Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 16
Föstudagur 24. júlí 1964 165. tbl. 48. árg. EIRÍKUR ALBERTSSON viS bllinn sinn. (Tímamynd, KJ). MED FULLAN BIL AF HLÆJANDI SJÓMANNSKONUM Á PALLINUM KH-Reykjavík, 23. júlí. Margt getur skemmtilegt skeð í ferðum um landið, jafn vel — og kannski ekki sízt — í stórum Bedford vörubíl. Það er að minnsta kosti álit Eiríks Albertssonar á Y-1246. Hann keyrir hjá Þrótti og segir, að það gerist eitthvað skemmti- legt í hverri ferð. — Heldurðu til dæmis ekki, að það sé skemmtilegt að taka fullan bíl af hiáturmildum og fjörugum sjómannskonum á pallinn hjá sér, eins og ég gerði í síðustu ferð?, sagði Eiríkur í viðtali við Tímann í dag. Og það var nú einmitt til- efni viðtalsins. Við heyrðum, að Eiríkur hefði tvisvar sinnum á ferð sinni frá Vestfjörðum til Reykjavíkur um siðustu helgi tekið að sér hlutverk hins miskunnsama Samverja og tek ið ógangfæra bíla á pallinn. — Segðu okkur söguna, Ei- ríkur. — Ég var á leið frá Vest- fjörðum til Reykjavíkur á sunnudag og ók þá fram á bil- aðan fólksbíl, Ford Comet, á Þingmannaheiðinni. Kúplingin hafði bilað, og fólkið var him- inlifandi að sjá mig, eða öllu heldur líklega bílinn, því að á þessari leið má það teljast einstök heppni að fá slíka hjálp. Nú, svo tók ég Fordinn á pallinn með öllu í, fimm kátum konum og tveimur karl mönnum. Og þetta er al- skemmtilegasti farmur, sem ég hef nokkurn tíma flutt. — Á hvaða leið var fólkið? — Þetta var Páll Friðberts- son, útgerðarmaður á Súganda- firði, sem var þarna að flytja sjómannskonur til fundar við eiginmenn sína, en þeir eru nú sem óðast að veiða síldina. Hann á bátana Ólaf Friðberts- son, Friðbert Guðmundsson og Sif, og á það víst ærið oft til að færa sjómönnunum eigin- konurnar. Ég geri ráð fyrir, að hann sé mjög vinsæll fyrir bragðið. Hann var líka með Fólksvagn á sínum vegum, fuil an af sjómannskonum, en hann þurfti nú ekki hjálpar við. — Og hvar sturtaðirðu af? — Ég fór með þau til Blönduóss og hefði helzt vilj- að flytja þau alla leið á Nes- kaupstað, þetta var svo fjör- ugt fólk. Ég heyrði stöðugt hlátrasköllin í gegnum vélar- Framh. á bls Slýið greint EJ-Reykjavík, 23. júlí. Fiskideild Atvinnndeildar Há- skólans liefur nú lokið rannsókn á sýnishomum af slýi því, sem undanfarið hefur lagzt í vörpur Vestmannaeyjabáta og stöðvað alla humarveiði. Rannsóknin leiddi í ljós, áð meginuppstaðan í slýitru er slím- kenndur vefur úr lægri dýrtnn, se:n ekki er unnt að greina tíl ákveðinnar tegundar vegna þess, hve vefurinn er kraminn og sund- urtættur. Að ytra útliti er þetta sem brúnar trefjar, og stafar lit- urinn að nokkru leyti af botn- leðju, en einnig af svifþörungum, sem setzt hafa í slýið. Pramhalo » 15. si8u. IITANFERÐ S.U.F. Norðurlanda- og Þýzkalands- ferð SUF. Önnur utanlandsferð Sambands ungra Framsóknar- man'na á þessu sumri, hefst 6- ágúst íi'æstkomandi og tekur 22 daga. Uppselt er í upphaflega á- ætlaðan sætafjölda, en af fimm viðbótarsætum, sem fengizt liafa, eru tvö enn laus. Þeint, sem áhuga kynmi að hafa, er bent á að snúa sér til ferðaskrifstofunnar Lönd og leiðir, sem gefur allar nánari upplýsingar. Fyrsti bilBinn yfir Tungnaáákláfnum ^ Nýl vatnsgeymirinn á Vopna- firSi. (Tímamynd-FB). VOPNFIRÐINCAR FA VATN FB-Vopnafirði, 23. júli. Þegar lindin þornaði upp, var, dal, en þessi tilraun varð til einsk- Vopnfirðingar hafa lengi búið fenginn bor og byrjað að bora I is, því að ekkert vatn fannst. í v'ið töluverðan neyzluvatnsskort, eftir neyzluvatni inni í Vesturár-I Framhaio a 15 siSu úr því ætti nú að rætast, þair eð þeir hafa Iátið bora eftir vatni inn'i í Vesturárdal og eru þar að auki búnir að láta reisa annan vatns- geymi skammt frá þorpinu, en báð- ir geymarnir samanlagt eiga að taka um 550—600 tonn af vatni. Til skamms tíma hafa Vopnfirð-Í ingar fengið neyzluvatn sitt úr lind j einni, en í fyrrasumar hvarf lindin j gersamlega um tíma, og varð þá heldur lítið um vatn á meðan.' Einn vatnsgeymir hefur þó verið á Vopnafirði síðustu tíu árin, skammt utan við þorpið, og tekur hann milli 250—300 tonn af vatni. HE-Akureyri, HF-Reykjavík, 23. júlí. f gær fór fyrsti bíllinn yfir Tungnaá með kláfferjunni, sem þar hefur verið sett upp. Þetta var jeppi Ólafs Gíslasonar í Húna- koti í Þykkvabæ. Tíminn skýrði frá því fyrradag, að nyrzti hluti Sprengisandsleiðar hefði mikið verið lagfærður, og nú hefur Vega málaskrifstofan á Akureyri látið merkja ýmsa staði á Sprengisands Iciðinni og sett þar upp vegvísa. Frá Tungnaá og niður að Þor- móðsstöðum, sem er yzti bær I Sölvadal, eru 205 kílómetrar, sam kvæmt útreikingum Halldórs Ey- jólfssonar frá Rauðalæk, sem ný kominn er úr Sprengisandsferð til Akureyrar. Komið hefur fyrir, að ferðalang ar, sem ætlað hafa Sprengisands leiðina, hafa villzt hjá Fjórðungs- vatni, því að þar er um tvær leið ir að velja, Illugaversleið og Framh. á bls 16 NetaverkstæSiS í byggingu. (Timamynd-FB). Byggt netaverkstæði með fullkomnum eldvörnum EJ-Reykjavik, ÞJ-Neskaup- stað, 23. júlí. Friðrik Vilhjálmsson, neta- gerðarmaður á Neskaupstað, er að smíða nýtt mjög fullkomið netaverkstæði fyrir um 3.7 milljónir. Hann hefur nú verk stæði sitt í eldgömlu timbur- húsi og hefur stuntkim haft þar net fyrir 12 milljónir. Þarna er að sjálfsögðu mikil eldhætta, og í nýja verkstæðinu ætlar liann að hafa brunavarnakerfi, sem er alveg nýtt af nálinni. Friðrik hóf byggingu nýja netaverkstæðisins laust fyrir miðjan júní s. 1., og verður grunnflötur byggingarinnar 450 fermetrar, en húsið allt 5230 rúmmetrar. Það verður tvær hæðir með porti og risi. Aðalnótageymslan verður á neðri hæð hússins, sem er mjög stór og rúmgóð með 5 metra undir loft. Vinnusalirn ir verða þrír og allir stað- settir á miðhæðinni. Verða tveir vinnusalanna með 300 fer metra grunnflöt, en sá þriðji Framhalo t> 15 sfðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.