Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RÍKIÐ WILLIAM L. SHIRER aftur í símanum og enn talaði hann við í utanríkisráðuneytið í London og í þetta sinn náði hann í Cadogan. Enn sakaði hann Pól- verja um að eyðileggja friðinn með því að sprengja í loft upp Dirschau-brúna og stakk upp á að hann kæmi strax flugleiðis til Lundúna í fylgd með Forbes. En hinn stífi og ósveigjanlegi Cadog- an var að verða búinn að fá nóg af Dahlerus núna, þegar styx-jöldin, sem hann hafði svo mikið reynt að kotna í veg fyrir var skollin á. — Hann sagði Svíanum, að „nú væri ekkert hægt að gera“. En Cadogan var aðeins einn af hinum föstu aðstoðarutanríkisráð- herrunum, ekki einu sinni í ráðu- neytinu. Dahlerus krafðist þess, að stjórninni sjálfri yrði skýrt frá ósk hans, og síðan tilkynnti hann Cadogan með hroka, að hann myndi hringja aftur eftir eina klukkustund. Það gerði hann og fékk þá svar. — Samningaumleitanir eru ó- hugsandi (sagði Cadogan),, á með- an þýzkir hermenn eru að gera innrás í Pólland. Eina leiðin til þess að komið verði í veg fyrir heimsstyrjöld er (í fyrsta lagi) að bardögum verði hætt, og (í öðru lagi)‘ að þýzkir hermenn verði þegar í stað látnir hverfa af pólsku landi. Klukkan 10 um morguninn hafði pólski sendiherrann í London, Raczynski greifi, farið til fundar við Halifax lávarð og flutt honum opinberlega fréttirnar um árás Þjóðverja og bætt við, að „að málið væri augljóst og eins og um hefði verið samið í sáttmálanum“. Utanríkisráðherrann svaraði, að hann hefði ekki ástæðu til' þess að draga þetta í efa. Klukkan 10:50 kallaði hann til sín þýzka sendi- ráðsstarfsmanninn, Theodor Kordt, og spurði hann, hvort hann hefði nokkrar upplýsingar að gefa sér. Kordt svaraði, að hann hefði hvorki upplýsingar um þýzka árás á Póll'and, né nokkur fyrirmæli frá stjórn sinni. Halifax lýsti því þá yfir, að upplýsingar þær, sem honum hefðu borizt, „orsökuðu mjög alvarlegt ástand." En hann gekk heldur ekki lengra. Kordt hringdi til Berlínar og gaf þessar upplýsingar klukkan 11:45 um morguninn. Klukkan 7:15 um kvöldið hringdi einn af starfsmönnum brezka sendiráðsins í Berl.ín til þýzka utanríkisráðuneytisins og fór þess á leit, að Ribbentrop tæki á móti Henderson og Coulondre „sem allra fyrst, vegna mjög mikil'- vægs máls“. Franska sendiráðið bar fram svipaða ósk fáeinum mínútum síðar. Ribbentrop tók á móti báðum sendiherrunum í einu og síðan Coulondi-e einni klukku- stund síðar. Brezki sendiherrann afhenti honum formlega orðsend- 269 ingu frá stjórn sinni. — ... Stjórn hans hátignar mun uppfylla án tafar skuldbind- ingar sínar við Pólland, nema því aðeins þýzka stjórnin sé reiðubúin (stóð þar) til að gefa stjórn hans hátignar fullnægjandi staðfesting- ar á því, að þýzka stjórnin hafi látið hætta árásaraðgerðunum gegn Póllandi og sé reiðubúin til þess að kalla aftur allt lið sitt af pólsku landssvæði. Franska orðsendingin var orð- rétt sú sama. Ribbentrop svaraði báðum sendi- | herrunum því til, að hann myndi j afhenda Hitler orðsendingar þeirra, en síðan hóf hann langorða ræðu, þar sem hann lýsti yfir því, að „ekki væri um þýzka árás að ; ræða“ heldur pólska, og endurtók I enn einu sinni lygarnar, sem nú j voru að verða nokkuð gamlar um, : að „óbreyttir" pólskir hermenn hefðu daginn- áður ráðizt inn á þýzkt land. En diplomatiskum kurteisisvenjum var enn fylgt, ogi Henderson lét ekki hjá líða í skýrslunni, sem hann sendi um kvöldið, þar sem skýrt var frá fundinum með Ribbentrop, að segja frá því, að Ribbentrop hefði verið „kurteis og komið vel fram.“ f þann mund er sendiherr- ann var að kveðja, reis upp deila um það, hvort þýzki utanríkisráð- herrann hefði rutt úr sér texta þýzku „tillagnanna" til Póll'ands á hinum stormasama fundi þeirra, tveimur kvöldum áður. Henderson hélt því fram, að hann hefði gert það. Ribbentrop sagði, að hann hefði lesið tillögurnar „hægt og greinilega og jafnvel komið meo skýringar á aðalatriðunum svo hann gæti ímyndað sér, að Hend- erson hefði skilið allt.“ Þetta var deil'umál, sem ekki átti eftir að verða útkljáð — en hverju skipti það nú? Aðfaranótt 2. september héldu þýzku herirnir lengra inn í Pól- land og Luftwaffe gerði hverja sprengjuárásina á fætur annarri. Hitler vissi það af ensk-frönsku orðsendingunum, að stöðvaði hann ekki heri sína núna og léti þá snúa við sem skjótast — sem var óhugs- andi — þá vofði yfir honum heims- styrjöld. Eða vonaði hann enn þá þetta kvöld, að heppni hans — Miinchen-heppnin — ætti eftir að endast? Því vinúr hans, Mussolini, sem var hræddur við hina yfirvof- andi styrjöld og hræddur um að hinir öflugu ensku og frönsku sjó- og landherir, myndu ráðast gegn Ítalíu, var enn í örvæntingu sinni að reyna að koma á öðrum Miin- chenfundi. íhlutun Mussolinis á síS- ustu stundu Við munum, að jafnvel 26. ágúst hafði Mussolini, um leið og hann losaði sig undan skuldbind- ingum Stálsamningsins, haldið því fast fram við foringjann, að enn væri „stjórnmálaleg lausn“ mögu- leg, sem myndi veita Þýzkalandi siðferðil'ega og efnalega fullnæg- ingu“. Hitler hafði ekki látið svo lítið að þrátta um þetta mál við vin sinn og bandamann og það hafði dregið kjarkinn úr honum. Samt sem áður höfðu þeir Musso- lini og Ciano hvatt Hitler til þess að ræða að minnsta kosti við Lipski, pólska sendiherrann, 31. ágúst, eftir að ítalski sendiherr- ann í Berlín hafði sagt þeim, að ástandið væri orðið slæmt, og þeir höfðu einnig skýrt foringjanum frá því, að þeir væru að reyna að fá brezku stjórnina til þess að samþykkja að Danzig yrði afhent „sem fyrsta skrefið“ í friðsamleg- um samningum. En það var orðið of seint að freista Hitlers með slíku smáagni. Danzig var ekkert nema yfirskin, eins og foringinn hafði sjálfur sagt hershöfðingjunum. Það, sem hann vildi, var, að eyðileggja Pól- land. En þetta hafði ítalski for- inginn ekki hugmynd um. Að morgni 1. september, þurfti hann sjálfur að velja um það, hvort hann lýsti þegar yfir hlutleysi Ítalíu eða hætti á að Bretland og Frakkland gerðu árás á landið. Það, sem Ciano skrifaði í dagbók sína, sýnir greinilega, hvílík mar- tröð þetta var fyrir tengdaföður hans, sem allt loft var nú farið úr. Snemma um morguninn, 1. sept- ember, hringdi hinn óhamingju- sami, ítalski einræðisherra sjálfur í Attolico sendiherra í Berlín, og að því er Ciano segir, „hvatti hann til' þess að leggja að Hitler um að hann sendi sér skeyti, þar sem hann leysti hann frá skuldbind- ingurn bandalagsins." Foringinn gerði þetta strax og mjög svo náð- arsamlega .Rétt áður en hann lagði af stað til Reichstag, klukkan 9:40 um morguninn, sendi hann af stað símskeyti til vinar síns, en það var sent símleiðis til þýzka sendi- ráðsins í Róm til þess að spara tíma. 58 sáu beint niður á þakið á húsi' Kenneth Knox, húsið, sem Phil hafði ætlað að búa í ásamt Mary- nelle. En ég held, að hann hafi verið hættur að minnast þess. Hann sat á garðbekknum með bjórglas í hendi. Page sat á dyra- þrepinu, og kvöldsólin lék sér í hári hennar. Hún var greinilega komin langt á leið að fyrsta barni þeirra, og hún var mjög falleg. Ljósa hárið hennar hafði aldrei verið fallegra, og í augunum var hlýtt og seiðandi blik þeirrar konu, sem væntir þess stórkostlegasta í lífi sínu. Min sat í einum garðstólanna með krosslagða fætur og sveifl- aði bandaskónum á tánni um leið og hún reyndi, alvarleg i bragði, að útskýra hamingju sína yfir því að vera eiginkona þessa ágæta manns — mín! — En Min, þú vissir fyrir, að Whit var dásamlegur maður. — Auðvitað vissi ég það fyrir. En mér datt ekki í hug, að ég mundi titra af hamingju af því einu að sjá hann setja upp gler- augun. Phil gat ekki varizt hlátri. — Ég meina þetta, rauðhaus, sagði Min áköf. Slík smáatriði hafa ekki síður gil'di en stórviðburðir. Hvernig Whit setur upp gleraug- un sín — og tekur þau ofan á kvöldin, þegar hann fer að hátta . . — Hamingjan góða, Min, hló Phil. Hún hló einnig. — En ég skil, hvað þú átt við, sagði Phil svo. Flest okkar taka ágæti hans eins og sjálfsögðum hlut. Hann er svo traustvekjandi og góður alltaf, að við munum ekki alltaf eftir því. En Lois sá verðleika hans í nýju ljósi. — Það gerði hún, samsinnti Min áköf, og hún ætlaði sér að eignast hann. — Það var aldrei nein alvara, mótmælti Page. Min og Phil horfðu undrandi á hana. — Svo sannai-lega var henni alvara, staðhæfði Min. — Það er alveg áreiðanlegt, samsinnti Phil. — Jæja ,ef til vill, áður en þið ákváðuð að giftast. Ég vissi, að hann sýndi henni húsið sitt, og — ég, hm — ég sagði einu sinni við hana, að hún vissi vonandi, að þú værir stúlkan hans Whit. Phil leit snöggt til hennar, og Min hló glaðlega. — Og skyldi hún hafa trúað þér? sagði hún glettn- islega. — Heldurðu það ekki? — Ég vildi, að þú sætir á ein- hverju mýkra en þessu steinþrepi, sagði Phil, og Page fl'utti sig hlýð- in yfir í garðstól. — Heldurðu það ekki? spurði hún Min aftur. — Eflaust hefur hún trúað því, sagði Min. Hitt er annað mál, að það hefur ekki dregið úr ákvörð- un hennar að ná í Whit, því að ef nokkuð freistar Lois, þá væri það að ná karlmanni frá annarri konu. — Ó, sagði Page leið, ég skil. — Þú ert yndisleg, sagði Min. Phil brosti til kvennanna og virti Page fyrir sér með blíðu í augnaráðinu. — Ég held nú samt ekki, að Lois og Whit hefðu nokkru sinnii . . byrjaði Page, en Min greipj fram í fyrir henni. — Nei, heyrðu nú, Ijúfan það var minnsta kosti nógu alvarlegt, þegar Whit bað mín í síðasta skipti — hann hafði reyndar gert það af og til síðustu fimm árin — en þá setti hann mér úrslitakosti. Hf ég neitaði bónorði hans, mundi ■hann kvænast Lois. — Var það þess vegna, sem þú sagðir já? Phil hló - hátt og stórt bros breiddist út um andlit Min. — Sennilega játaði hún. ÁSTIR LÆKNISINS ELIZABETH SEIFERT — En það hefur ekki verið neitt glapræði, sagði Page. —- Það hélt nú Lois samt, sagði Min. Hún var sannfærð um, að ég hefði gifzt Whit vegna vanabund- innar vináttu, sem aldrei gæti þró- azt í hjónabandinu. Og hún var sannarlega reiðubúin að veita hon- um huggun sína, þegar sannleik- urinn hefði runnið upp fyrir hon- um og líf hans væri eyðilagt. Mér varð þetta ljóst, og ég ákvað að verja heimili mitt. — Með hverju? spurði Phil stríðnislega, DDT? — Mér datt það vissulega í hug, en það virtist einfaldara að fá ann- an mann — vel að merkja á laus- um kili — til þess að bíta á agnið hennar. — Aðra menn, leiðrétti Page, sá fyrsti forðaði sér í tæka tíð. —»• Rétt er það. — Litla, saklausa stúlkan mín, muldraði Phil, og augu hans glömp uðu. — En Knox virðist ætla að bíta á, hélt Min áfram. Það hjálpaði ( vitanlega mikið, að konan hans skyldi deyja . . . Page kinkaði ákaft kolli til sam- þykkis. — Stúlkur. stúlkur . mót- mælti Phil. — Stilltu þig bara, ráðlagði Min. Við erum ekki hjarlalausar. Þú veizt eins vel og við, að Mabel, Knox hafði verið heilsuleysingi í mörg, mörg ár — og það, sem meira var, hún naut þess að vera það. Hún var sannfærð um, að hún mundi deyja innan skamms, og að því er ég gat bezt séð, þá var það það, sem hún vildi. — Það er alveg rétt hjá þér, við- ui-kenndi Phil. Við reyndum allt, sem við gátum til að koma ofur- lítilli lífslöngun inn hjá henni, en hún virtist hafa bitið það í sig, að deyja skyldi hún, og því varð ekki þokað. Hefði hún haft löngun til að lifa lengur, þá væri hún enn við lýði. — Einmitt það, sem ég átti við, kjáninn þinn, sagði Min sigurreif. Og ég tel mig bara hafa gert góð- verk, þegar ég tók Lois til bæna og sannfærði hana um, að við yrðum öll að leggjast á eitt með að bæta Ken konumissinn og reyna að halda honum kyrrum í Berlio. Ég benti henni á ,að þau hefðu nú bæði svo mikinn áhuga á listum — og svo bauð ég þeim báðum til miðdegisverðar og beindi sífellt orðum mínum til þeirra á þann hátt, sem væru þau hjón. Það hafði áreiðanlega stórkostleg á- hrif. — Ken hlýtur að vera um fimm- tugt, sagði Phil, og áreiðanlega maður til að fara sínu fram, þrátt fyrir þrjár ákveðnar konur. Page var ekki með í þessu, sagði Min. En mér dettur ekki til hugar að reyna að afneita minni hlut- deild. Eins og þú segir, er Ken orðinn nokkuð við aldur, en ef Lois nær í hann, þá fær hún góð- an eiginmann. Hann er sannkall- aður ágætismaður. Og áform mitt hefur ekki hreyft hið minnsta við samvizku minni. Því að barátta mín til þess að verja heimili mitt, hefur sýnt mér og sannað, hversu mjög ég elska Whit. — Þú hefur alltaf elskað hann, rumdi Phil. — Það er ekki rétt, sagði Min áköf, og mér dettur ekki í hug að reyna að telja sjálfri mér trú um það. Þegar við vorum nýgift, var ég að vísu ánægð og hamingju- söm. En nú — ég get ekki skýrt mismuninn á nú og þá, en hann er. Þið verðið aðeins að trúa mér. Ég elska þennan mann með öllum hans kostum og löstum! — Ég skil, hvað þú átt við, sagði Page blíðlega. Þess vegna var það, sem ég spurði þig í gær, hvort Whit vissi allt um barnið — ég meina allan sannleikann. Phil svelgdist á bjórsopanum. — Heyrðu nú, elskan, mótmælti hann. — Hún er ágæt, Phil, sagði Min. — Já, er hún það ekki? sagði hann þurrlega. — Eg til vill ætti ég að segja, hversu ágæt hún er, sagði Min íhugandi. — Ó, nei, Min, greip Page skyndilega fram í. Phil leit snöggt á hana. — Hún er aðeins hæversk, sagði Min. Hérna er önnur bjórflaska. Opnaðu hana, og hlustaðu svo á mig, mikli maður. Ég ætla að segja þér sögu. Hann stóð á fætur, opnaði bjór- flösku og hellti í glasið. Síðan hallaði hann sér upp að húsveggn- urn og horfði niður á Page og Min. Hann var í ljósum buxum og blárri sportskyrtu — glæsilegur, en áhyggjufullur á svipinn. Min hagræddi sér í stólnum, augsýnilega ákveðin í því, að 14 TÍMINN, föstudaginn 24. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.