Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 8
RÆÐA FRAMBJÓÐENDA C-USTANS Á KOSNINGAFUNDIIDJU í GÆRKVÖLDI: Hannes Jónsson, formannsefni C-listans: VEITUMIÐJUSTJÓRN AUK- IÐ AÐHALD MEÐ ÞVÍAÐ STYÐJA C-USTAFÓLKIÐ Góðir félagar Senn er liðið eitt ár frá síð- ustu Iðjukosningum. Á þessu tímabili hafa orðið miklar breytingar á gildandi kaup- og kjarasamningum. En því miður verður ekki talið að hlutfallið á milli kaupgjalds og verðlags sé hagstæðara lægst launuðu stéttunum nú en þá. Svo sem ykkur er kunnugt var sam- þykkt á fundi, sem haldinn var hér í félaginu í haust, tillaga frá stjórn og trúnaðarráði um að krefjast 43% kauphækkun- ar til leiðréttingar á því mis- ræmi, sem skapazt hafði og var það af ýmsum talið stórt stökk, en af engum að það væri ósann- gjarnt. Svipaðar voru og kröf- ur annarra verkalýðsfélaga, Þegar ljóst var orðið að hverju stefndi og vinnustöðv- anir fyrirsjáanlegar vöknuðu stýrimenn þjóðarskútunnar við vondan draum, sögðu að skútan myndi nálega sökkva ef að þessu væri gengið. Þetta kom ýmsum á óvart, sem voru minn ugir þess, að skömmu áður höfðu opinberir starfsmenn fengið káuphækkanir, sem námu 25—90%, án þess að minnzt væri á nokkra hættu í þessu sambandi. Því var það ráð tekið af rík- isstjórninni að flytja tillögu um að binda kaupið með lög- um fram yfir áramót, hvað svo skyldi taka við vissi eng- inn. En það varð ekki af kaup- bindingu, sennilega helzt vegna þess hve almenningur lét and- úð sína berlega í ljós. Og einn ig vegna þess að ákveðið var að fresta framkvæmd vinnu- stöðvananna um 1 mánuð til að reyna að ná samkomulagi, ef mögulegt væri, án verk- falls. En það tókst ekki, því miður. Og svo hófst verkfall 10. des. eins og boðað hafði verið. — Þetta verkfall stóð í 10 daga ög þá samdi Iðja upp á 14% kaup hækkun og þótti mörgum lítið miðað við kröfurnar. Og þeir samningar eru til 1 árs. Eg ætla mér ekki að gagn- rýna stjórn Iðju fyrir það, að hún samdi upp á 14% hækkun þegar önnur félög sömdu um 15% hækkun, vegna þess, að innan félagsins fóru að heyr- ast raddir fljótlega eftir að verkfallið hófst, um að það yrði að fara að semja sem fyrst. En að sjálfsögðu var öll um ljóst að efnahagur margra félagsmanna var ekki með þeim hætti, að þeir mættu neitt missa, eftir 4 ára „viðreisn“. Þar við bættist að þessi mán- uður er hjá flestum tekjumest- ur, en jafnframt útgjaldahæst- ur. Svo að ekki verður talið ó- eðlilegt, þó margur væri ugg- andi um, að jólahald yrði dauft hjá sér og sínum. ef ekki rætt- ist úr. Og létu það í ljós. Svo að þetta atriði ásamt fíeiri hefur ef til vill ýtt und- HANNES JÓNSSON ir samninganefnd Iðju um að semja fyrr en ella. En nú vil ég víkja að gildis- tíma samningsins. Eg álít að hann sé okkur tvímælalaust ó- hagstæður, sérstaklega ef mið- að er við þá reynslu, sem við höfum hlotið undangengin missiri af þeim miklu verð- hækkunum, sem stöðugt hafa dunið yfir, og enginn minnsti vottur þess sjáanlegur, að þeim færi að linna. Heldur var því lýst yfir af talsmönnum ríkisstjórnarinn- ar, að fyrirsjáanlegar væru hækkanir á næstunni. Og því hefði verið réttara að reyna að hafa gildistíma hans 6 mánuði, eins og varð hjá öðrum félög- um. Eg mun ekki ræða um ákvæð isvinnutaxtana, sem samið var um, að sinni, vegna þess að það verður rætt af öðrum hér á eftir. En þessir samningar eru að- eins bráðabirgðalausn, aðeins áfangi, að því marki, sem við hljótum að keppa að. Það er að geta lifað af 8 stunda vinnu- degi, á þeim kauptöxtum, sem félag okkar semur um. En hvernig getum við náð því marki? Með ákvæðisvinnu hafa í mörgum fyrirtækjum verið gerðar tilraunir sem gefið hafa góða raun og virðast eindregið mæla með því að ákvæðisvinna verði tekin upp víðar. Og verði svo, • að ákvæðisvinna fari vax andi hjá samningsaðilum Iðju, þá hlýtur það að verða eitt af meginverkefnum félagsins í framtíðinni að samræma ákvæð isvinnutaxtana og koma að öðru leyti sem beztu skipulagi á þá. Eitt af því, sem ég held að verði að meta meir en margt annað í slíkum samningum er, að allir, ungir og gamlir hafi sömu möguleika til tekjuaukn- ingar innan hvers fyrirtækis. Svo er enn eitt atriði, sem er þýðingarmikið að dómi þeirra, er reynt hafa. Það eru svonefnd ar samstarfsnefndir launþega og vinnuveitenda á hverjum vinnustað. Á því er ekki nokk- ur vafi, að slíkar nefndir geta stórbætt afkomumöguleika launþega og fyrirtækja, ef rétt er á haldið. Það er yfirleitt svo á flestum vinnustöðum hér, að það er ótrúlega margt, sem hægt er að lagfæra ef eftir þvi er leitað og þeir, sem bezt þekkja slíka agnúa, eru ein- mitt verkafólkið, sem vinnur störfin og veit líka bezt hvern- ig má um bæta. Svo er það vinnuveitandans að skilja þýð- ingu þess að þó slíkar lagfær- ingar kosti peninga um stundar sakir, þá vinnst það aftur með snurðulausari framleiðslurás. Og starfsmáðurinn hlýtur það það að launum, að hann verð- ur ánægðari við vinnu sína. Og hefur um leið búið í haginn fyrir frekari launahækkanir. Það hefur oft verið minnzt á það, í sambandi við iðnaðinn, hversu erfið samkeppnisað- staða hans er gagnvart erlend um iðnvarningi. Þetta er að sjálfsögðu mjög eðlilegt, ef það er athugað að hér eru engin þau stórfyrirtæki, sem geta til- einkað sér þann vélakost, sem nauðsynlegur er fyrir slíka sam keppnl. En hins vegar miðar okkur í þá átt smátt og smátt, en á meðan við höfum ekki náð því marki, hlýtur það að vera krafa okkar til þeirra, sem með völd in fara hverju sinni, að þeir búi þannig að iðnaðinum í landinu, að hann sé fær um að veita þeim sem honum tilheyra mannsæmandi lífskjör og hon um sjálfum vaxtarmöguleika, því að iðnaðurinn er sennilega sú atvinnugrein, sem á í fram- tíðinni að veita viðtöku stærst- Framhald á 13. sfðu. Góðir félagar. ÉG HEF hugsað mér að gera hér lítillega að umræðuefni líf- eyrissjóð Iðju. Það virðist ekki hafa verið samstaða innan fé- lagsins um þetta mál. Stjórn Iðju bar fram tillögu um lífeyrissjóð félagsins í sam ræmi við samninga, sem gerðir voru við F.F.Í. En þá skeði það, að vissir tnenn innan fé- lagsins beittu sér fyrir því, að hún var felld í þeirri mynd, er stjórnin bar hana fram. Þessi breyting var í því fólgin, að mönnum var ekki gert að skyldu að vera í sjóðnum. — Mun þetta veikja sjóðinn tilfinn anlega, þar sem að þessi sjóð- ur gæti verið ein mesta lyfti stöng fyrir húsbyggjendur og NIELS HAUKSSON Níels Hauksson, frambjóðandi C-lista: Lííeyríssjéðurínn er mikií hagsmunamái aðra, sem vilja eignast íbúð, ekki síður en þeim, sem njóta lífeyris úr sjóðnum, þar sem að úr þessum sjóði er heimilt að lána félögunum eins og lána- kjorum er háttað í dag. Menn hafa sjaldan mikla peninga niilli handa eða aðstöðu til að fá þá lánaða. En ef þessi sjóður væri almennur, yrði hann öflug ur og þar af leiðandi öllum fé- lögur til mikillar hagsbóta. Tekjur þessa sjða eru þessar , 10% af mánaðarlaunum félaga, sem greiðast í þessu hlutfalli; félagar greiða 4% af sinum launum, en atvinnurekendur leggja fram 6%. Ef við tækjum t.l dæmis 2000 félaga með 100 þús. hvern í árslaun, yrðu tekj- ur sjóðsins 20 milljónir. Af þeim mætti ef til vill lána 10 milljónir. Þá gætu 100 menn fengið 100 þús. króna lán. Yrði það þá 1 af hverjum 20 félags- manna, sem miðað er við í þessu dæmi. Þótt þetta yrði nokkru lægra, yrði þetta samt rrikill munur fyrir þá félaga, sem erfiðast ættu. Af þessu dæmi mætti vera ljóst hversu mikið hagsmunaimál þetta er félögum félagsins. Þeir menn, sem voru á móti uppbyggingu sjóðsins í þessari mynd, að öll- um yrði gert skylt að vera í sjóðnum, bentu réttilega á það, að rýrnun peninga væri mikil í þessari dýrtíð, sem nú væri, og að sjóðnum yrði af þeim sökum ógjörningur að standa við Skuldbindingar sínar. Þetta mun vera rétt, ef öll- ntn félögum er ekki gert skylt að vera í sjóðnum. Ef öllum félögum yrði gert skilt að vera í sjóðnum, yrði útkoman miklu betri, þar sem tíð mannaskipti eru í félaginu og þá framlag vmnuveitanda eftir í sjóðnum, þótt félagar gangi úr félaginu. Eo þeir félagar, sem úr félag- inu ganga, fá aftur á móti sitt framlag endurgreitt með vöxt- um og hafa þar af leiðandi ekki sicaðazt neitt á að vera í sjóðn- um, þótt í skamman tíma sé. Mitt álit er það, að þeir menn, sem stóðu að því að þetta á- Framhald á 13 síðu. Alda Þórðardóttir, varaformannsefni C-listans: Verkfallsrétturinn er dýrmætasta eign okkar Síðan stjórnarkosning fór fram í Iðju fyrir tæpu ári, hef- ur það sögulegast gerzt í starfi félagsins, að háð var nokkurra daga verkfall fyrir jólin í vetur til þess að knýja fram hóflega kauphækkun. Ríkisstjórnin ætl- aði fyrst að festa kaupið ó- breytt, þótt ýmsar tekjuhærri stéttir væru búnar að fá veru- legar kauphækkanir, en síðar bauð hún 7%- kauphækkun. Þetta var minna en hægt var að sætta sig við og sýnir við- horf ríkisstjórnarinnar til lág- launafólks. Það var því óhjá- kvæmilegt að grípa til verkfalls og mun enginn áfellast núver- andi stjórn Iðju eða trúnaðar- ráð fyrir þá ákvörðun. Niður- staðan varð líka sú, að það ALDA ÞÓRÐARDÓTTIR fékkst fram helmingi meiri kauphækkun en ríkisstjórnin hafði boðið. Þetta sýnir að verkfallsrétturinn er okkur nauðsynlegur, þótt honum beri að sjálfsögðu af beita með mik- illi varfærni og ekki grípa til hans, nema þegar ýtrasta þörf krefur. En þess vegna verðum við lika að halda góðan vörð um hann og láta ekki taka hann af okkur. Þetta er ekki sagt að tilefnislausu, þar sem alls konar bollaleggingar eru nú uppi um afnám eða skerðingu verkfallsréttarins. í sambandi við kaupsamn- inga, ber okkur að hafa það hugfast, að ekki er nóg að knýja fram hátt kaup, heldur TÍMINN, föstudaginn 24. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.