Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 8
Aðalbókari
Staða aðalbókara er laus frá 1. marz n.k.
Eiginhandarumsókn ásamt mynd og upplýsingum
um fyrri störf, óskast send skrifstofu vorri.
HÓTEL SAGA
SIMCA ARIANE
Leigubílstjórar, þið sem þurfið að fá ykkur nýjan
bíl, munið að panta í tíma hina vinsælu
SIMCA ARIANE stöðvarbíla
Bergur Lárusson h.f.
Brautarholti 22 — Sími 17379
Nauðungarupphoð
Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 117., 118.
og 120. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á kjallara-
íbúð, eign Fríðu Ágústsdóttur við Kársnesbraut
38, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 24.
þ.m. kl. 16 (4 e.h.)
Bæjarfógetinn í Kópavogi
LaxveiSI í Ölfusá, neSan vlS Arnarbseli.
Stangaveiðifélagið
býður í Hvítá-ölfusá
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
hefur gert Veiðifélagi Ámesinga
tilboð í alla lax- og silungsveiði
á vatnasvæði Hvítár—Ölfusár.
Stangaveiðifélagið býður krónur
2,500.000 ársleigu og kr. 500.000
að auki til að koma upp og reka
klak- og eldisstöð fyrir lax og sil-
ung, í samvinnu við Veiðifélag
Árnesinga. Tilboðið felur í sér, að
netaveiði verði ekki leyfð. Leigu-
tími sé 10 ár, og leigugjaldið end-
urskoðist árlega. Stangafjöldi á
svæðinu verði 70 laxastengur og
40 silungastengur. Laxveiðitím-
inn sé frá 20. júní til 20. sept., og
silungsveiði frá 4. aprfl til 20.
september. Innanhéraðsmönnum
og landeigendum verði tryggður
sami réttur til veiðileyfa og félags
mönnum Stangaveiðifélagsins sem
láti gera og kosti fiskveg f fossinn
Faxa í Tungufljóti, gegn veiðirétti
endurgjaldslaust í Tungufljóti og
þverám þess í 10 ár.
Tilboðið var sent Veiðifélagi
Árnesinga í bréfi dags. 2. des. sl.
í bréfi Stangaveiðifélagsins seg
ir enn fremur;
„Það skal tekið fram, að þó
þetta sé í tilboðsformi, má jafn-
vel fremur líta á það sem viljayf-
irlýsingu eða tillögur til samnings-
grundvallar. Vitað er, að þetta er
svo yfirgripsmikið mál, að erfitt er
að koma öllu að, sem til greina
kemur, eða getur komið í væntan
legum samningum. Vér höfum þó
tekið1 fram allt það helzta, sem
máli skiptir
„Eins og vitað er, erd berg-
vatnsárnar á svæðinu, orðnar mjög
laxlitlar, hverju sem þar er um
að kenna, og því ekki gott að vita
hvemig laxgöngum verður hátt-
að í þær, þegar hann kemst 6-
hindraður áfram. Það er til dæm
is mjög líklegt eða hætt við, að
lítið hafi klakizt út af laxi í sum-
um þeirra undanfarin ár og því
mundi líklega verða lítil gengd I
þær, fyrr en nýrrar ræktunar færi
að gæta, eftir nokkur ár . . . “
„Á fundinum í vor var nokkuð
rætt um, að hentugt gæti reynzt
að bæði félögin stæðu að fullkom-
inni klak- og eldisstöð fyrir allt
svæðið. Það er vitað, að bygging
og rekstur slíkrar stöðvar kostar
mikið fé, sem hægara mundi vera
fyrir bæði félögin að standa undir.
Vér höfum því gert ráð fyrir að
hluti af árlegri leigu færi til þess
ara framkvæmda. Vér vitum að
vísu ekki hve Veiðifélagið kann að
hafa af handbæru fé til þessara
framkvæmda, en sjálfsagt finnst
oss að einhver hluti af árlegri
leigu fari til þessara framkvæmda.
Þó vér nefnum þessa ákveðnu upp
hæð, gæti vel verið að hún gæti
eða ætti að vera önnur, eða jafn
vel mismunandi frá ári til árs,
eftir því hvernig framkvæmdum
yrði hagað."
HESTAR OG MENN
Lárus F. Björnsson, kaupmaSur í Reykjavík situr þarna á Mósu sinnl,
sem er orðlagður gæðingur. Mósa er fædd hjá Stefáni Pálmasyni á
Korpúlfsstöðum undan hryssu frá Þorgeiri f Gufunesi.
UM HESTANÖFN.
Eitt af því, sem forfeðrum
vorum hefur verið talið til á-
gætis, eru nafngiftir þeirra. —
Það þarf enga „forfeðradýrk-
un“ til að viðurkenna að þeir
voru oft slyngir um nafnaval,
eins og mörg bæjanöfn og
örnefni bera gleggst vitni.
— En nafngiftirnar náðu
lengra en til sérstakra
staða og kennileita og þá fyrst
og fremst til húsdýranna og þá
helzt þeirrar greinar þeirra,
sem þeir höfðu mest dálæti á.
Er hér nóg að minnast Hrafn-
kels á Aðalbóli og Freyfaxa
hans.
Fyrir rúmum 20 árum skrif-
aði Gunnar Bjarnason athyglis-
verða grein í Frey um íslenzk
hestanöfn. Þar segir Gunnar
m. d.: „Við lestur fornritanna
okkar sjáum við stundum mjög
fögur hestanöfn, sem nú eru
orðin óþekkt og aldrei notuð“.
Nokkur hluti af grein Gunnars
er upptaka úr bókinni „íslend-
ingar“ eftir dr. Guðmund Finn-
bogason, en einn kafli þeirrar
bókar er um islenzk hestanöfn.
Þar segir Guðmundur m. a. að
í Snorra-Eddu finnist 67 hests-
heiti, sum þeirra svo gömul, að
þau eru talin nöfn á hestum
goðanna. Guðmundur skýrir
flest þessara nafna og segir
svo: „Ef vér lítum yfir þessi
heiti, sem ég hefi nú reynt að
skýra þá virðist tnér ljóslega
koma fram í mörgum þeirra að-
dáun forfeðra vorra á hestun-
um. Það er Ijómi yfir þeim og
jafnframt sjáum vér að hestar
eru kenndir við vitsmuni, gætni
árvekni, fjör, glaðlyndi, metn-
að“. Hinum gáfaða fjölfræð-
ingi fatast hér ekki matið, því
vissulega má draga nafngiftir
hesta af fleiri sérkennum þeirra
en litnum einum.
Lengi hefur það viðgengizt
að hrossin væru nefnd eftir lit
þeirra, og er svo víða enn. Um
þetta segir Gunnar Bjarnason í
áðurnefndri grein: „í ættbók
Búnaðarfélags íslands fyrir ís-
lenzk hross, þar sem skrásett
eru 230 hestar og um 1500
hryssur, hafa um 90% hin ein-
földu litanöfn, svo sem Rauð-
ur, Rauðka, Brúnn, Brúnka, o-
s frv.“
Þetta var skrifað 1942, en
um sambærilegar tölur nú, hef
ég ekki aðstöðu að vita. Þó
hygg ég að fullyrða megi, að
síðan hefur þetta mikið breytzt.
Þykir mér ekki ólíklegt að
grein Gunnars hafi hér um
miklu valdið. Því til sönnunar
má nefna að þau hrosS sem
sýnd voru á síðasta landsmóti
báru yfirleitt ekki litarnöfn,
nema afleidd, svo sem Glóblesi,
Hrafn, Skuggi, o. s. frv. Hins
vegar var þar um mörg sam-
nefnd að ræða t. d. 5 Flugur
(6 1950) úr jafnmörgum sýsl-
um en við því ber sizt að am-
ast-
Þar sem aðeins eru fá hross
og sitt með hverjum lit, er ekki
nema eðlilegt að þau séu að-
greind eftir litnum t. d. Gráni,
Jarpur, Brúnn. Þó finnst mér
skemmtilegra og benda til nán-
ari tengsla við manninn ef
Gráni héti Hvítingur, Svanur,
Valur eða þ. u. 1. Eins mætti
nefna Jarp Kolgrím. Kolskegg,
Svartfaxa eða annað þ. h. Og
Brúnn gæti eins heitið Blakkur,
Dökkvi, Kolur, Krummi, Skuggi
eða Surtur. Sum af þessum
nöfnum geta átt eins vel við
dökkjarpa sem móbrúna hesta.
Á marga vegu má velja hest-
um nöfn. sem eru hvort tveggja
í senn, falleg og táknræn. Af
lundarfari hesta má t. d. draga
mörg nöfn svo sem: Árvakur,
Glaður, Ljúfur, Hrani, Snerrir
o. fl. Einnig af göngulagi þeirra
og öðrum viðbrögðum t. d. Há-
feti, Léttfeti, Spakur, Hvikull,
Villingur o. s. frv.
Miklir hlaupagarpar geta
heitið fleiri nöfnum en Garpur
og Gnýfari. Þar koma mörg til
greina t. d. Þytur, Stormur,
Hraðfari o. fl. Þá þykja Faxa-
nöfnin alltaf falleg og geta ver-
ið með mörgum tilbrigðum t.d.
Hrímfaxi, Glófaxi, Skinfaxi,
Gullfaxi o. s. frv.
Grein þessi er aðallega skrif-
uð til stuðnings þeirri þróun í
nafnavali hestanna okkar sem
Framhald á næstu síðu.
8
I
TfMINN, mlðvlkudaglnn 22. ianúar 1964