Alþýðublaðið - 24.12.1952, Síða 19
1g w
Hugurinn beindist þó einkum að
skáldskap, og varð hann hugfanginn
af kenningum realista. Hafði Bertel,
sem var gleðimaður mikill á ytra
borði og viðræðukapþi, gengið á
fund meistarans Brandssar og verið
þar vel tekið. Ekki mun annað hafa
birzt eftir hann á prenti, þá er Verð-
andi kom út, en fáein smákvæði í
„Nönnu“ og „Skuld“.
Einar Iljörleifsson yar 22 ára að
aldri, hafði útskrifazt úr lærða skól-
anum vorið 1881 og var því nýgræð-
ingur á Hafnarslóðum. Ilafði hann
á síðustu skólaárunum hér heima
komizt í nokkur kynni við realism-
ann, lesið eitthvað af „Meginstraum-
um“ Brandesar og tíinarit þeirra
Brandesarbræðra, „Det 19. Aar-
hundrede". Snemma haföi hann tek-
ið að fást við skáldskap. í ritum
„Bandamannafélagsins“ svonefnda,
en þannig nefndist félag latínuskóla-
pilta, eru varðveitt nokkur æsku-
kvæði Einars og a. m. k. ein alllöng'
saga, „Sigurður og Anna“.. • Er hún
samin órið 1876, er höfundur var á
17. ári. Á skólaárunum. hér heima
höfðu einnig verið birtar eftir hann-
tvær smásögur, ,,Orgélið“ í -Þjóðólfi
1880—’81 og „Hvorn eiðinn á ég. að
rjúfa?“, ér Jón Ólafson gaf út-á
Eskifirði 1880. Báðar bassar sögur,
og þó einkum hin. síðarnefnda, eru
samdar eftir kokkabókum .realism-
ans. Er í síðari sögunni tékið til með-
ferðar félagslegt vi,ðfangsefni og
leyst samkvæmt.. frélsishugmyndum.
raunsæisstefnunpar.
Yngstur „Verðandi“-manna. var
Hanncs Ilafstcin, fséddur 4. des.
1861. ^ar~lTann. því aðeins tvítugur
að aldri. Ekki sjást þess merki,. að
hann hafi ort mikið á latínuskólaár-
um sínmn. Stundaði hann námið. af.
kappi og reyndist afburða r.ámsmað-
ur, jafnvígur, á allar rámsgreinar.
Hafði hann lokið prófi úf lœrða
skólanum vorið 3.88.0 pg ’þiglt, þá um
sumarið 'tii háskólanáms í lögfræði..
Hið fyrsta, sem eftir hann birtist á
prenti, mun hafa verið kvæðið
„Ásta“, er Matthias Jochumsson
prentaði í ,,Þj.óðólfi“ 21. maí 1880.
Þá höfðu komið út nokkur kvæði
eftir hann í „Skuld“ 1881 og ’82 og
,,Nönnu“ 1881. Höfðu sum þeirra
va'kið nokkra athygii þeirra manna,
er vel vonl dómbærir á gkál'dskap.
svo scm kvæðið „Til islands" (,,Eg
- JÖLAHELGIN ^
elska þig bæði sem móður og' mey“),
„Herhvöt gegn þjóðfjanda" og þó
einkum „Stórmur“, en það kvæði
birtist fyrst í „Skuld“ 13. janúar
1882. Þá hafði „Skuld“ einnig,
skömmu áður en „Verðandi“ kom út,
flutt hin snjöllu kvæði Hannesar
„Fuglar í búri“ og „Spréttúr".
4.
Veturinn 1881—’82 ókváðu þeir
J'jórmenningarnir. sem áður voru
Beí-tel É. Ó. Þorlöifsson.
nefpdir, Bertel. Einar. Gestur og
Hannes, að gefa út rit með skáld-
.skap sínum. Skyldi það vera ársrit
og .var boðað nýtt hefti árið -1883,
yrði hinU fyrsta vel tekið af íslenzkum
lesendum. Að sjálfsögðu var kostn-
.aðarhliðin við útg'áfuna alkeikið at-
riðij þar eð í hlut áttu fjórir náms-
menn, sem fæstir höfðu skotsilfur
umfram brýnar þarfir. En úr því
rættist. á þann hátt, að Tryggvi al-
þingismaður Gunnarsspn hljóp þar
undlr bagga og lánaði þeim fé til
útgáfunnar eða gekk í ábyrgð fyrir
þá gagnvart prentsmiðjunni. Tryggvi
var móðurbróðir Hannesar Hafstein,
eins og .kunnugt er. Rit sitt nefndu
þeir félagar ,.Verðandi“. Var það
raunsæisstefnan, sem tengdi hina
ungu, skáldhneig'öu stúdenta traust-
urn böndum, enda hefur þá váfalaust
drey'mt úm það állnnkia drauma, að
kveðja þeirri stefnu hljóðs í íslenzk-
um bókmenntum.
,,Verðandi“ var prentuð hjá S. L:
Möller í Kaupmannahöfn vorið 1882.,
Kom ritið hingað til lands í byrjun
maímánaðar. Það var í svipuðu broti
og „Andvari“, 140 bls. að stærð.
Hófst það á kvæðinu ,,Stormur“
eftir Hannes Hafstein, og fer naum-
ast á rnilli mála, að höfundur fagnar
í kvæði þessu hinni nýju stefnu,
realismanum, er hann líkir við
storminn, sem „loftilla, dáðlausa
lognmollu hrekur, og lífsanda starf-
andi hvarvetna vekur.“ Kvæðið er
því eins konar einkunnarorð ritsins
og bendir í sömu átt og’nafnið, að
höfundarnir telja sig til hins nýja
skóla. Næst á eftir upphafskvæðinu
birtist kafli úr „Brandi“ Ibsens í
þýðingu Hannesar. Þá komu sjö
kvæði eftii' Bertel, því næst sagan
„Upp og niður“ eftir Einar H.iör-
leifsson, síðan. átta kvæði eftir
Hannes, þar á meðal „Skarphéðinn
í brennunni“. Á eftir kvæðum
Hannesar birtist þýdd saga: ,,Sam-
vizkan góða“ eftir Alexander Kiel-
land, þýdd af Bertel. Þá kom „Kær- #
leiksheimili“ Gests. Lestina ráku
fjögur kvæði eftir Bertel og „Norð-
ur . fjöll'% átta ferðakvæði eftir
Hannes.
5.
Eins og ráða má af því. sem sagt
hefur. verið hér að framan frá Jóni
Ólafssyni og blöðum hans, var raun-
sæisstefnan ekki með öllu óþekkt
hér á landi þegar „Verðandi" barst
hingað með vorskipunum 1882. Rit
■dönsku og norsku raunsæisskáld-
■ anna liöfðu borizt hingaö lítils hátt-
ar, og einstaka maður komizt í kynni
við ,,Meginstrauma“ Brandesar.
Áttu hinár nýju kenningar sérstak-
iega góðan hljómgrunn meðal latínu-
skólapilta. Sér þess ljóslega stað, t. d.
i bréfum og dagbók Ölafs Davíðs-
sonai', en hann útskrifaðist úr latínu-
skólanum þetta vor. Eru hér nokkr-
ar setning.ar, gripnar héðan og það-
an úr dagbók hans veturinn 1881
—’82:
„Gekk alllengi með Stefáni Jóh.
Stefánssvni. .... Við töluðum um
„Brand“ eftir Ibsen.“ „Las „Ideal-
ismus og Realismus.“ ..Brvniúlfur
kom hér og talaði um Realismus.“
,.Fór til Brynjúlfs. Við ræddum um
Realismus og Reulistcr.“