Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.01.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjóri: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón DavíSsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Glæpabrigzl Gunnars Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra hefur verið fúsari til þess en flestir aðrir leiðtogar stjórnarflokkanna að gefa fyrirheit um frjálsa verzlun. Eftir fimm ára „við- reisnarstjórn" er efndum þessara loforða ekki betur á veg komið en svo, að verzlunin býr hér við miklu meiri verðlagshöft en í nokkru öðru landi Vestur-Evrópu og að vaxandi lánsfjárhöft þrengja stöðugt að henni. Þegar bent er á þessar efndir á loforðunum um frjálsa verzlun, lætur Gunnar blað sitt snúast við á þann veg, að það hlýtur að vekja undrun og fyrirlitningu lands manna. Gunnar lætur blað sitt segja, að ekki sé hægt að gefa verzlunina frjálsa, því að Framsóknarmenn og samvinnumenn séu upp til hópa hreinir þjófar og muni nota verzlunarfrelsið til skipulegs þjófnaðar. Þess vegna verði að hafa verðlagshöft og alls konar höft á verzlun- inni. Sennilega er ekki hægt að finna dæmi þess, að stjórn- málamaður hafi þannig reynt að stimpla andstæðinga sína þjófa og glæpamenn síðan Hitler var uppi í Þýzka- landi sællar minningar. Og hvað notar svo Gunnar til þess að sanna þessa fullyrðingu sína? Eitt af dótturfélögum samvinnufélag- anna hefur orðið fyrir því, að einn starfsmaður þess, hef- ur gert sig sekan um mikinn fjárdrátt og fleiri sakir. í hæstaréttardómi, sem er nýlega fallin, er tekið fram, að stjórn félagsins hafi ekki átt neinn þátt í þessum brotum, en hins vegar eru stjórnarmenn dæmdir í sekt- ir fyrir ónógt eftirlit. Það er þó kunnara en frá þurfi að segja, að erfitt er fyrir stjórnir að fylgjast nákvæm- lega með rekstri stórra fyrirtækja. Af þeim fimm mönnum, sem áttu sæti í stjórn um- rædds félags, voru tveir Framsóknarmenn, en þrír Sjálfstæðismenn. Af þessu dregur Gunnar þá ályktun, að Framsóknarmenn og samvinnumenn séu yfirleitt þjóf- ar og glæpamenn og vegna þeirra sé ekki hægt að hafa verzlunina frjálsa. Ef nota á slík rök til að koma glæpaorði á heila flokka og stórar félagshreyfingar, eins og samvinnu- hreyfinguna, yrði harla auðvelt að gjalda Sjálfstæðis- flokknum líku líkt. í umræddri stjórn voru t. d. fleiri Sjálfstæðismenn en Framsóknarmenn. í fyrirtækjum, sem Sjálfstæðismenn stjórna, hefur sannarlega orðið uppvíst um meiri og fleiri fjárdrætti en hjá samvinnufélögunum, þar sem þeir hafa verið svo sjaldgæfir, að það vekur sérstaka athygli, þegar þeir verða. Nú seinast hefur t. d. orðið uppvíst um stór- an fjárdrátt í fyrirtæki, þar sem formaður Sjálfstæðis- flokksins er í stjórn. Þrátt fyrir þetta, væri það vit- anlega fyrir neðan allt velsæmi að ætla að nota þessi einstöku tilfelli til að reyna að koma þjófaorði á alla Sjálfstæðismenn og öll einkafyrirtæki. Það væri að fylgja fordæmi Hitlers, sem reyndi að stimpla menn glæpamenn, ef þeir voru ekki á sömu skoðun og hann. Þess vegna mun þessi ritmennska málgagns Gunn- ars Thoroddsen vekja undrun og fyrirlitningu þjóðar- innar. Slíkur málflutningur mun ekki gagna honum til að draga athygli frá því, að loforðin um frjálsa verzlun hafa verið svikin. Þvert á móti mun svona málflutningur gera þau svik enn augljósari. Nýjar opinberar stórbyggingar, sem vekja umtal í Evrópu f tilefni af þeim umræðum, sem orðið hafa um fyrirhugaða ráðhúsbyggingu í Reykjavík, þykir ekki úr vegi að birta hér nokkrar myndir af þremur op- inberum stórbyggingum, sem nú eru á döfinni í Evrópu, þótt þær séu allar að sjálfsögðu miklu stærri í sniðum en hið fyrirhugaða ráðhús hér. f Luxexmburg er hafin bygg- ing mikillar hallar, sem á að vera miðstöð fyrir evrópsk samtök. Það er ríkið, sem sér um þessa byggingu. Hún er 20 hæða há, hefur um 600 skrif- stofuherbergi og marga fund- arsali. Auk þess ert il hliðar lægri bygging, þar sem er rúm- góður þingsalur. Luxemburg ætlar að bjóða Efnahagsbanda- lagi Evrópu, að þing þess verði haldið í þessum sal. Luxemborg hefur ráðizt í þessa byggingu m.a. til að tryggja það, að þing Efnahagsbandalagsins hefði að- setursstað þar í framtíðinni. í Briissel er nylega byrjað á mikilli byggingu, sem á að vera aðalskrifstofubygging Efnahags bandal'agsins, og mun hún bera nafnið Place Robert Shuman til minningar um þann mann, sem öðru fremur er talinn upp- hafsmaður bandalagsins. Bygg- ing þess á að hafa skrifstofu- pláss fyrir um 3000 manns. Hún verður 17 hæðir, 12 ofanjarðar, en 5 verða neðanjarðar, og verða þær ætlaðar bílum, en um 1600 bílar eiga að geta rúm- azt þar. Bygging þessi verður í fjórum álmum, sem mynda eins konar kross. Til hliðar verða ýmsar minni byggingar, sem ætlaðar eru fyrir fundi og ráð- stefnur. Á þaki byggingarinnar verður flugvöll'ur fyrir heli- coptera. Þá er í þann veginn verið að hefja byggingu ráðhúss í Essen í Þýzkalandi, sem hefur vakið talsverða athygli. Það verður reist inni í miðri borginni, en búið er að selja gamla ráðhús- ið fyrir 50 millj. marka. Hið nýja ráðhús verða tveir 28 hæða skýjakljúfar, en tengdir með lágri byggingu á milli þeirra, en þar verður fundar- salur borgarstjórnarinnar. Segja má, að allar þessar byggingar séu á vissan hátt stæling á höll S.Þ. í New York, þ. e. að skrifstofum er komið fyrir í eins konar skýjakljúfi, Hið fyrirhugaða ráðhús í Essen. en helztu fundarsalir eða þing- salir eru hafðir í lágum við- byggingum. Mörg þau þinghús, sem nýju ríkin í Asíu og Afríku hafa nú í hyggju, eru enn nýtízkulegri, einkum þó hvað snertir allt fyrirkomulag innanhúss. Þannig hefur þekkt- Evrópuhöllin í Luxemburg, þar sem þing Efnahagsbandalags Evrópu mun væntanlega halda fundi sína. , ur, danskur húsameistari r,ý- lega iokið teikningu á nýju þinghúsi fyrir stjórnina í Pa- kistan. Ef byggt verður eftir henni, verður þinghúsið í Pa- kistan að flestu leyti frábrugð- ið öðrum þinghúsum til þessa dags, einkum þó þingsalurinn. Skrifstofuhöll Atlantshafsbandaiagsins I Brussel. TÍMINN, miðvikudaginn 22. ianúar 1964 — /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.