Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 6
 ÞINGF RÉTTIR ÞINGFRÉTTIR ] 65% styrkur verði veittur til að koma túnstærð upp í 25 hektara ÁSGEIR BJARNASON hafði í efri deild í gær framsögu fyrir írumvarpi, er hann fyllur ásamt l>eim Páli Þorsteinsyni, Ólafi Jó- hannessyni, Karli Kristjánssyni, Helga Bergs og Hcrmanni Jónas- syni um breyting á lögunum um Stofnlánadeild landbúnaðarins. — Megin ákvæði frumvarpsins er um það, að framlag til ræktunar á ný- býlum verði greitt á 25 ha. í stað 15 ha. nú, og ennfremur að fram- lagið til túnstækkunar verði mið- að við 25 ha. hámark í stað 15 ha nú og að framlagið hækki úr 50% af kostnaðarverði í 65%. Ásgeir Bjamason gerði grein fyrir ákvæðum frumvarpsins, en nuk þeirra meginákvæða, sem þeg ar hafa verið greind er lagt til að fella niður það hámarksákvæði, sem nú er i lögum varðandi lán- veitingar til jarðræktarfram- kvæmda og ríkisframlags njóta. Þetta þýðir það, að komið er í veg fyrir að lán til framkvæmda iækki óeðlilega vegna hækkaðs jarðræktarframlags. Þá er og lagt 'i!S[!|jjj: til, að framlag ..... það, sem veitt er til ibúðarbygg- inga í sveitum verði hækkað úr kr. 50.000,00 i kr. 60.000,00. — Enn fremur er lagt til, að það há- mark fjárveiting- ÁSGEIIt ar, sem nú er á- kveðið í 64. gr. laganna um Stofn- iánadeildina verði lagt niður, en í þess stað veiti rikið á fjárlögum hvers árs svo háa upphæð sem með þarf og lög ákveða til fram- kvæmda þeirra, sem hér um ræð- ir. ^ Ásgeir Bjarnason sagði, að það bæri að hafa efst í huga, að af- koma landbúnaðarins grundvallast á ræktun landsins, á fóðuröflun- inni. Jarðræktin er hornsteinn efnahags þess fólks, sem hefur lífs framfæri sitt af landbúnaði. Sé litið á það meðalbú, sem tekjur bænda eru miðaðar við og verð- lag á búvörum eru reiknaðar eftir, þá þarf sem næst 25 ha. tún til þess að sjá þeim búpeningi fyrir íullnægjandi fóðri. Þá verða menn og að hafa í huga, að með hvqrju ári, sem líður, þarf stærra bú og imeiri tekjur til að vega upp á móti ört vaxandi dýrtíð og með þvi metstökki, sem núverandi rík- isstjórn á í dýrtíðaraukningunni liður ekki á löngu þar til núver- andi meðalbú bænda framfleyti þeim ebki, hvað þá, ef um miklar umbætur er að ræða, sem erfitt er að rísa undir. Einnig má ekki gleymast, að tekjur bænda eru mjög misjafnar og fer það eftir landshlutum. Fór Ásgeir með stutt yfirlit um það, en minnti einn ig á, að auk þess hafa bændur lægri tekjur en aðrar stéttir. Hermann Jónasson, fyrrv. land- búnaðarráðherra var mjög fram- sýnn, þegar hann beitti sér fyrir breytingum á landnámslögunucn til þess að auka ríkisframlagið til jarðræktar hjá þeim bændum, sem lakast voru settir með ræktun. Sú lagabreyting hefur átt ríkan þátt í þvi að ræktun hefur ekki verið minni en raun ber vitni undanfar- andi ár. Undanfarin ár hafa bændur orð- dð að fjölga búfé til að afla sér tekna til að vega á móti dýrtíðinni, en þeim hefur ekki tekizt að fylgja eftir með tilsvarandi ræktun af skiljanlegum ástæðúm og því fóð- uröflunin handa búpeningnum ver- ið lakari en áður var. Með ríflegra ríkisframlagi til ræktunar eru all- ar horfur á að þetta geti breyzt, þannig að ræktunin verði á undan búfjárfjölguninni. Þetta kostar ríkið að sjálfsögðu nokkuð fjármagn í biU, en miðað við að bændur verði án aðstoðar að ná settu marki, þá verður verð- lag landbúnaðarafurða að hækka all verulega, ef það á að bera uppi þennan kostnað. Framlag hins opinbera styður því að velmegun allra og tryggir neytendum hóflegt verð á aðal neyzluvörunum, jafn- framt því, að það tryggir, að land- búnaðarvörur verði jafnan á boð- stólum í það ríkum mæli, að full- nægi þörfum þjóðarinnar jafn- framt því, sem það bætir landið og auðgar komandi kynslóðum til hags. Framleiðslan þarf að aukast jafnt og þétt, en hins vegar fer sauðfé nú fækkandi og afurðir þess tninnkandi. Mjólkurframleiðsl an eykst hins vegar að því er virð- ist. Frumvarpinu var vísað til 2. um- ræðu og landbúnaðarnefndar. TV0 MEKNTASK0LA I RVIK EINAR ÁGÚSTSSON hafði í neðri deild i gær framsögu fyrir frumvarpi því, er hann flytur á- samt Birni Fr. Björnssyni um fjölgun menntaskóia. í frumvarp- inu er lagt tii að menntaskólar skuli vera fjórir, tveir í Reykja- vik, einn á Akureyri og einn á •’Laugarvatni, en auk þess skuli stofna einn menntaskóla á Austur- landi og einn á Vestfjörðum, þeg- ar fé er veitt til þeirra á fjárlög- um. Hér á eftir fer útdráttur úr framsöguræðu Einars Ágústssonar: Samkvæmt gildandi lögum er aðeins einn menntaskóli í Reykja- vík. Sá skóli er til húsa í gömlu Menntaskólabyggingunni við Lækj .... argötu, eins og allir vita. Það hús hefur verið notað í þessu skyni í 118 ár. — Það var tekið í notkun árið 1846, þegar nemendur skólans, sem þá hét Latínuskól- inn, voru aðeins EINAR 60. Nú eru nera- endur í Menntaskólanum í Reykja- vík yfir 900 og má nærri geta, hversu gifurlegt þröngbýli þarna muni vera. Gamla húsið er orðið allt of lít- ið fyrir starfsemi skólans og því óhjákvæmilegt að byggja nýtt skólahús. Skylt er að geta þess í sambandi við þetta, að framkvæmd ir eru þegar hafnar að talsvert auknum byggingum í grennd við gamla menntaskólahúsið. Þær framkvæmdir ráða ekki nema að tnjög litlu leyti fram úr þeim húsnæðisvandræðum, sem þarna eru, heldur eru fyrst og fremst reistar í því skyni að hægt sé að koma við sérkennslu á verkleg- an hátt í þar til gerðu húsnæði, en til slíks hefur mjög skort aðstöðu hin síðari árin. Um þessar fram- kvæmdir við Menntaskólann hafa verið talsvert skiptar skoðanir. — 6 Þarna hafa verið keyptar alldýrar lóðir og mannvirki til þess að báéta úr sárustu húsnæðisvandræðunum tneð lágum viðbyggingum í ná- grenni gamla hússins. Margir hefðu fremur kosið að fjármagni þessu hefði verið varið til bygg- ingar nýs skólahúss sem betur hefði þjónað sínu hlutverki, en þessi stefna varð ofan á og skal ekki um það sakast hér. Hitt er aðalatriðið, að því fer a'ls fjarri að með þessum viðbótarbygging- um séu húsnæðismál skólans leyst, því að skólinn getur ekki bætt við nemendafjölda sinn svo nokkru nemi þrátt fyrir þessa breytingu. En auk þess kemur svo til það, sem mestu máli skiptir, að al- mennt mun talið af þeim, sem til þekkja, að Menntaskólinn í Reykja vík sé nú þegar orðinn a. m. k. nægilega fjölmennur, og að rangt sé að stefna að fjölgun nemenda í honum. Flestir skólamenn telja, að heppilegasti nemendafjöldi í sllk- um skóla sé 500—600 nemendur. Miðað við þær tölur gætu tveir menntaskólar í Reykjavík verið fullsetnir innan eins til tveggja ára. Þess má geta, að ýmsir skóla- menn telja að nemendur fram- haldsskólanna ættu að vera enn færri í hverjura heldur en hér var nefnt og tala um adt niður í 300— 350 nemendur og má vel vera, að þeir hafi nokkuð til síns máls, en hvernig sem það er, munu flest ii hins vegar sammála um að 800 —900 sé allt of hátt, jafnvel þótt aðstæður væru allar svo, sem bezt væri á kosið. Eftirspurn eftir skólavist í Menntaskólanum hér er gifurlega mikil, og verður að setja miklu strangari skilyrði fyrir inntöku í skólann en í raun og veru nokkur sanngirni mælir með, auk þess, secn nemendum er gert að leysa þyngri þrautir eftir að í skólann er komið heldur en námsferill þeirra í sjálfu sér gerir kröfu til. Æskilegast væri að allir, sem standast landspróf ættu aðgang að framhaldsnámi eftir því, sem ’tfúéúr þéifra sténdur 'til' óg^stæð ur-að öðru leyti leyfa. Vegna húsnæðisskorts getur Menntaskólinn í Reykjavík ekki annað þessari eftirspurn en verð ur árlega að vísa miklum fjölda nemenda frá. Við flutningsmenn þessa frum- varps teljum að úr þessu þurfi hið bráðasta að bæta og að það verði aðeins svo vel sé gert með því að fjölga menntaskólum hér í tvo og hefjast þegar handa um byggingu nýs skólahúss. Þingmenn Vestfjarða hafa á und anförnum þingum flutt frumvörp til laga um stofnun menntaskóla a Vestfjörðum. Enn fremur hefur verið flutt hér að minnsta kosti einu sinni frumvarp til laga ucn stofnun menntaskóla á Austur- landi. Þessi frumvörp hafa verið flutt vegna mikils áhuga í viðkom- andi byggðarlögum fyrir því að aðstaða unglinga til framhalds- náms væri jöfnuð svo sem verða mætti. Þess vegna er í frumvarpinu einnig gert ráð fyrir heimild til stofnunar menntaskóla á Austur- landi og Vestfjörðum, þegar fé verður veitt til þeirra á fjárlögum, en gera má ráð fyrir að þessir skólar þurfi nokkurn undirbúning. Enginn vafi er á því, að breyttir þjóðfélagshættir auka þörf okkar íslendinga á sérmenntuðu fólki til starfa í margvíslegum greinum. — Nú eru tímar sérhæfingarinnar og okkur ekki sízt nauðsyn'egt að stefna að því að fá til starfa vel 'menntaðá sérfræðinga á sem állra flestum svíðum vérklegra viðfangs efna. Til þess að íslendingar geti haldið í horfinu og sótt eðlilega fram í samanburði við aðrar þjóð- ii er ekki lengur nóg að bjargast við brjóstvitið eitt. Vonir okkar um batnandi þjóðarhag byggjast í vaxandi mæli á því að visindi og tækni séu tekin í þjónustu at- vinnuveganna. Slíkt verður hins vegar ekki gert nema tryggt sé að landið eigi jafnan völ á hæfum vísindamönnum og nægilegt fram boð sé á tæknimenntuðu fólki. íslenzkir menntamenn hafa þrá- faldlega sýnt það og sannað, að þeir eru engir eftirbátar erlendra starfsbræðra sinna, en okkur vant ar en fleiri slíka. Þess vegna er nauðsynlegt að greiða fyrir því að sem allra flestir, eigi kost á að afla sér þeirrar menntunar, sem Inauðsynleg er til að geta orðið virkur þáttakandi í þeirri fram- tíðaruppbyggingu, sem hér þarf til að koma. Verkamannafélagið Hlíf Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarmanna- ráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn v.m.f. Hlíf- ar árið 1964 liggja frammi á skrifstofu v.m.f. Hlíf- ar, Vesturgtöu 10, frá og með 22. jan- 1964. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu v.m.f. Hlífar fyrir kl. 2 e.h. sunnudaginn 26. janúar 1964, og er þá framboðsfrestur útrunninn. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlífar ,í* -> r RAMSÓKNARVIST Framsóknarfélögin í Reykjavík spila Framsól.narv’st ; Súlnasaln um, Hótel Sögu. fimmtudaginn 6 febrúar kl 20,30 SkemmtiatriÖi og dans. TÍMINN, mlSvlkudaginn 22. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.