Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 9
rsmm TfBarfaríð Það tala fleiri um veðrið en íslendingar. Það hefur um lang an aldur verið aðalsamræðu- efniefni Englendinga, hvar og hvenær sem þeir hittast. Og janúar mun tími veðurum- ræðna fremur en nokkur ann- ar. Fram að þessu hafa íbúar Bretlandseyja orðið aðnjótandi óvenju mildrar veðráttu. Fáein ir þokueftirmiðdagar í desem- ber í Kent og Surrey eru tæp- ast umræðuverðir, og hinar frægu „Lundúnaþokur" hefi ég ekki reynt enn þá, hafandi þó dvalizt hér næstum heilt ár. Nú um helgina kólnaði í veðri að ráði í fyrsta skipti og fyrsti snjór vetrarinns féll á brezka fold. Varla gat snjókoma þessi talizt mikil; hálft fet' í Bret- ton á suðurströndinni, þar sem mest snjóaði, fneð ca. 5 stiga næturfrosti. Þessi veðrabrigði nægðu þó til þess að allt kerfið klikkaði, eins og þar segir. Járnbrautar- lestir í Suður-Englandi frusu fastar á teinunum og varð ekki þokað fyrr en eftir mikið basl og tugþúsundir fólks, sem býr þar syðra varð of seint til vinnu sinnar í London fyrir vikið. í sambandi við þessi tíðindi, sem eru aðalfréttir eftirmiðdags blaðanna í dag (mánudagur 13. janúar), verður manni hugs- að til þess hve fádæma illa Bret ar eru undir kaldan vetur bún- ir; sennilega verst allra þjóða í norðurálfu. Hér er hreinn við burður að koma inn í mið- stöðvarhitað hús, svo maður taii ekki um sæmilega einangr að. Slík hús teljast safngripir hér fyrir sjaldgæfissakir. — íhaldssemi Breta er fræg og víða viðbrugðið, en hámark hennar held ég að sé að finna í húsbyggingarmálunum. Um helgina var ég gestkom- andi í nýju húsi skammt utan við London, hafði eigandinn flutt í það í haust er leið. Hiti var um frostmark úti við og kolaarinn kyntur sem óðast. enda eina upphitun húsisins. Eg eyddi löngum tíma í að útskýra fyrir húseiganda hvað „einangr un útveggja" væri, og þegar ég hóf að ræða um jafn sjálf- sagðan hlut og tvöfalda glugga í jafn köldu landi, var honum öllum lokið. Slíkt fágæti hafði hann aldrei heyrt getið um. S.l. vetur, sem þótti með af- brigðum harður eftir enskum mælikvarða, kom mörgum til að hugsa um breytingar á upp hitunaraðferðum, og hefur ar- ineldur heldur þokað fyrir ný- tízkulegri upphitun. Allir kvarta þó undan ofsaháum hit- unarkostnaði, sem raunar er ekki að undra, þegar þess er gætt að hitinn er rokinn út I veður og vind, en veður öll og vindar standa inn í gegnum gisna veggi og einfalda glugga. Verzlunarmál Janúar er mikill verzlunar- mánuður meðal Breta. Helztu útsölur ársins fara þá fram, og er víða hægt að gera lygilega góð kaup á hinum margvísleg- asta varningi. Útsölur hefjast' milli jóla og nýjárs og standa yfirleitt til febrúarloka. Eins og fyrri daginn er það kven- fólkið, sem bezt gerir kaupin, enda aðalkaupendur, þar sem hinn og þessi „kvennavarning- ur“ er felldur hlutfallslega mest í verði. Fyrir frumbýlinga er einnig hin bezta kauptíð, þar sem húsgögn og alls konar bús áhöldáhöld eru framboðin með miklum afslætti á útsölum þessum. Karlmenn fá að vísu líka sín tækifæri. Vörur eins og skyrt- ur, skófatnaður, tilbúinn fatn- aður og yfirhafnir eru lækkað- ar niður úr öllu valdi, og eftir að hafa skoðað mig talsvert um í karlmannafataverzlunum, gat ég ekki betur séð en hægt væri að fá ágætis föt fyrir jafn hlægilegt verð og sjö til tíu sterlingspund. Skemmtanalíf Skemmtanalíf er með afbrigð um mikið og fjölbreytt í Lond- on yfir vetrarmánuðina. Sem vænta má halda hin óteljandi félög og fyrirtæki í þessari rúmlega átta milljóna manna borg, árshátíðir sínar, og ein- hver ókjör af „dinner and danc es“ eru meðtekin í skamm- deginu. Samt mun leikhúslíf Lund- úna draga flesta að sér, en núna er einmitt háannatími þeirra. Næsta sumar halda Englend- ingar hátiðlegt 400 ára afmæli Williams Shakespeares, og er þegar útséð, að leiksýningar þær er á boðstólum verða hér MARIA CALLAS í London og fæðingarbæ skálds ins, : Stratford upon Avon, vefða hámark leikhússtarfs- semi í heiminum 1964. Ekki er að efa, að skerfur Englendinga sjálfra verður þeim til sóma, en auk þess munu helztu leikhús álfunnar sýna hér beztu verk sinna landa og höfunda. Meðal nokkurra leikhúsa, sem þegar hafa boðað komu sína eru Comedie Fransc- es, Das Neue Teater og Schiller Teater í Berlín, og Stadtsteater í Hamborg. í sambandi við væntanlega afmælishátíð, sýnir „The Royal Shakespeare Comp- any hina þrjá sjónleiki skálds- ins, sem fluttir voru í Strat- ford s.l. sumar undir nafninu „The Wars of Roses“, Henry VI., Edward IV. og Richard III. Gagnrýnendur hafa lofað og prísað þessar sýningar, og telja sumir þeirra þær merkasta leikhúsviðburð á Bretlandseyj- um síðan seinustu heimsstyrj- öld lauk. Eins og fyrri daginn er hljóm listarlíf með fjölbreyttasta móti hér af flestum borgum Evrópu. Væri það eitt vissu- lega efni I margar blaðsíðna bréf, og mun því sleppt, utan hvað til gamans má geta þess, að aðalpunkturinn í músíklíf- inu um þessar mundir er hin fræga og annálaða söngkona Maria Callas, sem syngja á hlut verk Tosca í Covent Garden óperunni nú alveg á næstunni. Þetta er fyrsta sýning Maríu í langán tima og þykir hin mesta sæmd að fyrir söngleika húsið, að skarta með jafn frægt nafn, enda ekki launin skorin við neglur; tíu þúsund sterlings pund fyrir sex sýningar! Pólitík Frekar hljótt er yfir pólitik- inni sem stendur. Flokksfor- ingjafnir og samverkalið þeirra er væntanlega önnum kafið við undirbúning þingkosninganna, sem fram eiga að fara einhvem tíma á þessu ári, og/eða safn- andi kröftum undir átökin. Þessar kosningar verða ör- ugglega þær tvísýnustu og hörð ustu á Bretlandseyjum um langan aldur, og ber margt til. Sigurhorfur Verkamannaflokks ins hafa aldrei verið betri s.I. 12 ár, ef marka má skoðana- kannanir, sem sýna 7% fylgi hans fram yfir íhaldsflokkinn, svo og úrslit seinustu auka- kosninga. Þrátt fyrir þetta spái ég að stjórnin haldi velli, þótt meiri- hluti hennar verði naumur. Veldur því margt, en fyrst og fremst margumrædd og rót- gróin íhaldssemi Breta. Milli kosninga skammast Bretar út í stjómina og telja hana hafa verið nógu lengi við völd í bili, og tími sé kominn til að skipta um andlit, og að gefa nýjum mönnum kost á að koma Bret- landi á hreyfingu. En þegar til kosninga kemur, breytist skoð un margra. Ýmsir hugleiða bet- ur „reynsluleysi" Verkamanna flokksleiðtoganna, að Sir Alec sé f rauninni allra bezti ná- ungi og miklu betri en haldið hafi verið, ótti við þjóðnýting aráform og óeiningu Verka- mannaflokksins í varnarmál- um, sérstaklega atómvopnamál um styggir marga frá flokkn- um, og enn þá er hin gamla grýla, sem íhaldsflokkurinn not ar með sem beztum árangri. Vondar endurminningar um skömmtun og óáran undir stjóm Verkamannaflokksins fyrst eftir stríð o. s. frv. Við seinustu kosningar var slagorð íhaldsflokksins: Við höfum aldrei haft það eins gott. Núna. Við ætlum að „modeme- sera Bretland", og hinn marg- víslegustu fmmvörp hafa verið lögð fram því til sönnunar, ný frumvörp m. a. um fyrirkomu- lag menntamála, um ný vega- kerfi og endurskipulagningu borga, stóraukin framlög til almannatrygginga og til iðnað- arsvæðanna í Norðaustur-Eng- landi o. s. frv. Ýmislegt Hið mesta óléttuástand er á konungsfjölskyldunni eins og stendur. Drottningin mun eiga von á sér í marz, og þær síðan hver af annarri, Margrét systir hennar, hertogaynjan af Kent og loksins Alexandra prinsessa sú er gift var Angusi nokkrum Ogylfa með pomp og pragt í Westminster Abbey í sumar er leið. Ólíklegustu manneskjur hafa gefið sig að bókmenntaiðkun- um undanfarið, eins og t .d. Mandy litla Rice-Davies — Hefur hnátan nú gefíð út bækling myndskreyttan með henni sjálfri í fjölbreytilegustu stellingum og er prentað á kápu með eldrauðu letri: — Mandy segir allt. Það er nú það. Brennuvargar voru á ferð í Piccadilly nú á sunnudags- nóttina og lögðu m. a. eld að málverkaverzlun einni, skammt frá skrifstofu Flugfélags fs- lands. Mikið brann af verðmæt um málverkum, og hefur tjón- ið verið lauslega metið á tvö hundruð og fimmtíu þúsnd sterlingspund. „Vitanlega vorum við vá- tryggðir", sagði veslings eig- andinn við blaðamann frá Evening Stándard, og hélt á brunnum ramma utan af Konuandliti eftir Van Dyck (söluverð lítil fimmtán þúsund pund eða ein milljón og átta hundruð þúsund krónur), „en tjónið var engu að síður ómet- anlegt. 400 ára afmæli Shakespeare - Pólitík - Verzlunarmál - Óléttustand konunglegra J virðlrt hafa komið fram á síð- usiu úratugum. Þar er greini- lega meiri tilbreytni og smekkn’si að ræða en áður var, þó betur megi enn gera. Hverjum hestaeiganda má vera það nokkurt metnaðarmál að hestar hans beri „gott nafn“ og þannig myndað, að báðir megi vel við una — hestur og maður. „HESTURINN OKKAR“. Blað Landssambands hesta- mannafélaga, „Hesturinn okk- ar“ er nýkomið út. Er það loka- hefti síðasta árgangs, jólaheft- ið. Blaðið var fullprentað fyrst í desember, en vegna prentara- verkfallsins var umbrotinu ekki að fullu lokið fyrr en svo seint að ekki var hægt að senda blað- ið út fyrir jólin. Efni þessa jóla heftis er fjölbreytt og skemmti- legt að vanda. — Verður hér getið þess helzta sem blaðið fiytur. Séra Magnús Guðmundsson, fyrrv. prófastur í Ólafsvlk seg- ir þar frá merkilegu fyrirbæri í sambandi við hest. Og mun enginn efast um að þar sé rétt frá skýrt. Stóðhestamál I dómsölum, nefnist hið bráðsnjalla útvarps- erindi Hákonar Guðmundssonar hæstarréttarritara, sem hann fíutti síðastl. vor í þættinum „Á vettvangi dómsmálanna“, og mikið var þá um talað. — Þarf hér engra skýringa við. Guðjón í Ási segir frá stroku hesti, 4ra vetra fola sem fór frá Kálfholti I Ásahreppi norður yf ii fjöll til átthaga sinna í Skaga firði. Steindór Gunnlaugsson frá Kiðjabergi skrifar um Stokk- hólma-Grána, skagfirzkan gæð- ing, sem hann átti lengi. Heimreiðardagur eftir Karl Kristjánsson alþingism., er bæði I lausu máli og bundnu, þar sem hann minnist Bene- dikts Benediktssonar frá Breiðuvík á Tjörnesi. Bjarni á Laugarvatni segir sögu Þrastar Friðfinns Stefáns- sonar I Hafnarfirði. Hinn vinsæli Hestavísnaþátt- ur Einars G. E. Sæmundsen er að venju í ritinu og eru þar ýmsar snjallar hestavísur m. a. eftir Pálma frá Nautabúi, Jó- hann frá Bugðustöðum o. fl. Borgarfjarðarþáttur hefst á frásögn Eggerts Ólafssonar í Ferðabók hgns og Bjarna Páls- sonar um hestamennsku Borg- firðinga og mun margt af því eiga enn við að undanskildum bónorðsferðunum, sem nú munu vera með nokkuð öðrum hætti. — Annars er meginefni þessa Borgarfjarðarþáttar sam- tal sem þeir séra Guðm. ÓIi og Matthías Matthíasson áttu við Símon Teitsson í Borgamesi I ferð sinni síðastl. haust um Borgarfjarðarhérað. Eru þeir komnir vestur yfir Hítará er þættinum lýkur og má búast við að þeir verði einhvers vxs- ari I „ríki Júlíusar og Topps gamla“ og það birtist í næsta þætti. Þorkell á Laugarvatni birtir greinargott yfirlit um Fjórð- ungsmótið á Egilsstöðum s. 1. sumar. Ber Þorkell Austfirðing um vel söguna eins og vænta mátti og telur þar vaknaðan á- huga fyrir „endurreisn aust- firzka gæðingsins“. Margar myndir eru I þessu hefti og á forsíðu er litmynd úr Skagafirði tekin s. I. sumar. Ritstjóri „Hestsins okkar“ er sr. Guðm. Óli Ólafsson á Torfa- stöðum en ritnefnd skipa Mstt hías Matthíasson, Einar G. E Sæmundsen og Leifur Sveins- son. Tímarit þetta er svo vei úr garði gert og girnilegt aflestrar iað það verðskuldar miklu meiri útbreiðslu en það hefur enn náð. Þess ættu hestamcnn og aðr- ir velunnarar þess að minnast. TÍMINN, miðvlkudaginn 22. ianúar 19M — P

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.