Tíminn - 13.11.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.11.1963, Blaðsíða 8
Hann safnaði mestum au FYRiR sléttum þremur öld- um, 'ninn 13. nóvember 1663 fæddist presthjónunum að Kvennabrekku í Breiðafjarðar- dölum sonur, sem þau forlög voru búin að safna tnestum auði allra manna á íslandi. — Hann var vatni ausinn o@ nefndur Árni. Faðir hans var séra Magnús Jónsson, sem missti prestskap fáum árum síð ar, varð að sleppa Kvenna- brekku og fór að búa á Sauða- felli en varð síðar lögsagnari í Dalasýslu lagamaður mikill og virtur fyrir kunnáttu og málafylgju svo að Alþin.gi kjöri hann til utanfarar nokkrum ár um síðar einn í nefnd þeirri, sem vinna skyldi að umbótum á kaupF.etmngunni. Kona séra Magnúsar og móð ir Áma var Guðrún dóttir séra Ketils Jörundssonar prests í Hvammi í Hvammssveit hins merkilegasta fræðaþuls. Hvort sem það hefur verið vegna þess, að þessi missirin skipti um hagi föður hans eða af öðrum orsökum, þá var sveinninn ungi fluttur fárra vikna að Hvammi til móðurfor eldra sinna, og þar ólst hann upp. Séra Ketill afi hans var mikill lærdómsmaður og kenn- ari ágætur. enda er svo að sjá, sem hann hafi furðulega snemtma sveigt hug hins unga fóstra síns til þess, sem verða vildi. Sagt er, að Árni hafi byrjað latmunámið sex vetra og þá að sjálfsögðu orðinn læs, enda mun hann hafa ver- ið bráðger að andlegum og lík- amlegum þroska. Árni naut þó kennslu afa síns skamma hríð, því séra Ketill andaðist 1670, þegar Árni var á áttunda vetri. En það varð íslandi og Árna til láns, að séra Páll sonur Ket- ils var þá heim kominn og prestlærður og tók við brauði föður síns og búi. Hélt séra Páll þá áfram að kenna Árna og virðist hafa unnið þar vel að, enda bar Ámi jafnan síðan hina mestu ást til hans. Sagt er, að Árni hafi farið að nema grísku og tölvísi tíu ára og haldið námi áfram linnu laust heima í Hvaimmi unz hann var 17 ára, en haustið 1680 innritast hann í Skálholts skóla og situr þar þrjá vetur en útskrifast með ágætum vitn isburði 1683. í umsögn rektors er Árni talinn gáfaður og í fremstu röð jafnaldra sinna í öllu námi. Að vísu erfði Árni Magnús- son ekki mikinn veraldarauð, en hann átti þó gilda að, og þeir höfðu staðráðið að styðja hann til mennta. Árni sigldi til Kaupmannahafnar haustið 1683 og sezt þar í háskólann. Sótti hann námið af kappi og lauk guðfræðiprófi 1685 með lofi og láði. Að loknum fyrsta vetri Árna í Höfn gerðust þeir atburðir, sem vafalaust hafa ráðið miklu um ævistarf Árna Magnússon- ar. Hann kynntist Tómasi Bart holin, prófessor, fornfræðingi konungs. Gerðist Árni starfs- maður Bartholins jafnhliða némi og afritaði fyrir hann forn rit og skjöl. Árni mun hafa haft í hyggju að hverfa til íslands og ger- ast þar prestur að loknu námi, en Bartholin prófessor hafði þá fengið svo miklar mætur á þessum unga starfsmanni sín- um, að hann vildi ekki missa hann, og lét hann Árna heita sér því að koma aftur til Hafn- ar samsumars. Árni hugðist standa við það heit, en þá var sem örlögin gripu enn einu sinni í tauma. Um haustið var hann kominn til Reykjavíkur og að því kom- inn að stíga á skipsfjöl, en þá bar svo við, að skipið sleit upp í ofsavcðri og brotnaði í spón fyrir auguim hans. Gat hann ekki fengið annað far til Hafn- ar það haust og hvarf aftur heim að Hvammi til vetursetu hjá séra Páli móðurbróður sínum. f starfinu hjá Bartholin hafði glæðzt og vaknað áhugi hans á fornum handritum, og þess vegna beindist hugur hans að íslenzkum hand- ritum þennan heimasetuvetur, eftir því sem hann náði til. — Mun hann þá þegar hafa byrj- að að safna handritum og jafn- vel afrita þau. En sumarið 1686 fór Árni aftur utan og hélt á- fram að vinna hjá Bartholin, og bar. riú ékKi téljandi tll tíð- inda, fyrr en Árni gerir ferð til Noregs ailt riorður í Þrændalög 1689. Á heimleið fpaðan hittir hann Þormóð Torfason, sem heima átti í Stangarlandi í Körmt og var þá orðinn víðfrægur sagnrit- ari. Hjá honum dvaldist Árni ellefu vikur og grandskoðaði handrit Þormóðs og afritaði sum. Varð vinátta löng og góð með þeim Þormóði og Árna eftir þetta. Árni fór einn ig til Lundar í handritakönn- un, svo og til ýmissa annarra safna á Norðurlöndum, einkum á biskupsstólum, allt í þjón- ustu og erindum Bartholins. Árni ferðaðist einnig hin næstu ár víða um Þýzkaland o@ skoðaði bókasöfn og var fal ið að vera fulltrúi háskólans í Kaupcnannahöfn við kaup á bókasöfnum. Sýnir það hve bókfræðiþekking hans naut þá þegar mikillar virðingar. Það var árið 1694, sem hann ferð- aðist mest um Þýzkaland og meðan hann var í þeirri ferð, eða 14. júlí 1694 var hann gerð ur að „prófessor designatus“ við háskólann í Höfn. Er þetta talin óveniuleg sæmd, þar sem engin rit höfðu komið út eftir Árna, er þetta gerðist. En margir telja, að þá hafi hon- um ekki þótt svo búið mega standa lenpur og lætur prenta fyrsta rit sitt, Danmerkur- annál. Laun hafði Árni engin af prófessorsnafnbót sinni enn sem kcmið var, og gekk svo um hríð, að hann vann hjá Matthías Moth yfirmanni kanzel síins og miklum fornfræðingi, og naut hjá honum vistar. En 1697 fær Árni launað starf sem aðstoðarmaður í leyndar- skjalasafni konungs, og 1701 er hann gei ður fullgildur próf- essor í dönskum fornfræðum með sæmilegum launum og var fyrsti kennslustóll í dönsk- um fræðum þar með stofnað- ur og tengdur nafni Árna. Þó að Árni væri talinn lítill rithöfundur er talið, að hann hafi unnið nokkuð að ritstörf- um á árunum fyrir og um alda mótin, enda var hann þá ekki farinn að helga sig allan hand- ritasöfnuninni. Harin samdi m. a. og lét prenta rit um galdramálin í Thisted, skarp- legt rit og skýrt, sneytt hjátrú og hindurvitnum, sem tröllriðu svo að segja hverjum visinda- manni þeirra tíma. Er talið að Árni sé rneðal hinna fyrstu, sem ræðst hiklaust gegn galdra trú og galdraofsóknum í Dan- mörku, og að rit hans hafi haft veruleg áhrif til betrunar í þessum efnum, jafnvel valdið tímamótum Um aldamótin 1700 var um- boðsnefndin eða jarðamats- nefndin svo nefnda stofnuð, og kvaddi konungur í hana þá Árna Magnússon og Pál Vída- lín. Hófst þar með annar meg- inþátlur lifsstarfs Árna, en það starf varð um leið meginstyrk- ur hans við handritasöfnunina. Ætlunin vai að Ijúka í skyndi að semja lýsingu hvers býlis á landinu og gefa út jarðabók um landið allt, en brátt kom í ljós að þetta var miklu viða- meira verk en svo og tók nokk ur ár, og ekki þótti annað fært en þeir nefndarimenn ferð uðust um meginhluta landsins og byggðu á eigin kynnum. — Varð þetta til þess, að Árni ferðaðist um svo að segja allt land hin næstu sumur en dvald ist um vetur í Skálholti. Dró hann að séi handrit í sumar- ferðunum en vann að lestri þeirra, afritun og athugun á vetrum eftir því, sem tími vannst i.il og bjó þau til geymd ar og flutnings til Hafnar síðar. •farðabók sú, sem oftast er kennd við Árna einan, er mið- uð við árið 1703, þó að verkið stæði allmiklu lengur. Er hún hin merkilegasta heimild og í raun og veru að ýmsu leyti hliðstæð Landnámu að sögu- legu gildi Árni bjóst til íslandsferðar frá Höfn í erindum jarðamats- nefndar 29. maí 1702 og kom út á Hofsósi en fór þaðan til Alþingis ásamt Páli Vídalín, þar sem tilkynning um fyrir- hugað jarðamat þeirra var gert iýðum kunnugt. Hér skulu ekki rakin jarðamatsstörf Árna, þó að merk séu, heldur sá þáttui sem hann hafði í hjáverkum — að safna hand- ritum. Árni fékk nokkuð af hand- ritum Bavtholins að honum látnum og átti þegar allgott safn fyrir aldamótin 1700. en við jaröamatsstörfin heima á íslandi færðist söfnunin fyrst í aukana. Árni spurðist ætíð fyrir um það. hvar sem hann kom, hvori eigi væru til forn- ar bæKur og handrit og fékk þau að gjöf eða láni, ellegar galt við hátt verð, væru kjör gripir ekki fáanlegir með öðr- um hætti Þar sem hann fékk ekki eigrarhald á merkum handritum, réð hann mann til afskriít.a og lét senda sér síðar. Þessu safnaði hann öllu heim í Skálholt Þá komst Árni höndum undir leifarnar af hinu mikla og merka hand- ritasafni Brynjólfs Sveinsson- ar biskups. Fékk hann það hjá erfingjum Torfa Jónssonar prests i Gaulverjabæ. Einnig fékk hann sitthvað handrita úr safni Þorláks biskups Skúla- sonar. Var Oddur Sigurðsson, lögmaður mikill greiðamaður Árna við þessa söfnun alla. — Þá er og talið, að Árni hafi orðið allstórtækur í söfnum biskupsstólanna beggja og fengið fnrráðamenn þeirra með ýmsum ráðum til þess að láta þau föl við sig. Árni héll brott af íslandi að loknum jarðabókarstörfum 1712, en þá geisaði styrjöld með Dönuro og Svíum, og var ekki frítt á siglingaleiðum til Hafnar. Handritasafn Árna var þá geytnt í 55 kistlum og kistum í Skálholti búið til flutn ings, en Árni þorði ekki að scofna dýrgripum sínum í tví- sýnu og skildi þá eftir í vörzlu Jóns biskups Vídalíns. Þar voru handritin í átta ár, unz Pétur stiftamtmaður Raben flutti þau utan með sér 1720. Vildi hann þó ekki fá Árna þau í hendur öll, því að hann taldi að Árni hefði ekki rétt- mætt eignahald á þeim öllum, sum væru að láni, önnur gefin konungi, og mun þetta hafa stafað af því, að kurr hafði heyrzt heima á íslandi vegna þess, að handritaeigendur töldu sein skil Árna á gripum, er þeir höfðu lánað honum til skamms tíma. Vildi amtmaður láta nokkuð af safninu fara í konungssafn, og var konungur þess fýsandi um sinn, en Árna tókst að eyða þeirri ætlan og fá konung til þess að láta safn- ið í sínar hendur affallalaust. Kom þar enn hvílíkur mála- fylgjumaður Árni var og hver áhrif hans voru á æðstu stöð- um. Eftir komuna til Kaup- mannahafnar sat Árni öllum stundum vio safn sitt, afritun handrita, fiokkun þeirra, lestur og greiningu. Hann hélt og söfnun sleitulaust áfram, og keypti m. a. 62 bindi dýrmætra handrita af erfingjum Þormóðs Torfasonar Var hann ekki sínkur á fé við handritakaup, og síðustu árin hafði hann jafnan tvo fasta skrifara á laun um við uppskriftir handrita. Mátti heita, að þá væri sam- an kominn í vörzlu Árna Magn- ússonar meginauður íslendinga i fornum handritum, eða þá uppskriftir þeirra skinnhand- rita, sem hann hafði ekki náð. Söfnun þessara handrita og hirðingu þeirra má telja ævi- ítarf Árna Hann hafði ekki aðeins flokkað þau o.g búið þeim varðveizlu í aðgengilegri geymd, heldur ritað niður á lausa seðla mikinn vísindaleg- an fróðleik um handritin og skýringar á þeim. Ber það allt órækt vitni um mikla kunn- áttu, skarpskyggni og vísinda- hyggju. Híns vegar er þar ekk; um áberandi ritleikni að ræða, enda er talið, að Árna hafi ver ið mjög stirt um ritstörf og fundið það sjálfur, að þau stóðust ekki skarpa rannsókn- sonar, prófessors, er í T í MIN N , miðvikudaginn 13. nóv. 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.