Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 3
r r L.I.U. 25 ára LANDSSAMBAND íslenzkra út- vegsmanna hafði boð innl fyrlr gestl á laugardaginn í tilefni 25 ára af- mælls samtakanna. Ljósmyndari Tímans KJ tók myndirnar hér á sið- unni í hófinu á skrifstofum LÍÚ. — Efsta myndin sýnir Guðmund út- vegsbónda Jónsson á Rafnkelsstöð- um í hópi skrifstofustúlkna LÍÚ. Frá vinstri: Brynhildur Hauksdóttir, Sig- riður Steingrímsdóttir, Guðmundur, Unnur Fenger og Ingibjörg Berg- sveinsdóttlr. Hér til hliðar eru þeir Sverrir Júlíusson formaður LÍÚ og Loftur Bjarnason útgerðarmaður. Myndin fyrir neðan: Sveinn Vai- fells framkvæmdastjóri, Eysteinn Jónsson, alþm., Hafstelnn Hjaltason, Guðmundur Jörundsson útgm., Ás- grímur Halldórsson útgm., Keflavík og Björn Pétursson útgm. Neðsta myndin er svo af þelm (frá v.) Jóhanni Sigfússynl útgm., Hafnarfirðl; Margeiri Jónssyni, út- gerðarmanni í Keflavík og Stein- grími Magnússyni i Fiskhöllinni. ★ 1 „Viðreisnin" þrengir að útgerðinni Með úrskurði yffirdóms um fiskverðið er þrengt jafnt að báðum, fiskseljendum og fisk- kaupendum. Frystihúsin töldu sig ekki getað borgað jafnhátt verð og áður, vegna aukins til- kostnaðar, en útgerðarmenn og sjómenn kröfðust hærra verðs en áður og rökstuddu það einn- ig með auknum tilkostnaði og dýrtíð. Úrskurður yfirdómsins var, að verðið skyldi vera ó- breytt, þótt báðir aðilair teldu það andstætt þörfum þeirra. Sést á þessu, að afleiðingar „viðreisnarinnar“ þrengja að útgerðinni á allan hátt, enda ekki við öðru að búast, eins og stefnan hefur verið. „Voði fyrir dyrum" Morgunblaðið segir svo í for- ystugrein í fyrradag: „Um það þarf ekki að fara f neinar grafgötur, að ef íslend- ingum tekst ekki að tryggja vinnufrið í þjóðfélagi sínu bet- ur en raun ber vitni undanfarin áir, þá er voði fyrir dyrum“. Það er ástæða tffl þess að vekja athygli á þessum orðum aðalmilgagns ríkisstjómarinn- ar, taka undir þau og hvetja menn til þess að hugleiða vand- ann og ráð við lionum. Vinnudeilum er nýlokið með samningum. Þar urðu almennar kauphækkanir 15%, og hver vill halda því fram, að þaar hafi verið of miklar fyrir verka- menn til þess að vega gegn dýr- tíðinni? Era þeir of haldnir? Þessar kauphækkanir voru knúðar fram með verkföllum í algerri nauðvörn, eftir að vinnustéttirnar höfðu sýnt mik- ið Ianglundargeð og gefið frest eftir frest, sem ríkisstjórnin hreinlega misnotaði. Nú munu menn spyirja: Hver er það helzt, sem getur bægt frá voðanum af nýjum vinnu- stöðvunum? Það svar blasir við — það er ríkisstjórnin ein. Það er hún ein, sem getur gert þær ráðstafanir, sem duga til þess að verada kaupmátt þeirra launa, sem nú eru greidd og haldið dýrtíðinni í skefjum. Ef stjórnin styirkir atvinnuvcgina með því að lækka vexti og leysa úr lánsfjárkreppu og eykur ekki álögurnar á almenningi, þá lokar hún dyrunmn fyrir voð- anum af nýjiun verkföllum. Ef hún magnar dýrtíðina og herðir að fólki með nýjum álögum, grefur undan kaupmættlnum, þá opnar hún dyrnar fyrir voð- anum. Svona horfir málið ein- faldlega við í dag. Vonandi er, að ríkisstjórnin láti sér varn- aðarorð Mbl. að kenningu verða. Yfirlýsing Af gefnu tilefni vegna fjöl- margra fyrirspurna til mín um út- komu kvennablaðsins „Frúin“, vil ég upplýsa, að ég sagði af mér rit- stjórastörfum við blaðið í maímán- uði 1963. Enn fremur vil ég upplýsa, að ég hefi aldrei verið eigandi að blað- inu og ber því enga ábyrgð á út- gáfu þess. Eigandi og útgefandi blaðsins er Heimilisútgáfan, Grund arstíg 11, Reykjavík, og er rétt að þeir, sem eiga erindi við blaðið, snúi sér þangað. Reykjauík, 20. janúar 1964. Magdalena Thoroddsen, Miklubraut 74, Reykjavík. TÍMINN, miðvikudaginn 22. ianúar 1964 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.