Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 16
Föstudagur 24 janúar 1964 19. tbl. 48. árg. Skrifstofa til ieiðbeiningar um fjölskyldulífið HF-Reykjavík, 23. janúar. 9. febrúar næstkomandi hefst námskeið í 6. námsflokki Félags- málastofnunarinnar, Fjölskyldan og hjónabandið, og fer kennslan fram í fyrirlestrum með kvik- myndum og í samtölum. Félags- málastofnunin hefur fest kaup á kvikmyndum til að nota við kennsl una, og á einni þeirra ræðir Bert- rand Russel um hamingjuna. Félagsmálastofnunin er nú að koma á fót leiðbeiningarskrif- stofu að Lindargötu 9, en þangað getur fólk leitað með ýmis þjób- félagsleg vandamál sín í sambandi við heimilislífið. Skrifstofa þessi mun væntanlega taka til starfa síðari hluta febrúarmánaðar. í apríl er svo fyrirhugað nám- akeið á vegum Félagsmálastofnun arinnar um heimspekileg viðhorf og kristindóminn á atómöld. Þetta IÐJA KOSNIN G ASKRIFSTOF A C-list- ans — lista lýðrðissinnaðra vinstri manna, er í Tjarnargötu 26. Símar: verða tólf tímar og koma fram 10 fyrirlesarar, þar á meðal biskup- inn. Hverjum tíma verður skipt í þrjú atriði eða erindi, eitt mun fjalla um efnishyggjuna, annað um heimspeki og þriðja um krist- indóminn. Vafalaust verður þetta fróðlegur og gagnlegur erinda- flokkur fyrir íslendinga, því að þeir hugsa mikið um samband efnishyggju og trúmála. Fyrsti tími í námsflokknum Fjöl skyldan og hjónabandið er sem sagt 9. febrúar og ræðir Hannes Jónsson um fjölskylduna og meg inhlutverk hennar. Síðan verður sýnd kvikmynd um erfðir og um- hverfisáhrif og loks er erindi, sem Pétur H. Jakobsson, læknir, held um um kynfærin, erfðir og frjóvg un. Á eftir er gert ráð fyrir al- mennu umtali upi kvikmyndina og efni erindanna. Hinir tímarnir verða sunnudagana 16. og 23. febr. og 1. og 8. marz. pátttökugjald námskeiðsins er 200 krónur á mann, 100 kr. fyrir nemendur framhaldsskóla og hjónamiðar kosta 300 krónur. Inn ritun fer fram í Bókabúð Kron og í framhaldsskólunum. “ ; y ^ ■ Magnús Eggertsson, varðstjori, í viðtali við Tímann A VISANASVIKIN FÆR- AST ALLTAFIAUKANA KJ-Reykjavík, 23. janúar Stöðugt má lesa í dagblöðun- um um ný og ný ávísanasvlk, að ávísanaheftum hafi verið stolið og þar fram eftir götun- um. Þá hafa bankarnir gert ráð stafanir til þess að menn fari varlegar með ávísanirnar, en ekkert virðist duga, því ekki mlnnka þessar falsanlr, heldur aukast stöðugt. Blaðið ræddi í dag við Magn- ús Eggertsson, varðstjóra hjá rannsóknarlögreglunni, en hann hefur mikið með þessi mál að gera. — Þær eru margar og margs konar afsakanirnar, sem menn bera fyrir sig, þegar i óefni er komið. Algengast er, að ekki sé til innstæða á viðkomandi reikningi, og ávísanirnar fást þá ekki innleystar í viðkomandi banka. Því er þá borið við, að skakkt hafi verið dregið frá stofni ávísanaheftisins, lofað hafi verið að framvísa ekki á- vísuninni fyrr en eftir svo og svo langan tima. Þá er því ekki svo ósjaldan borið við, að bankastjóri hafi lofað víxli á þessum og þessum degi, sem til tekinn er, það hafi brugðist, en búið að gefa út ávísun á væntanlega innstæðu. —En þetta er nú ekki nema ein hlið málsins. Hitt er mjög algengt, að þeir, sem taka við ávísunum, séu alveg með lok- uð augu fyrir því, hvort þær eru glldar eða ekki. Svo sjálf- sögð atriði sem framsal gleym- ist oft á tíðum, en auðvitað á sá, sem selur ávísun, að rita nafn sitt á hana í viðurvist þess, sem kaupir. Nú svo eru af þessu ýmis afbrigði, t. d. eins og tvær, sem ég er með hér. Þetta eru yfir 30 ára göm- ul ávísanaeyðublöð, sem við- komandi aðili hefur fundið ein hverstaðar, þvæld og rifin. Á þeim er upphæðin skrifuð £ tölustöfum þar sem eiga að vera bókstafir, og svo er ekkert skrifað í reit viðtakanda eða þess, sem ávísunin er gefin út á. Það er nærri óafsakanlegt, að kaupa svona ávísanir. Fólk þarf að athuga vel sinn gang, áður en það tekur við á- vísunum eins og þau sjálf- sögðu atriði, að upphæð sé bæði skrifuð í tölustöfum og bókstöfum, að ávísanimar séu framseldar eða útgefnar í við- urvist þess, sem kaupir þær, Framhald á 15. sfSu MAGNÚS EGGERTSSON, varðstjórf, meS InnlstæSulausar og fals- aSar ávlsanlr fyrlr framan sig. 160 66, 155 64 og 1 29 42. Þeir, sem vildu leggja fram vinnu við kosningaundirbúninginn og á kjördag (n. k. laugardag og sunnudag) eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna sem allra fyrst. Vinnum öll að glæsilegum sigri C-LISTANS í Iðju n. k. laugardag og sunnudag. AKRANES FRAMSÓKNARFÉLAG Akra- ness heldur skemmtisamkomu í félagsheimili sínu að Sunnubraut 21 n. k. sunnudag kl. 8,30. Spiluð verður framsóknarvist og sýndar kvikmyndir. Öllum er heimill að- gangur. Vantar 350 mill. i Land- spítala og Borgarspítala TK-Reykjavík, 23. janúar. ÞAÐ vantar 350 milljónir króna! til þess að unnt verði að ljúka við viðbyggingar Landspítalans og Bæjarsjúkrahúsið eins og þær framkvæmdir hafa verið ákveðnar,! en samtals munu þessi mannvirki kosta 500 milljónir króna. Til viðbyggingar tengiálniu og vesturálmu við Landspítalann hef- ur nú verið varið 76 milljónum króna en til að Ijúka þeim bygg- HJALPARSJÓDUR ÆSKU 'm FÓLKS SETTUR Á STOFN FB-Reykjavík, 23. janúar. STOFNAÐUR hefur verið Hjálp- crsjóður æskufólks, en markmið lians er að flýta fyrir því, að reist verði heimili fyrir börn og ungl- inga, scm eiga hvergi höfði sínu að halla, eða lent hafa á glapstig- um, auk þess sem veita má úr hon- um styrki eða lán til barna og ungl inga, sem ekki hafa aðstöðu til þess að dveljast á heimilum sínuin af einhvcrjum ástæðum. í sjóðinn rennur allur ágóði af sýningum kvikmyndarinnar Úr dag bók lífsins, en auk þess hefur ver- ið gerð sérstök söfnunarbók, secn mun fylgja myndinni, hvert sem hún fer, og geta menn þar skráð nöfn sín, um leið og þeir láta fé af hendi rakna. í Reykjavík og Hafnarfirði verður þó annar hátt- ur hafður á, og mun bókin liggja írammi í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar í Austurstræti á næst- unni, en myndin verður bráðlega tekin til sýninga í Tjarnarbæ. Magnús Sigurðsson skólastjóri, sem lét gera myndina Úr dagbók lifsins skýrði blaðamönnum frá til komu sjóðsins og bókarinnar á fundi í dag. Sagði hann, að bókin hefði fyrst verið lögð fram við sýn- Framhald é 15. slðu. ingum, þarf 93,3 milljónir til við- bótar og er vonast til að þeim geti verið lokið á árinu 1966 og þá verði unnt að taka til notkun- ar 4 deildir með samtals um 100 sjúkrarúmum. Þá er eftir bygging norðurálmu og er áætlað að hún muni kosta um 135 milljónir. í norðuráknu á að vera m. a. geð- veikradeild með rúm fyrir 100 sjúklinga. Horfurnar í geðveikra- málum landsins eru geigvænlegar. Er talið að þörf muni 500 sjúkra- rúma fyrir geðveikisjúklinga hér á landi og þegar sé brýn þörf 300 nýrra sjúkrarúma til að draga úr neyðarástandinu, sem ríkir í þess- um málum. Á Kleppi er rúm fyrir 240 sjúklinga, en oft hefur verið þrengt þar inn 270 sjúklingum. — Helmingurinn af þessum sjúkling- uen er í gamalli timburbyggingu, sem byggð var árið 1908. Vegna fyrirhugaðrar hafnar er sýnilegt að geðveikraspítalinn verður að flytjast frá Kleppi. Æskilegast er talið, að fyrst verði komið upp 100 sjúkrarúmum við Landspítalann fyrir geðsjúklinga, en þau mætti nýta fyrir aðra sjúklinga, er byggður hefði verið nægilega stór geðveikraspítali á nýjum stað. Til Borgarsjúkrahússins í Foss- vogi hefur nú verið varið 73 mill- jónum króna. Til að fullgera það þarf 135 milljónir til viðbótar og mun húsið því kosta ef áætlað er við núverandi verðgildi krónunnar rúmar 200 milljónir króna. Búist er við að 1. áfangi byggingarinnar verði lokið fyrir árslok 1965 og bætast þá við 185 sjúkrarúm. 2. áfanga er áætlað að ljúka fyrir árslok 1966 og bætast þá við 35 sjúkrarúm. Upplýsingar þéssar komu fram i ræðu, sem Jóhann Hafstein, heil- brigðismálaráðherra flutti á Al- þingi í gær, er hann fylgdi úr hlaði írumv. um breytingu á lögum um sjúkrahús. Taldi hann ástandið í sjúkrahúsmálunum geigvænlegt og að gera þyrfti raunhæfa áætlun Framhal^ 6 15. slðu. - Listi lýðræöissinnaðra vinstri manna í Iðju-xC I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.