Tíminn - 10.10.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.10.1964, Blaðsíða 14
álitinn afsprengi guðanna, og aðeins hann er álitinn hafa sál. Hann þagnaði stundarkorn og lék með fingrunum á stólbríkina: Þér hafið allt, sem þér þarfnizt, er ekki svo? Fæði liðsforingjaefnisins er ef til vill ekki sem bezt, en þegar þér stigið á skipsfjöl mun einhver stýrimannanna krefjast af yður þriggja eða fjögurra punda, sem varið er til þess að gera fæðið fjölbreytt- ara. Hafið þér sextung? — Já, herra — einn af sextungum föður míns. Ég hef sýnt mr. Bligli hann. — Mér þykir vænt um, að þér eruð í forsjá Bligh-s. Það er ekki til betri sjómaður en hann. Ég hef heyrt því fleygt, að hann sé harðjaxl um borð, en það er betra að vera of strangur en of mildur. Hann mun segja yður fyrir verkum, vinnið störf yðar fljótt og munið, að allt, er undir aganum komið. Ég kvaddi herra Joseph og síðustu orð hans ómuðu í eyrum mér: — Allt er undir aganum komið! Það fór svo, að ég átti eftir að hugsa oft- ar um þessa setningu, og stundum með allmiklum biturleik. áður en við sá- umst aftur. Foringjar og undirmenn á skipi H.H. Bounty, William Bligh, liðsforingi, skipstjóri John Fryer, stýrimaður. Fletcher Christian, annar stýrimaður. Charles Churchill, liðþjálfi. William Elphinstone, annar liðþjálfi. — Bakkus gamli, skipslæknirinn. Thomas Ledward, aðstoðarlæknir. David Nelson, grasa- fræðingur. Willam Peckover, fallbyssuskytta. John Mills, önnur fallbyssu- skytta. William Purchell, timburmeistari. Charles Normann, annar timbur- meistari. Thomas Mclntosh, timbursveinn. Joseph Colemann, ryðmeistari. Liðsforingjaefni: Roger Byam, Thomas Hayward, John Halletta, Robert Tinkler, Edward Young, George Steward. Bátsstjórar: John Norton, Peter Lenkletter, George Simpson, undirbáts- stjóri, Lawrence Leboue, seglgerðarmaður, Mr. Samurel, einkaritari Skip- stjórans, Robert Lamb, slátrari, William Brown, garðyrkjumaður. Matsveinar: John Smith, Thomas Hall. Hásetar: Thomas Burkitt, Mathew Quintal, John Summer, John Millward, William McCou, Henry Hillbrant, Alexander Smith, John Williams, Thomas Ellison, Isaac Martin, Richard Skinner, Matthew Thompson, William Múspratt, Michael Byrne. Ilernaðarlöggjöfin.' II. í lok nóvembermánaðar fór ég um borð í — Bounty í Spithead. Enn 5 I þag í dag get ég brosað að ferðakistunni, sem ég hafði meðferðis frá London. I Hún var troðin út af fÖttlm og einkennirfötum, sem ég hafði keypt fyrir 1 meir en hundrað pund. Það voru bláir stélfrakkar, fóðraðir hvítu silki, buxur i og vesti úr hvítu nankini, fallegir, þríhvrndir- sjóliðsforingjahattar með gull- i snúrum og skrauti. Nokkra daga gekk ég um og sýndi mig í þessum nýja a skrautklæðnaðii en þegar — Bounty lagði úr höfn, voru fötin látin niður og ekki notuð eftir það. Skip okkar sýndist ekki stærra en stór skipsbátur, þar sem það lá milli stórskipanna, sem höfðu sjötíu og fjórar fallbyssur. Það hafði verið byggt sem kaupfar í Hull, og var keypt fyrir þúsund pund. Það var níutíu fet á lengd og bar rúmlega tvö hundrUð tonn. Upphaflcga hafði skipið heitið Bethia en samkvæmt tillögu Sir .Toseph Banks var breytt um nafn skipsins og kallað Bounty. Skipið hafði legið marga mánuði í Deptford, þar sem flotamálaráðið hafði varið fjögur þúsund pundum til breytingar á því. Stóra káetan undir afturþiljunum var nú gerð að eins konar vermireit með ótal jurtapottum. Biigh skipstjóri og Fryer fyrsti stýrimaður urðu því að láta sér nægja tvær litlar káetur sitt hvorum megin við þilfarsstigann og urðu að borða ásamt skipslækninum í afþiljuðum klefa á lágþiljunum aftan við stórsigluna. Skipið var lítið og það var hlaðið alls konar varningi t.il vöruskiptaverzlunar við þá innfæddu. Skipið var koparhúðað, en það var nýtt í þá daga, og leit fremur út sem hvalveiðari en vopnað flutningaskip í flota Hans Hátignar. Á skipinu voru tólf fallbyssur, tvær fram á og tíu aftur á. Allt kom mér framandi fyrir sjónir morguninn, sem ég gekk á fund Blighs skipstjóra. Skipið var krökt af kvenfólki, það voru — konur skips- manna — rommið flaut um allt eins og vatn, og langnefjaðir júðar voru um- hverfis skipið í smábátum og reyndu að selja ónýtt skran. Ég gekk aftur á skipið og hitti Bligh skipstjóra á afturþiljum. Allt í einu sá ég fyrir framan mig hávaxinn mann, dökkan yfirlitum. — Ég kom frá rannsóknarstofunni í Portsmouth, sagði hann við skipstjór- ann. — Sæúrið okkar er einni mínútu og fimmtíu og tveim sekúndum of fljótt, en það seinkar sér um eina sekúndu á dægri. Herra Bailey hefur minnzt á það í bréfi til yðar. — Þökk fyrir, Christian, sagði Bligh þurrlega, og i sama bili kom Jiann auga á mig. Ég tók ofan. — Ó, herra Byam, hélt hann áfram. — Þe$a er herra Christian, annar stýrimaður. Hann mun sýna yður skipið og kenna yður sumt af því, sem þér þurfið að læra. En meðan ég man, þér borðið með mér á Tigress í dag. Courtney skipstjóri þekkti föður yðar, og bað mig um ajð taka yður með. Hann leit á stóra silfurúrið sitt. — Verið tilbúinn eftir klukkutíma. Hann kinkaði kolli í kveðjuskyni. Ég hneigði mig og fylgdist með herra Christian. Borðsalurinn var bakborðsmegin á neðri þiljum. Það var lítill klefi og samt þurftu fjórir menn að borða þar í einu. Þrjár eða fjórar kist- ur stóðu þar fram með veggjunum og birtu bar inn um óhreina rúðu. Lag- legur piltur í sama búningi og ég var þar að koma fyrir kistunni sinni. Hann rétti úr sér og horfði á mig grunsamlegum augum. Hann hét Hauward. Christian kynnti okkur. Það var með naumindum, að hann rétti mér hönd- ina. Þegar við komum á háþiljurnar, brosti Christian og sagði Herra Hayward NÝR HIMINN - NY JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ ——— ——E 16 ur sínar, ætti okkur að vera vel borgið. Læknirinn varp öndinni. — Þér bíðið áreiðanlega ekk- ert tjón við það, mælti Viktor, og er hann sá Jolivet lækni reka upp stór augu; flýtti hann sér að bæta við: — Ég á við, að svolítið værí dekrað við yður. — Ég hefi þegið góðsemi henn ar undir fölskum forsetningum, sagði læknirinn. Svo yppti hann öxlum: — Allt er leyfilegt í ástum og hernaði. En þér gæti kannski sjálfum hugkvæmst að vekja at- hygli konu á verðleikum þínum? Viktor lét sem hann hefði mis- skilið efnið í orðum hans. — Frænka mín hirðir lítt um verðleika, sem unnir eru í sveita síns andlits, svaraði hann. — O, það var nú ekki hún, sem ég átti við , . . byrjaði gamli maðurinn en beit sundur setning una. Viklor þurfti hins vegar á eng an hátt að kvarta yfir framkomu Nanaine gagnvart þeim, sem lifðu slysið af. Þrjár konur höfðu búíð i eystri álmunni — og verið skelfingu lostnar. Nanaine hafði reynt að telja þær á að vera þar eitthvað lengur, en þær fóru og lofuðu því með þakklæti að koma aftur. Hafði hún þá sjálf ekið þeim til stöðvarinnar í vagni sín- um, komið þeim vel fyrir í braut- arklefanum og gefið þeim matar- böggul og vínflösku í nesli. Þessi göfugmannlega framkoma var gagnólík þeim kuldalegu móttök- um, sem hann hfði fengið, er hann kom heim eftir nær sólar- hrings stanzlaust erfiði. 'Tann hugsaði með beiskjubrosi til þeirra andstæðna, að hún skyldi sýna þeim, er í slysinu lentu, fyllstu gestrisni og hjálp- semi, þar sem henni hafði ekki fundizt það ómaksins vert, að hreyfa hönd eða fót til að bjarga þeim. — Ég var að hugsa um ungfrú Kólettu, hélt Jolivet læknir áfram. Hann brosti, er hann minntist þess, að Kóletta hafði komið fram á hafnargarðinn með Dúdús, sem ekki mátti af henni sjá, á hælun- um og borið slasað barn heim til sín í fanginu. Enn voru fimm manneskjur í — Fagraskógi, sem Kóletta hjúkraði og annaðist. — Þakka þér fyrir, að þú leizt inn til þeirra Roussels-hjóna, mælti læknirinn enn. — Hvernig líður drengnum í fætinum? — O, hann er bara blóðhlaup- inn enn. Þau flytja hann heim á morgun. — Myndi þér þá vinnast tími lil að bæta við þig nokkrum öðr um? spurði gamli læknirinn og gaut hornauga til Viktors. — Ég er í önnum svo að segja dag og nótt, anzaði Viktor. — En ég skal sjá til, hvað hægt et að gera. — Það er ekki svo, að ég sé úrvinda sjálfur, sagði Jolivet. — En ég er að missa þolinmæðina. Ég hef ekki mikið gagn af því að dvelja í húsi Árelíu, þegar ég má vera á þönum úti við sýknt og heilagt. — Nú, hvern viltu þá, að ég taki að mér? — Það er fólkið, sem Fauvette d‘Eaubonne hefur tekið heim til sín. — Gott. — Ög — hún býr nú svo ná- lægt Fagranesi, og þar liggja fimm eða sex í sárum og bein- broti. Palmýra Delamare og dótt- ir hennar stunda þá. Hefir þú nokkuð á móti ^tví, að ég stæli líka frístundum-' þínum, eins og heiðrinum? — Fagranes dró nafn sitt af indælu umhverfi sínu, út með vatninu. Skógivaxinn tangi með gömlum eikartrjám teygðist þar út sem Castanizfljótið féll í vatnið, og spölkorn frá yzta oddanum lá hið gamla óðal Delamare-ættar- innar, mjallhvítt og reisulegt. Var húsið byggt í grískum stíl með dórískum súlum, er náðu jafnhátt annarri hæð á þrjá vegu. Skrúð- garðurinn var sérkennilega fagur, sökum margra ára vanhirðu, en nú voru nokkrir garðyrkjumenn teknir til að klippa limgerði og snyrta tré og annan gróður. Hingað hafði hann komið á æ’skuárum og ævinlega horft hug fanginn á hinar voldugu straum- rastir fljótsins, er þeyttu löður- kúfum á land upp. Fljótið hafði smám saman brotið utan af grund ínni, sem byggingarnar stóðu á. NÚ stóðu naktar rætur eikitrjánna út úr • bakkanum og blöðin af greinum þeirra bárust með straumnum. Þegar Viktor kom að garðshlið inu, tók hann eftir því, að naum- ast var meir en þriggja álna bil frá húsinu fram á árbakkann. Hinn gráðugi flaumur hafði rif- ið með sér girðingar og tré. Hann varð undrandi, er hann sá Júlíen sítja að kaffidrykkju með Palmýru Selamare, viðj borð úti á svölunum. — Ég get ekki fengið frúna til að selja, flýtti Júlíen sér að segja — Nei, síður en svo, bætti Pal- rmýra Delamare við. — Ég þarf einmitt að kaupa. Læknir, þér vit ið líklega ekki, hvort hægt er að fá lítils háttar lóðarspildu utan við svefnherbergisgluggann minn? Ef svo er ekki, verð ég bráðum að fara að sofa í vatní. Hún brosti. ITann veitti því at- hygli, að augu hennar voru nær- fellt græn og óvenju skær. Hör- und hennar virtist enn bjartara við brúnt og gljáandi hárið. Hún var vissulega einkar fögur kona, ef til vill sú fegursta, sem hann hafði augum litið. Kóletta . . . já. En það var eitthvað sérkennilegt við Palmýru, sem tók Kólettu jafnan fram. Hann gat ekki gert sér grein fyrir, hvað það var. Dýprí hlýja. Einhver fylling. — Hafnargarðurinn ver strönd ina að vissu marki, mælti læknir- inn. — Eg veit ekki, hvers vegna bærinn hefir ekki- látið hann ná alla leið hingað. — Ég skal tala við bæjarráðið um garðinn, sagði Júlíen. — Og svo skal ég láta frúna vita, hvað þeir segja. — Kærar þakkir. Hún brosti. — Þá er ég viss um, að mér sofn ast betur. Eina nóttina vaknaði ég við hræðilegan hávaða. Það var eins og sprenging. Ég hljóp út að glugganum. Það var tunglskin og ég kom rétt mátulega til þess að sjá ennþá tvö af trjnum mínum steypast útí ána. Fuglarnir flugu dauðskelkaðir úr greinum þeirra. — Eg tók eftir þessu, þegar ég kom, gegndi Viktor. — Hluti af girðingunni hefur fylgt með. — Það verður áð gera eítthvað, mælti Júlíen ákafur og þerraði svitann af enni sér. — Við sjáum tiL Við sjáum nú til. — Viljið þér gjöra svo vei að TÍMINN, laugardaginn 10. október 1964 — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.