Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 9
er varhugaverð barnapí an í Þýzkalandi sent út aðvör- un á flugmiðum. Þar er bent á „hina stöðugt vaxandi hættu, sem börnum okkar stafar af sjónvarpsskerminum“. Þar seg ir, að skermurinn ali börn okk ar upp sem gagnrýnislausa við gleypendur og skaði þau líkam- lega og sálarlega. Þessi harði dóimur stafar ekki af vanþekkingu kirkjunnar manna. Bak við hann liggur löng röð af vísindalegum rann- sóknum, sem unnið hefur ver- ið að í þýzkum og erlendum há skólum undanfarin ár. Niður- stöður lækna, sálfræðinga og uppeldisfræðinga voru allar jafn ógnvekjandi sem þær voru sammál^. Þannig segir m. a. barnalækn- irinn dr. Norbert Baumer, að meðal áhrifa sjónvarpsins á börn séu truflanir í hegðun og svenftruflanir, sem lýsa sér í óttatilfelluim og krampaköst- um, og stafi þetta af áhrifum titrandi myndanna á skermin- um. Hann skorar á foreldra að láta börn sín ekki verða sjón varpinu að bráð fyrr en þau séu orðin nógu þroskuð. Próf- essor Heinrichs styður Baum- er og segir sjónvarpið vera eins konar raf-ömmu, sem börnin flykkist í kringum, af því að foreldrarnir hafi engan tíma afgangs handa þeim lengur. Það er staðreynd, að sjón- varpið er þægilegt tæki til að friða jafnvei hinn versta óþekkt aranga. Það nægir að þrífa til sjónvarpshnappsins til að færa friðsæld yfir heimilið. Áhrif þessa nýja ömmustands kemur fram í því, að greind barn- anna minnkar. Þetta hefur ver ið prófað lengi í skólum í Þýzka horfa á allt kvöldsjónvarpið allt til loka. Hvað er satt í því, að sjón- varpið sé menntalind? Finnski vísindamaðurinn Rék ola, segir, að sjónvarpið flytji meiri vitneskju um fjarlægar þjóðir og lönd, um náttúru og sögu, en þessi vitneskja sé yf irborðskennd. svo framarlega sem ekki fylgja á eftir bækur og umræður um sömu mál. En þar sem sjónvarpsnotkunin er einmitt á kostnað bókalesturs, eru heildaráhrifin þau, að þekking sjónvarpsbarnsins á löndum og þjóðum. náttúru og sögu er minni en þekking sjón landi. Það var gréinilegúr múh '' varpslasa barnsins á sömu ur a hugsanagangi sjonvarps- hlutum barna og sjónvárpsláusrá barna, og einnig munur á sálrænu ör- yggi. Taugaflækjan kemur í humátt á eftir sjónvarpinu. Samkvæmt skoðanakönnun þýýzka kennararitsins horfa 93% þýzkra skólabarna á sjón- varp, og helmingur þeirra gerir það á hverjum degi. 23% mega Próf Wenke er enn gagn- rýnni. Hann lítur á menntun sem innri mótun einstaklings ins. Hann segist ekki geta fund ið samhengi milli fjölmiðlun- artækisins sjónvarps og mennt unar, nema þeii sem á horfa, hafi nóga lífsreynslu og dóm- greind. En það eru hlutir, sem börnin hafa ekki enn. Þannig á að horfa á sjónvarpið Fulltrúar svissneska fjölskyldumálaráðuneytisins hafa samið eftirfarandi lista fyrir þá foreldra, sem vilja hlífa börnum sínum við taugaveiklun og andlegu getuleysi af völdum sjónvarps. 1. Foreldrarnir og aðeins foreldrarnir ákveða, hvaða send- ingar börnin mega sjá. ★ 2. Kvöldsendingar eftir kl. 8 eru aðeins fyrir fullorðna, alveg eins og níu-sýningar á bíó. ★ 3. Barnið má ekki fá að ráðskast með sjónvarpstækið, al- veg eins og það má ekki éta súkkulaði og brjóstsykur allan daginn. ★ 4. Börn, sem eru yngri en níu ára, mega ekki horfa á sjónvarpið lengur en hálfa klukkustund, eldri börn ekki lengur en klukkustund á dag, því þau hafa ekki lengra andlegt úthald. ★ 5. Sjónvarpssendingarnar mega aldrei vera þungamiðjan, heldur ánngangur að samtali,:því að þá fyrst skilja börn- in það sem gerðist á sjónvarpsskerminum. 'ér 6. Það verður að skrúfa fyrir sendingar, sem ekki hæfa börnum, jafnvel þótt börnin láti illa yfir því. ★ 7. Ekkert barn, sem ekki er farið að ganga í skóla má horfa á sjónvarp. Barnið á í þessu tilfelli ekki heima fyrir framan sjónvarpið heldur í sandkassanum. KONUNNAR SEM KEYPTI MEÐ SJÓNVARPSTÆKINU sögur, sameiginlega leiki, garð né hopp og hí undir beru lofti. En hvað átti ég að gera? Eg hafði svo mikið að gera, og svo þarf ung kona líka tíma fyr ir sjálfa sig, ef hún ætlar að halda sér við, andlega og hvað útlit snertir. Það var erfitt að samræma það tveimur strákum. sem voru stöðugt í kringum mig. Eg gat ekki sent þá út á götu, þar sem umferðin brun- aði án afláts, og á gangstéttun um hleypur fólkið í flýti án þess að gæta að börnum. íbúð in sjálf gaf lítið svigrúm. Að- eins eitt örlítið barnaherbergi og dvergsmátt eldhús. og uppi á hanabjálka var aðeins rúm fyrir Frakka, hatta og regnhlíf ar. Stofan var að vísu nógu stór til leikja. en þar vildi ég hafa allt í röð og reglu, ef einhver skyldi koma í heimsókn Einfaldasta aðferðin til að fá börnin til að vera róleg, var að þrýsta á hnappinn á sjón- varpstækinu. Þá sátu strákarn- ir svo kyrrir, a'ö maður hefði getað heyrt snaumnál falla Það voru engin rifrildi, ekkert var á rúi og stúi, engar nöldurs legar spurningar: ..Mamrna. hvað eigum við nú að gera“ Eins og ég sagði, vissi ég að sjónvarpið var ekki rétta lausnin Einu si.nni. þegar strák arnir ætluðu ekki að vilja fara í háttinn nerna hafa séð „mann inn í sjónvarpinu". datt mér i hug grein um „Sjónvarpssýki harna“ sem ée hafði lesið ein hvers staðar. En ég ýtti þeirri hugsun frá mér Hvað gat ver- ið hættulegt við svona fallegar - iónvarpssendin'íar við barna haofi'’ Annað sinn. þegar tækið var : vjðgerð. settist ég hjá Andrési til að segja strákunum sögur En hann grét og heimtaði „manninn í sjónvarpinu" — hann verður að segja mér eitt hvað. sagði Andrés. Tómas sagði ergilegur: — Láttu hann vera, mamma, við höfum heyrt þetta áður með Hans og Grétu Eg varð óttaslegin . Hafði ég beðið ósigur í samkeppninni við sjónvarpið? Voru þeir orðnir vanir svo miklum víxlandi myndhrifum frá sjónvarps- skerminum. að hinir einföldu réttir, gömlu sögurnar og ljóð in úr myndabókinni. væru orðn ir gagnslausir? Svo var annað atriði. sem olli mér áhyggjum. Oft spurðu þeir báðir svo einkennilega Tómas. sem var sex ára, spurði- ..Mamma. þegar mér verður '•ænt. borgar pabbi þá líka hálfa milljón fyrir mig?“ Og þegar nágrannakona andaðist skyndilega og ég sagði þeim frá því, spurði Andrés spennt ur: „Hefur einhver skotið hana?“ Eg er hrædd við þessar hugs anir í ruglukollunum mínum. Eftir nokkra umhugsun upp- götvaði ég, að það var stutta glæpamyndin, sem sýnd var. þegar ég var að búa út kvöld matinn. Það var ekki ætlazt til, að strákarnir horfðu á þessar myndir. en því miður gleymdist oft að slökkva á tæk inu. Það er að segja. ég nennti ekki að verx alltaf að líta á klukkuna til að fara fram og slökkva á því. — ég nennti því ekki. Aðeins til að hafa það rólegra. hafði ég raunar yfir leitt haft kveikt á sjónvarpinu allt síðdegið Þannig gat ég blaðað í tímaritum án truflun ar eða talað langtímum sam an í símann Á kvöldin gat ég dúkað kvöldborðið í ró og næði og snyrt mig, áður en maðurinn minn kom úr vinn- unni. Auglýsingasjónvarpið hafði mest áhrif á strákana; þegar það var, sátu þeir blý- fastir fyrir framan það og störðu. Þá átti ég bezt upp- öldu börn í heimi. En annars? „Strákarnir eru mjög tauga- spenntir", sagði vinkona mín við mig í haust, þegar hún var í heimsókn hjá mér. Hún hafði sofið nokkrar nætur i barna- herberginu og tekið eftir, að eldri sonurinn, hrökk skyndi- lega upp úr svefninum, glennti upp augun, en án þess að vakna. horði i kringum sig og bullaði. Og sá yngri skalf oft í svefnin um Eg sjálf hafði enga hug- mynd um þetta, því ég sef jú ’ hjónaherberginu. Fyrir hálfu ári var ég með Andrés hjá lækni. Strákurinn Framhale * >3 «l*u J T í M I N N, fösfudagur 24. júli 1964. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.