Tíminn - 10.10.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.10.1964, Blaðsíða 7
Otgetandi: FRAMSOKNARFLOKKURiNN Pramkvæmda.stión Kristián Benediktsson Kitst.iórar: Þórarinn Þórarinsson 'áh> Andrós Kristiánsson .lón Hel?ason og IndrifSi G Þnrsteinsson Pulltrúi rit.st.iórnar Tómas Karlsson Frétta stióri Jónas Kristiánsson Auglýsingastt. Steingrtmur Gislason Ritstiórnarskritstotui > Eddu núsinu simar 18300— 18305 Sknt stofur Bankastr ? Afsr slmi 12323 Augl stmt 10523 Afirai skrifstofur. sim) 18300 Askriftargiald kr 90.00 a mán innan lands — t lausasölu kr 5.00 eint - Prentsmið.ian EDDA h.l Fyrsta verk þingsins Alþingi kemur saman til fundar í dag. Þess bíða að venju mörg og mikilvæg storf, en eitt verkefni verður þar öðru fremur aðkallandi. og eftir aðgerðum Alþingis í því máli bíður fólkið 1 iandinu. Óhætt er pví að kalla þetta fyrsta verk Alþingis. Þetta starf er lækkun álagðra opinberra gjalda á þessu ári. Málgagn ríkisstjórnarinnar, Alþýðublaðið, segir í gær um fyrstu verkefni þingsins: „Skattamál verða — eftir viðburði sumarsins — það mál, sem almenningur tekur hvað mest eftir“. Þetta er hárrétt, og til þess bggja augljósar ástæður. Stjórnarvöldum og meirihluta Alþingis hafa orðið mis- lagðar hendur um margt á þessu ári, en ekkert hefur þó gengið eins úr skaftinu og álagning opinberra gjalda. Skattránið tók út yfir allan þjófabálk, og lagðisí mið þeim reginþunga á almenning síðari hluta ársins, að það stoínaði þúsundum íslenzkra heimila í geigvænlegan fjárhagsvanda. Þetta urðu efndir á margföldum loforð- um stjórnarinnar um skattalækkun, Stjórnin hafnaði r.ieð þjósti tillögum Framsóknarmanna þá þegar um sam- starfsnefnd til leitar að úrbótaráðum í þessum bráða vanua. En almenningsálitið var svo samdóma nm þetta gerræði, að stjórnin og málgögn hennar kiknuðu, viður- kenndu gerræðið og báðust griða. Þegar iaunþegasam- tökin komu á fund stjórnarinnar, hét hún að eiga þátt í athugun á lækkun þessa árs skatta. Siðan hefur stjórnin þagað þunnu hljóði, en fólkið í landinu, sem sér á eftir meginhluta launa sinna í skattránshítina, mun ekki láta sér þá þögn lynda. Upptök þessa ófarnaðar, sem orðinn er í þessu máli, eru hjá Alþingi í skattalagabreytingunni, og þvi er það eðlileg krafa, að það verði fyrsta verk þingsins að leita úrbóta þegar í stað. Margir fulltrúar og málgögn stjórn- arflokkanna hafa þegar viðurkent glapræðið, svo að óhugsandi verður að teljast, að skattheimta þessa árs eigi sér nú meiri hluta á Alþingi. Fyrsta verk Alþingis að þessu sinni hlýtur því að verða að lækka hina álögðu skatta og færa þá til samræmis við getu skattborgaranna. í öðru lagi þarf svo að gera ráð- stafanir til athugunar á skattaframtölunum sem aidrei hafa virzt gallaðri en nú. í þriðja lagi þarf svo að nefj- ast handa um setningu nýrra skattalaga, þar sem engum getur komið til hugar að búa áfram við þau skattalög, sem stjórnin setti á seinasta þingi. Islenzkt seinlæti, norsk framhleypni Norðmenn eru ekki af baki dottmr í því efni að eigna sér Leif Eiríksson og hafa úti sérstök spjói á Leifsdegi Bandaríkjamanna. Litla smekkvísi og litla virðingu við nafn Leifs má það kalla að senda fulltrúa með afbökuðu nafni hans á fund ráðherra í Washington Norðmenn verða að beygja sig fyrir því, að Leifur var tslendingur. Þeir ættu að hætta þessu barnalega þrálæti, sem sæmir þeim illa. Hins vegar er þess ,að minnast, að íslendingar hafa sýnt allt of mikið seinlæti og deyfð við rannsóknir þess- ara mála, en Norðmenn mikinn dugnað. sem leitt heíur ta þeirra viðurkenningar, sem nú er fengin. «, tesgardagmn TO. október 1964 — NOKKRU ÁÐUR en ég kom til Leningrad, hafði ég lesið þau ummæli, sem Johnson forseti lét þýzkt blað hafa eftir sér, að Þjóðverjar yrðu að gera sér ljóst, að Rússar hefðu fullgild. ar sögulegar ástæður til að óttast þá. Ég skildi þessi um- mæli vel, þegar ég var staddur í hinum stóra grafreiti í Lenin- grad, þar sem þeij- bera beinin, sem létust í Leningrad meðan borgin var í umsátri á stríðs- árunum. Þau skipta hundruð- um þúsunda, sem þarna liggja, konur og karlar á öllum aldri. Sumir féllu fyrir sprengjum og skotum umsátursmanna, aðrir af völdum skorts og sjúkdóma, er leiddu af umsátinni. í þess- um mikla grafreiti sjást engar grafir, því að þess var enginn kostur, heldur skiptast hér á fögur blómabeð, lágvaxnir runn ar, sléttar grundir og látlaus minnismerki. Leningradhúum er þetta helgur staður og þó einkum þeim, sem dvöldu í borginni á stríðsárunum. Umsátin um Leningrad stóð í 900 daga eða frá því í ágúst 1941, þangað til í janúar 1944. Nær allan þann tíma var borgin umkringd af her Þjóð- verja og Finna. Allar flutn- ingaleiðir til borgarinnar voru lokaðar, nema yfir Ladogavatn á vetrum, þegar það var ísi lagt. Þjóðverjar gerðu margar tilraunir til að taka borgina, því að það hefði orðið Rússum mikill hnekkir, ef óvinirnir hefðu náð hinni fomu og frægu höfuðborg þeirra. Þús- undir bygginga voru lagðar í rústir, enn fleiri meira og minna eyðiiagðar. Hvers konar skortur og sjúkdómar þjáðu borgarbúa. En Leningradbúar gáfust ekki upp. Þeir stóðú ör- ugglega við hlið hermannanna í vörn borgarinnar. Án úthalds og hugrekkis þeirra hefði borg- in ekki verið varin. Á þennan veg skráðu þeir einn aðdáunar. verðasta kaflann í sögu styrj- aldarinnar. Þess sjást ekki í dag mörg merki, að Leningrad hafi fyrir réttum 20 árum losnað úr einni mestu umsát sögunnar. Gamla borgin hefur verið endurbyggð að mestu í fyrri stíl. Aðal kjarni hennar er látinn haldast óbreyttur. En í úthverfunum rísa nú hvarvetna miklar stór- byggingar, enda fjölgar íbúun. um óðum og munu brátt verða fjórar milljónir. Mest ber á nýjum íbúðabyggingum, en tónum opinberu byggingum er ekki gleymt, eins og sést á hin- um nýja íþróttaleikvangi, þar sem eru sæti fyrir um 100 þús. manns. Annar litlu minni var þó fyrir. Leningradbúar geta því verið stoltir af borg sinni bæði að fornu og nýju. Og á reiðanlega óska þeir einskis frekar en að hún eyðist ekki i nýrri styrjöld. Þeir þekkja öðr. um betur hvað styrjöld er, og þó var styrjöldin 1939—45 að- eins barnaleikur hjá því, er næsta styrjöld myndi verða. LENINGRAD er eln af yngstu stórborgum Evrópu og ber þess einnig glögg merki, því að skipulag hennar ber langt af því, sem sést annars staðar. Henni var líka ætiað frá upphafi að verða höfuð borg, og sá maður, sem grund vallaði hana, var allt annað fremur en að vera smár í snið- um. Það var Pétur mikli Rússa- keisari, einhver fjölhæfasti og stórbrotnasti hugsjónamaður og grófgerðasti ribbaldi, sem uppi hefur verið. Borgarstæðið virtist ekki sérlega álitlegt eða óshólmar og bakkar Nevufljóts, þar sem það fellur til síávar eftir að hafa runnið ekki langa leið úr Ladogavatni. Hins vegar var þetta góður staður sem miðstöð fyrir samgörigur og ýmis góð skilyrði fil vamar. Fyrr á öldum hafði þetta lands- svæði heyrt undir Garðaríki hið forna eða fyrsta ríkið í Rússlandi og síðan verið oftast rússneskt, unz Svíar náðu því í byrjun 17. aldar. Karl tólfti missti það í hendur Rússa upphafi 18. aldar, en þótt það félli ekki formlega undir Rússa fyrr en við friðarsamningana 1721, hóf Pétur að reisa þarna borg sína 1703 og gerði hana að höfuðborg 1712. , Við borgar- smíðina var ekkert skorið við nögl, eins og sést á því, að strax á öðru ári unnu þar um 40 þús. verkamenn. Að sjálf- sögðu voru fengnir hinir fær- ustu húsameistarar til að skipu leggja og byggja borgina. Hún bar því af öðrum borgum, göt- ur voru breiðari og beinni, torg og garðar stærri og fleiri, og byggingar meira í stíl og samræmi en annars staðar þekktist. Keisararnir, sem tóku við af Pétri, heldur þessu starfi áfram. Það gaf borginni sér- kennilegan svip og glæsilegri, að hún var byggð á bökkum og hólmum stórfljóts. Af þessum ástæðum m.a. nutu ýmsar stó”- byggingar sín betur en ella og borgin varð rýmri og stórbrotn- ari. Leningrad hefur tvímæla- laust á mesta blómatíma sínum verið glæsilegasta höfuðborg Evrópu, enda heldur hfin því enn í dag að vera talin ein glæsilegasta stórborg heimsins. Ógetið er þess, að það réði mestu um, að Pétur valdi borg sinni stað á þessum slóðum, að hann vildi efla tengsli Rúss- lands við VeStur-Evrópu. Hann var hrifinn af menningu Vest- ur-Evrópu og vildi láta Rússa læra af henni. í þessum til- gangi flutti hann stjómarsetrið frá Moskvu til hinnar nýju borgar. Þá vildi hann og gera Rússa að siglingaþjóð. Tengsl- in við Vestur-Evrópu báru m.a. þann árangur, ■ að Leningrad varð vestrænust allra rúss- neskra borga og heldur því yfir bragði enn í dag. LENINGRAD náði fljótt því marki að verða mikil stórborg. Eftir að keisarinn settist þar að, reistu helztu aðalmenn landsins sér þar einnig hallir. Jafnframt reis þar svo upp helzti iðnaður landsins. Allar helztu vísindastofnanir lands- ins voru staðsettar þar. Lenin- grad bar á ýmsan hátt merki meiri auðlegðar og velgengni en flestar eða allar aðrar borg ir á þessum tíma. En þetta var aðeins önnur hliðin. Hinn mikli auður keisaranna og aðalsins byggðust á því, að allur fjöld- inn var undirokaður og bjó við sárari fátækt en yfirleitt þekkt. Framhald á bls. 13. Þættir frá Sovátríkjumim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.