Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 4
. RITSTJÓM: OLGÁ ÁGÚSTSDÓTTIR ÍMW' ÓSJALDAN er klifað á þvi aS vlS íslendingar séum menningar- og bókmenntaþjóS, og er þaS sjálfsagt rétt, en hitt er annað mál, hvort viS séum aS sama skapl siðmenntaSir. Varla kemur hingaS til lands þekktur útlendingur, að ekki sé haft við hann blaðaviðtal og oft- ast nær er spurningunum þannig hagaS að hann kemst varla hjá því aS fara mörgum fögrum orð- um um náttúrufegurð landsins, gestrisni landsmanna og glæsi- ielk kvenþjóðarinnar. Þetta er ollt gott og blcssað svo langt sem þaS nær, en mér er til efs, hvort þesslr útlendingar mæli ætið af heilum hug, hvort við eigum í reuninni skilið allt það ígf, sem á okkur er hlaðlS. Ég held, að gagnrýnl og aðfinnslur góðra manna mundu ekki saka stöku stnnum. Þar sem erlendum ferðamönn- um þyklr fyrir ýmissa hluta sak- Ir ekki viðeigandl aS tala opin- skátt og hispurslaust um það, sem þelm finnst miSur í fari okk- <iir, þá ætia ég aS reyna aS segja ýkkur ( þessum dálki, hvaS við getum gert til þess að öðlast fág- aða og um lelð skemmtilega fram komu. Ég held ekki aS ég sé aS fara með neina speki, en þaS er ekkl nóg að vitna í hverju kurtelsis- reglur eru fólgnar, ef menn haga sér ekki samkvæmt þelm. Tökum sem dæmi þpssa an- kannalegu kveðju „Halló", sem því miöur er orðln svo algeng hjá ungu fólki. Þannlg heilsuðust forfeður okkar aldrei. Hvers vegna ættum við þá að gera það? Þetta er ekki íslenzk kveðja. Vi8 eigum að segja „komlð þér sæl- Ir eða sælar", þegar við þérum. Mér er spurn hvers vegna menn ncta þetta tilkomulltla og stutt- aralega „halló", þar sem við elg- um einhverja fallegustu kveSju, sem til er f nokkru máll, svo vltnað sé i orð Courmont, mál- snillingsins fræga og íslandsvin- arins góða. Þeir sem eru alltaf að gera sér far um að vera kumpánaleglr og tilgerSarlauslr hættir stundum tll að gera sér of dælt við ókunn- ugt fólk. Ef það er rétt, að öll sönn kurteisi **~3glst fyrst og fremst á tillitsseml við náungann þá er mörgum hollt að muna þ?ð, að ekkert er auðveldara en aö styggja menn með uppáþrengj andi elskulegheitum eða yfirþyrm andi kumpánaskap. Enginn má skilja orð mín svo, Framhald á 13. siðu. Lambakjöt okkar sent til Hollywood Nýr réttur hefur rutt sér til rúms, en það er hið svokallaða London lamb. Hinn góðkunni veitingamaður Þorvaldur Guðmundsson, hefur hafið fram- leiðslu á því. — Aðspurður kvaðst Þorvaldur hafa farið að reyna að létt- reykja kjötið, svona til tilbreytingar, því það væri alkunna, að íslendingar borðuðu lambakjötið ýmist steikt eða soðið, og alltof mikið soðið bætir hann svo við. Eg byrjaði á þessu fyrir nokkr- um árum, segir Þorvaldur, en er fyrst núna að ná góðum árangri. Fyrst í stað var kjötið misreykt frá degi til dags, þ. e. árangurinn var aldrei sá sami, en nú erum við komnir upp á lagið með að reykja það. 5 tonn til útflutnings London lamb hefur líkað mjög vel erlendis og þykir ljúffengt. Það hefur mikið verið um það skrifað í hóteltímarit, og hérna er ég með bréf fiá hótelstjóran- um á Carlton Tower Hotel í Lond- on, en þáð hótel hefur sérrétti frá hinum ýmsu löndum á boðstól- um. í þessu bréfi segir að þetta villta íslenzka lambakjöt sé svo Ijúffengt að hann vonist til að hótelið megi hafa þann heiður að fá að hafa þennan rétt á mat- seðli sínum í framtíðinni. Eg hef miðað þessa framleiðslu aðallega við útflutning, ekki svo að skilja að mér sé ekki annt um að landsmenn leggi það sér til munns, en þar sem íslendingar eru stöðugt að leita að nýjum útflutn ingsafurðum, þá verður fyrst fyrir að gera tilraunir með. íslenzka lambakjötið, og nú er svo komið að í næsta mánuði sendum við 5 tonn af íslenzku lambakjöti til Hollywood. Niðri í búðinni er hægt að kaupa útbeinað London lamb, einnig sneiðar sem eru góð- ar með steiktu eggi og margir eru komnir upp á lagið með að nota í staðinn fyrir bacon. — Hvernig stendur á þessari nafngift, London lamb? — Eiginlega er ég ekki nógu ánægður með það, en þetta fest- ist einhvern veginn við það, þar sem alltaf var talað um lambsrétt- inn sem var sýndur í London, þá kölluðu starfsmennirnir það bara London lamb, Annars vil ég endi- lega breyta þessu, en vantar gott nafn. Rjúpur til Hollywood Það hefði þótt tíðindum sæta hérna fyrir nokkrum árum að heyra sagt frá þvi að kvikmynda- stjörnurnar i Hollywood legðu sér til munns islenzka rjúpu, en þetta er heilagur sannleikur. Veitinga- búsið Skandia, sem er þekkt fyrir norræna rétti, hefur tekið íslenzku rjúpuna upp á matseðil sinn og út- vegar Þorvaldur rjúpurnar. Eig- andinn, sem er danskur maður hefur tekið að sér að hefja matar gerð Nprðurlandabúa til vegs og virðingar i borg kvikmyndanna. Forsetaboðið í Englandi. Eins og menn rekur minni til var boðið upp á íslenzkt lambakjöt í veizlu þeirri, sem forseti íslands hélt fyrir gesti í heimsókn sinni til Englands í nóvember s.l. ár, en Þorvaldur sá um veizlumatinn. í þeirri veizlu var lambakjötið framleitt eins og venja er til hjá íslenzkum húsmæðrum, og hlaut það einróma lof. íslenzka kjötið er gjörsneytt því tólgarbragði sem einkennir Wales-kjötið og New- Zealand og eru Englendingarnir vanir að bera fram með því mint- Þorvaldur Guömundsson, I kvöldverðarboöl, sem hann hélt ( London, til aö kynna m. a. London-lamb fyrlr blaðamönnum og matráðsmönnum. Dótt ir Þorvalds er þriðja frá hægri. U Cr*m» G«mtlfif «n Tma Ua ÞorUa Ut Unf WtnMHi U* P*oa Poiinlnrrt L« H*r(cocs V*ft* flas flMH Lm f omiM RiftoHts itrodMOU 1 0*0 NitMTtiNni prnmNNÓiic ms VOSNE ROMANCS tm HCIOOIECK Liooruw* COONAC. CLA»»IDOr**««T NOVrUKR IW Þetta var matseðlllinn ( forsetavelrl- unni, sem haldln var í Clarldge's 21. nóv. s. I. Þar var London-lamb á borðum. sósu. Hún var höfð á boröum í þessu tilfelli, en það var enginn sem óskaði eftir henni með ís- lenzka kjötinu. Við höfum þá ánægju að birta hér mynd af matseðlinum, sem var í veizlu for- setans. Kjötveizla fyrir matreíðslumenn Eg hef eytt miklum tíma til þess að útbreiða íslenzka lamba- kjötið, segir Þorvaldur, og þarf að gera enn betur. Þetta er ekkert annað en dægrastytting hjá mér enn sem komið er. f nóv. s.l. hafði ég boð fyrir 25 manns í London. Þar voru komnir allir helztu blaða og matreiðslumenn til þess að smakka á kjötinu, að ógleymdri einni fremstu blaðakonu Breta, Miss Burck, sem skrifar þessi ó- sköp af kvennasíðum fyrir blöðin, og var hún yfir sig hrifin. Þetta varð til þess að einn af stærstu veitingahúsaeigendun Englands hr. Forte, sendi mann til íslands, til þess að athuga með innkaup almennt á lambakjöti frá íslandi. Eg hafði mér til aðstoðar Mr. Cipolla þá yfirmatsveinn á Conton Tower Hotel í London, sem er núna yfirmaður hjá stærsta fiótel- eiganda London. Þetta vakti mikla athygli og varð til þess að Lond- on Lamb mun verða tekið upp á matseðil allra veitingastofa Forte á Piccadilly, en þar þykir villt fjallalamb gott og er dýrt. Þegar hér er komið sögu, kem- Framhald á 13. slðu. ÞANNIG ER MATREBTT London lamb-læri Ofn- eða grill-steik. 2 kg. læri eða hryggur sett í ofn eða grill og steikt við góð an hita í ca. 45 mín. eins og venjuleg lambasteik. Ef notað er soð af steikinni í sósu, skal laga hana á sama hátt og venju- lega brúna sósu, en gott er að setja 3—4 matsk. af rauðvíni eða madeira út í. London lamb-rúlla Tilvalið er að nota London lamb ef gesti ber óvænt að og fylgja hér nokkrar uppskriftir, sem bæði má nota sem forrétt og aðalrétt. 1. Glasserað London lamb: Rúlla, ca. 1,5 kg., soðin í 30 mín. Tekin upp og himnan tek- in utan af, sett á rist inn í ofn, stráð sykri og steikt við góð- an hita í 10—15 mín. Með þessu má framreiða t. d. sykurbrún- aðar kartöflur, blómkál, spin- at-jafning, ristaðan ananas og ýmis fersk salöt, eftir því hvað hægt er að fá á hverjum tíma. 2. % cm. þykkar sneiðar skorn ar af rúllunni, steiktar í smjöri á pönnu. Með þessu er mjög gott að framreiða franskar kart öflur, eða ofnbakaðar, steikt egg og ferskt salat. 3. London lamb, sem forréttur: Þunnar sneiðar skornar af rúllu eða læri og framreitt með ristuðu brauði, smjöri, soð- hlaupi og sítrónu. Einnig ljúf- fengt með köldu kartöflusalati. Sem álegg á brauð eða samlok ur og einnig steikt með eggi til morgunverðar. T í M I N N , föstudaginn 24. janúar 1964 — 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.