Alþýðublaðið - 24.12.1952, Síða 25

Alþýðublaðið - 24.12.1952, Síða 25
mannkostina ljóma enn skærara við þessa mótsetning. Lát þessar „vondu“ persónur baka höfuðpersón- unum mátulega mikið böl til þess, að lesandinn- verði spenntur og fái dálítinn hjartslátt og að honum finnist eins og stórum steini létti af hjartanu í sér, þegar einhver góður „skolli" kemur úr einhverjum bless- uðum „sauðarleggnum“ og leiðir höfuðpersónurnar farsællega í hjóna- rúmið. — Hver kannast ekki við þessa forskrift? Og hver hrósar ekki súpunni, sé hún soðin eftir henni? Þessu næst víkur Jón að því, að Gestur Pálsson og Einar Hjörleifs- son fyrirlíti þessa forskrift. Þeir til- heyri báðir „hinni nýju andastefnu, sem nú hefur loks rutt sér til rúms á Norðurlöndum." Stefna þessi, real- isminn, sé eigi ókunn lesendum „Skuldar“, þar eð hún sé eina ís- lenzka blaðið, er hafi greint frá henni. Hún ein blaða hafi nefnt nafn Brandesar, að heita megi, en hann háfi vakið stefnu þessa. Kveðst hann þó vilja lýsa nokkru nánar en hann hafi áður gert, í hverju realisminn sé fólginn. Er hér dálítið sýnishorn af þeirri skilgreiningu: „Doktor Brandes vakti aftur þá kenningu, að þá fyrst væri skáld- skapurinn sönnu lífi gæddur, er hann hefði rætur í samtíð sinni, tæki til meðferðar þau mál, er væru áhuga- mál samtíðarinnar...... Realistinn tekur fólkið í sögum sínum úr bað- stofunni, af hlaðinu, af strætinu, úr þingsalnum, úr kirkjunni, úr dag- lega lífinu fyrir augunum á oss, og leiðir það fram fyrir oss eins og vér sæjum það lifandi...... Fyrst og fremst af öllu gæta þeir þess, að lýsa mönnunum hvorki verri né betri en þeir eru. Það er þeirra fyrsta atriði, að lýsingin sé sönn. Þeir vilja halda spegli uppi fyrir samtíð sinni og sýna henni: svona ert þú!“ Jón segir, að „K!ær]eikslheimili“ Gests Pálssonar sé nútíðarmynd úr sveitalífi á íslandi, og þar sé „trútt teiknað, skarplega séð eg skáldlega lýst.“ Gerir hann síðan nokkrar at- hugasemdir við sumar persónulýs- ingarnar, einkum lýsinguna á Jóni, er hann telur ekki sjálfri sér sam- kvæma. Því næst segir hann: ,,Þessi frumsmíð höfundarins er .... lof- andi vottur um, að vænta megi JÓLAHELGIN fleira fagurs og vandaðs sögusmíðis frá hans hendi, ef hann vill halda lengra í þessa stefnu, sem oss sýnist óefað að hann ætti að gera, því að sagnaskáldskapurinn virðist liggja vel fyrir gáfu hans.“ Þá snýr Jón sér að hinu sögu- skáldinu: „Einar Hjörleifsson hefur ritað sögu í „Verðandi“, sem hann kallar „Upp og niður“. Það er merkileg saga. Það er saga, sem hefur hneyksl- að flesta landa vora, sem hafa lesið hana. Og þetta teljum vér henni að miklu leyti til gildis, og höfundin- um teljum vér það hiklaust til gildis í alla staði, að hann hefur haft áræði til að vekja allan þann ógurlega for- dómsflaum á móti sér, sem hann má vísa von á eiga fyrir sögu sína. Sag- an er að mörgu mætavel rituð, hefur og ekki óverulega galla; en er yfir höfuð merkilegt tímanna teikn að skáldlegri stefnu til. En hvað sem því líður: Það er siðferðislegt þrek- virki af skáldinu, að hann hefur gef- ið hana út.“ Næst víkur ritdómarinn að kvæð- um Bertels: „Bertel Þorleifsson hefur ort all- mörg kvæði í „Verðandi“. Það má finna mörg skáldleg og vel kveðin vísuorð í kvæðum þessum, sums staðar dásnotrar hugsanir, enda jafnvel heil erindi vel kveðin; en flest eru það smámunir, og ekkert af kvæðunum er heilsteypt listaverk; ekkert af þeim það afbragð, að með vissu votti, hvort höfundur muni vera sannlegt skáld eða ekki. Um formið er honum mjög örðugt.“ Gagnrýnir Jón síðan margt í kveð- skap Bertels og bendír á ýmsar smekkleysur, er þar megi finna. Um kvæðið „Barnafoss11 farast honum svo orð, að það sé eiginlega ekki ann- að en þjóðsagan rímuð. „Skáldlegri þykir oss óneitanlega meðferð óvin- ar vors, Bessastaða-Gríms, á þessu sama efni, heldur en vinar vors, Bertels, og það þótt Gríms kvæði sé rómantískt, en Bertels realistískt.“ Jón .kveðst ekki hafa kosið að minnast á innihlad „Verðandi“ í þeirri röð, sem það sé flokkað í rit- inu, en að því leyti haga sér „eins og sælkeri, sem geymir sér g'ómsætasta réttinn þar til síðast, er hann borð- ar, svo að hann hafi ljúfffengasta bragðið í munninum, er hann hættir. — 25 — Eins ætlum vér að enda á Hannesi Hafstein.“ Dómur Jóns um Hannes Hafstein er ákaflega lofsamlegur, Kveðst hann aldrei með jafnmikilli gleði hafa getið um ritverk íslenzks skálds sem nú um það, er Hannes á í „Verðandi“. Ekki sé það þó af því, að hann taki Hannes fram yfir öll hin eldri skáld þjóðarinnar, enda dytti sér ekki í hug að bera tvítugan æskumann saman við fullþroskuð og viðurkennd skáld. En „það er þetta, sem gleður oss, að Hanr.es fer þegar í stað langt fram yfir allar þær von- ir, sem maður hefði mátt gera sér um byrjanda, ekki sízt byrjanda á hans aldri. Vér sýnum engum órétt- læti í því, þótt vér segjum, að aldrei hafi neinn höfundur hjá oss komið fram svo þroskaður sem hann á jafn ungum aldri.“ Jón ræðir um orðaval Hannesar og form, sem hvort tveggja sé á svo háu stigi, að nálega sé dæmalaust hjá byrjanda. Minnist hann síðan á hvert einstakt kvæði, og lofar sér- staklega „Skarphéðin í brennunni“, „Gleði“, „Nei, smáfríð er hún ekki“ og ferðakvæðin, sem honum þykja öll svo fögur, að hann segist gefast upp við að lýsa þeim eða taka eitt fram yfir annað. Lýkur kaflanum um kvæði Hannesar á þessum orð- um: „Veiti það hamingjan, að fram- haldið megi svara til byrjunarinnar!“ Ritdómur Jóns endar á þessum orðum: „ „Verðandi11 er vottur nýrrar stefnu — vottur þess, að vor upp- rennandi skáld eru börn samtíðar sinnar á Norðurlöndum. Það er heldur eigi svo, að vér tökum þessa stefnu fram yfir hina eldri. En vér verðum að auðugri, er vér fáum hana líka í skáldskap vorum og bók- menntum. Vér erum eins og blómst- urelskarinn, sem gleðst yfir að fá nýja tegund blóma í garðinn sinn, ekki fyrir það, að hann endilega taki nýja blómið fram yfir þær teg- undir, er hann á þar áður, heldur af því, að garðurinn prýkkar við, að auðgast af nýjum tegundum. Vér missum ekki hið eldra, þótt það nýja bætist við. Og svo — það er kannske veik- leiki — svo unnum vér alltaf því, sem ungt er.“ Framhald á n síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.