Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 15
SIGLUFJÖRÐUR Framhald at 16. síðu. með Herðubreið, og myndu þeir taka til starfa á kvöldvaktinni í kvöld. Á þeirri vakt verða, auk Siglfirðinganna, 5 verkamenn frá Akureyri, sem bætt hefur verið við, því 39 menn eru á hverri vakt. Tunnuverksmiðjan tók til starfa fyrstu vikuna í desember, og hef- ur hún framleitt síðan um 10 þús und tunnur, en árleg afköst eru milli 50—60 þúsund, að sögn Björns. Má búast við, að í ár verði framleiddar hér á landi um 100 þúsund tunnur með því, sem búið var að gera á Siglufirði, áður en verksmiðjan brann. Þar hefur árs framleiðslan venjulega verið frá 60 til 70 þúsund. Ekki gat Björn um það sagt, hversu lengi Siglfirðingarnir yrðu á Akureyri, en sagðist búast við, að þeir yrðu þar í eina þrjá mán- uði, en annars væri erfitt að halda mönnum í verksmiðjunni, úr því komið væri fram í maí, því þá færu menn gð vinna í bygging um og öðru slíku. Siglfirðingarnir munu búa á Hótel Akureyri, þar sem þeir sjálfir borga 65 kr. í dvalarkostn að á dag hver, en Siglufjarðarbær og ríkið borga afganginn. Hlutabréf í fsBands h.f. YFIRLÖGREGLUÞJÓNN Framhald af 16. sí5u. urðu niðurstöður hennar, að því er segir í bréfi frá Saksóknara rík isins þær, að eigi er af ákæruvalds ins hálfu krafist frekari aðgerða í máli þessu. Að dómi setudóm- arans í málinu Virðist því ekkert hafa verið athugavert við embætt isstörf Sigtryggs Árnasonar, og all ur bægslagangur í sambandi við Sigtrygg því úr sögunni. Alfreð aftur á móti var tvisvar sinnum kærður fyrir vanrækslu í störfum í ahhað sinnið 18. des. 1960 og hitt skiptið 11. janúar 1961 og þá af lögregluliði bæjar- ins. 7. apríl lét Alfreð svo af störfum, en við tók Eggert Jóns- son bæjarstjóri. Er Eggert Jóns- son féll frá, var Alfreð svo aftur settur í embætti bæjarfógeta eða 5. sept. 1962 og gegnir hann því starfi enn. Framsóknarvist NÆSTKOMANDI föstudagskvöld kl. 8,30 verður spiluð Framsóknar- vist í félagsheimilinu Tjarnargötu 26. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm Ieyfir. Bðnaðarbanka Á skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna liggur frammi listi, þar sem þeim iðnaðarmenn, sem óska eftir að kaupa hlutabréf í Iðnaðarbanka íslands h.f. er gefinn kostur á að láta skrá sig. Skráningarfrest- ur er til 31. janúar n.k. Landssamband iðnaðarmanna Lækjargötu 10 IV. hæð. Verkst Jórastarf Okkur vantar nú strax eða síðar bifvélavirkja eða vélvirkja, til að veita forstöðu verkstæði okkar að Rauðalæk. Fjárhagsleg aðstoð við byggingu íbúðarhúss kem- ur tii greina strax, eða íbúðarhúsnæði síðar. Lfmsóknir um starfið, ásamt upplýsingum um ald- ur, menntun og fyrri störf, sendist til kaupfélags- stjórans fyrir 1. febrúar n.k. er einnig veitir nán- ari upplýsingar. Kaupfélag Rangæinga Áðstoðarmaður óskast í veðurstofuna á Reykjavíkurflugvelli. Laun samkv. 10. flokki launakerfis rí'kisins. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist veðurstofunni fyrir 10. febr. n.k. Nánari upplýsingar í skrifstofu veðurstofunnar. Veðurstofa fslands ALLT Á SAMA STAÐ Allt í rafkerfið: Platínur ^éttar Straumskiptár 'vklarofar ’Hartsvissar Háspennukefii EGILL VILHJÁLMSSON H.F. Laugavegi 118, sími 22240 FUNDUR í GENF Framhald af 1. síðu. sendingum í þeim tilgangi, að koma á landamærabreytingum, eða að ná yfirráðum yfir land- helgi annars lands, með því að fjarlægja hin löglegu yfir- völd. ic Samningur miúi Bandaríkj- anna, Sovétríkjánna og banda- manna þeirra um, að halda tölu á eldflaugum og flugvélum, sem geta flutt kjarnorkuvopn, hvort sem er til árásar eða varn ar, innan vissra takmarka. John son áleit, að slíkur samningur myndi geta leitt til samnings um að dregið verði úr vopna- framleiðslu. ic Samningur um stöðvun fram- leiðslu kjarnaefna til notkunar í hernaði, og yrði eftirlit haft með, að þeim saimningi yrði hlýtt. Meðan viðræður um slík an samning fara fram, eru Bandaríkin viðbúin til þess að minnka framleiðslu sína á slík um efnum, ef aðrir gera það sama, og undir gagnkvæmu eft irliti. Johnson benti á, að Bandaríkin hefðu þegar minnk- að framleiðslu sína á þessu sviði, og vonaði, að Sovétríkin gerðu hið sama. ★ Að draga úr hættunni á styrj- öld vegna misskilnings, rangra útreikninga eða skyndiárás. — Bandaríkin eru fús til þess að ræða tillögu um að koma á fót eftirlitskerfi, sem yrði eitt skref í rétta átt. ic Stöðva útbreiðslu kjarnorku- vopna til landa, sem ekki hafa slík vopn nú þegar, og jafn- framt að koma á algjöru til- raunabanni með ströngu eftir- liti. U Thant, framkvæmdastjóri Sam einuðu þjóðanna, sagði i boðskap sínum til ráðstefnunnar, að þau skref, sem þegar hefðu verið stigin í afvopnunarátt, gæfu von um, að frekgrLsaaminga væri. von á árinu 196Í. Fbrmaður seniíinefndar Sov- étríkjanna tók í sama streng. Brezki fulltrúinn, Peter Thom- as ,óskaði þess, að ráðstefnan myndi, til að byrja með, leggja vandamálin um eftirlit til hliðar, og i stað þess taka fyrir samning um eyðingu eldflauga og flugvéla, sem flutt geta kjarnorkuvopn, og um framleiðslu kjarnaefna til notk unar í hernaði. íbrétí'r að sovézk knattspyrnuyfirvöld gáfu honum samþykki sitt til að taka því, en það hefur ekki áður gerzt, að sovézkur knattspyrnumað ur fari inn á atvinnumannabraut í fjarlægu landi. Frá þessu var skýrt í Monte- video, höfuðborg Uruguay, rétt fyr ir helgi, en þar er heimaborg Pen- arol. Penarol er annað þekktasta knattspyrnulið S.-Ameríku, hitt er Santos, Brazilíu. Penarol varð m. a. heimsmeistari félagaliða" árið 1961, vann þá Benfica, Portu gal, í úrslitum. Jashin er álitinn snjallasti mark vörður heims og hefur fyrir löngu öðlazt heimsfrægð fyrir mark- vörzlu sína. Hann hefur nokkur undanfarin ár verið markvörður sovézka landsliðsins, en hann leik ur fyrir Moskva Dynamo, liðið, sem kom hingað fyrir nokkrum ár um i boði Fram. Frá atvinnumannasamningi Jashin hefur nú verið gengið end anlega og er ákveðið. að hann byrji að leika með Penarol strax næsta keppnistímabil. ^ramsóknarkonur FÉLAG Framsóknarkenna heldur fund fimmtudaginn 23. þ. m. kl. 8,30 i Tjarnargötu 26. Fundarefnl: Björn GuSmundsson borgarfulltrúi talar um ráShúsbygginguna Einnlg verSur rætt um námskeið og fleirl félags- mál. — Stjórnin. TÍMINN, miðvikudaginn 22. janúar 1964 — Skák upp í peðsendatafl og sigraði auðveldlega. Ingi og Nona. Byrjunin var móttekið drottn ingarbragð og beitti Nona af- brigði, sem mikið er í tízku um þessar mundir: 1. d4, d5 2. c4, dxc4 3. Rf3, Rf6 4. e3, Bg4 5. Bxc4, e6 6. Db3, Bxf3 7. gxf3, Rbr7 8. Dxb7, c5. Fyrir peðið á svartur að hafa góða sóknar- möguleika eins og komið hefur fram í fjölda skáka að undan- förnu. í þessari skák tókst Nonu ekki að sýna fram á rétt- mæti peðsfórnarinnar, og náði Ingi fljótlega yfirburðastöðu. Nona varðist að mikilli seiglu, en allt kom fyrir ekki, sífellt seig á ógæfuhliðina fyrir henni. Þá varð Inga skyndilega á fing- urbrjótur, sem gaf Nonu tæki- færi til að verða sér úti um mislita biskupa. Við þetta jafn- aðist staðan mjög, og sá Ingi þann kostinn vænstan að bjóða jafntefli, vegna veikleikans í peðastöðu hans á kóngsarmin- um. Wade — Guðmundur. Slavnesk vörn:. 1. d4, d5 2. c4, c6 3. Rc3, Rf6 4. Rf3ð dxc4. Ekkert sögulegt skeði í fram- haldinu, og var staðan mög jöfn, er fram í miðtafl var kom- ið. Þá urðu mikil uppskipti á mönnum, og sömu keppendur um jafntefli, þegar ljóst var, að hvorugur hafði vinnings- möguleika. Ingvar — Trausti. Trausti beitti Pirc-vörn gegn Kóngspeðsbyr j un Ingvars, og náði fljótlega betri stöðu eftir nokkra tilgangslausa leiki af hálfu Ingvars. Drottningarkaup urðu snemma í skákinni, en þrátt fyrir það tókst Trausta að byggja upp hættulega sókn gegn kóngi Ingvars. Efalaust hefði hann getað lokið skákinni í þessari setu, en hann virtist ekki koma auga á beztu leið- irnar, og gaf Ingvari færi á að rétta smá saman úr kútnum. — Biðstaðan er Trausta tölu- vert í hag, en Ingvar hefur gagnfæri. Johannesen — Friðrik. Þessari skák var frestað vegna veikinda Friðriks. 6. umferð. Tal — Wade 1—0 Freyseinn — Gligoric 0—1 Friðrik — Ingi 1—0 Ingvar — Johannesen 0—1 Nona — Magnús Vz—Vz “ Trausti—Guðmundur Vz—Vz Arinbjörn — Jón Vz—Vz Um þessa umferð verður skrifað nánar á morgun. ÓBREYTT VERÐ Framhald af 2 síðu. til að mæta 15% kauphækkunum í des. s.l. og talin er jafngilda 5.2% af f.o.b.-verðmæti útflutn- ingsafurða, en það svarar til u.þ.b. kr. 0.32 pr. hráefniskíló. Þannig verður tillaga fiskkaupenda um meðalverð á þorski og ýsu kr. 2.87 pr .kg. miðað við slægðan fisk með haus, enda gert ráð fyrir því, að umrædd 5.2% komi til góða öllum útflutningsafurðum úr þeim fiski, sem verðákvörðunin nær til. Sératkvæði Kristjáns Ragnarssonar og Tryggva Helgasonar Fulltrúar seljenda í yfirnefnd telja, að með þessari verðákvörð- un sé þrengt svo að starfsemi fiskveiðanna, bæði hvað snertir útgerð og sjómenn, að hún geti ekki gengið með eðlilegum hætti framvegis, þar sem ekki er í verð- ákvörðuninni að neinu leyti tekið till'it til þeirra miklu verðhækk- ana, sem átt hafa sér stað frá því síðast var ákveðið verð, þ.e. í árs- lok 1962. Er í verðákvörðuninni nú brugð ið frá þeirri venju, sem áður hef- ur verið við höfð við fiskverðs- ákvarðanir, að meta til jafns fram- leiðslukostnað fiskvinnslunnar í landi og kostnað við að afla fisks- ins. Fiskseljendur mótmæla því þessari verðákvörðun, þar sem hún hlýtur að leiða til verulegrar hnignunar hjá sjávarútveginum og versnandi kjara allra þeirra, sem við hann starfa“. BORHOLAN Framhald af 16. síðu. Ráðgert er að bora 1—200 metra i viðbót, en ekki er ráðið, hvað gert verður, ef ekki fæst vatnið. Næstdýpsta hola utan Reykjavík- ur er í Hveragerði, 1250 metrar. Tvær holur eru dýpri í Reykjavík 2200 m við Hátún, og önnur er um 1450 metrar. KEFLAVÍKURVAGNAR Framhald af 1. síðu. ætlunarbílar Bifreiðastöðvar Kefla víkur voru í dag teknir af skrá, og bendir það til þess að verkfall þetta muni verða Iangvinnt. Innilegt þakklæti færi ég öllum þelm, er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður míns, Ástgeirs Björnssonar Reynlvöllum 9, Selfossl, sem lézt 7. janúar s.l. Sérstaklega þakka ég síðustu húsbændum hans, hjónunum Jónínu Guðmundsdóttur og Eiríki Bjarnasynl fyrlr þá ómetanlegu alúð og umhyggju, sem þau hafa sýnt honum nú um margra ára skeið. Ég óska ykkur öllum árs og friðar. Ingvar J. Björnsson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Jóns Eiríkssonar frá Volaseli. Ólöf Sverrisdóttir Þórhallur Kristjónsson Sigrún Eiríksdóttir Guðmundur Jónsson. Innilegar þakkir flytjum við öllum þelm, sem vottuðu okkur samúð sína við andlát og útför föður okkar Gísla Jónssonar Hofl, Svarfaðardal, og heiðruðu minningu hans. Sérstakar þakkir færum við Ólafl yf- irlækni Slgurðssyni og öðru starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins, Akureyri, fyrir alúð þeirra og umönnun. Hreppsnefndum Svarfaðar- dals og Dalvíkur þökkum við þann höfðingsskap að kosta útför hlns látna, Dagbjört Gfsladóttlr, Soffía Gfsladóttir, Gunnlaugur Gíslason, Jón Gislason. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.