Tíminn - 10.10.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.10.1964, Blaðsíða 8
Ilftlilllffi ; : : ' form. á síðasta aðalf. tTmTnN, laugardaginn 10. otoóber 19é4 — 1 V"T ' 1 ÆSKUIS JNAF i ' ffilillllif; j ÆSKUNNAR j OTGEFANDI: samband ungra framsoknarmann a Ritstjóri- Elias Snæland Jónsson. Þróttmikið starf FUF í Reykjavík Aðalfundnr Félags ungra Framsóknarmanna I Reykjavík var hald- fnn að Tjamangötu 26 s.l. miðvikudag. Steingrímur Hermannsson, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin tvö ár, lét nú af því starfi, en í hans stað var Tómas Karlsson kjörinn formaður. Steingrfmur setti fundinn, og tilnefndi sem fundarstjóra Má Pét- ursson og fundarritara Baldur Óskarsson. Þessu næst var gengið til dagskrár, og fara hér á eftir helztu atriðin úr skýrslu for- manns. Fráfarandi formaður félagsins, Steingrfcnur Hermannsson, gerði grein fyrir starfsemi Félags ungra Framsóknarmanna í Reyk-javik á síðastliðnu starfsári. Stjóm sú, sem kosin var á síð- asta aðalfundi skipti þannig með sér verkum: Steingrímur Hermannsson, formaður Ragnar Gunnarsson, Varaformaður Theódór A. Jónsson, ritari Sigjþór Jóhannsson, gjaldkeri Kári Jónasson, fjármálaritari Ingibjörg Jóhannsdóttir, spjaldskrárritari og meðstjómendur þau Hjördís Einarsdóttir Bjami Bender Halldóra Sveinbjörnsdóttir Már Pétursson 10. ÞINGIÐ VILL: Að ráðstefna verði haldin um stjórnar- skrá íslands og um skipulag og starfshætti sRmvinnu- félaganna EFTIRFARANDI tillaga var samþykkt á 10. þingi SUF, sem haldið var á Blönduósl í siðasta mánuði: „10. þing SUF beinir þeirrl áskorun til sambandsstiórn- ar, að hún beiti sér fyrir því að haldin verði ráðstefna Framsóknarmanna um endur- skoðun stjórnarskrárinnar. — Leggur þingið áherzlu á, að Framsóknarflokkurinn hafi forgöngu í þessu máli og að á ráðstefnunni verðl kjörin nefnd tll að undirbúa tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins". Einnig samþykkti 10. þing- ið, að fela sambandsstjórn að efna til ráðstefnu um skipulag og starfshættt sam. vinnufélaganna. , Formaður skýrði frá því, að i bridgeklúbbur félagsins hefði : starfað með miklum blóma á síð- astliðnum vetri. Almennir félags- fundir voru 5, og. voru umræðu- efnin þar: Húsnæðismálin, endur. reisn efnahagskerfisins, jafnvægi í byggð landsins, vinnuhagræðing og endurskipulagning kennslukerf- isins. Voru fundir þessir allir vel heppnaðir. f apríl var haldin mjög góð ráðstefna um þjóðarbúskap- inn, skipulegan hagvöxt og upp- byggingu atvhmuveganna. Tvær kvöldskemmtanir voru haldnar í súlnasal Hótel Sögu og voru þær mjög fjölsóttar og kom- ust færri að en vildu. i i u uuum unui i vi i y rv | ci vii\, í lok júnímánaðar efndi félagið til Kaupmannahafnarferðar. Þátt- takendur urðu 102 og mun það vera fjölmennasta hópferð til út- landa, sem héðan hefur verið far- in. Heppnaðist ferð þessi mjög vel og taldi formaður, að hún hafi verið félaginu mjög til sóma. Formaður ræddi ítarlega um unglingaklúbb F.U.F., sem komið var á fót á starfsárinu í þeim til- gangi að veita unglingum á aldr- inum 14—18 ára aðstöðu til heil- jbrigðra skemmtana og kynninga. Starfsemi þessi gekk mjög vei framan af, og sátu á annað hundr- að unglinga starfsemi klúbbsins, en þrátt fyrir að þess væri vand- lega gætt að tengja klúbbinn ekki stjórnmálastarfinu, hófu stjórn- málaandstæðingar, og þá sérstak- lega Morgunblaðið, upp skipulagða herferð gegn þessari heilbrígðu félagsstarfsemi unglinganna með TÓMAS KARLSSON STEINGRÍMUR HERMANNSSON HERMANN JÓNASSON þeim afleiðingum, að starfsemin lagðist smám saman niður. Taldi formaður sjálfsagt að endurvekja klúbbinn á einhvern hátt. Formaður ræddi síðan um þátttöku félagsins í auglýsinga- blaði, happdrætti og sérstaklega í félagsheimili því, sem Framsókn- arfélögin í Reykjavík hafa nú keypt. Að lokum ræddi formaður í nokkrum almenum orðum um hið ágæta samstarf við fráfarandi stjórn félagsins. sem hann kvað hafa einkennzt af félagslegum þroska, þar sem markmiðið og meginmálefnin hefðu ávallt verið látin ráða fremur en skiptar skoð- anir um smáatriði. Þakkaði hann ágætt samstarf og óskaði nýrri stjórn heilla í starfi Sigþór Jóhannsson gjaldkeri, flutti þessu næst skýrslu sína, og bar hún með sér að fjárhagur fé- lagsins stendur traustum fótum. Að loknum skýrslum formanns og gjaldkera, var gengið til stjórnar- kjörs, og eiga þessir sæti í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár: Tómas Karlsson formaður, og meðstjórnendur: Sigþór Jóhanns- son, Bjarni Bender, Baldur Ósk- arsson, Halldóra Sveinbjörnsdótt- ir, Daníel Halldórsson, Már Pét- ursson, Margrét Jónsdóttir, Þórir Gunnarsson og Erlingur Bertels- son. Stjómin mun síðan skipta :með sér verkum á fyrsta stjórnar fundinum. f varastjórn eiga sæti þeii Dagur Þorleifsson, Haukur Framhald á bls. 13. Fyrsfi fundur nýkjörinnar SUF-sfjðrnar MYNDIN hér að ofan var tekin á fyrsta stjórnarfundi hinnar nýkjörnu stjórnar Sambands ungra Framsóknarmanna og á hennj eru í fremri röS frá vinstri: Theo- dór A. Jónsson, Ingi B. Ársælsson fjármálaritari, Elías Snæland Jónsson ritari, Örlygur Hálfdánarson formaSur, Jón A. Ólafsson varaformaSur, Jón Arnþórsson gjaldkeri og Tómas Karlsson vararitari. í efri röð frá vinstri: Björn Teitsson, Gunnar GuSmundsson, Jónas Jónsson, Eyjólfur Eysteinsson spjaldskrárritari og erindreki SUF, Haildór Hjartarson og Bjarni Bender.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.