Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Frétta stjóri: Jónas Krisljánsson Auglýsingastj Sigurjón Daviðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu símar 18300—18305 Skrii stofur Bankastr 7 Afgr.simi 12323 Augl sími 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 Áskriftargjald kr 90.00 a mán innan- lands — í lausasölu kr 5,00 eint - Prentsmiðjan EDDA h.i Mbl. forðast rökræður um stjórnarhættina Hér í blaðinu 1 fyrradag, var Mbl. boðið upp á rök- ræður um ein 10 atriði varðandi það, hvort stjórnarfarið hefði batnað síðan vinstri stjórnin lét af völdum. í helztu forustugrein sinni í gær, færist Mbl- alveg undan þess- um rökræðum, en endurtekur gamlan óhróður sinn um vinstri stjórnina. Rétt þykir að rifja það upp hér hver þau tíu atriði voru, er Mbl. vill ekki rökræða. Þessi atriði voru, að skuldir þjóðarinnar við útlönd, að frádregnum inn- eignum bankanna, hafi aukizt verulega síðan vinstri stjórnin lét af völdum, að útgjöld ríkisins hafi margfaldazt og álögurnar, sem það leggur á almenning, þó aukizt enn meira. að kaupmáttur daglauna verkamanna og iðnaðarmanna sé minni nú, en í tíð vinstri stjórnarinnar, að hagur landbúnaðarins hafi stórversnað vegna auk- ins kostnaðar og óhentugra lánskjara, að húsnæðisskortur hafi aukizt verulega að nýju /egna of lítilla íbúðabygginga, að aukizt hafi stórlega jafnvægisleysi í byggð landsins og tilheyrandi vandamál, að lánsfjárhöft og vaxtahöft, sem einkum draga úr framtaki hinna efnaminni, hafi stóraukizt, að skipulagsleysi og glundroði í fjárfestingarmálum hafi vaxið úr hófi fram, að verðmæti gjaldmiðilsins — krónunnar — hafi rýrn- að svo stórkostlega vegna óðadýrtiðar að það sé nú í mörgum tilfellum helmingi minna en fyrir sex árum að afsalað hafi verið hinum einhliða rétti til útfærslu á fiskveiðilandhelgina, en hann átti þjóðin óskertan fyr- ir sex árum. Þetta eru þau atriði, sem Mbl. treystir sér ekki til að rökræða um, heldur svarar með útúrsnúningum Sú afstaða blaðsins er skiljanleg. Því meira, sem þessi mál yrðu rökrædd, því betur myndi pað koma í Ljós að engin ísl. stjórn hefur notað verr mikið góðæri en núv. ríkisstjórn. Goldwater og Mbl. Það er eins og andi Goldwaters nati haldið um penn- an hjá þeim ritstjóra Mbl., er skrifaði forustugreinar þess í gær. Uppistaðan í áróðri Goldwaters er að reyna að sanna það, að andstæðingar hans séu hálfkommar eða undirlægjur kommúnista. Mbl. reynir í gær að sanna kommúnisma á Tímann með því að snúa út úr grein um Pólland, þar sem sagt var, að hinn forni frelsisandi lifi þar enn góðu iífi. Mbl. segir, að Tíminn hafi sagt, að frelsið lifi góðu lífi í Pól- landi. Hvílíkur útúrsnúningur þetta er, sést bezt á því, að frelsisandinn lifir oft beztu lífi. b e á almennast og einlægast fvlgi hjá viðkomandi þjóð, meðan verið ei að berjast fyrir frelsi. Hins vegar vill frelisandinn þvj miður oft dvína eftir að frelsið er fengið. Ef andi Goldwaters heldur áfram að svífa vfir vötnum Mbl.. mun Mbl ekki gefast upp við þennan útúrsnún- ing sinn, heldur endurtaka það mörgum sinnum, að Tím- inn hafi lofsungið kommúnismann i Póllandi Slíkir eru bardagahættir Goldwaters. Slíkar voru og vinnuaðferðir annars leiðtoga, sem Mbl. var lerigi hnfið af. Forustugrein úr „New York Times“: Sigur Goldwaters í forseta- kosningunum væri þjóðarógæfa Utanríkisstefna hans er gálaus og innanríkisstefnan óhugsandi. MEÐ tilnefningu Barry Goldwaters öldungadeildarþing manns til forsetaframbo\s hef ir hægri armur Republikana- flokksins loks unnið þann sig- ur, sem hann hefur barizt fyrir árum saman. Honum hefir tek- izt að tilnefna sem forustu- mann flokksins og merkisbera mann, sem er fulltrúi hins á- kafasta afturhalds. Þetta verk var kórónað, með því að til- nefna varaforsetaefni í sam- ræmi við vilja Goldwaters. Þessi armur vísaði á bug öllum tilraunum til frjálslyndrar af- stöðu á flokksþinginu og hef- ir nú tögl og hagldir allrar flokksvélarinnar í eigin hönd- um. Sigur hægri-byltingarmann- anna í Republikanafloknum er alger. Hann er svo fullkominn, að ekki getur talizt, að á flokks þinginu í San Francisco hafi verið um neina tilhliðrun að ræða við hina hófsamari flokks menn, hvað þá framfarasinn- aðri arm flokksins. FYRIR hálfu ári hefði eng- inn spáð Goldwater þessum al- gera sigri, en hann stafar af mörgum ástæðum og margvís legum. Ein hinna veigamestu ástæðna er sú, að einn snarasti þáttur flokksvefsins, héraðs- nefndarmennirnir. umdæma- leiðtogarnir, starfsmenn flokks ins meðal fólksins, einkum vest an Alieghanifjalia og sunnan Potomacár, — aðhyllast, þá stefnu, sem Goldwater öldunga deildarþingm., er fulltrúi fyr- ir. Þetta voru þeir fylgjendur Republikanafloksins. sem Ro- bert Taft studdist einkum við á flokksþinginu 1952. Þeim hef ir árum saman fundizt að „frjálslyndir“ austur-fylkja- menn hafi snuðað þá um út- nefningu forsetaefnisins Og nú fá þeir loks sína umbun Vér viðurkennum að þessi hópur rnanna sé mikilvægur > flokknum. en vér trúum ekki, að hann sé fulltrúi meirihluta republikanskra kjósenda, né hafi verið á undangengnum ár- um Benda hvorki skoðanakann- anir né úrslit fulltrúakjörs á flokksþingi til þess að svo sé eða hafi verið. Samt sem áður hafði þessi armur flokks- ins öll völd á flokksþinginu ' San Francisco og afleiðingar þess eru nú orðnar söguleg stað reynd. FYLGI Goldwaters öldunga- deildarþingmanns kann að vera takmarkað eins og nú standa sakir. en það er auðvitað hvergi nærri takmarkað við þennan hluta hinna tryggu flokks manna Minnast ber einnig öfga mannanna lengst til hægri. sem létu svo mjög til sín heyra og að sér kveða á flokksþinginu í San Francisco Enn kemur til sá óþekkti og ógnandi fjöldi, sem er andstæður og óttast félagslega og þó fyrst og fremst efnalega innrás negranna í það veldi, sem þeir hafa til þessa haft út af fyrir sig. Þessir menn trúa því. að þeim komi betur saman við Goldwater og Repu- GOLDWATER blikanaflokk hans en Demo- krata, sem er og efalaust rétt, og hann reyndi að koma þeim í skilning um í stefnuskrárræðu sinni. Að lokum ber að nefna þá Bandaríkjamenn, sem fýsir að hverfa aftur til upprunans. pólitískt talað. Þeir þrá fortíð ina, sem þeim finnst að hafi verið einfaldari en samtíðin siðferðilega traustari og lotið betra skipulagi. Þeir vilja full næingu þessarar þrár í póli- tískum athöfnum og Goldwater er þeirra maður, með sínar beinu, einföldu lausnir hinna flóknustu vandamála. EN Goldwater er ekki full- trúi framsækinna nútímamanna sem hafa ráðið Republikana flokknum í heilan mannsaldur og notið stuðnings meginhluta hinan óbreyttu liðsmanna.Hann er ekki rétti maðurinn til að ráða fram úr vandamálum þeirrar aldar, sem við lifum á Hann er ekki rétti maðurinn til að ráða örlögum Bandaríkj anna næstu fjögur ár. Utanríkisstefna hans er þvert á móti gálaus og stefan i innan- ríkismálum óhugsandi. Og sama má yfirleitt segja um sjónar- miðin sem fram komu á sam- komunni, sem útnefndi hann tli forsetaframboðs. Pólitísk heimspeki Gold- waters er mótsagnakennd og ruglingsleg, að svo miklu leyti sem um hana er að ræða Full yrðingar hans og atkvæði í þinginu hafa hvað eftir annað sýnt tilhneigingu til þjóðernis og hernaðarstefnu Hann hróp ar aðra stundina á dreifingu valdsins en tekur á næsta andai taki afstöðu, sem krefst enn meiri samdráttar Valds en nú tíðkazt. í öðru orðinu talar hann um frelsi, en segir i sömu andrá, að „öfgar til varna frels inu“ séu „ekki neinn löstur-1 Þetta er hvorki meira né minna en sú gamla kenning, að til- gangurinn .helgi meðalið, en hún er gersamlega andstæð allri bandarískri hefð. ÚTNEFNING Goldwaters sem forsetaefnis er reiðarslag fyrir Republikanaflokkinn. Hann er hinn hörmulegasti ó- sigur fyrir alla frjálslyndari íhaldssemi. Scranton ríkisstjóri á lof skilið fyrir heiðarlega, en ef til vill síðbúna tilraun til að bjarga Republikanaflokkn- um. En Rockefeller ríkisstjóri er þó sá leiðtogi flokksins, sem mestur heiður ber, þrátt fyrir ósigur hans. En ákvörðun flokksþingsins um framboð þeirra Goldwaters og Millers er þó annað og Yneira en ógæfa fyrir Republik anaflokkinn. Hún er ógnun við þjóðina. Afstaða Goldwaters til kjarnorkuvopnanna, aðferðir hans til að sigrast á kommún- ismanum, skoðanir hans i mann réttindamálunum, viðhorf hans til atvinnumála. lýðhjálpar, al- mannatrygginga, fræðslumála, fátæktar, skattamála o.s.frv.. eru aðeins nokkrar af ástæðun- um fyrir því, að kjör hans sem forseta væri þjóðarógæfa. Það kemur manni til að draga al- varlega í efa þroska og stað- festu þjóðarinnar, að maður með slíkar skoðanir skuli út- nefndur til forsetaframboðs á slíkri samkundu annars aðal- flokksins í iandinu, eða öllu heldur því, sem eftir er af flokknum. T f M ’ N N, föstudagur 24. júlí 1964. — r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.