Alþýðublaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 10
FYRSTA FLIJGIÐ YFiR NORÐURPOLINN ÞAÐ VAR EINU S'ÍNNI norsk- ur drengur. Barn að aldri las hann ógrynnin öll af frásögnum um ís- hafsfara. Meöal þeirra var írásögnin um hetjudáðir Sir John Franklins og félaga hans, sem eitt sinn lifðu vikupa saman á beinum, sern þeir af tilviljun fundu í yi'irgefnum Eski- móahreysum. Og þegar beinin voru. þrotin, drógu þeir fram 'ífið með því að leggja skófatnað smn sér til munns. Hann heitstrengcli. að verða öllum söguhetjum sínum fremri í að þola hvers konar harðræði. Hann var fátalaður og einrænn í æsku, talaði ekki upphátt um fyrirætlanir sinar, en hugleiddi þeim mun meir, hvernig hann gæti komið þeim í íramkvæmd. Hann beitti líkama sinn hreinum pínslum af hlífðar- lausri harðneskju, hafandi aldrei neitt annað í huga en að koma á- setningi sínum fram. í grennd við heimkynni hans var ijallgarður. Aldrei hafði neinum manni komið til hugar, að hætta lífi sínu með því að ferðast yfir þennan fjallgarð að vetrarlagi. Þegar þessi horski piltur var tuttugu og' eins árs að aldri, lagði hann á fjalllð í janúarmánuði. Ilann komst yfir Við illan leik. Hálf- dauður af sulti og vosbúð náði hann til bæja hinum megin íjallgarðsins. Hann hafði af ásettu ráði ekk'ert nesti h'aft meðferðis, og Það þótti ganga kraftaverki næst, lwersu lengi Iiönn hafði þolað hungríð og haldið þó nægum kröftum til þess að sigr- ast á hörkugaddi og veðurofsa. Að vísu haíði hurö skollið nærri hæl. um. Eitt sinn hafði hann lagzt til svefns í kaldri klettagjá og látið fenna yfir sig. Þegar hann vaknaði, var hann í bókstaflegri merkingu frosinn niður og þurfti að rífa íöt. sín upp úr hörðu svellinu til bess að losna. Úsveigjaniegur tiieinkaöi hann ser alla þá þekkingu af vísindalegri ná- kvæmni, sem he.imskautafara er nauðsynleg. Hann lagði stund á haf- i'ræði, veðurfræði pg að.rar þær greinar náttúruvísinda, sem minpsta ástæða var til að æ.tla að orðið gætu lipnum að liði í þessu efni. Að skyldunámi loknu gerðíst hann sjó- maður á eríiðustu siglingaleiðum, lærðj að stjórna stór.um og smáum skipum og aflaði sér reynslu í að ferðast yfir úthafsísbreiður. Mánuð- um saman dvaldist hann úti á ísn- um einn síns liðs, kaldur, hungraður og stundum meiddur. Hann varð með aldrinum kaldrifjaður, þögull og al- varlegur. En. þekking hans og marg- háttuð líísreynsla var ekki síður vel geymd en verðbréf í eldtraustu bankahólfi. Hann virtist engar til- finningar bera í brjósti til annarra manna og trúði á ekkert nema mátt sinn og megin. Af litlum eigin efnum, en af þeim mun meira harðfylgi við að afla sér lánsfjár og styrkja, tókst honum að afla fjármuna til þess að útbúa meiri háttar heimskautsleiðangur. Hann réð ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Hann liugðist fara Sap eftSr Lion Feuchfwanger / f . * sjóleiðina norðveslur yfir frá bafi til hafs, nánar til tekið norður með Grænlandi vestanverðu, norður fyr- ir Kanada og vestur yfir til Kyrra- hafs. Margir • í'yrirrennarar hans höfðu reynt þetta á undan honum, en engum tekizt, og sumir höfðu látið lífið á þessu ferðaiagi á sorg- legasta hátt, þeirra á meðal Sir John Franklin, sá, sem áður getur. En hann sigraði alla erl'iðleika. og komst a leiðarenda. Gervailur heim- urinn klappaði honuni lof í lófa Qg dáði afrek hans. En eriginn dáði það rneira en sjálfur hann. Af óþreytan- legri elju lýsti hann aíreksverkum sínum og félaga sinna og útskýrði í smáatriðum, í hverju sú staðreynd væri fólgin, að honum og þeim hefði tekizt að framkvæma það, sem allir aðrir höfðu ýmist gefizt upp við eða látið lífið við að öðrum kosti. Örvaður af náðum árangri hófst hann handa um að komast til norð- urpólsins fyrstur manna. En annað mikiímenni varð fyrra til. Iíann hætti því við áform sitt og leitaði í huganum að verðugu viðfang'sefni. Honum varð hugsað til suðurpólsins. Já, því ekki að verða fyrstur til þess að komast á suðurpólinn? Hann á. kvað að reyna það. Hann varð þess bráðlega áskynja, að annar heina- skautafari var búinn til slíkrar ferðar. Æðislegt kapphlaup hófst. Norðmaðurinn tók á öllu síriu, marg. háttaðri reynslu sinni og harðfengi- legri þjálfpn. Hann kynnti sér eftir föngum áætlanir og útbúnað keppi- nautarins, reyndi að finna þar veil- ur, sem sjálfur hann gæíi forðazt í undirbúningnum. Hann fann eina, þessa einu. Hinn hafði tekið með sér hesta. Sjálfur ætlaöi hann að hafa hunda og éta af þeirn kjötið, þegar hann hefði ekki lengur þörf fýrir þá til dráttar. Hann vissi, að hundakjöt hefur tvo meginkosti: Það er næringarríkt og það íjytur ekki einungis sig sjálft, heldur er það fyrirtaks ílutningatæki í líki drátt- arhundá. — Það er skemmst af að segja, að hinn fórst á leiðinni, en Norðmaðurinn hrósaði sigri. Norð- maðurinn lét hinn manninn njóta sannmælis og mat hann í sannleika mikils, svo sem vera bar. En hann íor ekki dult með orsök þess, að honum rnisheppnaðist, Og orsökiri var sú, að liami hafði tekið með sér

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.