Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 6
RITSTJÓRI OLGA 'ÁGÚSTSDÓTTIR BorÖa ekki hafragraut nema fá selssvið með Litið inn á Reykhólum hjá Steinunni Hjálmarsdóttur og Tómasi Sigurgeirssyni. Á Reyk-hólum í Barðastranda- sýslu búa hjónin Steinunn Hjálmarsdóttir og Tómas Sigur- geirsson. Þar var áður fornt höfuð ból og ber margt þess menjar. Húsfreyjan sýnir komufótki stað- inn og verður fyrst á vegi okkar timburkirkja 100 ára gömul, sem stendur vestan við bæinn. Hún var orðin alltof lítil og léleg svo að ráðizt var í að byggja nýja kirkju fyrir nokkrum árum. Nýjýa kirkjan er byggð upp á hóln- um þar sem gamli bærinn stóð áð ur og sést turninn á henni gnæfa við himinn úr nærliggjandi sveit um. Hér á Reykhólum er læknis- setur, prestssetur og barnaskóli, auk þess er landnám ríkisins með tilraunir hérna rétt fyrir ofan. En það sem ég hefi einna mestan áhuga fyrir eru hverirnir, segir Steinunn húsfreyja. Hér er mik- ið jarðhitasvæði og er synd- hve því er lítill gaumur gefinn. Skammt fyrir neðan bæinn eru nokkrir hverir og komum við fyrst að Grettislaug Það bullar og sýð- ur vatnið 102 stiga heitt og er ég vön að baka í honum brauð. Það genr enginn hér nema ég, það er synd að nota ekki það sem guð og náttúran gefa rnanni. Eg er lika vön að sjóða hangikjöt og þvo þvott í hvernum. Grettislaug hefur verið svona síðan 1920 og er hlaðið í kringum hana, það má líka sjá móta fyrir hornsteinunum að sundlauginni sem Grettir bað- aði sig í. i — Einu sinni átti ég eldavél sem hafði geymir er tók 2 fötur af vatni, heldur húsfreyja áfram, og var ég vön að sækja í þær sjóð andi heitt hveravatnið á veturnar, Steinunn Hjálmarsdóttir og Tómas Sigurgeirsson. Hverabrauð Steinunnar Steinunnar á Reykhólum. Blandið einum disk af hveiti kiíði saman við hverja 2 diska af rúgmjöli. Setjið saman við örlítið sykur, salt og natron og hellið á það sjóðandi vatni, og hnoðið brauðið. Ef til er súr- imjólk eða mysa þá blanda ég örlitlum sopa saman við. Læt svo þetta bíða í troginu og breiði yfir, það er svo hnoðað eflir nokkra tíma. Set svo brauðið í emeleraða fötu og baka það í hvernum í 2 sólar hringa. Það verður að vera tré hiemmur ofan á fötunni, ann ars rennur vatnið niður á brauð ið og allt verður rennandi blautt. það var oft erfitt að komast með þær heim í krapahríð, en með þessu móti hafði ég alltaf sjóðandi heitt vatn heima. Nú eru þeir farnir að leggja hitaleiðslu í hús- in og er það mikil bót frá því sem áður var. Miðhverinn er mikið not aður af konunum til þvotta og stendur alltaf til að byggt verði þvottahús við hann fyrir okkur, en framkvæmdirnar vilja dragast á langinn. Næst verður fyrir okkur Innsti- hver, en úr honum er heita vatnið leitt í sundlaugina. Inn í afgirtu svæði eru nokkrir hverir og kál- garður húsfreyju .Þar hafa hænsn in hreiðrað um sig i blómkálinu og hleypur Steinunn og stuggar þeim burtu Þetta eru skólahænsnin segir hún til skýringar, en þau eru eign skólastjórans og hefur hann þau í kjallaranum í skólahúsinu. ' í þessum hver er ég vön að sjóða kjöt, hann er hæfilega stór til þess. Nú er klukkan orðin átta og ef ég set hangiketið í hann núna, þá verður það tilbúið klukk an 11 í kvöld. Heljarmikill stein- pottur stendur rétt hjá hvernum og er hann geymdur þar svo að fljótlegt sé að grípa til hans þeg- ar þarf að setja kjötið yfir Eftir að hafa litast um, á staðn um er okkur boðið upp á kaffi. í eldhúsinu spjöllum við yfir kaffi- bollunum um gamla og nýja tím- ann. Á Reykhólum var mikið út ræði áður fyrr og bera gamlar naustir því merki. Allar afurðir voru fluttar á sjó, en nú liggur góð ur bílvegur um sveitina og eru fastar áætlunarferðir. Æðarvarp er þar töluvert og svo er mikið um sel. Selveiðarnar voru þó með minna móti í ár. Það var einhver meinvættur sem herjaði á selinn og styggði hann, svo að hann leit- aði í burtu, við höldum að þetta hafi verið búrhveli. Við höfum alltáf selsvíð á börðum hérna, ég kann nú ekki við að bera þau fram með kaffinu, en ég hef séð það gert einu sinni á æfinni og hefði ekki trúað því nema af því að ég sá það sjálf, segir húsfreyja það hefur líklegast verið að því að ekkert annað hefur verið til á heimilinu. — Eg ætla að bjóða ykkur upp á hverabrauð, sem ég er ný búin að baka í hvernum hérna fyrir neð an. Eg hef mína aðferð við að laga brauðið og er hún ekkert leynd- armál. Á kvöldverðarborðinu eru súrs- uð selssvið, það er nokkuð, sem ekki sézt á hverju borði nú á dög- um, en var þó algengur matur áður fyrr. Fólkið mitt borðar ekki hafragrautinn sinn nema að fá selsvið með. Selsvið, loppan sézt greinilega. — Ekki er hægt að segja að þau lokki svona fyrst í stað, loppan liggur á diski fyrir framan mig og líkist einna helzt hálf krepptum hnefa. Það er greinilegt fingralag á henni og meira að segja neglur. Eftir að hafa komið niður fyrsta bitanum er löngunin í seissvið orðin svo sterk að ég get hugsað mér að eta alla loppuna. í sann- leika sagt, þetta er herramansmat- ur. — Hann Tómas minn er vanur að svíða selssviðin fyrir mig á vor in og svo legg ég þau í súr, það er allur galdurinn, segir Steinunn. Hér birtum við uppskrift af hverabrauðinu hennar, sem allir lofuðu og luku við, svo að hún þurfti að fara að baka meira, I ásamt uppskrift af selssviðum sem við fundum í matreiðslubók. O. a. Þarna sr hverabrauð bakað. Ljósmyndir: Olga Ágústsdóttir. Súr sels- svið Selshaus er sviðinn yfir eldi. hreifarnir sömuleiðis, en gæta verður þess, að svíða hreifana a járnteinum, sem þenja út fitina, svo að þeir svíðist jafnt. Sviðin liggi í köldu vatni yfir- nóttina, skafin, þvegin og soð- in eins og önnur svið, te'kin upp úr og kæld og látin í góðan súr Einnig má borða sviðin ný, og þvkir hvort tveggja herra- mannsmatur Selkjötið má mat húa á margvíslegan hátt Venju legast er var. að sjóða það saltvatni með spikinu. Einn ig má búa tii úr því alls konar kiötrétti eins og úr öðru kjöti »r áður en það ei notað. verð m það að liggja í saltvatni eða ediksvatni yfir nóttina svo að hióðið síist út úr kjötinu Spik ið af selnum er saltað Þa^ verður að vera sterkur pæk'i' . á því Síðan er það soðið or ! borðað með soðnum fiski t T I M I N N, föstudagur 24. júlj 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.