Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGURINN HENNAR Framhald af 4. síðu ur verzlunarstjórinn inn til Þor- valdar með rjúkandi kjötbollur á diski og setur fyrir framan hann. Þorvaldur smakkar á bollunum og býður mér bita, það er greini- legur útlits- og bragðmunur á þeim. Eftir að hafa rætt við verzl- unarstjórann um stund, útskýrir hann þetta fyrir mér. Eg var að smakka kjötfars, önnur gerðin er framleidd hjá okkur, hin hjá öðru fyrirtæki. Við fylgjumst vel með hérna, og erum aldrei ánægðir, erum vakandi og sofandi við að bæta framleiiðsluna. Sjóðið ekki svona mikið Segðu húsmæðrum frá mér að þær sjóði og steiki matinn alltof lengi, hryggur á ekki að vera leng ur i ofninum en 30—40 mín. þá helzt safinn í kjötinu, annars guf- ar hann bara burtu. Það gerir ekk ert til þó að það sjáist aðeins roði í hryggnum en blóðið á aldrei að sjást. Bjúgun eiga heldur ekki að sjóða of lengi, það á einungis að láta suðuna koma upp og sjóða svo við hægan eld í ca. 15—20 mín., þá helzt krafturinn í þeim. Vínarpylsur og Berlínarpylsur á að láta ofan í sjóðandi heitt vatn og hafa hæfileg hlutföll milli vatnsins og þeirra svo að það myndist ekki þrýstingur, þá springa þær. Látið suðuna koma upp, takið pottinn af og gætið þess að láta lokið ekki vera á, með þessu móti er hægt að koma í veg fyrir 'að pylsurnar springi en þá verða þær ónýtar. ANDREA SKRIFAR Erambald at 4 síðu að ég hafi eitthvaS á móti hlýiu viSmóti, öðru nær, en af öllu má of mikið gera. Mér finnst það t. d. full iangt gengið þegar kona kemur inn í dömusamkvaemi og on ávarpar viðstadda eltthvað á þessa leið: „Halló, ég nennl ekki að hafa neinar serimoniur og heilsa ykkur öllum með handa- bandl", og hiamma sér síðan nið- ur í stóllnn. Það er sjálfsögð kurt eisi að heilsa hverjum og einum með handabandi (ég á ekki við kokteilboð). Það er mjög stórt atriði að kunna að haga kveðju- orðum sinum rétt og bera sig vel, þegar maður kemur í boð, af því að alltaf er horft á þann, sem kemur, og framkoman skapar manninn ekki síð.ur en fötin. RÁÐHÚS Eramhald af 7 síðu. húsa, sem geta gegnt sínu hlut- verki um langa framtíð. Margt af þessum loftköstulum er hrein blekking teiknimeistara og verk- fræðinga. Takið eftir Reykvíking- ar Við sem erum á rniðjum aldri, munum ekki lifa það. að Þórsham ar og VR-hú?ið verði sprengt í loft upp og því síður að Tjarnar- nrúin verði rifin. Lítum á fram- kvæmdir borgarinnar í verki. — Hekla við Lækjartorg var rifin, nýstandsett hús, en Smjörhúsið stendur enn og sk'agar út í um- ferðargötu. ,,Veltan“ við Austur- stræti var rifin. ágætt hús með mörgum verzlunum og skrifstof- urn. Skúrinn hans Steindórs stend ur enn og gerir grín að fram- kvæmdinni. Hver haldið þið að lramkvæmdin verði þegar á að fara að tæta niður Miðbæinn til íð geta myndað hið mikla skugga sælatorg norðan við Ráðhúsið? Máli þessu er ekki lokið. Það eru íbúar Reykjavíkur sem ráða úrslitunum. Borgarstjórn og borg- arfulltrúar eru starfsmenn og þjón ar borgaranna, hreinn meirihlutl, getur með vantrausti vikið þeim frá. Þar sem lýðræði er viður- kennt, verða menn að beygja sig fyrir því. Söfnum undirskriftum og látum vilja Reykvíkinga koma ó- tvirætt í ljós. Reykvíkingar, stöndum vörð um Tjömina okkar og forðum henni frá eyðileggingu, lofum öndunum og kríunni að vera þar í friði. Ör- firisey var tekin frá okkur, en við höldum Tjörninni, þeirri nátt- úrugjöf sem höfuðborginni okkar var gefin. T H R I G E I RAFALAR Getum útvegað meS stuttum fýrirvara VEITUM IÐJUSTJÓRN um hluta af íslendingum. Þess vegna verðum við að vera vel á verði um að ekki sé fluttur inn í of stórum stíl sá varning ur, sem getur stefnt atvinnu- öryggi okkar í hættu, en eðli- leg samkeppni er einnig nauð- synleg til þess að beina okk- ur á réttar leiðir. Hlutverk iðn aðar í framtíðinni hlýtur að verða í vaxandi mæli tengt öðrum höfuðatvinnuvegum okk ar, landbúnaði og fiskveiðum, því að öllum er ljóst hversu þýðingarmikið það er, að ekki sé flutt út nema sem minnst af hráefni, heldur fullunnar vörur, sem þýðir stórauknar þjóðartekjur fyrir sama magn. Og við lausn þessara mála verður þáttur iðnverkafólks af- ar þýðingarmikill, fram hjá því verður ekki gengið. Ekki þarf að efast um, að við vinnum heils hugar að farsælli lausn þessara mála. En við þurfum einnig að vera vel á verði um að sérhverri tilraun til að rýra lífskjör okk- ar verði mætt með fullri ein- urð. Eins og þið munið sjálfsagt var pm það beðið þegar þessi: ríkisstjórn tók við völdum, að launþegar sýndu þolinmæði á’ meðan efnahagsmálunum væri kippt í liðinn. Það átti ekki að taka svo ýkja langan tíma eftir því, sem boðað var. Einnig var sagt. að nýjar álögur væru nauðsynlegar en auðvitað bara í nokkra mánuði. Þá skyldi „leiðin ' til bættra lífskjara“ vera greiðfær. En hvernig fór þetta svo? Jú, frestur var veitt- ur af launþegum í 1% ár, en því var tekið fjarri er sá tími var liðinn að létta á þeim álögum, sem á voru lagðar. Svo voru knúðar fram leiðrétt- ingar af launþegum, en ríkis- stjórnin lét ekki standa á sér að sýna launþegum skilning. Eða hvað? Jú, hann birtist í því, að fyrir hvert það þrep, sem við höfum stigið upp á við, lengdu þeir stigann um tvö. Þannig hefur gengið æ síðan. Samt er því haldið blákalt fram að lífs kjörin. séu alltaf að batna, og ef okkur þyki annað, sé það bara af ósanngirni. Við skulum því nota atkvæð- isrétt okkar vel í kosningun- um um helgina og slá tvær flug ur í einu höggi. Lýsa vanþókn- un okkar á þessari stefnu rík- isstjórnarinnar, sem rakin er hér að framan, og að veita nú- verandi stjórn Iðju aukið að- hald, og það gerum við með því að kjósa C-listann. RAFSTÖÐVAR fyrir jafnstraum og riðstraum frá 0,5 kw. til 75 kw. Höfum fyrirliggjandi jafnstraums- og ritístraums RAFMÖTORA Sími 1-1620 T æ k n i d e i I d LÍFEYRISSJÓÐURINN Framhald af 8. síðu. kvæði yrði fellt úr reglugerð sjóðsins, hafi ekki metið þessa þýðingu sjóðsins nægilega mik- ils þar sem um annað eins hags munamál er að ræða, þvd að það er staðreynd, að þeir lífeyr issjóðir, sem starfandi eru, hafa orðið meðlimum sínum til ó- metanlegs gagns, og því tel ég að taka beri til athugunar að efla þennan sjóð okkar. Ég hef nú minnzt á eitt mál r.f fjölmörgum, sem ástæða væri til að ræða rækilega á fundum félagsins. En hvort tveggja er, að fundirnir eru sjaldan haldnir og þá sjaldan þeir eru haldnir, fara umiæður cft út í mál, sem eru hagsmun- um Iðjufélaga nviðkomandi. Félagsmenn Iðju þurfa að gefa sér oftar tíma til að koma saman og ræða hagsrnunamál sin. Er ekki ástæða til að ætla að núverandi stjórn Iðju telji sig of örugga í sessi og því sé hún orðin helzt til værukær. Því miður eru litlar líkur til að stjórnin verði ekki endurkjörin. En ég er sannfærður um að það er okkur fyrir beztu að gefa henni eftirminnilega viðvörun og það verður bezt gert með því að stórauka fylgi C-lista manna í þessum kosningum. NAU3VIA 22 MYKJUDREIFARINN Þessi norski mykjudreifari hefur náð mjög mikl- um vinsældum hér á landi, enda er hann bæði einfaldur að gerð og sérstaklega lipur. Tekur 1 tonn og með honum má fá útbúnað, sem gerir mögulegt að dreifa þunnri mykju án þess að hún leki úr dreifaranum- Sérstaklega ódýr. Kostar aðeins ca. kr. 14.500.00. ARNI GE6T96QN ! Vatnsstíg 3 — Sími 11555 VerkamannafélagiA Dagsbrún KOSNING stjþrnar, varastjórnar, stjórnar Vinnud.eilusjóðs, stjórnar Styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna, endur- skoðenda og trúnaðarráðs Vmf. Dagsbrúnar fyrir árið 1964 fer fram að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu að Lindargötu 9 dagana 25. og 26. þ.m. Laugardaginn 25. janúar hefst kjörfundur kl. 10 f.h. og stendur til kl. 9 e h. Sunnudaginn 26. janúar hefst kjörfundur kl. 10 f.h. og stendur til kl- 11 e.h. og er þá kosningu lokið. Atkvæðisrétt hafa aðeins aðalfélagar, sem eru skuldlausir fyrir árið 1963. Þeir sem skulda, geta greitt gjöld sín meðan kosning stendur yfir og öðlast þá atkvæðisrétt. Ekki verður tekið á móti ’ inntökubeiðnum eftir að kosning er hafin. Kjörstjórn Dagsbrúnar Skrifstofa Dagsbrjjnar er fiutf á Lindargjti^. Verkamannafélagið Dagsbrún LOKAÐ í DAG frá hádegi vegna jarðarfarar Grænmetisverzlun landbúnaðarins TÍMINN, föstudaginp 24. ianúar 1964 -= T » V , . ,' 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.