Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 5
FRIÐRIK ÓLAFSSON SKRIFAR UM SKAKMÓTIÐ
im
&
Atti vinnings-
stöðu gegn Tal
5. umferS.
Jón — Tal 0—1
Gligoric — Arinbjörn 1—0
Magnús — Freysteinn 1—0
Ingi — Nona Vz—Vz
Wade — Guðmundur Vz—xk
Ingvar — Trausti biðskák
Johannesen—Friðrik frestað
Jón — Tal.
Sá óvænti atburður skeði í
þessari umferð, að Jóni Krist-
inssyni tókst að ná vinnings-
stöðu gegn heimsmeistaranum
fyrrverandi, eftir að hann (Tal)
hafði fórnað drottningunni
fyrir tvo létta menn til að losa
sig úr þráteflisstöðu. Staðan
var að vísu mög flókin og erfið
viðfangs, en með nákvæmri
taflmennsku hefði Jón átt að
geta vísað á bug öll'um hótun-
um andstæðingsins og leitt
skákina til sigurs. Því miður
brást honum bogalistin, hvað
þetta snertir, og Tal tókst smá
saman að ná undirtökunum.
Jón reyndi að mynda sér færi
á drottningarvængnum með
framrás frelsinga sinna þar, en
Tal hafði litlar áhyggjur af því
og lagði til atlögu á kóngs-
vængnum. Þessi atlaga reyndist
afgerandi, og varð Jón að gefast
upp í 37. leik. — í þessari skák
tók Tal á sig mikl'a áhættu, en
tókst að villa um fyrir andstæð-
indi sínum með alls konar brell
um. Ekki er þetta í fyrsta sinn,
sem hann leikur slíkan leik.
Ýmsir glúrnir skákmenn svo
sem Botvinnik, Smyslov, Fis-
cher og m.a. höfundur þessa
þáttar, hafa orðið að þola svip-
aða meðferð, og ætti það að
veTða Jóni nokkur huggunar-
vottur.
1. e4, c5
(Sikileyjarvörn).
2. Rf3, e6 3. d4, cxd4 4.
Rxd4, a6
(Tal tefl'ir hið svonefnda Poul-
sen-afbrigði. Hugmyndin er að
leika —, b5 við fyrsta tækifæri
og koma biskupnum fyrir á
skálíunni a8—hl.)
5. Rc3, Dr7 6. Bd3, Rf6 7.
0-0, Rc6 8. Be3, b5 9.
a3, Bb7 10.. De2, Re5
11. h3, Hc8
(Tvíeggjaður leikur. Skákin
Gragger—Friðrik, Marianske
Lazne 1961 tefldist þannig: 11.
—, Be7 12. f4, Rg6 13. e5, Rd5
14. Rxd5, Bxd5 og staðan er
nokkuð í jafnvægi.)
12. f4, Rc4
(Ekki er gott að segja, hvort
Tal hafi haft drottningarfórn-
ina í huga, er hann lék þessum
leik.)
13. Rdxb5, axb5 14. Rxb5,
Dc6 15. Ra7, Rxe3!?
(Tal hefði getað þráleikið með
15. —, Dc7 16. Rb5 o.s.frv. og
hefði Jón að sjálfsögðu sætt sig
við þau málalok.)
16. Rxc6, Bc5!
(Eina ráðið til að halda spennu
í stöðunni. Drottningarfórn Tal
byggist mikið til á þessum leik
og þess vegna er áríðandi fyrir
Jón að rata hér á rétta svarið.)
17. Kh2?
(Linur leikur. — Jón lætur af
hendi þriðja manninn fyrir
drottninguna, auk þess, sem
frumkvæðið verður áfram í
höndum Tal. Vafalaust hefur
Jón lagt mikið upp úr frelsingj
um sínum á drottningarvængn-
um, og þess vegna látið mann-
inn af hendi baráttulaust, en
þeir eru ekki ýkja hættulegir,
eins og framhaldið ber ljóslega
með sér. Bezt var 17. b4!, eins
og rannsóknir eftir skákina
sönnuðu ótvírætt (Jafnvel 17.
Ra5 virðist nægja.). Sennileg-
asta áframhaldið væri þá 17. —,
20. De3, Bxc6 21. cxb6, Rgxe4
Bb6 18.. c4, Rxflf 19. c5, Rg3
22. a4. Það er eiginlega óhugs-
andi að svartur sleppi heill á
húfi frá þessari stöðu, enda
þótt hann hafi þrjá menn fyrir
drottninguna. Hvítu frelsingj-
arnir eru of sterkir.)
17. —, Rxfl.t 18. Hxfl, Bxc6
19. c4
(Munurinn á þessari stöðu og
þeirri, sem gefin var upp í at-
hugasemd við 17. leik hvíts, er
sá, að svarti biskupinn hefur
hér lykilaðstöðu til að stemma
stigu við framrás hvítu peð-
anna.)
19 —, d6 20. Dc2
(Betra strax 20. b4.)
20. —, Bd4 21. b4, e5 22.
f5, Ke7 23. a4, g6
(Taí hefiir nú aðgerðir sínar á
drottningarvængnum og fer þá
að hilla undir lokin.)
24. b5?
(Betri möguleika hefði veitt 24.
c5, dxc5 25. b5.)
24. — Ba8 25. De2, Hcg8
26. a5, h5 27. g3, Hh7 28.
Kg,2, Hhg7
(Ekki er útlitið fallegt.)
29. fxg6, Hxg6 30. Hf3, Rh7
31. Del, Rg5 32. Hfl, Rxe4
33. Bxe4, Hxg3t 34. Kh2,
Hg? 35. Khl, Hglt 36.
ROBERT WADE — tókst ekki að standast sókn Tal.
(Teilcning: Halldór Ólafsson).
Hxgl, Hxgl 37. Dxgl, Bx-
e4t
hvítur gafst upp.
Gli.goric — Arinbjörn.
Byrjunin Drkaafbrigði Sikil-
eyjarvarnarinnar: 1. e4, c5 2.
Rf3, d6 3. d4, cdx4 4. Rxd4,
Rf6 5. Rc3, g6. Gligoric hróker-
aði langt í framhal'dinu og hóf
sókn á kóngsarmi. Eftir nokkr-
ar stympingar á miðborðinu
skiptist upp á drottningunum,
og var þá komin upp staða, þar
sem Gligoric stóð betur að vígi
vegna biskupapars síns og á-
gætra sóknarfæra. Arinbjörn
varð brátt að láta af hendi peð,
en tókst í staðinn að verða sér
úti um mislita biskupa. Þetta
gaf honum ágætis jafnteflis-
möguleika, en þá kom tíma-
hrakið til sögunnar og honum
tókst ekki að finna böztu vörn-
ina. Gligoric færði sér vel í
nyt ónákvæma leiki Arinbjarn-
ar í tímahrakinu og gafst Arin-
björn upp, er leiknir höfðu
.verið 49 leikir.
.Magnaus — Freystemn.
Kóngs-indversk vörn: 1. d4;
Rf6 2. c4, g6 3. Rc3, Bð7 4. e4,
d6 5. f3. Magnús hrókeraði
langt og hóf síðan sókn á kóngs
armi, eftir að glíman hafði opn-
azt. Tvöfaldaði hann hróka sína
þar, en Freysteinn andæfði með
sínum hrókum og urðu brátt
mikil uppskipti á mönnum.
Staðan virtist vera nokkuð jöfn,
en þá varð Freysteini á smá-
vegis ónákvæmni, sem kostaði
hann peð. Magnús skipti nú
Framhalö á 15 siðu
Tilkynning
Verðlagsnefnd hefur ákeðiö eftirfarandi hámarks-
verð á brauðum í smásölu.
Tilkynning nr. 12/1963 heldur gildi sínu.
Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr......kr. 10.00
Normalbrauð, 1250 gr...........— 10.00
Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en
að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við
ofangreint verð.
Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starf-
andi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við
hámarksverðið.
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið
vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir.
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 18. janúar 1964
Verðlagsstjórinn
ALLT Á SAMA STAÐ
Jeep
TIL ALLRA STARFA
JEEP er liprasta og sterkasta 4 hjóla
l^ndbúnaðarbifreiðin. Vélin er 75
hestafla HURRICANE benzínvél, er
knýr bifreiðina auðveldlega upp brött-
ustu brekkur, gegnum snjó, leðju og
alls konar ófærur. Yfir 20 ára reynzla
hefur sannað ágæti Jeppans hér á
landi. Varahlutir eru ávallt til endur-
nýjunar við hagkvæmu verði, enda er
jeppinn ódýr í rekstri.
PantiS yður JEEP
tímanlega.
Léttur — Sterkur
Lipur og sparneytinn
£íj(ÍÍ Villt jálmSSOH
I SÍMI 2-22-40
fpÓBTHÓLF 50 — REYKJAVÍK
TÍMINN, miðvikudaginn 22. janúar 1964 —
5