Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.07.1964, Blaðsíða 2
r FIMMTUDAGUR, 23. júlí. NTB-París. — De Gaulle, Frakklandsforseti, sagSi á blaSa mannafundi í dag, aS forystu- hlutvcrki Bandaríkjanna, gagn- vart Evrópu, væri nú lokið og það væri eingöngu hlutverk Evrópuþjóðanna sjálfra að gera út um mál sín, án íhlutunar Bandaríkjanna. Þá sagðist for- setinn ekki vera trúaður á Bandaríki Evrópu, en að sjálf- sögffu réðu ríki því sjálf, hvort þau afsöluðu sér sjálfstæði sínu til að ganga inn í stærri heild. Aðspurður sagðist de Gaulle ekki álíta, að lausn fyndist á Vietnam-málinu, þótt Banda- ríkjamenn réðust inn í N.-Viet- nam. NTB-London. — U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, sem um þessar mundir dvelur í Lundún um til viðræðna við brezku stjórhina, sendi Kýpurstjórn orðsendingu í dag, þar sem hann fer þess á leit, að hún hætti að leggja hindranir fyrir gæzlulið SÞ í störfum þeirra. Afskipti stjórnarinnar af ferð- utn gæzluliðsins um eyna brjóta raunverulega í bága við samn- inga stjórnarinnar og SÞ og spilli stórlega fyrir gæzlustarf- inu. NTB-Beirut. — Varaforseti Arabíska sjamhandslýðveldis- ins, Abdél Hakim Amcr, sagði í útyarpsviðtali í dag, að landið ráði nú yfir öflugum flugskeyt um í landher, flota og flugher. Amer, sem er næst æðsti yfir- maður alls hcraflans sagði enn fremur, að flugherinn hefði yf- ir að ráða nýtízkulegustu orr- ustuþotu sem nú væri til í heim inum. NTB-Bukavu. — Moise Tshombe, forsætisráðherra Kon gó, sagði í ræðu í Bakavu í Kongó í dag, að hann teldi það höfuðverkefni sitt að kcma ein ingu á meðal íbúa Kongó. Ég er maður friðarins, en ekki stríðsmaður, sagði Tshombe. — Kongóbúar verða að leggjast á eitt og rétta hver öðrum bróð- urhönd til þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir í land inu, sagði forsætisráðherrann. NTB-Lourenco Marques. — Americo Thomas, forseti Portú gal kom í dag til hafnarborgar- innar Lourenco Marques í Por- túgalska Mozembique og var ákaflega fagnað af um 50.000 manns. Fóik brauzt í gegnum varnarveggi lögrcglunnar til þess að geta komizt að forset- anum og tekið í hönd hans og skapaðist af þessu nokkuð öngþveiti. NTB-Moskvu. — Moskvu-blað ið Pravda skýrir frá því í dag. að þrír sovézkir borgarar hafi verið dæmdir til dauða fyrir að hafa myrt marga menn og brennt hús til grunna, til þess að leyna öðrum afbrotum NTB-Hannover. — Tveir A.- Þjóðverjar flýðu í nótt yfir borgarmörkin i Berlín nálægt Neðri-Sachsen. ÖFSAMENN AÐ BAKI OEIRBUNUM? NTB-New York, 23. júlí. [ 1908 LEIÐTOGAR allra helztu ‘ samtaka blökkumanna í Banda-' ríkjunum kröfðust þess í dag, að lögreglustjórinn í New York, yrði rekinn úr stöðu sinni, vegna þeirra hrottalegu aðferða, sem lög reglan hefur beitt gegn mótmæla-, aðgerðum blökkum. í Harlem og , Brookl. síðustu daga. Einnig er krafizt, að lögregluforingjarnir, sem sérstaklega stiórna aðgerðun- um verði sviptir stöðum sínum. Þjófnaðarbylgja gekk yfir í Brooklyn í nótt og í morgun og beitti lögreglan skotvopnum gegn þeim, sem staðnir voru að verki. Þrír blökkumenn særðust af þess- um sökum. Alls konar sögusagnir hafa ver- ið á kreiki um, að kommúnistar stæðu á bak við óeirðimar, en einn aðalforingi blökkumanna, Roy j Wilkins, vísaði þessum sögum á-1 kveðið heim til föðurhúsanna í dag. Þá halda sumir því fram, að öfgamenn til hægri hafi sett þess- ar óeirðir á svið. Þótt sagnir þess- ar séu allar óstaðfestar, hefur FBI bandaríska alríkislögreglan nú fengið skipun um að rannsaka hvað hæft sé í þessum orðrómi. - Bandaríski kommúnistaflokkur- inn hefur ákveðið neitað að standa hér á nokkurn hátt að baki og era því hægrisinnaðir öfgamenn frek- ar undir grun nú. Eins og kunnugt er hófust ó- eirðirnar síðastliðinn fimmtudag, er lögreglumaður, óeinkennis- klæddur, skaut 15 ára blökku- dreng til bana, til að verjast árás hans með hníf, að því er lögreglu imaðurinn segir. Formaður Core-samtakanna, sem berjast fyrir jafnrétti hvítra manna og svartra sagði hins vegar í dag, að hann hefði í höndunum sannanir fyrir því, að drengurinn hefði alls ekki verið með neinn hníf á sér, þegar hann var skotinn. ÁTJÁNMYRTIR NTB-Singapore, 23. júlí. | insð Tun Abdul Razak, sagði að KYNÞÁTTA-óeirðimar blossuðu | loknum stjórnarfundi í Kuala upp á nýjan leik í Singapore í dag. Sex menn voru barðir í hel eða stungnir hnífum, en mörg hundruð manns hafa særzt í hinum blóðugu átökum milli Malaja og Kínverja. Alls hefur lögreglan handtekið rúmlega 12 hundruð manns, flesta fyrir brot á útgöngu banninu, sem sett hefur verið í borginni. Alls hafa 18 menn verið myrtir í óeirðunum síðustu daga. í dag var banninu aflétt í þrjár og hálfa klukkustund til þ'ess áð borgarbúar gætu farið út og áfl- að sér nauðsynja. Talsmaður her- stjórnarinnar sagði í dag, að ef lögregla og hermenn hefðu ekki gripið inn í með ákveðnum að- gerðum þegar í stað, hefði orðið blóðug borgarastyrjöld. Unglingar fara nú með öskrum um göturnar, vopnaðir flöskum og steinum og er óttazt, að til frekari hryðjuverka dragi. Starfandi for-1 sætisráðherra Malaysiu-sambands-1 DRATTARVELARSLYS Það slys varð í ísafirði á þriðju daginn, að dráttarvél valt út af vegarbrún, en á dráttarvélinni voru tvær 14 ára gamlar telpur, og meiddist önnur þeirra eitthvað smávegis .Hún skall með höfuðið í grjót og missti meðvitund þó nokkra stund. Svanur Sveinsson, læknir á Reykhólum, gerði að sárum hennar Lumpur í dag, að nauðsynlegt yrði að grípa til öflugra hernaðarlegra öryggisráðstafana í Singapore, ef svo heldur áfram, sem nú horfir. MYNDIN er tekin á flugvellinum í Varsjá í Póllandl, af nokkrum helztu kommúnistalelðtogum heimsins, sem komu þangað tll að vera viðstaddir hátíðahöld í sambandi við, að 20 ár eru liðin frá frelsun Póllands og kom- múnistastjórnin var mynduð. Á MYNDINNI sjást talið frá vlnstri: Walter Ulbricht, leiðtogi austur-þýzka kommúnistaflokkslns, Vladislav Gomulka, foringi pólska kommúnlstaflokkslns, Josef Cyrankiewlcz, forsætisráð- herra Póllands, Antonin Novotni, forseti Tékkóslóvakíu og Nikita Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna. — Hátíðahöldunum er nú loklð og héldu flestir erlendu gestirnir heim í gær. DRYKKJA OG SLACSMAL A GÖTUM SEYÐISFJARDAR Jón Gíslason látinn Síðdegis í gær andaðist hinn1 kunni athafnamaður í Hafnarfirði, j Jón Gíslason, eftir stutta legu á! sjúkrahúsi. EJ-Reykjavík, 23. júlí. ÞAÐ sem af er þessari viku, hef ur hálfgert hernaðarástand ríkt á Seyðisfirði vegna landlegunnar. — Dansleikur hefur verið haldinn á hverju kvöldi, enginn hörgull virð ist á áfengi, og drukkið fólk lief- ur farið með ólátum og slagsmál- um um götur bæjarins, allt fram undir morgun, svo að ekki er um svefnfrið að ræða. Á mánudaginn lézt norskur vélstjóri af svefn- pilluáti, í fyrrinótt voru tveir norsk ir sjómenn slegnir illilega og liggja nú á sjúkrahúsi, annar rif- beinsbrotinn og mjög marinn, og norskir hermenn hafa ásamt öðr- um gengið um götur fram undir morgun, barið á glugga í íbúðar- húsum og haft önnur ólæti í frammi. Aðeins 4 lögreglumenn eru á staðnum, og löggæzla því al- giörlega ófullnægjandi. „Þetta er verra en á hernáms- árunurn", sagði fréttaritari blaðs- ins um ólætin á Seyðisfirði í þess- ari viku. Landlega hefur verið frá því á sunnudag og dansleikur á hverju kvöldi. 500—600 aðkomu- menn búa í verbúðunum á Seyðis- firði, og þegar mest var, voru um 200 skip, innlend og erlend, í Dauðaslys EJ-Reykjavík, ÓH-Þórshöfn. 23. júlí. Það slys varð á bænum Hvammi í Þistilfirði síðdegis í gær, að rúm- lega þriggja ára gamall drengur, Yignir Arason, féll aftur af vörubíl og lézt samstundis . Vignir litli var, ásamt föður sín- um og öðrum manni, á vörubíl á túninu á Hvammi .Verið var að hirða hey og bfllinn notaður við flutningana. Vignir og hjálpar- I maðurinn voru uppi á palli bílsins, (en faðirinn sat undir stýri og var að aka bílnum aftur á bak. Vildi það þá til, að Vignir féll aftur af bílnum og varð undir öðru afturhjóli hans. Lézt hann samstundis. Foreldrar Vignis voru Ari Aðal- björnsson, bóndi í Hvammi, og kona hans, Hanna Sigfúsdóttir. höfn. Dansleikur hefur verið á hverju kvöldi í félagsheimilinu, Herðubreið, sem með góðu móti tekur um 250 manns, en í það hef- ur stundum verið troðið fast að helmingi fleira fólki. Enginn hörg ull virðist á áfengi, þótt áfengis- verzlunin sé lokuð í landlegum, því að ýmsir birgja sig rækilega upp af áfengi eða panta það frá Rvík, og selja síðan á svörtum markaði. Er því mjög létt verk að útvega sér flösku, en verðið hefur farið, að vitað er, upp í 700 krónur fyr- ir brennivínsflöskuna. Mestu ólætin og slagsmálin hafa venjulega hafizt að dansleikjun- um loknum. Gengur þó drukkið fólk um göturnar með söng og barsmíðum. Þótt íslendingarnir séu engir englar, eru Norðmenn- irnir harðastir 1 slagsmálunum, og berjast þá innbyrðis. f fyrri- nótt varð að flytja tvo þeirra á sjúkrahús. Annar þeirra var bar- inn harkalega af félögum sínum fyrir utan samkomuhúsið. Hann rifbeinsbrotnaði og er auk þess mjög marinn á kvið og síðu. — Hinn Norðmaðurinn hlaut aðeins minni háttar meiðsli. Kvöldið áður hafði vélstjórinn á síldarflutningaskipinu Askvik, sem lá við bryggju síldarbræðsl- unnar, gleypt mikið af svefnpill- um, svo að félagar hans ákváðu að ná í lækni. Leituðu þeir um stund að síma og kom starfsmað- ur síldarbræðslunnar þeim til hjálpar. Nokkuð erfitt var að ná í bíl til að flytja manninn, svo að dálítil stund leið, þar til hann komst á sjúkrahús, þar sem dælt var upp úr honum. Mun hann að- eins hafa komizt til meðvitundar, en ekki var hægt að bjarga lífi hans. Norskir hermenn af eftirlitsskip inu „Valkyrja" höfðu sig mjög í frammi á Seyðisfirði síðustu næt- ur og tóku þátt í ólátunum. Voru þeir drukknir á götunum í ein- kennisbúningum sínum, börðu á glugga hjá fólki um hánótt og fram undir morgun, stálu þremur síldartunnum á einu planinu og Framh. á bls 15 SILOAR- AFLINN Fimmtudaginn 23. júlí: Hagstætt veður var á síldarmiðunum s. 1. sólarhring. Skipin vora eink- um að veiðum um 80 mílur AaN frá Langanesi og í Norðfjarðár- og Reyðarfjarðardýpi. Sfldarleit- inni var kunnugt um afla 30 skipa samtals 14.900 mál og tn. Sigurður Bjarnason EA 600, Jörundur II RE 700, Skarðsvík SIí 1100, Guðbjartur Kristján ÍS 600, Einar Hálfdáns ÍS 600, Sæ- þór ÓF 200, Súlan EA 450, Haf- rún ÍS 1100, Framnes ÍS 300, Hólmanes 300, Gjafar VE 350, Jörundur III RE 550, Gunnar SU 500, Gullfaxi NK 600, Baldur EA 200, Jón á Stapa SH 500, Stjarnan KE 550, Oddgeir ÞH 700, Helga RE 300, Ólafur Bekkur ÓF 300, Páll Pálsson ÍS 150, Sólfari AK 500, Björgúlfur EA 500, Sigrún AK 450, Gylfi II EA 500, Guð- björg ÓF 300, Guðbjörg GK 300. Ásþór RE 600, Björg SU 400, Sunnutindur SU 700. T I M I N N, föstudagur 24. |úll 1964. — T

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.