður 10. Flestar starfsnefndir þingsins eru fimm manna, kjörnar hlut fallskosningu og ef hver flokkur byði fram fyrir sig yrðu í nefnd unum í neðri deild og sameinuðu þingi 2 Sjálfstæðismenn, 2 Fram sóknarmenn og 1 kommúnisti Alþýðuflokkur hefur ekki styrk til að fá kjörinn mann í 5-manna nefndir af eigin rammleik. í efri deild mundi þá hlutkesti ráða milli 1. manns Alþýðuflokksins 1. manns kommúnista og 2 manns Framsóknar og næðu tveir af þessum þrem lcjöri ásamt tveim Sjálfstæðismönnum og einum Framsóknarmanni. En með því að vinna saman geta stjórnarflokkarnir tryggt kjör Alþýðuflokksmanns í 5 manna nefndir og fellt kommún ’stann og þetta gerðu þeir. Þó va neð þessum hætti hlutkesti mil1 i manns kommúnista og T manns Framsóknar í 8 nefndi) 'fri deild. Unnu Framsókna nenn 6 af þessum 8 hlutkestu 'n kommúnistar 2 í bæði skip' n var það Gils Guðmundsson oi ar hann nú eini kommúnistinr em á sæti í 5 manna nefnd Vlþingi Að þessum hlutkestum loknum sagði einn gamansamur þingmað- ur Alþýðuflokksins við einn kommúnistann: „Þið verðið að treysta á forsjónina til að koma ykkur í nefndir, en við treystum bara á íhaldið. Það er miklu viss ara‘\ Ráðleysi stjórnarinnar. Kyrrlátt hefur verið á Alþingi fyrstu tvær vikurnar. Engin stór- mál hafa verið lögð fram af hálfu stjórnarinnar, og aðeins stuttir fundir fjóra daga hvorrar viku. Ekki eru þó þingmenn iðjulaus- ir heldur eru þeir að ráða ráðum sínum ,og undirbúa þingmál sín. Enn virðist stjórnin ekki hafa ráðið það við sig, hvað hún skuli leggja til að gera til úrlausnar því alvarlega efnahags- og dýrtíð aröngþveiti, sem hún hefur leitt yfir þjóðina. Er þó varla seinna vænna, því að verkfallsboðanir eru nú teknar að dynja yfir, enda gera menn ráð fyrir ein- hverjum tillögum frá stjórninni nú. eftir, hglgina og verða þær trúlega kunnar, þegar þessir pist! ar koma á þrykk. Vitað er, að í stjórnarliðinu er hver höndin upp á móti ann arri. Sumir heimta gengislækk- un, en þeim fer þó óðum fækk andi, sem trúa þeirri uppáhalds- kenningu viðreisnarinnar, að gengislækkun sé allra meina bót Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið af skarið og lýst því yfir, að „gengislækkunarleikn um verði að ljúka“. Eru sjálf sagt flestir sammála honum um það. Og þó fyrr hefði verið. Þeir eru nú búnir að koma auga á. hversu fráleit ráðstöfun gengis- lækkunin 1961 var. Ekki er enn vitað í hvaða stefnu ráðstafanb i íkisstjórnarinnar munu ganga en ef að líkum Iætur verður það varla annað en eitthvert bráða- birgðakák, sem bændum ' og verkamönnum verður ætlað að bera byrðarnar af. Fkki ágreiningur um það. í vikunni fóru fram útvarps umræður í sambandi við 1. um ræðu fjárlaganna. Við slík tæki færi deila stjórnarflokkar og stjórnarandstaða gjarnan um það hvort stjórnarstefnan hafi gefizl vel eða illa og þykir venjulega sitt hverjum. Að þessu sinni var enginn ■greiningur um það. Allir voru ammála um að viðreisnin hafi íaft í för með sér meiri háttai farir og slys í efnahagsmálum j-rmálaráðherra lýsti þvi þann \ í umræðunum: . En á þessu ári, sem nú er að ia, hefur margt gengið úr skorð m og stefnir nú á annan veg en mdanfarin 3 ár. Um orsakir þess kal ég ekki ræða hér, en á þessu iri er orðinn iskyggilegur halli á viðskiptunum við útlönd. Inn flutningur hefur aukizt gífurlega, gj aldeyrissj óðurinn hefur ekki vaxið frá áramótum, sparifjár- aukning er tregari en áður, eftir- spurn eftir vinnuafli í mörgum greinum svo mikil að enginn veg ur er að fullnægja henni og yfir- borganir og undandráttur sigla í kjölfarið. Fiskvinnslustöðvarn- ar telja sig trauðlega geta risið undir þeirri hækkun kaups og annars kostnaðar, sem orðinn er. Allir þessir örðugleikar eru heimatilbúnir og eins og íslenzku þjóðinni hefur tekizt að búa þá til, eins er ég viss um, að hún getur ráðið við þá“. Stjórnin eða þjóðin. Eysteinn Jónsson talaði af hálfu Framsóknarflokksins og gerði miskunnarlausa úttekt á viðreisninni. Seinasta setningin, sem tilvitnuð er hér eftir fjár- málaráðherranum fór heldur ekki fram hjá honum. Um hana sagði Eysteinn: „Þegar vel gengur, þá er það þeirra verk, stjórnarherranna, en þegar flest gengur úrleiðis vegna rangrar stjórnarstefnu og óviturlegra ráðstafana ríkis- stjórnarinnar, þá er það þjóðinni að kenna. Hvað hefur þjóðin gert undanfarið ríkisstjórninni til miska? Þjóðin hefur framleitt meira en nokkru sinni fyrr. Þjóð- in hefur lagt meira að sér í eftir- "innu og næturvinnu en nálega nokkru sinni áður Þjóðin hefur kki sparað sig i neinu. Vegna bessara átaka þjóðarinnar hefur stjórn landsins haft betri skil- yrði til að stjórna svo ve! fari en nokkur önnur stjórn hefur r.okkru sinni haft, en allir vita, hvernig farið hefur" Annars lagði Eysteinn áherzlu á það í ræðu sinni að útskýra þann meginmun, sem er á stefnu ríkisstjórnarinnar i efna- hagsmálum og á stefnu Fram- sóknarflokksins Stefna ríkis- stjórnarinna’ Oyggist á þeirri barnatrú. að peningarnir Ieiti af sjálfu sér þangað sem gróðavæn legast er og þangað eigi þeir að fara. Afleiðingin er sú, að þeir, sem hafa fullar hendur fjár, gera bað, sem þeim sýnist og festa fé sitt á einhvern bátt til að verja það verðbólgunni algerlega án tillits til hagsmuna þjóðarheild- arinnar. Framsóknarmenn telja það hlutverk stjórnvaldanna að beina fjárstraumnum í þá far- vegi, sem eru þjóðinni til mestra heilla IVIeiri hagvöxt. Að óbreyttum þjóðartekjum getur engin stétt bætt kjör sín nema á kostnað annarrar. Aðeins með aukningu þjóðarteknanna getur þjóðin sem heild bætt kjör sín. Það var því mikið áfall þegar Framhald á 2 síðu T f M I N N , miðvikudaginn 13. nóv. 1963 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.