Tíminn - 24.01.1964, Blaðsíða 3
HEIMA OG HEIMAN
SUKUR SKAKAHUGI YRDI
Robert Wade, nýsjálenzki
skákmeistarinn, sem er einn
hinna erlendu gesta á alþjóða-
skákmótinu, er stendur yfir
þessa dagana í Reykjavík, er
þeirra kunnugastur hér, því að
hann dvaldist hér mánaðartíma
fyrir sautján árum.
Og sumir.telja það hafa vak-
ið ekki minni athygli hér í
febrúar 1947, þegar hinir tveir
ungu skákmenn Wade frá Nýja
Sjálandi og D. A. Yanofsky frá
Kanada komu hingað en hinir
enn frægari gestir nú hafa vak-
ið, því þá hafði íslenzkt skák-
líf verið svo lengi úr tengslum
við umheiminn, bæði vegna
stríðsins og dauflegs félagslífs
hér í bænum. Þá var efnt til
skákmóts hér í bæ og kennt
við annan gestinn, Yanofsky-
mótið, og einnig heimsóttu þeir
félagar nokkra staði utan
Reykjavíkur og tefldu fjöltefli
og hraðskákir. Á meðan ég sat
yfir kaffibolla á Hótel Sögu
með honum og Ásgeiri Þór
Áfegeirssyni formanni Skáksam
bands íslands, lagði ég nokkrar
spurningar fyrir Wade um fer-
il hans og kynni af íslandi og
íslenzkum skákmönnum.
Hann er fæddur Nýsjálend-
ingur og hafði verið skákmeist
ari Nýja-Sjálands í nokkur ár,
er hann fluttist þaðan og sett-
ist að í Englandi 1948. Þar hef
ur hann verið búsettur síðan,
varð meistari Englands 1952
og síðan tekið þátt í fjölmörg-
um alþjóðamótum á síðustu
þrem árum. Jafnframt er hann
blaðamaður og rithöfúndur, hef
ur skrifað til skiptis fyrir stór-
blöðin Times og Guardian (um
mótið hér skrifar hann í Tim-
es), tekur stundum þátt í skák
þætti brezka útvarpsins, eftir
hann kemur út eftir nokkra
daga bók um síðustu heims-
meistarakeppni (hún heitir
The World Chess Champion-
ship 1963, M. M. Botnvinnik v.
Tigran Petrosjan) er á þriðja
hundrað blaðsíður. En að auki
skrifar Wade tvær bækur um
skák, er út koma á þessu ári.
— Hvenær kynntuzt þér fyrst
íslenzkum skákmönnum?
— Það var Guðmundur S.
Guðmundsson, hitti hann í
Hastings tveim mánuðum áður
en ég kom hingað með Yanof-
sky 1947. Hann var hörkumik-
ill skákmaður, stóð oft eins og
klettur úr hafinu, þegar hann
var búinn að byggja upp skák-
irnar. Eg furða mig á að hafa
ekki séð hann á skákmótinu
hér nú.
— En hvenær hittuzt þið
Friðrik fyrst?
— Eg sá hann fyrst á mót-
inu í Birmingham 1951. Það
vakti mesta athygli mína, hve
góður hann var í hraðskák.
Hann tók þarna þátt í unglinga-
móti, en jafnframt tefldi hann
þar á móti fullorðnum meist-
urum, sem voru þarna á öðru
móti í borginni. Næst hitti ég
Friðrik í Hastings 1954 og þá
var hann settur í tukthúsið þar.
Ekki þó vegna þess að hann
hefði brotið af sér, það hugsa
W A D E
helztu íslenzka skákmenn, sem
þér hafið kynnzt?
— Friðrik fer hægt af stað
en byggir síðan leikinn upp í
mikla spennu, hún á vel við
hann. En fyrir þá sök lendir
hann oft í tímahraki. Eg býst
viðj að Friðrik hafi á sínum
tíma orðið fyrir talsverðum á-
hrifum af Eggerti Gilfer og þó
hefur hann einnig fljótt orðið
fyrir erlendum áhrifum vegna
þess hve hann fór óvenjulega
ungur að keppa erlendis. Eg
held að Ingi R. hafi tekið Frið-
rik nokkuð til fyrirmyndar. Af
ungum íslenzkum skákmönn-
um, sem ég hef séð til, finnst
mér Guðmundur S. hafa haft
sérstæðastan stíl. Annars
fannst mér strax einkennandi
fyrir íslenzka skákmenn, þegar
ég kynntist þeim hér 1947, hve
þrautseigir og úthaldsgóðir
þeir eru við skákina. Ætli það
sé ekki í ætt við það furðu-
lega fyrirbæri hér, að þjóðin
talar enn sama tungumál og
húú gerði fyrir þúsund árum?
— Hvaða breytingar teljið
þér helzt hafa orðið síðan þér
komuð hingað í fyrra sinnið?
— Það, hve mikið ber á ung
um skákmönnum, sem komnir
eru hér í fremstu röð. Og raun-
ar hef ég lengi furðað mig á
þessu og vil gjarnan leggja
þessa spurningu fyrir ykkur:
Hvernig stendur á þessum
Rætt við Robert Wade
meistara, blaðamann og
ég komi aldrei fyrir Friðrik.
En svo var mál með vexti, áð
honum og öðrum landa hans
seinkaði svo til mótsins, að þeg
ar þeir skutu loksins upp koll-
inum, var hvergi laust hótel-
herbergi og lögreglan varð
fyrst til að skjóta yfir þá skjóls
húsi. Þannig gistu þeir í tygt-
húsinu fyrstu nóttina í Hast-
ings.
— Hvað finnst yður einkenn
andi fyrir Friðrik og aðra
mikla og almenna áhuga á skák
hér á íslandi? Eg hef ekki get-
að fengið svar við þessari spurn
ingu. E. t. v. má rekja hann
til einangrunarinnar og ekki
sízt hinna löngu vetrarkvölda.
Það vill nefnilega líka til, að í
hinum fámennu Færeyjum er
gífurlegur áhugi á skák. Nú
svo vitum við um Rússland,
þar er skák almennt iðkuð og
þar eru líka langir vetur. Ann-
að, sem ég tek eftir og sýnir
hve vel er fylgzt með í skák-
listinni hér, eru útlendu bæk-
urnar, sem hér fást í bókabúð-
um. Eg er viss um, að í almenn-
um bókabúífum í London er
ekki slíkt úrval skákbóka á boð-
stólum, ekki nema þá í sérverzl
unum. Eða þá aðsóknin að skák
mótunum hér. Eg mundi reka
upp stór augu, ef ég.sæi slíka
aðsókn að skákmóti í London,
og það þótt frægustu skák-
meistarar væru á ferð, og hér
er daglega í Lido á þessu móti.
Eg ætla einmitt að ræða þetta
í skákþætti útvarpsins, þegar
ég kem aftur heim til London.
Líka ætla ég að minnast á það,
að furðulegt megi telja, að Bret
land, sem hefur 40 milljónir
íbúa, á fullt í fangi að skipa í
skáksveit, sem sé þess megnug
að tefla við ísland, sem hefur
aðeins 180 þúsund manns. Um
getu fslands í skákheiminum
myndi ég gizka á, að ísland
væri hið tuttugasta í röðinni af
um fjörutíu löndum, sem
venjulega taka þátt í Ólympíu-
mótunum.
— Hvað olli því, að Yanofsky
hefur svo hægt um sig seinni
árin?
— Þegar við vorum hér á
ferð 1947, var hann nýorðinn
stúdent, 21 árs gamall, og þá
var honum efst í huga að læra
læknisfræði, hafði jafnvel í
hyggju að setjast í læknadeild
háskólans hér, því hér kunni
hann vel við sig og þekkti
reyndar til íslendinga áður, því
að hann er uppalinn í Winni-
peg og hefur alla tíð átt þar
heima, síðan rússneskir for-
eldrar hans fluttust þangað
með hann barnungan. En ekki
varð úr læknisfræðináminu,
heldur fór Yanofsky að lesa
lög og stundaði það af kappi,
og er nú starfandi lögfræðing-
ur í Winnipeg. Hann hefur
seinni árin aðeins tekið þátt í
mótum erlendis annað hvert ár
eða svo, og því hefur hann ekki
haldið sér í nægri þjálfun, síð-
skák-
rithöfund
ast var hann með á millisvæða
mótinu í Stokkhólmi 1962.
— Teljið þér, að þetta mót
veki mikla athygli erlendis?
— Nú standa yfir þrjú al-
þjóðleg mót, í UngVerjalandi,
Hollandi og hér. Eg býst við, að
erlend blöð veki helzt athygli
á mótinu hér með því að birta
skákir Tals, af því að þær eru
flestar svo stuttar og því nægi-
lega spennandi fyrir lesendur
dagblaðanna.
Bændur — Búnaðarfélög
Höfum til afgreiöslu nokkra túnvaltara, vatns-
þyngda nú með vorinu. Um 30 slíkir eru í notkun
víðs vegar um landið. — Hagstætt verð.
Vélsmiðja
Krlstjáns Rögnvaldssonar
Stykkishólmi
Tilboð óskast í
Volkswagen 1960
i því ástandi, sem bifreiðin er í eftir árekstur. —
Bifreiðin verður til sýnis í bílskúr við Dunhaga 20,
milli kl. 16—20 í dag föstudaginn 24. janúar. —
Tilboð merkt: „Volkswagen 1960“ óskast send
skrifstofu Samvinnutrygginga, herbergi 215 fyrir
kl. 17 mánudaginn 27. janúar
£R
FYRIRLIGGJANDl
Þ oivftGKÍMSSON & Co
Suðuriandsbraut 6
Og þá hlógu þeir loks
Stórútgerðarmenn landsins
sátu fyrir nokkirum dögum á
fundi í samtökum sínum og
ræddu alvörumálin, sem voru
mörg og stór, og gerðu um
þau ályktanir. Undir fundar-
lokin, sagði einn fundarmaður
stundarhátt og í alvörutón: —
Eigum við nú ekki að lýsa yfir
stuðningi við hei'ldarstefnu rík-
isstjórnarinnar í lokaályktun?
Þá skelltu allir fundarmenn
upip úr og hlógu hátt og lengi.
Þar með var málið afgreitt.
Mótsagnir Ingólfs
Morgunblaðið endursegir atr.
iði úir ræðu Ingólfs Jónssonar
um afurðalán tiT bænda í um-
ræðum um þessi mál á þingi í
fyrradag:
„Ráðherra kvað flutnings-
menn hljóta að gera sér ljóst,
að við mikla erfiðleika væri að
stríða við að auka afurðalánin,
því að aldrei hefði Framsókn-
armönnum tekizt að leysa
þennan vanda, þegair þeir hefðu
setið í ríkisstjórn. Seðlabank-
inn getur ekki veitt meiri lán
en sem svarar því fjármagnf,
er hann hefur yfir að ráða
hverju sinni.“
Mbl. hafði þá áður haft þessi
orð eftir Ingólfi í sömu iræðu:
„Rétt er, að afurðalán Seðla-
bankans eru að prósentutölu
lægri nú en þau voru um skeið,
eða 55% í stað 67%“.
Ef Mbl. endursegir orð Ing-
ólfs rétt, hefur Ingólfur orðið
tvísaga, því að hann viðuirkenn-
'ir, að afurðalánin séu 12%
lægri nú en 1958 þegar Fram-
sóknarmenn fóru með þessi
mál, þó að hann segi aftur, að
„Framsóknarmenn hafi ekki
getað leyst þann vanda“.
Ein spurning
Vegna þeirrar fullyrðingar
Ingólfs, að Seðlabankinn hafi
engin ráð nú til þess að veita
67% afurðalán, er rétt að
spyrja Ingó'lf þeirrar spurning-
ar, hvernig þetta var hægt
1958, þegar engin sparlfjár.
frysting átti sór stað, og spari-
fjáraukningin var víst ekki
á marga fiska þá heldur, að
dómi stjórnarliðsins. Hvemig í
ósköpunum var þá farið að því
að lána 67% þegar nú er að-
eins unnt að Iána 55% ( sem
raunar er aðeins 51%) með
alla sparifjárfrystinguna og
þessa geysilegu sparifjóraukn-
ingu, sem stjórnin er alltaf að
hæla sér af? Þessa gátu ætti
Ingólfur að reyna að ráða, en
ef hann getur það ekki, væri
ireynandi að senda Gylfa skeyti
til Noregs. Þar stendur vafa-
laust ekki á ráðningunni.
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs
Sendum i:m allt land.
HALLD0R
SkóiavörSustig 2
TÍMINN, föstudaginn 24. janúar 1964 —