Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 1
f! ' •: ! \ . : •• ’ •' , v \ V' TVÖFALT EINANGRUNAR - „„ . GLF.R íUara reynsla hérlendis SÍMI114 00 iffmaiaiiwwHgbbMflii«M8ia 19. tbl. — Föstudagur 24. janúar 1964 — 48. árg. RÍKISSTJÓRNIN ÆTLAR AÐ HALDA ÁFRAM DÝRTÍÐARSTEFNU SINNI: ENN KOMA NYJAR ALOCUR OG ÓÞARFAR Á ALMENNING ROBERT KENNEDY ROAÐI SUKARNO SJA 2. SIÐU ROBERT KENNEDY, dómsmálaráS- deilunni, og eru nú góSar horfur á herra Bandaríkjanna, hefur nú um sam komulagl. Hér sést hann ásamt skelS verlS I SuSaustur-Aslu og átt Sukarno, forseta Indónesíu, er þelr vlSraeSur vlS delluaSlla i Malaysíu- ræddust viS i Djakarta. AHNAR BREZKUR SÝKN AÐUR KH-Reykjavík, 23. janúar f annað sinn á skömmum tíma hefur nú Hæstiréttur sýknað brezk an togaraskipstjóra og þannig ó- merkt úrskurð Sakadóms ísa- fjarðar, sem dæmt hafði báða skip stjórana í 230 þúsund króna sekt hvom fyrir ólöglegar veiðar inn- an fiskveiðitakmarkanna. f gær sýknaði Hæstiréttur skipstjórann á Dragoon frá Fleetwood, sem tek inn var í október 1962, sama mán nði og skipstjórinn á Loncoln City sem Hæstiréttur sýknaði fyrir viku. Nýlega var einnig kveðinn upp dómur í Vestmannaeyjum yfir ís- lenzkum skipstjóra, sem tekinn var að meintum ólöglegum veið- um í ágúst s.l., en var nú úrskurð aður sýkn saka. Pétur Sigurðsson, forstjóri Land helgisgæzlunnar, sagði við blaðið í dag, að hann teldi ekki. að Land helgisgæzlan hefði beðið álits- hnekki út á við vegna þessara dóma. Hvað erlendu togarana snerti, sagði hann, að í báðum til- fellum hefði verið um umdeilt lög fræðilegt atriði að ræða, þ. e. hvort nauðsyn beri til, að stöðv- unarmerki sé gefið, áður en skip ið er komið út fyrir takmörkin, og kvaðst hann ekki vilja leggja neinn dóm á það. í hvorugt skipti hefði verið álitamál, að togarinn hefði verið að veiðum innan mark anna og verið gefið stöðvunar- merki, en vafi þætti leika á, hvort togarinn hefði verið kominn út fyrir rdörkfn, þegar stöðvunar- merkið var gefið. Tíminn skýrði frá máli skipstjórans Arthurs Wood Bruce um daginn, en Saka- dómur ísafjarðar dæmdi hann í 230 þús. kr. sekt í nóvember 1962, eftir að varðskipið Ægir tók hann að ólöglegum veiðum út af Dýra- firði 30. okt. sama ár. Mánudag- inn 13. janúar s.l. úrskurðaði svo Framhalc) t> 15 sfSu Söluskatturinn á að hækka úr 3% í 5% 1. febr. — Nema álögurnar ekki undir 230 milljónum á heilu ári. Álögurnar á að leggja á, þrátt fyrir 300 mill- jón króna greiðsluafgang 1962, 300—400 milljón króna greiðsluafgang 1963, og að fyrirsjáanlegt sé að mörg hundruð milljón króna greiðsluafgangur verði á þessu ári. TK-Reykjavík, 23. janúar. í DAG lagði ríkisstjórnin fram á Alþingitfrumvarp til laga um efna- hagsráðstafanir, er hún nefnir „frumvarp tii laga um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins og fleira“. Felur frumvarpið i sér nýjar álögur, er nema 230 milljónum króna miðað við heilt ár og hækkar söluskattur úr 3% í 5% í smásölu. Ríkisstjórnin hefur i hyggju að afgreiða frum- varpið seni lög frá Alþingi fyrir mánaðarlok, því að í frumvarpinu er kveðið á um, að söluskattshækkunin skuli taka gildi 1. febrúar næst- komandi. Fara hér á eftir helztu atriði frumvarpsins í örstuttu máli: ★ SÖLUSKATTURINN illræmdi á að hækka úr 3% i 5% og nemur það ekki undir 230 milljónum á heilu ári. ★ RÍKISSJÓÐUR á að greiða í rekstrarframlag til togaranna sem nemur einni og hálfri milljón á togara. ★ ÚTFLUTNINGSGJALD af skrcið, saltfiski og freðfiski er lækkað aðeins úr 7,4% eins og það er nú i 5,6% en útflutningsgjaldið af öllum öðrum sjávarafurðum þar á meðal síld á að haldast óbreytt. ★ FRAMLEIÐSLUSJÓÐUR fyrir frystihúsin verði stofnaður með 43 milljón króna framlagi úr ríkissjóði og þar tekin upp að takmörk- uðu leyti hugmynd Framsóknarmanna um sérstakan framleiðni- sjóð fyrir atvinnuvegina. ★ RÍKISSJÓÐUR á að bæta Fiskveiðasjóði upp tekjutapið vegna lækkunar útflutningsgjaldsins með framlagi frá sér. ★ RÍKISSTJÓRNIN fái heimild til að fresta verklegum framkvæmd- um, sem ákveðnar hafa verið á fjárlögum yfirstandandi árs. ★ MEÐ NÝJU álögunum og frestun framkvæmda er stefnt að greiðslu- afgangi hjá ríkissjóði og það fé dregið úr umferð. ★ MEÐ ÞESSUM nýju álögum eru heildarálögur ríkissjóðs komnar upp i kr. 3.000.000,000 — þrjá milljarða — (fjárlögin 2.700 milljón- ir, vegalögin nýju 100 milljónir og í þessu frumvarpi rúmlega 200 milljónir). ★ UMFRAMTEKJUR ríkissjóðs á fjárlögum 1962 urðu 300 milljónir. Umframtekjurnar urðu 300—400 milljónir á síðasta ári og stefnt er að því að hafa mörg hundruð milljónir króna umframtekjur á þessu ári. ★ ÞESSAR NÝJU ÁLÖGUR á þjóðina eru því með öllu óþarfar en • miða að því að dýrtíðar- og verðbólgustefnunni verði haldið áfram. KJ-Reykjavík. 23. janúar Eiturlyfjaneyzla virðist hafa minnkað mjög mikið hér á landi síðan eiturlyfjamálin stóðu sem hæst fyrir rúmu ári. Ástandið virð- ist hafa breytzt mjög verulega til batnaðar og varla kemur fyrir, að lögreglan verði vör við eituirlyf á mönnum eða að menn séu undir áhrifum eiturlyfja, þegar lögregl- an hefur afskipti af þeim. Jafnvel þeim, sera áður voru mikið í eitur- lyfjum, sjást nú ekki undir áhrif-' um af þeim. Það var ekki óalgengt fyrir TALAÐ ViÐ IÐNVERKAFÓLK — SJA OPNU rúmu ári. að lögreglan hirti menn af götunm. sem voru í óveniu- iegu ásigkomulagi, ekki drukknir en mjög undir áhrifum eiturlyfja. Einnig fundust á þessu tímabili oft giös með eiturtvfjum í fórum manna, sem teknir voru fyrir ölv- un á almannafæri. Nú hefur aftur á móti brugðiS Framhalo á 15. s(8u.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.