Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 5
 HÆTT KOMINN UM TÍMA GEGN GUÐMUNDI 7. umferð Gligoric 1—0 Nona Magnús 0—1 Friðrik Wade 1—0 Arinbjörn Johannesen 1—0 Trausti Jón 0—1 Freysteinn Guðmundur V2—V2 Tal Ingi biðskák Ingvar Gligoric—Nona. Tefldur var spánski leikurinn og notaðist Nona við afbrigði, sem Ingi hafði áður beitt gegn Tal í 2. umferð. Tefldi hún byrjunina mjög vel og hafði fyllilega tek izt að jafna stöðuna, er fram í miðtafl var komið. í framhald- inu gerðist viðureignin afar þóf kennd, en er línumar tóku að skýrast, kom í ljós, að stór- meistarinn hafði heldur bætt aðstöðu sína, en ekki voru yf- irburðimir stórvægilegir. Það var ekki fyrr en alveg undir lokin, að honum tókst að snúa á Nonu, en þá var hún líka komin í tímaþröng og hafði yfirsézt lúmskuleg hótun and- stæðingsins, Tapaði hún fyrst skiptamupi og nokkru síðar manni o'g gafst þá upp. Guðmundur—Tal. Stórvið- burður umferðarinnar. Þeir áhorfendur, sem gerðu sér það ómak að mæta í Lido þetta kvöld, fengu þarna að sjá við- ureign, sem svo sannarlega var ómaksins virði. Tal var mjög hætt kominn á tímabili, en með því að beita kröftum sínum til hins ýtrasta, tókst honum að standa af sér hina stórhættu- legu atlögu Guðmundar og gera jafntefli. Skák, þar sem kvo vegast á hótanir og gagn- hótanir, er ekki daglegur við- burður og eiga báðir teflendur mikinn heiður skilinn fyrir tafl mennsku sína í henni. Tal svaraði drottningarpeðs- byrjun Guðmundar með Gaiin- feldsvörn: 1. c4, Rf6 2. d4, g6 3. Rc3, Bg7 4. g3, d5 5. cxd5, Rxd5 6. Bg2, Be6. Tal fékk frjálsari stöðu upp úr byrjun- inni og lagði til atlögu á drottn ingararminum, þar sem hvíta staðan var einna veikust fyrir. Guðmundur varðist vel og tókst að standa af sér allar sóknar- hrotur andstæðingsins. Þegar fram í miðtafl var komið, tók Tal að leiðast þófið og gætti nú minni forsjálni en áður í aðgerðum hans. Áður en hann vissi af, var Guðmundur búinn að snúa sókn upp í vörn og var þá komin upp eftirfarandi staða: (Hvítur hótar hér 1. Hb8f ásamt 2. Re6f og 3. Df8f mát.) 1. —, Da6 2. Hxe7 (Nú gagnaði ekki 2. Hb8f, þar eð svarta drottningin valdar nú e6-reitinn.) 2. —, Re5 (Tal skapar sér gagnfæri. Ef nú 3. Da8f, Kg7 4. Hxe5 þá — Dflf 5. Kf3, Dhlf og hvítur missir drottninguna. 3. De2, (Ekki gekk 3. He8f, Kg7 4. Re6f, Dx6 og hvftur tapar manni.) 3. —, Dd6 4. Db2, Dd5t 5. f3 Hdl (5. —, Dc4 var ekki gott vegna 6. Re2, He2, 7. Dxe5f, Kh6 8. Df4f, DxD 9. exf4 og vinnur.) 6. e4 (Guðmundur tekur þann kost- inn að fara út í jafnt endatafl, áður en svartur nær að leggja til atlögu. 6. Rf5f hefði verið gagnlaust vegna —, Kf6.) 6. —, Dxd4 7. Dxd4, Hxd4 8. Hxe5, Hd2t 9. Kh3, Hxa2 10. He7, Kf6, 11. Hb7. Hér sömdu teflendur um jafntefli. Johannessen-Trausti. — Kóngs-indverskt tafl: 1. d4, Rf6. 2. c4, g6. 3. Rc3, Bg7. 4. e4, d6. Miðborðið lokaðist snemma og re.vndi Johannessen þá að ná sókn eftir h-línunni. Trausta tókst að koma í veg fyrir þetta og opnaðist þess í stað f-línan. Báðir stefndu nú liði sínu til aðgerða á þessari einu opnu línu borðsins og innan skamrns fómaði Trausti manni tii að eiga greiðari leið að hvíta kónginum. Þessi fórn fékk trauðla staðist, enda sýndi Jo- hannessen fram á það í fram- haldinu. Trausti gafst u'pp, er honum varð þetta Ijóst. Jón-Freysteinn. — Byrjunin var klassiskt drottningarbragð. Jóni varð á að tefla byrjunina nokkuð ónákvæmt og fékk Frey steinn þá betri stöðu. Þegar fram í miðtafl var komið, höfðu metin heldur jafnast aftur, en Freysteinn hafði góð færi á kóngsvængnum. Vörnina tefldi Jón ekki sem skyldi og tókst Freysteini að sundra kóngs- stöðu hans með snoturri fórn. Fórn þessi reyndist banvagp og gafst Jón upp skömizw •. Magnús — Friðrik. Teflt var Sikileyjartafl, og tókst Friðriki að fá fram hag- stætt endatafl, eftir að Magnús hafði lagt til vanhugsaðrar at- lögu á miðborðinu. í framhald- inu varð Magnúsi á að leika af sér peði og versnaði þá hagur hans stórum. Eftir nokkrar sviptingar á drottningarvængn- um, tókst Friðriki að koma ó- væntu lagi á andstæðing sinn, og gafst Magnús upp er skipta- munstap var óumflýjanlegt. Wade — Arinbjörn. Wade lagði fljótlega til sókn- ar á kóngsarmi, og rataði Arin- björn brátt í erfiða aðstöðu. Honum tókst þó að halda í horf- inu fram eftir öllu tafli, og virt- ust jafnteflismöguleikar hans góðir, er honum skyndilega yf- 1 irsást snotur Ieikflétta andstæð- ingsins. Varð þann þá að gef- ast upp, þar eð mát var óum- flýjanlegt. Ingi — Ingvar. Byrjun Kóngs-indverskt tafl. Inga tókst að verða sér úti um biskupaparið í byrjuninni og naut þess vegna frjálsari stöðu, en Ingvar var engan veginn án gagnfæra. í framhaldinu nældi Ingvar sér í peð, en sá böggull fylgdi skammrifi, að hann neyddist í staðinn til að láta af hendi þrjá menn fyrir drottn GuSmundur Pálmason ingu andstæðingsins. Þetta var að sjálfsögðu Inga í hag, en hann rataði nú í mikla tíma- þröng og skömmu síðar Ingvar. í tímaþrönginni skeðu margir undarlegir hlutir, sem ógerlegt er að rekja hér, en mergurinn málsins er sá, að í stöðunni, sem upp kom að lokum virtist ekkert blasa við nema þrátefli, ef Ingvar léki réttum biðleik. Ingvar taldi sig hins vegar hafa vinningsvon og lék því „neutr- al“ biðleik. Til allrar ógæfu fyrir haon, hafði honum yfir- sézt, að leikurinn leiddi beint til máts, og gafst hann upp, er honum varð þetta ljóst. Röð eftir 7. umferð: 1.—2. Tal og Friðrik 6% v. hvor. 3. Gligoric 6 v. 4. Johennessen 4 + 1 biðskák. 5. Ingi 4 v. 6.—7. Guðmundur og Wade 3 v. 8. Nona 2% v. + 1 biðskák. 9.— 11. Ingvar, Magnús og Trausti 2V2 v. 12. Arinbjörn 2 v. 13.— 14. Jón og Freysteinn 1% v. Armanns-stúlkur misstu af sigri á síðustu mínútunum — FH náði að jafna fjögurra marka forskot, 14:14. — Víkingur vann Fram 10:5 og Valur vann Þrótt 23:5 íslandsmeistaramótið í hand- knattleik hélt áfram að Háloga- landi í fyrrakvöld, og fóru m.a. fram þrír leikir í meistarafiokki kvenna. Hápunktur kvöldsins var leikur Ármanns og FH eins og vænta mátti og æsispennandi við- ureign þessara aðila lauk með jafntcfli, 14 mörkum gegn 14. — Þá möluðu Valsstúlkurnar Þrótt mélinu smærra, 23:5, og Víkingur átti ekki í neinum vandræðum með Fram, vann með fimm marka mun, 10:5. Heldur voru þessir kvennaleikir rislágir, spenna lítil, nema í leik Ármanns og FH, og virðast liðin ekki vera í góðri æfingu. Ánnann — FH 14 : 14 Ármann var á góðri leið með að vinna þennan leik, og þegar síðari hálfleikur var vel hálfnaður, hafði Ármann tryggt sér fjögurra marka forskot, 14 : 10. En lokakafii Ár- manns var slæmur og FH-stúlk- urnar harðar í horn að taka. Bilið minnkaði og á síðustu mínútunni jafnaði Erna fyrir FH, 14 : 14. Það var alger óþarfi fyrir Ármann að missa þetta forskot niður, en hreyfanleiki er af skornum skammti hjá liðinu og hinar eld- fljótu Sylvía og Sigurlína hjá FH, voru fundvísar á glufurnar hjá Ármanni. — Leikurinn var að mörgu leyti skemmtilegur, og síð- ustu mínúturnar mjög spennandi. Valur — Þróttur 23 : 5 Valur hafði strax frá byrjun mikla yfirburði, skoráði 5 fyrstu mörkin, og hafði 10 mörk yfir í hálfleik, 12 : 2. Sömu yfirburðirnir héldust út síðari hálfleikinn og þetta var líkast leik kattarins að músinni. Sigríður Sigurðardóttir og Sigrún Guðmundsdóttir > voru skotharðastar hjá Val og voru á- samt Hrefnu Pétursdóttur, beztar. Valur hefur nú forustu í meistara- flokki kvenna, en á eftir að leika bæði við Ármann og FH. Víkingur — Fram 10: 5 Víkingur átti aldrei í neinum vandræðum með Fram Fram-liðið var mjög sundurlaust í þessum leik. og stórskyttur Víkings, Elín og Guðbjörg, áttu auðvelt með að finna leið í gegnum vörnina hjá Fram. í hálfleik hafði Víkingur yfir 6 : 3, en lokatölur eins og áður segir 10 : 5. — í Fram-liðinu eru nýliðar, Hrafnhildur, Bjarney og Fanney, sem eflaust eiga eftir að gera liðið sterkara þegar fram líða stundir. ValgerSur GuSmundsdóttir skorar fyrir FH i leiknum gegn Víking í fyrrakvöld. TÍMINN, föstudaginn 24. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.