Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 14
ÞRIDJA RÍKIÐ WILLIAM L. SHIRER Canaris-hringurinn hafði svarið eiða að koma í veg fyrir með því að losa þjóðina við einræðisherr- ann ,var ekkert samsæri á döfinni nú þegar stund þess var runnin upp. Síðar um daginn hafði Oster of- ursti kallað Gisevius til aðalstöðva OKW. Þessi taugamiðstöð her- styrks Þýzkalands suðaði eins og býflugnahú, svo mikið var þar um að vera. Canaris dró Gisevius niður eftir dimmum gangi. Og með hálf- kæfðri röddu hvíslaði hann: „Þetta eru endalok Þýzkalands. Annarri heimsstyrjöld- inni hrundið af staS f dagrenningu 1. september 1939, einmitt þann dag, sem Hitler hafði ákveðið í fyrstu skipununum varðandi Hvítu aðgerðina þegar 3. apríl, streymdu þýzku hermenn- imir yfir pólsku landamærin og sóttu að Varsjá úr norðri, suðri og vestri. Yfir flugu þýzku herflugvélarn- ar í átt að marki sínu: fylkingum pólsku hermannanna og skotfæra- birgðastöðvunum, brúm, járnbraut- arteinum og óvörðum borgum. Innan fárra mínútna sendu þeir Pólverjum, hermönnum jafnt sem óbreyttum borgurum, forsmekkinn af skyndilegum dauða og eyðilegg- ingu ofan úr himingeimnum, en þetta var í fyrsta sinn, sem menn urðu að þola annað eins og þetta hér á jörðinni, í jafn ríkum mæl'i og nú. Þetta var grár og heldur drunga- legur morgunn í Berlín. Skýin lágu lágt yfir borginni og veittu henni skjól fyrir sprengjuflugvélum ó- vinanna, sem búizt hafði verið við, en aldrei komu. Fólkið á götunum var sinnu- laust, að því er ég bezt gat séð, þrátt fyrir þær miklu fréttir, sem því höfðu borizt í morgunútvarp- inu, og í aukaútgáfum morgun- blaðanna. Handan götunnar beint á móti Adlon Hótelinu hafði nýr vinnufl'okkur komið til vinnu við I. G. Farben-bygginguna, rétt eins og ekkert hefði gérzt, ög þegar blaðsöludrengirnir fóru fram hjá og hrópuðu upp aukablöðin og fréttirnar, lagði ekki einn einasti verkamaður niður verkfæri sín til þess að kaupa blað. Mér datt í hug, að ef til vill væru Þjóðverjar að- eins utan við sig, eftir að hafa vaknað þennan fyrsta morgun í september og verða þess þá vísari, að þeir voru komnir út í styrjöld- ina, sem þeir höfðu verið vissir um, að foringinn myndi einhvern veginn komast hjá. Þeir gátu ekki trúað þessu, nú þegar styrjöldin var hafin. Mikill var munurinn á þessari gráu deyfð og þv£ hvernig Þjóð- verjar höfðu lagt út í styrjöldina árið 1914. Þá hafði ákafinn verið gífurlegur. Mannfjöldinn á götun- um hafði farið í stórkostlegar göngur, kastað blómurn til her- mannanna, sem gengu fylktu liði um göturnar, og fagnað með of- stæki hinum mikla herkonungi Vilhjálmi II. keisara. Það var ekki um neinar slikar göngur að ræða að þessu sinni til heiðurs hermönnunum eða nazista- herkonunginum, sem ók skömmu fyrir kl. 10 frá kanslarahöllinni til Reichstag í gegnurn mannlausar göturnar til þess að ávarpa þjóð sína á augnabliki atburða þeirra, sem hann sjálfur, af ásettu ráði og með köldu blóði, hafði komið af stað. Jafnvel ribbaldarnir í Reichstag, flokkshaukarnir, sem Hitler hafði sjálfur valið, brugðust og tóku ekki undir af áhuga, þegar einræðisherann hellti sér út í út- skýringar á því, hvers vegna Þýzka land vaknaði þennan morgun mitt úti í styrjöldinni. Það var miklu minna um fagnaðarlæti í þetta sinn, heldur en verið hafði við önn- ur en ekki jafn mikilsverð tæki- færi, þegar foringinn hafði komið með yfirlýsingar sínar úr ræðu- stólnum í hinum skreytta sal Kroll- Óperunnar. Þótt hann væri ofsafenginn ann- að slagið, virtist hann undarlega mikið vera sem í varnarstöðu, og gegnum alla ræðuna fann maður til undarlegs stirðleika, eins og hann sjálfur væri í öðrum heimi hálf utan við sig vegna þeirrar klípu, sem hann hafði nú komið sér i og væri dálítið örvæntingar- fullur út af. Skýring hans á því, hvers vegna italski bandamaður- inn hans hefði hlaupizt frá skuld- bindingu sinni um að koma þegar í stað til hjálpar, virtist ekki einu sinni hafa áhrif á þennan valda hóp manna. — Ég vil leyfa mér (sagði hann) að þakka framar öllu öðru Ítalíu, sem alltaf hefur stutt okk- ur, en þér skiljið, að viö ætlum okkur ekki að fara fram á hjálp frá erlendum aðilum í þessari baráttu. Við munum framkvæma sjálfir þetta verk. Hitler gat ekki setið á sér að þeyta út úr sér nokkrum lygum í viðbót á þessu alvöruaugnabliki, eftir að hafa logið stanzlaust á leið sinni til valda, og nú laug hann að hinum auðtrúa Þjóðverj- um til þess að réttlæta hinar skelfilegu gerðir sínar — Þér vitið um allar mínar endalausu tilraunir til þess að finna mætti friðsamlega lausn á vandamáli Austurríkis og síðar á tandamáli Súdetahéraðanna, Bæ- heims og Mæris Allt þetta var til einskis í viðræðum mínum við pólska stjórnmálamenn . . lagði ég að lokum fram þýzku tillögurnar . . . og ekkert er eins hógvært og trútt og þessar tillögur. Ég vildi gjarn- an segja heiminum frá þessu. Ég einn hafði aðstöðu til þess að koma með þessar tillögur, því ég vissi enjög vel, að með því að gera það, kom ég mér í andstöðu við milljónir Þjóðverja. Þessum til- lögum hefur verið hafnað . . . f tvo heila daga sat ég með stjórn minni og beið eftir að sjá, hvort það hentaði pólsku stjórn- inni að senda samningsmann eða ekki . . . En ég er ranglega dærnd- ur, ef ást mín á friðinum og þolin- mæði mín eru tekin fyrir veik- leika cða ragmennsku. . . . Ég get ekki lengur fundið, aö pólska stjórnin hafi nokkurn vil'ja til þess að taka þátt í alvarlegum samn- ingaviðræðum með okkur. . . . Því hef ég ákveðið að tala til Póllands á sömu tungu og Pólland hefur marga undanfarna mánuði notað við okkur . . . í fyrsta sinn í nótt skutu óbreytt- ir pólskir hermenn á okkur, og það á okkar eigin landsvæði. Frá : því klukkan 5.45 í morgun, höfum I viö svarað skothríðinni, og héðan í frá verður sprengju svarað með sprengju. Þannig notaði kanslari Þýzka- lands hina tilbúnu þýzku árás á þýzku útvarpsstöðina í Gleiwitz, sem framkvæmd var af S.S.-mönn- um í pólskum einkennisbúningum, I til þess að réttlæta árásina, sem i hann með köldu blóði lét fram- i kvæma gegn Póllandi. Og reyndar J var það svo, að þýzka yfirherstjórn- : in talaði um hernaðaraðgerðir sín- | umar sem „gagnárás". Jafnvel ! Weizsacker gerði sitt bezta til þess að fylgjast með í þessu ógeðslega , svindli. Um daginn sendi hann af stað samhljóða skeyti til allra þýzkra diplómata erlendis, þar sem þeim var skýrt frá því, hvern- ig þeir ættu að snúa sér í málinu. — Þýzkir hermenn gripu til vopna gegn Póllandi í dagrenn- ingu í morgun í sjálfsvörn gegn pólskri árás. Enn sem komið er, á ekki að tala um þessar aðgerðir sem styrjöld, heldur aðeins að- gerðir, sem gripið hefur verið til vegna pólskra árása. Það var gerð sprengjuárás á þýzku hermennina með lygum Hitl- 56 sinn og horfði á hann lengi, próf- aði hann og sendi hann síðan í hreinsun. Hún gróf jafnvel upp litlu bláu töskuna, sem hún hafði gleymt á náttborðinu sínu kvöldið, sem hún lokaðist inni á rannsókn- arstofunni. Skyldi Phil muna? Á síðustu stundu var hún svo hrædd um, að hann mundi muna allt saman og sjá í gegnum bragð hennar, að hún keypti nokkrar bleikar nellikur og festi þær við beltið á kjól'num til að draga úr áhrifunum. Litur þeirra fór dá- samlega við hörundslit hennar. Og kossinn, sem þetta allt átti að minna Phil á — ég þori að veðja, að hún fékk hann. Page var sannarlega yndisleg á að líta í þessu bláa silki með glansandi perlur um hálsinn, og nellikurnar kórónuðu sköpunarverkið. Þetta kvöld vék Phil aldrei hársbreidd frá Page og hrukkaði ennið, ef nokkur annar karlmaður yrti á hana Og bjáninn sá arna, hann: jafnvel spurði Min, hvers vegna hún bæri aldrei blóm! Ég sá, að henni féll það ekki sem bezt, og næsta dag sendi ég henni stóran blómvönd. Hún hringdi til sjúkrahússins og bað fyrir skilaboð til mín að koma til sín um kvöldið, ef ég gæti. Auð- vitað gat ég það. Og Min þakkaði mér innilega fyrir blómin og sagði, og ég væri „sætur“. Ég þakkaði Min fyrir allt, sem hún hafði gert fyrir Page og Phil, og ég sagði henni, að Phil væri enn þá duglegri og ánægðari í starfinu, eftir að heimilislífið var orðið svo hamingjusamt. Hann hafði á sér það yfirbragð öryggis og sjálfstrausts, sem aðeins heitt- elskaður maður hefur. — Og, hélt ég áfram og hleypti í mig hugrekki, ég vildi, að þú vildir gera það sama fyrir mig. Hún sat, eins og svo oft áður, á arinábreiðunni og spennti greip- ar um hnén. Hún sneri sér við og horfði á mig. — Hvað áttu við? spurði hún. — Ég á við, sagði ég eins rólega og ég gat, þrátt fyrir hjartslátt- inn, ást og umönnun. í stuttu máli, ég er að biðja þig að giftast mér, Min. Hún starði á mig. Hún reis upp á hnén og hélt áfram að horfa á mig. Ég horfði á móti, án þess að hvika og geymdi hendurnar í buxnavösunum, svo að hún sæi ekki, hvað þær titruðu. — En Whit, sagði hún vandræðalega. — Mér finnst þetta ágæt hug- mynd, sagði ég. Mig vantar ráðs- konu og eldabusku, og hvað þig snertir, mundi það vera ágætis lausn á þínu vandamáli. — Hvaða vandamál er það? Svei mér þá, við hefðum getað verið að ræða um tvær manneskj- ur á Mars. — Nei, heyrðu nú, Min' Hún roðnaði smömmustulega. — Ég hélt —• ég vonaði. — Ó, Whit, heldúrðu að allir hafi vitað þetta? — Það mundi ég ekki segja. Þú verður að athúgá, að sUmum er alveg sama, hvort þú ert ástfangin af Phil Scoles eða ekki. Hún settist aftur. — Ég er ekki ástfangin af Phil, sagði hún ó- lundarlega. — Ég kannast við það, þegar púlsinn slær of hratt Hún horfði íhugandi á mig. — Ekki núna, Whit. Finndu sjálfur. Teldu! Hún rétti litlu, brúnu hönd- ina í áttina til mín. Og vitanlega fór ég og settist hjá henni og tók hönd hennar í mína. — Mér geðjast vel að rauðhaus, sagði hún í rökræðutón. Hún virt- ist hafa náð sér — Hefurðu gleymt veizlUnni góðu, sem þú hélzt í sumar? — Nei. En ég skil það núna — einmitt núna á þessari mínútu skil ég það, Whitj að það er allt saman ÁSTIR LÆKNISI N IS ELIZABETH SEIFERT búið. Mér bara geðjast vel að hon- um. Engin aðdáun og heimskuleg hrifning, engin dýrkun framar. Hann er bara rauðhaus — og mér geðjast vel að honum. Það er allt og sumt. Trúirðu mér? Ég var auðvitað fús tll þess. — Ég hef alltaf dáðst að þér fyrir að. hjál'pa Page í stað þess að særa hana. Það var drengilega gert af þér, Min. — Já, samsinnti hún. En sann- leikurinn er sá, að ég virðist ekki síður hafa hjálpað sjálfri mér. Úr því að ég gat ekki fengið Phil — mig langaði sannarlega ekki til þess að vera hrifinn af rauðhaus, eins og ég var. En núna — held- urðu, að það hafi breytt öllu, að ég komst að raun um, að hann var manniegur — Ef til vill, sagði ég dræmt. Ilún hallaði höfðinu að öxl minni og starði brúnum augum í eldinn. Ég neri hökunni við mjúka, i brúna hárið. — En það er líka annað, hélt, hún áfram, eins og hún tæki ekki! eftir dirfsku minni. Ég hugsa, að allt þetta, nýja húsið, matreiðslu- námið og allt það, hafi einmitt komið Page í skilning um, að Phil er aðeins mannlegur. — Er það gott? spurði ég og' langaði til að hlæja. — í þessu tilfelli er það gott.! Því að nú held ég, að hún elski! hann raunverulega. — Gerði hún það ekki áður? — Ég veit það ekki, Whit. Ef til vill var hún honum aðeins þakklát fyrir að vekja hana af doðanum og draga hana út úr skelinni. Húnl játaðist honum af þakklæti — en núna er hún reiðubúin að giftast honum. Það er mikill munur á því. Skilurðu? — Nei, sagði ég, ég skil ekki framandi tungur. Hún gaf mér olnbogaskot, og ég lagði handlegginn um herðar henni. —• Hvað um bónorðið mitt? spurði ég. — Er þér alvara, Whit? — Mér hefur aldrei verið meiri alvara. Min, þetta er í síðasta skipti, sem ég biðla til þín. Taktu bónorðinu eða ekki. Og ef þú tekur því ekki, þá ætla ég að gefa Lois tækifæri. — Hótun? spurði hún og skaut fram neðri vörinni. — Aðvörun. Ég elska þig og vildi heldur eiga þig fyrir eigin- konu. En ég ætla ekki að eyða allri ævinni í að ganga á eftir þér með grasið í skónum. — Þú gætir nú valið einhverja betri en Lois Thornhill. — Hún er ekki nærri því eins slæm og þið stúlkurnar haldi ð fram. — Huh, ei hún það ekki? — Nei. Og henni geðjast vel að mér, og henni geðjast vel að hús- ihu mínu Min snarsnéri sér við og hvessti á mig augun — Hefur hún séð það? — Vissulega hefur hún séð það. Og henni geðjast vel að því. Hún er raunar mjög hrifin af þvi. Min horfði á mig útundan sér. — Og engin silkigluggatjöld? sagði hún þurrlega — Ó,- alls engin gluggatjöld! — Whit! — Alveg satt. Komdu bara og sjálfu sjálf. Hún gerði sig líklega til að rísa á fætur. — yið skulum fara þang- að núna, sagði hún áköf. —Ég herti takið um axlir henn- j ar. — Nei, stúlka litla. Ég er að jbiðja þín. í — Dr. Laurence Whitley, sagði í hún festulega. Ef þú hefur leyft j Lois Thornhill að sjá húsið þitt, j ættirðu sannarlega að geta gert jjafn mikið fyrir mig. , — Ég geri miklu meira fyrir þig. j Ég er að biðja þig að búa hjá mér ! í húsinu mínu. Hún varð niðurlút og lagði vangann að öxl minni. — Ég hugsa, að mér muni geðjast vel að hús- inu þínu, muldraði hún. Mér geðj- ast vel að því nú þegar — utan frá. — Það er miklu betra, þegar inn er komið. Mér var farið að líða dásamlega. Ofurlítil festa var það. sem konur þurftu! — Þú veizt, sagði hún niður í jakkann minn, að það að kvænast stúlku eins og mér — að kvænast niér — hlýtur að vera dálítið happdrætti, Whit. — Allt í lagi, sagði ég, við get- tím gift okkur í Garden City. Hún gat ekki varizt hlátri — Ó, Whit, sagði hún, þú ert dásam- legur. Það var líka dásamlegt að kyssa Min. Innileg tilfinning ástar og blíðu reis innra með mér, og ég vónaði, að hún fyndi líkt til. — Heyrirðu þrumurnar? hvíslaði ég í eyra hennar. 314 TÍMINN, miSvikudaglnn 22. janúar 1964 •—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.