Tíminn - 03.10.1964, Side 13
J
VOLVO AMAZON
Argerð 1965 er komin
® Ný iimrétting og ákiæSi, glæsilegri en
áður hafa sézt.
• Nýir frábærir framstólar.
® Diskahemlar að framan.
® Galvaniserað stál í sílsum og hjólbogum.
® Enn aukin ryðvörn.
• Nýjar felgur.
® Hjólkoppar úr ryðfríu stáli.
• Aukið litaúrval.
Volvo Amazon og P 544.
árgerð 1965, verða til sýnis í verzlun vorri i
dag, til kl. 17, næstu virka daga.
Vandið valið - veljið Volvo
Gunnar Ásgeirsson hf.
RAFVIRKJAR
— MÚRARAR
Bridge-deildin hefur starfsemi sína miðvikudag
inn 7. þ. m. með tvímenningskeppni, sem heist kl.
20.
Tafldeildin hefur starfsemi sina fimmtudagmn 8.
þ. m. kl. 20.
Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Nefndirnar.
MELAVÖLLUR
Bikarkeppni
í dag laugardaginn 3. óktóber kl. 4. e. h keppa:
KR — Akureyri
Nú verður það fvrst spennandi
Hrvað skeður nú’
Mótanetnd.
-^^•KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
AKUREYRI
Miðstöðvavörur
alls konar, svo sem: katlar, ofnar,rör og
annað tilheyrandi, ætíð fyrirliggjandi.
Spyrjið um verð og afgreiðslutíma.
Sendum gegn póstkröfu.
\
MIÐSTÖÐVADEILD K.E.A.
sími 1700 Akureyri.
ÞEGAR ÞOTURNAR
LENDA í HAFINU
FramhaU ai Dls 3
er lendingar og flugtak hinna
hraðfleygu þota á flugmóður
skipunum. Þessar þotur fljúga
með tvöföldum hraða hljóðsins,
kallast þær Phantom og eiga
mörg hraða og hæðarmet. Það
er ævintýri líkast að sjá þær
lenda í myrkri með 140 mílna
hraða á skipunum og stöðvast
á 20—25 metrum. En öryggis-
tæki öll eru góð og þetta er
ekkj eins mikið glæfrafyrirtæki
eins og virzt gæti við fyrstu
sýn. Lendingin er tiltölulega
auðveld fyrir flugmanninn. Að-
flugi hans er stjórnað með sér
stökum tækjum. Framan á vél
inni eru þrjú ljós, rautt, grænt
og gult. Ef ljósið er grænt
fer vélin of hratt, ef það er
rautt fer hún of liægt en gult
ljós merkir að hún er í réttri
aðflugslínu og á réttum hraða
og vélin lendir því aðeins að
gult ljós sé logandi í aðfluginu.
Strax og hjól vélarinnar snerta
flugbrautina fara hreyflar vélar
innar á fulla ferð, þannig að
ef flugmaðurinn nær ekki að
krækja vélinni í lendingarvír
ana, sem stöðva vélina, þá tek
( ur vélin sig sjálfkrafa á loft
að nýju. Lendingarvírarnir eru
um fet frá þilfarinu og í lend
ingu skýtur vélin niður eins
konar hala með krók á endan
um, sem á að krækjast í vírana.
Um leið og vélin hefur krækzt
í vírinn lokast sjálfkrafa fyrir
hreyflana og vélin 'stöðvast á
20 til 25 metrum eins og fyrr
er sagt.
Rússar höfðu sérstakaíi á-
huga á að fylgjast með þessum
lendingum. Þeir eiga. engin
flugmóðurskip, þeir hafa lagt
áherzlu á smíði kafbáta og
munu nú eiga rúmlega 450
slíka þar á meðal nokkra kjarn
orkukafbáta. sem skotið geta
eldflaugum með kjarnorku-
hleðslum. Það kann að breyta
töluvert aðstöðunni á Atlants-
hafi, ef Rússar eignast nokk-
ur flugmóður skip og tilheyr-
andi útbúnað í Norðurhöfum,
en eins og er virðast Rússar
hafa meiri trú á öðrum herbún-
aði í vígbúnaðarkapphlaupinu
— Tjeká.
Vettvangurinn
Framhald af 5 síðu
munum ræða um franitíðarverk
efní flokksins. Eitt er það
verkefni, öðrum stærra, sem
leggja ber áherzíu á, en það
er sameining allra frjálslyndra,
lýðræðissinnaðra maima í einn
flokk, Framsóknarflokkinn. Sá
áfangi er næstur og stærstur.
Hvernig það megi takast er
verkefni okkar yngrl mann-
anna að ræða ekki síður en
hinna eldri, og þá sérstaklega
á þingum okkar.
ÞingstörTin hefjast nú inn
an stundar og hér eru saman
komnir t'ulltrúar alls staðar af
Iandinu, sem bera inunu sam-
an bækur sínar. Reynsla okk-
ar mun að sjálfsögðu misjöfn
og skoðanir minna að verða
skiptar um leiðir a? markinu,
eins og ætíð hlýtui að verða í
stórum hópi manna. En hér
á að ríkja hisin sanni sam-
vinnuandi og því skyldi eng-
inn óttast urn árangur erindis
okkar og starfs. Megi störf
okkar og umræður markast af
hreinskilni. einurð og dreng-
skap. Um teið og ég lýsi 10.
þing Sambaivds ungra Fram-
sóknarmanna sett á ég þá
ósk heitasta. að ungir Fram-
sóknarmenn gæti vel þess fjör
eggs, sem sett er ■ lófa hverrar
kynslóðar. en það er ísland,
íslenzk tunga og menmng.
MYNDLISTARMENN
Framhalit at « iiðu
að til, því þetta blessaða land
er svo ríkt af fyrirmyndum.
En það er fyrst og fremst sjór
inn og ströndin, sem dregur
mig að sér. Það er meiri kraft
ur í sjónum en landinu, skal
ég segja þér. Brimið bíður ekki
eftir manni, en það gripur
mann föstum tökum og heidur
manni við myndsköpunina, það
eru miklu sterkari tök en inni
á landinu. Svo er líka það, að
ég er miklu betur vakandi
niðri við sjóinn, sjávarloftið
er svo hressandi og hollt. Það
er miklu hættara við að maður
fari að dotta með pensilinn í
hendinni uppi í sveitakyrrð-
inni“.
„Svo við hlaupum yfir í aðra
sálma, þú varst úti í No-egi
ekki alls fyrir löngu að forfram
ast í kústinni. Hvar hélstu þig
aðallega þar?“
„Mest í Osló og grennd. Það
er komið heilt listamannahverfi
umhverfis Egely, heimili mál-
arans Munch, sem nú er orðið
að opinberu safnhúsi. Bygging
arfyrirtæki eitt tók að sér að
byggja þarna tugi íbúða í
nokkrum húsum, og var mynd
Iistarmönnum gefinn kostur á
að eignast íbúðir í þessum hús
um með viðráðanlegum kjör-
um. Þetta eru litlar íbúðir með
rúmgóðri og biartri vinnustofu
ljómandi skemmtilegar og hentj
ugar. Þarna fékk ég inni i einni
íbúð á meðan ég stundaði nám
í listaháskólanum í Osló í eitt
ár. Þar var kennari minn
Alexander Schultz prófessor. f
sama húsi og ég bjó graflistar
maður Roseland. Hann sá
stundum það sem ég var að
vinna að og hefur víst sagt
þeim í Kunstforeningen eitt-
hvað frá því. Því ein:j góðan
veðurdag barst mér boð frá
þeim um að halda sýningu á
þeirra vegum á bezta stað 1
baénum. Þeir sögðu að ég
skyldi láta þá vita, þegar ég
væri tilbúinn með myndir á
sýningu. Enn er óákveðið hve-
nær ég tek þessu boði.“
„Eru ekki abstraktmálarar í
meirihluta meðal yngri manna
í Noregi?“
„Nei, það er nú öðru að
heilsa. Þeir eru svo fáir, að það
má heita hending að norsk
abstraktlist verði á vegi manns.
Hins vegar gera þeir allmargir
nokkuð af því að stíisera mynd
ir sínar.“
„Ertu enn í utanfararhugleið
ingum?“
„Eg hef fullan hug á að
halda aftur út — og þá helzt ti)
Noregs, þegar peningaráðin
leyfa það. Eg kunni mætavel
við mig hjá Norðmönnum og
landið er stórfenglegt. Ekki
hef ég nú fullgert allar mynd
irnar, sem ég gerði skyssur af
þar úti, en hér eru tvær á
sýningunni. Fleiri koma
seinna.“
Starfsstúlkur óskast
Starfsstúlkur óskast að Farsottarhúsinu í Reykja-
vík upplýsingar gefur forstöðukonan
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Sendill
Unglingur óskast til sendistarfa nú þegar, hálfan
eða ahan daginn. Fyrirspurnum ekKi svarað i
síma. Upplýsingar hjá skrifstofustjóra, Austur- !
i
stræti 11, 3. hæð.
Seðlabanki tslands.
T í M I N N, laugardagur 3. október 1964.
13