Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE
KONA CHURCHILLS
133
ir, á hún það til að hringja í Bar-
low Wheeler og lesa hana yfir hon
um. Síðan spyr hún: „Er nokkuð
í þeasu, sem kynni að móðga ein-
hvern?“ Þessa gætir hún af gaum-
gæfni.
í flestum kjördæmum hafa þing
mennirnir sérstaka viðtalstíma,
þar sem þeir veita fólki, sem á í
einhverjum vandræðum, áheyrn
og þar sem það getur leitað hjálp-
ar þingmansins. Vegna þess, hvern
ig stöðu Winstons er háttað, er
þetta ekki unnt í Woodford
Skrifstofan mundi fyllast af fólki,
sem ekkert erindi ætti og kæmi
í því eina skyni að geta hælt sér
af því eftir á, „að hafa átt persónu
legar viðræður við Churchill."
En samt sem áður njóta íbúar
Woodfordkjördæmis betri fyrir-
greiðslu en flestir aðrir. Er það
vegna þess að Winston heldur úti
mi'klu starfsliði til að sinna þeim
bréfum, sem berast úr kjördæm-
inu. Yfir starfsliðinu er kona, sem
kölluð er kjördæmiseinkaritari
þans. Mörg þeirra eru svipuð að
efni og eru afgreidd eftir vissum
reglum, eins og til dæmis bón um
aðgöngumiða á áheyrendastúkum
Neðri málstofunnar, en önnur eru
alvarlegra efnis. Ekkja sem ekki
fær framfærslueyri sinn greiddan,
skrifar, örkumla faðir þarf nauð-
synlega að fá son sinn leystan úr
herþjónustu, ung hjón lenda í
málaferlum út af íbúð o.s.frv. o.s.
frv. Slíkar málaleitanir fá mjög
góða afgreiðslu, enda eru þau öll
jsend til viðkomandi ráðherra á-
j samt meðfylgjandi athugasemd:
„Sir Winston vildi gjarnan fá um-
sögn ráðuneytisins um þetta."
Tveimur dögum síðar fær Winst-
l on umsögnina — undirskrifaða
persónulega af ráðherra, en ekki
!af fjórða ritara hans eða skrifstofu
, blók Það má vera að hinum þakk-
jláta kjördæmisíbúa sé það ekkí
kunnugt, en sannleikurinn er sá,
að það er Clementine sem átti upp
tökin að svo skjótri og góðri af-
greiðslu mála.
Við kosningaundirbúninginn
verður hún formlega yfirstjórn-
andi kosningabaráttunnar. Á með-
an á undirbúningi undir kosning-
arnar 1955 stóð, ferðaðist hún
þrisvar um allt kjördæmið og kom
þá á nefndarfundi, átti viðræður
við íhaldsleiðtoga, fór viðurkenn-
ingarorðum um sjálfboðaliðana og
j lét sérhverjum finnast sem það
j væri hann eða hún ein, sem hún
I setti allt sitt traust á við kosninga
j undirbúninginn. Hið sífellda góða
! skap hennar, eljusemi hennar, hve
I snjöll hún var við að koma á rétt-
jan stað á réttum tíma — allt þetta
hafði sömu fjörgandi áhrifin á
herinn hennar litla og Monty hafði
haft á Eyðimerkurrottur sínar.
Og þegar Winston kom til að tala
á stuðningsmannafundi var hún
alltaf við hlið hans á ræðupallin
um.
Kosningadaginn koma þau Clemen
tine og Winston til Woodford um
miðjan morgun og aka urn göturn
ar í bíl, sem búinn er gjallarhorni.
Hádegisverð snæða þau venjuleg-
ast á heimili einhvers vinar síns og
síðan sér Clementine um, að Win-|
ston sofi í eina eða tvær stundir. j
Áður en þau snæða kvöldverð i
aka þau enn um göturnar, en íj
þetta sinn koma þau á kjörstaðina
og á kosningaskrifstofurnar til að
heilsa og hvetja starfsmennina Eft
ir að þau hafa snætt léttan kvöld
verð fara þau til Ráðhússins til
að vera viðstödd lokaathöfn dags-
ins —• talningu atkvæða.
Spennt og eirðarlaus, en bros-
andi ganga þau á milli borðanna,
þar sem talningamenn eru önnum
kafnir, en stanza þó stöku sinnum
j til að spjalla við einhvern sýslu-
jmanninn eða aðra gamla vini Síð
1 an dregur Winston sig í hlé inn
i í herbergi, þar sem meira næði
j er og þar sem hann getur í friði
^fengið sér vindil, á meðan hann
j hlustar á tölurnar úr öðrum kjör-
j dæmum, sem lesnar eru upp í út-
J varpinu.
í Woodford er ekki mjög stórt
kjördæmi og venjulega er talningu
, þar lokið um miðnætti. Um stund-
arfjórðung fyrir miðnætti fer Win-
ston til Ráðhússins á ný til að
athuga hvernig gengur og hvort
líkur séu til að hann fái stærri
j eða minni meirihluta en síðast. Og
í huganum undirbýr hann ræðuna,
sem hann þarf að halda þegar úr-
slitin liggja fyrir.
Tilgangur ræðunnar er að þakka
kjörstjóra og aðstoðarmönnum
hans fyrir gott skipulag á kosning-
unum og Winston gleymir því
aldrei.
Venjulega tekst honum að koma
að einhverju lofi um „þetta íhalds
sama virki“ en annars minnist
hann ekki á stjórnmál.
Strax og ljóst er að hann hefur
náð endurkosningu, gengur hann
til andstæðingins síns og segir:
„Það er augljóst að ég muni þurfa
að halda þakkarræðuna og þér
munið tala á eftir. Eg hef ekki í
hyggju að minnast neitt á stjórn
mál, heldur að þakka kjörstjóran
um unnin störf. Eg vona, að þér
séuð því samþykkur?“
Þetta er allt afskaplega vingjarn
legt og kurteist. Kosningarnar í
Woodford einkennast sjaldnast af
illvilja eða persónulegum svívirð
ingum. Hvað snertir andstæðing-
inn, er það að minnsta kosti póli-
tískur heiður að hafa verið valinn
til að heyja baráttu við mesta
stjórnmálamann aldarinnar, og
hann kann vel að taka ósigrinum.
Þá er komið að því að frambjóð
endurnir tveir gangi út á svalirn
ar til að hlusta á kjörstjórann
kunngera úrslitin fyrir mannfjöld
anum, sem safnazt hefur saman á
götunni. Alltaf eru háværust
fagaðarhrópin til heiðurs „skugga-
þingmanninum“, sem stendur á-
nægð við hlið sigurvegarans.
íhaldsmennirnir í Woodford
hlakka alltaf til að fá boð Clemen
tine um að heimsækja Chartwell
og skoða garðana og landareign-
ina þar í sumarskrúða. Þetta eru
hópferðir — ef til vill nefndar-
menn framkvæmdanefndar íhalds
félagsins, ráðgjafanefnd kvenna,
eða hópur af yngstu stuðnings-
mönnunum. Hópnum er ekið í lang
ferðavagni til Kent.
Clementine tekur sjálf á móti
gestum sínum og býður þeim til
stofu að hitta Winston, sem hefur
mikla ánægju af þessUm óform-
legu síðdegisboðum.
Frú Doris Moss, núverandi for-
, maður íhaldsfélagsins í Woodford
I hefur tekið þátt í nokkrum slíkra
ferða. Hún sagði: „Hún hagar
þessu afar skynsamlega. Hún gæt-
ir þess að fólkið þyrpist ekki í
kringum Winston og troði honum
um tær með því að halda því á
stöðugri hreyfingu og vísa því á
fallegustu staðina á landareigninni
Áður en máður veit af, hafa allir
tekið í hönd hans og eru svo fyrr
en varir komnir í allt annan hluta
landareigninnar til að skoða blóm-
in Svo að þá getur Winston skotizt
ó burt og gert það, sem honum
bezt líkar, án þess að þurfa að
hfa áhyggjur.
Barlow Wheeler fer
venjulegast með hópnum og kynn
ir fólkið fyrir þeim hjónum. Á
því kveðst hann hafá afar einfalt
form: „Eg raða þeim upp í röð og
fer síðan með þau inn í dagstof-
una til að hitta lafði ChurchiU.
Síðan snýr hún sér við og segir
„Þetta er maðurinn minn,“ eins
og enginn hefði haft hugmynd um
það fyrr. Þetta finnst mér allsnot-
urt af henni. Sumir verða samt
hálfklumsa. Ef til vill búast þeir
við lúðrablæstri og rauðklæddum
dyraverði, sem hrópar: „Æruverð
ugur sir Winston Churlchill, þing-
maður fyrir Woodfordkördæmi“,
eða eitthvað í þá áttina. En það
er öðru nær. Það er bara „Þetta
er maðurinn minn“ og allir líta í
kringum sig til að sjá hvernig
þessi eiginmaður hennar lítur út.
Eg get aldrei varizt brosi. Eg veit
ekki, hvernig það fer fram, þegar
þau taka á móti erlendu tignar-
fólki eða diplómötum, en þegar
um venjulegt fólk eins og okkur
er að ræða eru þau eins og hver-
45
þig ekki meðan hann var hérna,
sagði Lenora yfirlætislega. — En
við vorum að leika golf allan tím-
ann og borðuðum úti líka. En
hann kemur aftur í september og
vonaðist til að hitta þig þá.
— Það var vingjarnlegt af hon
um, en ég verð mjög önnum kaf-
in. Ég ætla að fara til Kaliforníu
í október með Brett. Hann hefur
beðið mig að hjálpa sér að finna
góða íbúð og koma sér fyrir.
— Þú virðist ekki neitt himin
lifandi við tilhugsunina.
Lenora leit athugqjl á hana. —
Ég hélt þú mundir vera það.
— O, það verður sjálfsagt
skemmtilegt, en ég neyðist víst
til að taka þessa bölvaða hönd
með mér. Nan hreyfði hægri hend
ina eilítið. — Mér finnst hún
sifellt verða máttlausari, ég get
varla haldið á bollá' með henni.
— Nú, en þetta verður heldur
ekki innflytjendalíf hjá þér, eng-
inn væntir þess að þú þurfir að
höggva við og b.era vatn, svaraði
Lenora án vorkunnsemi. — Jæja,
svo að Brett ætlar þá til Kaliforn-
íu eftir allt saman? Ég hélt að
hann vildi ekki taka við þessari
stöðu?
— Nei, hann ætlaði fyrst að af-
þakka hana, en svo áttaði hann
sig sem betur fór og uppgötvaði
að hann var erkifífl að dansa eft-
ir duttlungum Tracy. Mark sýnir
það skýrt, þessa daga, að hann
hefur fyrsta veðrétt í henni,
hvort sem hún er minnislaus eða
ekki.
Hann er náttúrlega alltaf jafn
heillaður af henni, býst ég við,
sagði Lenora og vottaði fyrir
hörkudrátt um kringum munn-
inn. Nan yppti öxlum.
— Eg geri ráð fyrir því, þótt
mér finnist samband þeirra ansi
skrítið. Þau hafa hvort sitt svefn-
herbergið og í öðru lagi reynir
hann allt hvað hann getur að kom
ast undan því að fara með hana
í ferðalag. Ég hef grun um að
hann trúi ekki, að hún hafi feng-
ið minnið aftur, og að hún láti
sem svo, til að gera honum lífið
léttbærara.
— Og þú trúir ekki á það held-
ur, sýnist mér? spurði Lenora
hugsi. — Og fyrir nokkru trúðir
þú ekki að hún hefði misst minn-
ið.
— Ég veit ekki, hverju ég á að
trúa, þetta er allt svo ólýsanlega
flókið. Það er að minnsta kosti
ekki líkt Tracy að fórna nokkru
fyrir Mark. En það getur komið
til greina, að ef hún man í raun-
inni ekkert, þá hafi hún snefil af
samvizkubiti vegna þess sem hún
lét hann gera fyrir . . .
Hún steinþagnaði og greip hönd
fyrir munninn.
— Fyrir hana? Hvað vai það
sem hann gerði fyrir Tracy? Er
það eitthvað í sambandi við mann
inn, sem þau keyrðu niður? Rödd
Lenoru hækkaði, — í guðs bæn-
um segðu mér, hvað gerðist eigin
lega þá nótt? Eg er góður vinur
ykkar og mér þykir vænt um . . .
ykkur öll, og ég verð að fá að vita
það.
— Ég hefði ekki átt að glopra
þessu út úr mér! Nan virtist mjög
örvæntingarfull. — Ég hef svarið
þess dýran eið að segja það eng-
um og Mark mun flá mig lifandi,
ef hann fær að vita, að ég hafi
svo mikið sem gefið í skyn . . . En
ef þú gefur mér drengskaparlof-
orð ....
— Ég hélt ekki að það væri
nauðsynlegt að biðja um það, en
ef þetta er svo óttalegt, að þú
þarfnast þess er það sjálfsagt.
Hvað gerði Mark þessa nótt?
Þær höfðu gleymt að beygja við
rjóðrið og gengu áfram í áttina
_
V *" v.
MARGARET FERGUSON
að kastalarú'tunum. Hvorug
þeirra veitti því athygli.
— Það var ekki Mark, sem ók
bílinum þessa nótt, það var Tracy,
sagði Nan stuttlega, — það var
hún sem ók svo glannalega, að
hún sá ekki hjólreiðamanninn,
fyrr en áreksturninn varð. Þá
missti hún alla stjórn á sér og
hélt áfram í ofsahræðslu. Mark
tókst ekki að láta hana nema stað
ar. Nokkur vitni sem komu að,
sáu númerið á bílnum og það var
engum erfiðleikum bundið fyrir
lögregluna að hafa upp á okkur.
Mark tók á sig alla sök, vegna
þess að Tracy fékk taugaáfall og
trylltist algerlega þegar hún skildi
að fangelsisvist vofði yfir henni.
Og hún lét hann taka á sig sök-
ina, — án þess að blikna.
Þau voru komin að rústunum
og Lenora settist á stein án þess
að mæla orð af vörum.
— Svo að þannig gerðlst það,
hrópaði hún að lokum. — Okkur
fannst öllum einkennilegt, að
Mark gæti hegðað sér svona.
Skelfilegir fávitar vorum við að
detta p! ki sannleikurinn í hug,
við þekktum svo sem Tracy. Og
hvað gerist núna?
— Gerast? Ekki neitt. Nan fór
ofan í vasa eftir velktum sígarettu
pakka. Svo kveikti hún í sígarettu
með óstyrkum höndum.
— Hann er kominn heim eftir
að hafa setið í fangelsi og fram-
tíð hans sem fornleifafræðings er
langt frá því að vera tryggð, en
hann staðhæfir enn, að þetta hafi
verið þess virði. Hvernig honum
kann að líða innst inni er annað
mál, en hann mun aldrei láta
neinn fá minnsta grun um það,
og' það veiztu, þú þekkir Mark.
— Það ætti að neyða hana til
að segja sannleikann núna? Getur
þú ekki gert það?
— Þá er allt til einskis, sem
Mark hefur lagt í sölurnar og
hann yrði kannski settur aftur í
fangelsi fyrir að hafa logið fyrir
réttinum? Að hvaða gagni kæmi
það? Hún hefur hann í vasanum.
Ef hún hefur fengið minnið aftur
leikur hún undirgefna eiginkonu
af miklum hæfileikum og ef hún
hefur ekki fengið minnið finnst
Mark sjálfsagt þetta vera að meira
eða minna leyti sín sök, því að
hún hefði ekki lent í neinu flug-
slysi, ef hann hefði ekki setið í
fangelsi. Hann á sér hvergi björg-
unar að vænta.
— Ég neita að horfast í augu
við það. Það hlýtur að vera ein-
hver leið til að neyða . . .
— Nei! Nan leit kvíðin á hana.
— Þú lofaðir mér, að þú mundir
ekki orða þetta einu orði við lif-
andi manneskju, ekki einu sinni
við Mark og þú verður að halda
þau orð. Hann mundi leggja hatur
á mig það sem eftir er, ef hann
vissi, að ég hefði sagt þér frá
þessu. Gerðu það fyrir mig Lenora
að þegja!
— Gott og vel, munnur minn
er innisiglaður að eilífu, Lenora
reis á fætur.
— Brett hefur að minnsta
kosti sloppið, sagði hún hugsi. —
Hvernig datt honum í hug
ætla að afþakka starfið í Kall-
forníu?
— Vegna þess hann hélt að
hann treysti sér ekki til að búa
undir sama þaki og hún þangað
til í október án þess að gera
eitthvað heimskulegt, býst ég við.
Ég veit ekki, hvað kom vitinu fyr
ir hann, en ég er að minnsta
kosti mjög glöð yfir því.
Þær voru komnar út á veginn
aftur og Nan bætti við eilítið hik-
andi:
— Sannleikurinn er sá, að ég
held, að Mark sé á þeirri skoðun,
að það sé eitthvað á milli þín og
Bretts . . .
— Brett og mín? sagði Lenora
j og brosti, en Nan þagnaði. —
Veslings Mark! Hann er svo róm-
antískur og heldur að hægt sé að
hnýta slitna þræði saman og gera
úr þeim litlar fallegar slaufur af
ást og hamingju! Ég þarf að
koma við á pósthúsinu, við sjá-
umst bráðlega!
Daginn eftir fór Brett til Lond-
on. Hann hugðist vera að heiman
nokkra daga. Það var erfitt að
finna ástæðu til að vera alveg
burtu frá Pilagrims Bam næstu
vikurnar án þess að forvitni hinn
ar væri vakin svo og grunur
Marks, en hann vonaði, að það
tækist. Nú fékk hann nokra
daga hlé — þótt hann vissi eigin-
lega ekki sjálfur hvers konar hlé
það væri eða frá hverjum. Hann
taldi sér trú um, að hann reyndi að
14
T í M I N N, föstudagur 24. júlí 1964.