Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 7
( Cltgefendl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson Ritstjómarskriístofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skril stofur Bankastr. 7. Afgr.simi .12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan. lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Bændur og ,viðreisnin‘ Það hefur að vonum vakið athygli, að skýrsla Hag- stofunnar um skattaframtölin leiðir í ljós, að bændur hafa verið tekjulægsta stétt landsins á „viðreisnarárinu“ 1962. Glögga skýringu á þessu, er að finna í viðtali við Hermóð Guðmundsson bónda í Árnesi, er nýlega birtist hér í blaðinu. Hann segir þar frá því, að stofnkostnað- ur vísitölubúsins hafi aukizt úr 640 þús. kr. árið 1958 f 1100 þús- kr. árið 1962 eða um 70%. Rekstrarkostn- aður vísitölubúsins hafi einnig aukizt um 70% á þessu tímabili. Hins vegar hafi verð landbúnaðarafurða ekki hækkað nema um 34% á árunum 1958—'62. Hækkun rekstrarkostnaðar og stofnkostnaðar hafi þannig bein- línis skert laun bænda milli 50—60% á þessu tímabili. Þetta hafi nokkuð fengizt bætt með hækkun afurða- verðsins á síðastliðnu ári, en þó þyrfti afurðaverðið , að hækka um 20%, ef vísitölubúið ætti að gefa bænd- um hliðsfæða afkomumöguleika nú og 1958, miðað við stofn- og reksturskostnað nú á vísitölubúinu. Þessir útreikningar Hermóðs Guðmundssonar gefa það glöggt til kynna, hve grálega ,,viðreisnin“ hefur leikið bændur og hve afkomumöguleikar þeirra hafa þrengzt í tíð núverandi stjórnar. Ef slíku heldur áfram, getur þessu fylgt eyðing heilla byggðalaga. Hér þarf að hefja öflugt viðnám strax, eins og stefnt er að með þeim frumvörp- um um landbúnaðarmál, sem Framsóknarmenn hafa lagt fyrir Alþingi. Sjómenn mótmæla Samtök sjómanna hafa þegar mótmælt öfluglega þeim úrskurði kjaradóms, sem hefur ákveðið fiskverðið, að það skuli haldast óbreytt til sjómanna og útvegsmanna. Þessi mótmæli koma ekki á óvart- Stóraukin dýrtíð á síðastliðnu ári hefur þrengt kjör sjómanna og útvegs- manna eins og annarra. Þessa skerðingu fá þeir ekki neitt bætta, ef fiskverðið helzt óbreytt. , Oft er talað um hátt kaup sjómanna. Sannleikurinn er sá, að það gildir aðeins um takmarkaðan hóp þeirra Kiör sjómanna eru mjög misjöfn. Yfirleitt voru þau lakari 1963 en 1962. Það sýnir bezt öfugstreymi það, sem hlotizt hefur af „viðreisnarstefnu" ríkisstjórnarinnar, að kjör sjómanna og útvegsmanna skuli fara versnandi á sama tíma og út- flutningsverð á sjávarafurðum hefur farið hækkandi. Ihaldið og kjaramálm Sjálfstæðisflokkurinn heldur því fram, að hann sé flokkur allra stétta. Hann sé t- d. ekki síður flokkur launþega en atvinnurekenda. Skrif blaða flokksins vitna hins vegar annað. Það hef ur aðeins komið einu sinni fyrir, að blöð Sjálfstæðis- flokksins hafi staðið með launþegum í kaupdeilu. Það var í kaupdeilunum 1958, sem Bjarni Benediktsson or Einar Olgeirsson efndu til. í öll skipti önnur hafa blöð Sjálfstæðisflokksins staðið með atvinnurekendum. Myndi þessi vera afstaða blaða Sjálfstæðisflokksins, r !lokkurinn væri í raun og sannleika „flokkur allra stétta?1 Lfkan af ráðhúslnu ásamf skipulagsuppdrætti af næsta nágrennl. Hjálmtýr Pétursson: Qrðið er frjálst Ráöhús - Þinghöll - Stjórnarsetur Þegar stórar ákvarðanir eru tekn ar um staðsetningu og byggingu stórhýsa, sem standa eiga um aldir og eru sameign þjóðarinnar, er ekki nema sjálfsagt, að um það sé rætt opinberlega svo misjöfn sjón- armið komi fram. Því það er eins og þar stendur: „Það skal vel vanda, sem lengi á að standa'1. Það er almennt viðurkennt og ekki síð- ur af þeim, sem hafa ráðið þess- ari borg, að mest allt skipulag hennar er hreinasta hörmung, margir fegurstu staðir hennar eru gjöreyðilagðir, vil ég minna þar á nokkra staði: Örfirisey var eitt til- valdasta svæði fyrir skemmtigarð, sjóminjasafn. Það var siður bæjar- búa áður fyrr að sumrinu, að fara þangað í kvöld- og morgungöngu, og á sunnud. var þar krökkt af fólki. Á þessum fagra stað er nú verksmiðjuhrúgald og olíugeymar. Hin fagra strandlengja frá Ingólfs stræti inn fyrir Laugarnes er gjör- eyðilögð. Þar ægir öllu saman, slát urhús, járnsmiðjur, vöruskemmur og frystihús. Það er dapurlegt fyr- ir Esjuna okkar að horfa upp á l'ramferði Reykvíkinga. í Rauðar- árholtinu dansar allt hvað innan um annað, íbúðir, verksmiðjur, danshús og kirkjur. Við Elliðár- vog er öllu hrært saman, og á hin- um fagra Ártúnshöfða speglar Sorpeyðingarstöðin sig í sundum og vogum. „Til þess eru vítin að varast þau“. Við höfum blátt áfram ekki efni á að eyðileggja meira í þess- ari borg. Stórar framkvæmdir sem eru mjög umdeildar á ekki að reka áfram með meirihlutavaldi. Ráðhúsmálið hefur ekkert verið á dagskrá, svo heitið geti, síðan 1955, þegar það skeði, að allir þeir 15, sem voru þá bæjarfulltrúar lentu í Tjörninni á einni nóttu. — Strax þá myndaðist svo sterk and staða gegn því að byggja Ráðhús niðri í Tjörninni, að málið varð nokkurs konar feimnismál bæjar- stjórnarmeirihlutans. Þóttust þá ilestir þess fpllvissir, að hugmynd in fengi hægt andlát og Tjörninni væri bjargað. Flestar þjóðir myndu fagna því að eiga fagra tjörn með fuglalífi í hjarta höfuð- I borgarinnar, og víða erlendis eru | búnar til slíkar tjarnir með ærn- J um kostnaði. Því hefði vart verið I trúað fyrir nokkrum áratugum, að | arið 1964 samþykkti borgarstjórn ] Reykjavíkur nær einrcma að láta byggja 8 hæða stórhýsi niðri í J Tjörninni og það tvöfal-t stærra 3 en var áætlað 1955. Það þarf mikla j hugkvæmni til að láta sér detta slíka ósvífni í hug. Auk staðarvals verður vitanlega að líta á fjárhags hliðina og hvað verkið er aðkall- andi. Þó við íslendingar, um þess- ar mundir þykjumst geta allt og , róum fjármunum fyrirhyggjulaust virðast þó verkefnin æði mörg sem blasa við ef litið er á þjóðar heildina. Við höfum daglega fyrir augum tvö risastór sjúkrahús hálf smíðuð vegna fjárskorts og eng- inn veit hvar á að afla fjár til reksturs þeirra. Hjúkrunarkvenna- skóli er hálfsmíðaður vegna fjár- skorts. Ekki bólar á nýju raforku- veri, þó rafmagnsskortur sé á næsta leiti. T. d. getur Áburðar- verksmiðjan ekki starfað að fullu vegna rafmagnsskorts. Hvar eru milljónahundruðin í hin fyrirhug- uðu hafnarmannvirki? Öll úthverfi bæjarins hafa moldargötur með íorarvilpum. Eiga íbúarnir að vaða aurinn á næstunni fvrir þá von að eignast Ráðhús á Tjarnarbotnin- um, og síðast cn ekki sízt borgar- arnir í þessari borg, þeir sem ekki geta byggt og enga íbúð geta feng- ið leigða. Ráðhúshugsjónin verður þessu fólki lítið skjól. Samkvæmt íannsókn, sem gerð hefur verið á botni Tjarnarinnar með borunum, eru 15 metrar nið- ur á fast frá botni hennar, það gætu þannig auðveldlega staðið lms á ' stærð við Landsbankann eða Arnarhvol undirRáðhúsinu eða 8 borgarstjórar gætu staðið þar hver á kollinum á öðrum þó þeir væru allir jafn glæsilegir á vöxt og Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Herra borgarfulltrúar. E. t. v. mynduð þið nú hleypa inn hús- næðislausu fólki í glerhöllina á Tjarnarbotninum? Það væri ólíkt rnyndarlegra verk efni fyrir borgarstjórnina á næstu fimm árum að losa bæinn við braggahverfin og heilsuspillandi íbúðir kjallara og skúra áður en hornsteinn er lagður að ráðhúsi. Um ráðhúsmálið er það að segja, að bygging stórhýsis er ekk ert aðkallandi mál. Það er ósk sumra að fá fína veizlusali til að halda erlendum gestum veizlur, en nægjanlegt húsrými virðist til þess á Hótel Sögu og Borg. Fyrir borg arfulltrúana 15 er meira en nóg húsrými í harðviðar loftsal hinum rnikla, sem Gunnar Thoroddsen lét gera í verksmiðjuhúsi við Skúla- götu. Ráðhús framtíðarinnar? Á það aðeins að vera fyrir yfirstjórn borg crinnar með tilheyrandi aðstöðu eða á það um leið að vera al- mennt skrifstofuhús fyrir flestar greinar starfseminnar? Fyrri kost urinn virðist vera sjálfsagður, hin ar almennu skrifstofur eiga að vera sérstök bygging sem liggur vel við samgöngum og hefur náeg bílastæði. Ráðhús þarf ekki að vera stórt en fögur bygging á fögruni stað. Þennan stað höfum við milli Lauf- ásvegar og Tjarnarinnar, þar sem stendur gamla Herðubreið, Kvennaskólinn og hús Thor Jen- sens. Þetta eru allt gömul hús sew« engin eftirsjón er í. Þessi stað- ur er á móti sól og suðvestri. Bíla- stæði þarf ekki mörg, ef hinar al- mennu skrifstofur eru annars stað- ar. Ef hugsað er stærra í þess- um málum um Stór-Reykjavík, allt svæðið til Hafnarfjarðar og upp að Grafarvogi, myndi ráðhús sóma sér vel á Golfskálahæðinni. Þar er mikið landrými, sem borg- in á, og þaðan er útsýni fagurt og þetta er nokkurn veginnmiðsvæðis. Þetta svæði mun hafa verið hugs- að sem bæjarkjarni og Fossvogs- dalurinn sem skemmti.garður borg- arbúa. Þarna þarf ekkert land að kaupa og engin hús að rífa nið- ui. STJÓRNARRÁÐ. Á stjórnarárum þeirra Tryggva Þórhallssonar og-Jónasar Jónsson- ar keypti ríkið miklar lóðir milli Bankastrætis, Lækjargötu og Amt- mansstígs. Staður þessi virðist -"era hinn ákjósanlegasti og ætti þar að rísa veglegt stjórnarsetur fyrr en síðar, því húsakynni ríkis- stjórnarinnar eru fjarri því að vera viðunandi. Stjórnarráðsbygg ing er langtum meir aðkallandi en ráðhúsbygging. / ALÞINGISHÚS. Hvar á hin nýja Þinghöll að vera? Það viðurkenna allir að þinghúsið gamla hefur senn lokið sínu hlutverki, en þess gæti beðið nýtt hlutverk, t.d. að vera dómhús I-Iæstaréttar, til þess er það mjög vel fallið. Það er mjög ákjósanlegt að þinghús og stjórnarsetur séu ekki langt hvort frá öðru. Bezti staðurinn fyrir Alþingishús er þar sem Menntaskólinn stendur o.g þær lóðir sem honum tilheyra- Á þess um stað var þjóðfundurinn hald- inn og þar starfaði Alþingi um hríð- Menntaskólahúsið er gamalt og hefur gegnt með sóma sínu hlutverki en að það geti staðið um aldur og ævi er vonlaust. Sú hug- mynd, sem nú er uppi hjá ráða- mönnum menntainála, að byggja þar smekklausar viðbyggingar í allhr áttir er fráleit og öllum til skammar sem að því standa. —- Aíenntaskólinn getur vel unað því hlutskipti að Þinghöll þjóðarinn- ar rísi á hans helga stað. Nýr Menntaskóli væri mjög vel stað- settur á Melavellinum í nánd við Háskólann, þar sem landrými gott og miklir möguleikar til margra hluta. Það er krafa þúsunda Reykvík- inga að Tjarnarævintýri borgar- fulltrúanna verði stöðvað áður en slys hlýzt af. Tjörninni vferður að þyrma. Það er engin skynsamleg rök fyrir því að kasta í þetta ævin- týri 4-500 milljónum. rífa fjölda Framhald á 13. slSu. CÍMINN, föstudaginn 24. janúar 1964 — /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.