Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 15
Skipstjörinn sýknaður ÁVÍSANAFALS FramhalO at 16. sífíu. og svo auðvitað að kaupa ekki ávísanir, sem gefnar eru út á einhverja aðra aðila og ekki framseldar af þeim, eins og komið hefur fyrir. — Það mun ekki tíðkast hér, eins og sums staðar erlendis, að fólk sýni persónuskilríki, þegar það selur ávísanir. — Nei, það hefur nú ekki tíðkast mér vitanlega, en þetta er atriði, sem þið blaðamenn- irnir gætuð komið á framfæri við fólk, og sem myndi áreið- anlega veita mikið aðhald í út- gáfu ávísana. — Það væru ökuskírteini og passar, sem nota mætti til slíkra hluta? — Já, ég sé ekkert því til fyr irstöðu, að menn sýndu öku- skírteini til þess að sanna, hverjir þeir séu, og fullvissa þannig fólk um, að rétt nöfn og heimilisföng séu skrifuð á ávísanir. Annars er nú sumt fólk þannig, að það hefur ekki það, sem til þarf, að nota ávís- anahefti. Það þarf dálitla ná- kvæmni og reglusemi í notk- un þeirra. — Notkun ávísana hefur auk- izt mikið upp á síðkastið? — Já-, hún hefur gert það. Einkum eru það mörg stór fyr- irtæki og stofnanir, sem greiða nú starfsmönnum sjnum laun- in inn á ávísanareikninga, sem svo starfsmenn ávísa á. — Hafið þið orðið varir við, að ráðstafanir bankanna hafi mikil áhrif til batnaðar á ávís- ananotkunina? —Nei, ekki get ég nú sagt það, að minnsta kosti berast okkur alltaf fleiri og færri ávís anir, sem ekki er til inni fyrir og aðrar sem eru falsaðar. Við fáum að vísu ekki allar inn- stæðulausu ávísanirnar, því oft reyna einstaklingar og fyr- irtæki að innheimta þær sjálf, eða þá þær eru sendar til lög- fræðinga til innheimtu. Mism- unurinn á því, hvort þær eru sendar til okkar eða lögfræð- inga, er að lögfræðingur tek- ur innheimtulaun fyrir, en ef við náum í viðkomandi aðila sæta þeir sektum fyrir athæf- ið. Þá fjallar Sakadómari rík- isins um þessi mál, ef þau eru alvarlegs eðlis, og ákveður þá, hvort höfðað skuli mál eða ekki. — Hvað er svo til úrbóta? — Það er nú auðvitað fyrst og fremst að þeir sem hafa und ir höndum ávísanahefti, gæti þeirra vel, fylli ávísanirnar rétt út og gefi auðvitað ekki út ávísun, nema innstæða sé fyr- ir hendi. Þá er það sú hlið, sem snýr að þeim, er kaupa ávísan- irnar. Þeir þurfa að gæta þess, að þær séu framseldar í þeirra viðurvist, og þá er ekki úr vegi að láta fólk sýna persónuskil- ríki. 350 MILLJ. Framhald af 16. síðu. um hvernig afla megi aukins fjár til þessara mála og leysa bygging- arvandamálið á sem skemtnstum tíma. Skoraði hann á alla þing- menn að sameinast um að finna haldgóða lausn þessara mála. Þórarinn Þórarinsson sagði, að upplýsingar ráðherrans gæfu það skýrt til kynna, að allt of mikill seinagangur hefði verið á þessum rnálum undanfarin ár og þó eink- um hér í Reykjavík við byggingu Landspítalans og Borgarsjúk.húss- ins. Þau verkefni eru mest aðkall- sndi, ekki fyrir Reykjavík og ná- grenni eingöngu heldur fyrir allt iandið. Því verður ekki borið við, sð við hefðum ekki getað gert bet- ur í þessutn málum en raun hefur á orðið. Safnast hafa hundruð milljóna í Seðlabankanum á und- anförnum árum þótt aðeins broti af því fé hefði verið varið til þessarra mála, værum við nú miklu betur á vegi staddir. Sama mætti segja um greiðsluafgangana hjá ríkissjóði á síðustu árum. — Minnti Þórarinn einnig á, að fyrir 2 árum hefði hann ásamt fleiri Framsóknarmönnum flutt frum- varp um töku láns til að fullgera á sem skemmstum tíma viðbygg- ingarnar við Landspítalann. Þetta írumvarp náði illu heilli ekki fram að ganga. Ekki tjóaði samt að sak ast um orðinn hlut heldur einbeita sér að því að leysa þann vanda, sem við væri að glíma. Einnig tók Hannibal Valdemars- son þátt í þessum umræðum. Skúli Guðmundsson hafði kvatt sér hljóðs utan dagskrár í Samein- uðu þingi og lýsti óánægju sinni yfir því, hve illa gengi að fá mál tekin fyrir. 14 þingsályktunartillög ur, sem fluttar hefðu verið fyrir áramót hefðu ekki fengizt teknar fyrir, þar af 2 fluttar í okt. og 7 í nóv., en þingfundir stæðu aðeins 4 daga vikunnar. Engir fundir væru haldnir á föstudögum. For- seti kvaðst myndu taka þessa á- bendingu til athugunar. EITURLYFJANEYZLA Framnaid af 1. siðu. svo við, að lögreglan hefur nærri engin afskipti af mönnum sem eru í „rús“ eins og sagt er eða undir áhrifum eiturlyfja og ekki finnst heldur pilluglös á drukkn- um mönnum sem þó var mjög al- gengt. Að því er tyeir varðstjór- ar hjá lögreglunni í Reykjavík, þeir Bjarki Elíasson .og Guðmund- ur Hermannsson, tjáðu blaðinu í dag, kemur það varla fyrir núna að lögreglan hafi afskipti af mönn um undir áhrifum eiturlyfja og hefur algjörlega skipt um til hins betra, Mikið var talað um þetta á sínum tíma, og er ekki að efa að dagblöðin hafa átt sinn þátt í'að kveða þennan ósóma niður. Pillur þær sem fundust þá á mönnum voru fengnar í apótekum_gegn lyf seðlum, og virðast því læknar nú hafa kippt mjög að sér hendinni í útgáfu lyfseðla á eiturlyf. Tvtim meðölum mun hafa verið bætt á lyfjaskrá sem apótekin skrifa nið- ur hverjir fá og frá hvaða lækn- um. Að sögn lækna mun mjög hafa brugðið til hins betra í þessum efn um, og þeir ekki nærri eins plagað ir með beiðnum um lyfseðla fyrir eiturlyfjum. HJÁLPARSJÓÐUR Framhald af 16. síðu. ingu á myndinni í Stykkishólmi 27. des. og eftir það á ýmsum stöð um fyrir vestan. Nú hafa 300 manns skrifað nöfn sín í hana og gjafaféð nemur samtals 27 þús. krónum. Biskupsskrifstofan varð- veitir sjóðsféð, og hefur henni ver ið afhent 100 þús. kr. upphæð, sem er ágóði af kvikmyndasýning- unum. Magnús sagði, að þörfin fyrir heimili handa börnutn og ungling- um, sem af einhverjum ástæðum hefðu lent, eða væru í þann veginn að lenda á glapstigum fari stöðugt vaxandi. Það væri ódýrara fyrir þjóðfélagið að hjálpa þessum þjóð félagsborgurum á meðan það gæti borið einhvern árangur, heldur en að þurfa að loka þá inni í fanga húsum síðar meir. Sem dæmi má nefna að kostnaður af rekstri drengjaheimilisins í Breiðuvík var í 10 ár sá hinn sami og gert var ráð fyrir á fjárlögum að kostaði að reka Litla-Hraun í eitt ár. Á heimilinu í Breiðuvík eru nú 16- 17 drengir. Frá upphafi hafa ver- (ið þar 57 drengir og aðeins 7 þeirra hafa bilað síðar. Má telja það góðan árangur því í nágranna löndunum er talið gott, ef 25% (þeirra, setn fara á slík heimili verða að nýtum þjóðfélagsborgur- um, sagði Magnús. Hér er hlut- fallstalan 87,7%. Söfnunarbókina gerði Helgi Tryggvason bókbindari og gaf hann andvirði hennar í Hjálpar- sjóðinn, en frú Bjarnveig Helga- dóttir skreytti bókina. Á fyrstu síðuna skrifa fyrstir forseti íslands cg biskupinn, en síðan ýmsir fyr- irmenn menntamála og mannúðar- mála. Bókin verður lögð fram hjá Eymundsson á morgun. Þar geta menn skráð nöfn sín í bókina um leið og þeir leggja eitthvert fjár- magn af mörkum. Minnsta upp- Iiæð er 50 krónur. Upphæðin er hins vegar ekki skráð í bókina, en gefendur fá sérstaka kvittun fyrir henni. Þegar bókin hefur verið fullskrifuð verður hún geymd í Landsbókasafninu. TOGARI SÝKNAÐUR Framhald af 1. síðu. Hæstiréttur, að hinn áfrýjaði dóm ur skyldi vera ómerkur og málinu vísað frá dómstólunum á þeim for sendum, að togarinn mundi hafa verið kominn út fyrir fiskveiðitak mörkin þegar stöðvunarmerki var gefið, og samkvæmt alþjóðaregl- um hefði því takan verið ólögleg. í gær kvað Hæstiréttur svo upp hliðstæðan dóm í máli Roy Belc- her, skipstjóra á Dragoon frá Fleet wood, sem varðskipið Óðinn stóð að meintum ólöglegum veiðum 1,4 sjómílu innan markanna út af Kóipanesi 14. okt. 1962, og dæmdi Sakadómur ísafjarðar skipstjór. ann í 230 þús. fer. sekt 16. okt, sama ár. Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í gær, þar sem hinn áfrýjaði dómur var ómerktur og málinu vísað frá, þar sem fram- burður vairðskipsmanna var ekki tvímælalaus um, hvenær stöðvun- armerki var fyrst gefið.. Gísli ísleifsson, hld., verjandi skipstjóranna, sagði blaðinu í dag, að slíkir dómar sem þessir væru óvenjulegir um allan heim. Hann kvaðst muna eftir hliðstæðu máli fyrir fáum árum þar sem vafi lék á um sama atriði, og.fór málið til Hæstaréttar. En dómur var aldrei uppkveðinn í því máli, þar eð dómsmálaráðherra gaf skipstjór- anum upp sakir árið 1962. Hann kvaðst einnig muna eftir því, að ár ið 1961 hefðu tveir brezkir tog- arar verið hreinlega sýknaðir af ákæru landhelgisgæzlunnar, en annars væri hér um mjög óvenju- l'ega dóma að ræða. S0FA HEIMA Á AUREYRI ED-Akureyri, 21. jan. Leiklistarlíf er með miklum blóma hér í bæ og um allar sveitir. Leikfélag Akureyrar er nú að æfa sjónleikinn „Góðir eiginmenn sofa heima“ undir stjórn Jóhanns Ög- mundssonar. Leikur Menntaskól- ans verður að þessu sinni „Er á •meðan er“ eftir þá Kaufman og Hart, sem eru að góðu kunnir hér síðan nemendur M.A. sýndu leik þeirra „Gestur til miðdegisverð- ar“. Jónas Jónasson stjórnar leikn- um núna, eins og hinum fyrri. Mý- vetningar hafa þegar sýnt „Allra meina bót“ sjö sinnum, og ætla að sýna hann hér á Akureyri um næstu helgi. Ólafsfirðingar, Gren- víkingar og Hríseyingar, hafa skipzt á heimsóknum með leik- sýningar Á fimmtudaginn verður leikritið „Jósafat" frumsýmt á Laugaborg undir stjórn Ágústs Kvaran. Og l'oks er verið að æfa leiki í Svarfaðardal, Öngulsstaða- hreppi og á Dalvík. LANDSBYGGÐ (Framhald al Z~ síðu) ieysi. Einn bátur héðan og tveir frá Sauðárkróki, ætla að reyna við smásíldina til að byrja með, en undanfarna daga hafa þeir ekki getað aðhafzt neitt vegna veðurs. Smásíldina getum við fryst hér á Hofsósi, en auk þess er hægt • að koma henni í bræðslu á Sauðárkróki. FB-Reykjavík, 23. jan. Fyrir nokkru var skipstjórinn á vélbátnum Júlíu, Emil Ander- sen, sýknaður, en hann hafði ver- ið tekinn að veiðum 17. ágúst, eftir að starfsmenn Landhelgis- gæzlunnar höfðu gert mælingar úr flugvél og ákveðið að hann hefði verið 0,2 sjómílur innan 4 mílna •markanna. Sjálfur hélt skipstjór- inn því fram, að hann hefði verið 0,7 mílur utan markanna. KH-Reykjavík, 23. jan. Eins og lesendur Tímans muna, kom upp ákærumál vegna neta- veiði í Vatnsdalsá sumarið 1962. Þáverandi leigutaki árinnar kærði ALLRA MEINA BÓT í MÝVATNSSVEIT PJ-Reynihlíð, Mývatnssv., 21. jan. Undanfarið hefur Kvenfélag Mývatnssveitar sýnt gleðileikinn „Állra meina bót“ í Skjólbrekku í Mývatnssveit og á Húsavík. „Allra meina bót“ er gleðileikur í þrem þáttum með söngvum og tilbrigðum eftir Patrek og Pál., en lög eftir Jón Múla Árnason.- Leik- endur í sýningu þessari eru allir ú Mývatnssveit, og hefur Birgir Brynjólfsson úr Reykjavík annazt leikstjórn og farizt vel úr hendi. Aðalhlutverkið, dr. Svendsen, leik ur Þráinn Þórisson, og aðrir leik- endur eru: Böðvar Jónsson, Pétur Þórisson, Steingerður Jónsdóttir, Steingrímur Jóhannesson, Áslaug Sigurðardóttir, Kristín Pétursdótt- ir, Ásmundur Kristjánsson og ívar Stefánsson. Undirleik annast séra Örn Friðriksson, leiksviðs- stjóri er Arnþór Bjömsson og leik tjöld eftir þá Ingva Kristjánsson og Jóhannes Sigfinnsson. Fjórar sýningar hafa verið í Skjólbrekku og tvær á Húsavík, ávallt fyrir fullu húsi, og mjög góðar undirtektir. Um næstu helgi er ætlunin að sýna leikinn á Ak- ureyri, en óráðið um fleiri sýn- ingar. Allur ágóði af sýningunum rennur í snjóbíl'ssjóð fyrir Mý- vatnssveit. Jón Þorláksson fulltrúi í Vest- mannaeyjum kvað upp dóminn, og byggist hann á því, að tveir sér- fræðingar um mælingaraðferðir voru fengnir til að athuga mæl- ingar úr flugvél, og komust þeir að þeirri niðurstöðu að við slíkar mælingar gæti skakkað 0,1 til 0,2 sjómílum. Því taldi dómarinn sig ekki geta annað en sýknað mann- inn. bónda fyrir að stunda ólöglega netaveiði í ánni. Samkvæmt kröfu bóndans var málið rannsakað og sent veiðimálastjórn til athugunar og síðan afhent saksóknara. Sak- sóknari hefur nú nýlega tilkynnt Páli S. Pálssyni, lögfræðingi séra Þorsteins Gíslasonar, að hann sjái ekki ástæðu til að gefa út ákæru í þessu máli, og er það þar með niður fallið. HVÍTANES Á LEIÐ HINGAÐ KJ-Reykjavík, 23. janúar. í kvöld leggur af stað frá Hauga- sundi í Noregi nýtt íslenzkt skip, Hvítanes, eign Kaupskip h/f. Hvítanes var afhent eigeiídum um mánaðamótin sept.—okt. 1963, en hefur verið í ferð til frönsku Vestur-Indía frá því að það var afhent. Hvítanes er 2540 dw, heimahöfn þess verður Keflavík og skipstjóri er Sigurður Þor- steinsson. Hvítanes kemur með tunnufarm til Austfjarðahafna, og mun verða þar um næstu helgi. Að því er framkvæmdastjóri Kaupskip h/f tjáði blaðinu í dag, er skipið smíðað í Hamborg hjá Agust Phal, áhöfnin er 22 menn, og mun það verða í almennum flutningum í millilandasiglingum. Framsóknarvist Framsóknarvlst verður spiluð í félagsheimili Framsóknarmanna að Tjarnargötu 26, f kvöld, föstudag kl. 8,30. Aðgöngumiða má panta í sinA 15564. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. ÞAKKARAVORP Hjartans þakkir til barna okkar, tengdabarna og vina, fyrir gjafir og vinsemd á 80 ára afmælinu 9. þ.m. Guð gefi ykkur farsælt nýtt ár. Jóhann Sveinbjarnarson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför fósturmóður mlnnar Guðrúnar Sigurðardóttur frá Syðri-flV. Knútur Berndsen. innilegar þakkir faerum við öllum þeir er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og afa, Björns Bergmann Jónssonar Mánabraut 6A, Akranesi. Kristín Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Vatnsdalsármálið látiö niður falla TÍMINN, föstudaglnn 24. ianúar 1964 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.