Tíminn - 10.10.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.10.1964, Blaðsíða 6
Starfshættir í heimavistarskólum Hvað er heimavistarbarnaskóli? Það er starfsemi, sem greina má í tvennt, annars vegar fræðslu- stofnun og hins vegar heimili. Fræðslustofnunin er sambæri- leg öðrum heimangönguskólum. Námskröfur til barnanna eru ná- lega hinar sömu og í öðrum skól- um, þrátt fyrir 1—2 ára styttri námstíma og helmingi færri náms daga í skóla á hverjum vetri. Þetta fræðsluform krefst sérstakr- ar tækni af hendi kennarans. Glöggt eftirlit og skipulag þarf að hafa á námi barnanna meðan þau dvelja heima hjá sér. Námsálag er mun meira þá daga, sem þau dvelja í skólanum en eðlilegt er miðað við reglubundinn daglegan skólatíma allan veturinn. Eftirlit er haft með lestri og námi barn- anna síðdegis og þeim hjálpað eftir því sem þörf gerist. í bréfa- skólaformi og stuttum námsskeið- um er 8 og 7 ára börnum hjálpað með undirbúningsnám í lestri, reikni’ngi og skrift. Hvort tveggja er að þau eru of ung til að delja í heimavist reglulega yfir vetur- inn og víðast hvar í skólunum eru þrengsli það mikil að sú aukning ‘mundi ekki rúmast í skólunum. Þann aðstöðumun, að hafa nem. allan veturinn og geta byrjað 1—2 árum fyrr, sem almennir skólar hafa, er reynt í heimavistarskólum að vinna upp með öllum ráðum. Hvers vegna skyldi löggjafinn krefjast 1 árs lengri reynslutíma af kennurum við heimav.skólana en rjið aðra sambærilega skóla? Framangreind atriði, auk þeirra er siðar verða upp talin, rökstyðja að nokkru þær kröfur, sem gera þarf til kennara í heimav.skólun- um. Hliðstæðu námi er lokið á mun skemmri tíma en í öðrum skólum. Náms- og prófkröfur eru þær sömu. Samkvæmt árlegu yfir- liti frá Námsstjóra um einkunnir 12 og 13 ára barna á landsprófs- fögu'num þá eru heimav.skólarnir með sízt lakari, jafnvel betri eink- unnir en hinir almennu skólar. Þessi 'stutta frásögn verður að nægja um það hversu fræðslu- stofnunin er frábrugðin öðrum al- mennum skólum. Skal þá vikið að hinum hluta stofnunarinnar og að því, er þessi greinargerð á fyrst og fremst að fjalla um og kynna nánar. Það er sjálf heimavistin, heimilishaldið sjálft, sem gerir mestan greinar- mun frá hinu almenna skólaformi. Mjög áberandi er hversu margir eru ókunnugir og fáfróðir um þessa starfsemi og hafa jafnvel rangar hugmyndir um eðli þessa starfs, sem fram fer utan kennslu- stunda. Heimilisstörfin og félagslíf með- ai nemenda er harla umfangsmik- ið og greinist í mörg og óskyld atriði. í eftirfarandi frásögn er aðeins stiklað á því stærsta, en alls ekki gerð fullnægjandi skil hinum mörgu þáttum, sem féltt- ast þar saman. Þá er einnig í lok- in bent á æskilegt framtíðarskipu- lag í þessum störfum. Nú þykir alveg sjálfsagt að sér- stakt fólk annist matargerð á þessu stóra heimili og sérstöku fólki er ætlað að annast ræstingu á skólanum og heimavistinni. En börnin lifa ekki á brauðinu einu saman. Þegar út í það er komið að meta umsjónarstörfin í heima- vistarskólunum, þá kemur margt í Ijós. Undirrót að grundvallar- skekkju í þessu mati er tvenns konar, annars vegar hið rótgróna vanmat á störfum húsmóðurinnar á hverju heimili og hins vegar að þessir stóru heimavistarskólar eru svo nýir af nálinni og hafa sprott- ið upp úr mjög fámennum heima- v.sk., þar sem aðgreining á starf- seminni var eigi gerð né ástæða að gera það sökum fámennis. Nú er því ekki til að dreifa að okkur vanti fyrirmynd af þessum heimilum. Fyrirmyndina höfum við bæði frá hinum stóru sveita- heimilinu á íslandi fyrr á árum og einnig frá sambærilegum skól- um erlendis, t.d. frá Noregi.Megin. kjarninn er sá að heimilisstörfin öll, þar með talin matargerð, ræst- ing og allir heimilishættir nem- enda, þurfa að vera í höndum reyndrar og velmenntaðrar hús- | móður. Mjög víða hafa það verið óskrif- uð 'lög og hefð að eiginkonur l skólastjóranna hafa að meira og j minna leyti þurft að taka hluta af ■ þessum störfum í sínar hendur og (Orðið skólastjórunum ómetanleg 1 hjálp, en jafnframt algerlega ó | launað starf Meðan heimilishætt- ir nemenda eru einstaklingsbundn- , ir og ósamræmdir og eftirliti er i skipt á milli margra sinn hvern I daginn, þá verður mótunin öll ( - sy v ijjjHpPI; Eftir skrá um íslenzkar þjóðsögur hefur fjöldi bókamanna beSið um áraraðir. Er nú komin út í fallegri og hentugrl útgáfu. Fæst í bóka- búðum. SlvKÁ 'IIM ÍSLÉN/KAR l»J()ÐSÖGlj l\ OG SKYLD RIT SA.AIÁ V II Kl f K TKKIl). STÍOIVDÓH STF.j.VDÓIlSSON FKA IIl.ÖDUM BÓKAÚTGÁFAN ÞJÓÐSAGA. Afgreiðsla Þingholtsstræti 27. Símar 24216 og 17059. molum. Börnin komast upp með ýmsan óvanda og óhollar venjur í klæðaburði, borðsiðum. heimilis- venjum og fasi. Annar mjög stór þáttur í heim- ilishaldinu er félagslífið, tón» stundirnar, útileikirnir, útivistin, kvöldvökumar. Þessum þætti heimilishaldsins verður ekki sinnt sem lítt eða ólaunuðum aukastörf- um. Framkvæmd þessara starfa er mjög umfangsmikil og krefst mik- illar hugkvæmni, því engin reglu- gerð er þar til stuðnings. Nútím- inn gerir þær kröfur til skólanna að þessu sé sinnt f æ ríkara mæli, hjá því verður ekki komizt. í stærri skólunum er fullkomið starf fyrir einn mann á þessum vettvangi. Að lokum er hér nokkur atriði, isem snerta skólastjórana fyrst og ; fremst. Gild rök liggja að því að greiða beri skólastj. heimangöngu- jskólanna fyrir tví- og þrísetningu, vegna þess hvað það lengir starfs- i tíma þeirra. Hversu mikið ætli i umsjónin yfir heimilishaldinu lengi þá starfstíma skólastj. í ; heimav.sk. Þar er það allur dag- I urinn, kvöldið og sums staðar nóttin líka. Þá er ástæða að nefna húsvörzl- una árið um kring, þótt það snerti eigi hið lifandi starf. Mjög fer það eftir stærð skólanna, hvenær ráðinn er sérstakur maður í það í heimangöngusk. En þar er þetta metið og greitt að fullu. Við heimav.sk. er þetta sett á herðari skólastjóranna yfirleitt og það ó-j umsamið. (óátaliðl og í flestum tilfellum ólaunað Sala og afgreiðsla á skólavörum nemenda er víðast hvar höfð íj skólunum, enda hentar annað naumast. Reikningshald yfir mötu-1 neyti og skólavörur er í höndum skólastj. og mjög víða rekstrar- reikningurinn líka Þjónustuíbúðir þær, sem af eðli-1 legri nauðsyn eru staðsettar við heimavistirnar hafa aldrei verið metnar sem slíkar Skal nú staðar numið, þót ýmis. legt fleira mætti telja. Helztu niðurstöður greinargerð ! arinnar eru þessar; Heimilisstörfin. umsjónar og gæzlustörfin hafa verið allt of lágt metin. Ráða skal sérstaka hús- móður, sem annast umsjón með daglegu heimilishaldi nemenda ut- an kennslu-, náms- og tómstunda. Undir hennar stjórn yrði og mat- argerð og ræsting. Sérstakan gæzlumann skal hafa til að annast félags- og tómstundalíf, útivist og leiki. Húsvörzluna skal meta eins og í öðrum skólum. Þjónustuíbúðir skulu metnar sem slíkar ef þær eru tengdar næturvörzlunni. Framtíð þessara skóla veltur á því að til þeirra fáist vel menntað og félagslynt fólk Til þess að tryggja það. þurfa laun að vera sambærileg við aðra skóla og þau aukastörf, sem heimav.sk. krefjast umfram aðra skóla, vera greidd I sambærilega og önnur störf við j skólana Verði eigi breyting á nú-j verandi ástandi, þá vofir sú hætta yfir að til þessara skóla veljist aðeins þeir, sem hvergi fá kennslu eða innu við aðra skóla Þetta skólaform á framtíð fyrir sér, ef þörfum þess er sinnt með skilningi og sanngirni. Kleppjárnsreykjum. 1. iúní 1964 ALDARMINNING Páll Rósinkransson F. 2.10. 1864 D. 20.8. 1930. Fátt mun nú ofanjarðar af þeim bændum, er sátu að búum sínum í Önundarfirði, er ég kom til Flat- eyrar 1912, en vel man ég þá alla, þótt ekki séu þeir allir jafn minn- isstæðir. Það voru engir stórbændur, enda jarðirnar flestar smáar og tví- og þríbýli á sumum. En bjarg álna voru þeir og sumir vel efn- um búnir og undu hag sínum vel. En það er til marks um hve þétt- setinn var bekkurinn, að á 33 jörðum voru 47 ábúendur, og mannfjöldi í heimili langflestra 8—15 manns aðeins í fáum færra. En víst var það svo, að sjávarafl inn var mikil stoð margra heim- ila og hafði komið fótum undir efnahag sumra dugnaðar- og ráð- deildarmanna. Svo var það um Pál Rósinkrans- son, er sótt hafði sjóinn fast á yngri árum og reynzt farsæll og fengsæll skipstjóri Hann var af sterkum önfirzkum stofni og alinn upp við land og sjó, bóndasonur frá Tröð í Bjarnardal Urðu þeir þrír bræður skipstjórar og nafn- MINNINC Sigurður Brynjólfsson — h. 13.1. 1906. D. 30.8. 1964 — Kveðjuorð frá vinnufélögum Hjörtur Þórarinsson. Það setti margan hljóðan, þegar fréttist um hið skyndilega andlát Sigurðar Brynjólfssonar Þótt okK ur væri kunnugt um. að aann gengi með sjúkdóm. sem ósjaidan fyrirvaralaust fær ljáinn í hendur hinum ,slynga sláttumanni“, þá hvlldi sá lífsþróttur og karl- mennskublær yfir Sigurði, að skyndilegt kali kom okkur á óvart. Og svo blasti þá við, er við komum næst á vinnustað. sæti hans autt og yfirgefið. Hinn herða breiði, hressilegi vinnufélagi átti aldrei framar að sjást í þeim sessi í félagahópinn var höggvið skarð, og vinnustofan stóð eftir, að stór- um mun fátækari og tómlegri en áður. En minningin lifir áfram um ágætan starfsmann og vinnufélaga og þó fyrst og fremst GÓÐAN DRENG. sem ávallt var fús og reiðubúinn að hressa og gleðja og rétta hjálparhönd sínum veikari bróður, ekki sízt þeim ungu. Þess vegna fylgja Sigurði nú á vee inn í landið ókunna, hlýjar hugsamr og góðar óskir okkar. Vinnufélagar á Reykjalundi. kunnir aflamenn, þeir Sveimi, Kjartan og Páll, Bergur kaupm- og útgerðarmaður, en Rósinkrans bóndi á föðurleifð þeirra. Og fleiri voru þau systkin og eiga þau mikinn og atorkusaman af- komendahóp. Páll Rósinkransson var kvænt- ur mikilli dugnaðarkonu og á- gætri húsfreyju, Skúlínu Stefáns- dóttur, f. 15.12. 1867, d, 7.7. 1955. Bjuggu þau lengi góðu búi á Kirkjubóli í Korpudal, stórbættu þá eignarjörð sína að ræktun og húsakosti, eignuðust 14 börn, og hafa þau sem upp komust ágæt- lega mannazt, og eiga þau hjón nú mikinn afkomendahóp og góðan. Á minnisblöðum mínum er Páll einn þeirra, sem ég mat mikils og batt tryggð við. Hann var mjög viðfelldinn í allri viðkynningu, meðalmaður á vöxt, fremur dökk- ur á brún og brá, fríður sýnum, mikill fjörmaður og hvatlegur á svip og i fasi. jafnan glaðlegur dugnaðarmaðui og ósérhlífinn. Var Páll mjög fyrir bændum þar inni í Firðinum, barðist fyrir vega- bótum og aukinni ræktun, enda áhugasamur og framfarasiunaður umbótamaður að upplagi, hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum, var Samvinnumaður og félags- lyndur og lét sér annt um annarra hag Sat Páll lengi í hreppsnefnd og áttum við þar gott samstarf, enda skoðanabræður í flestum málum. sem þá voru á baugi. Á I ég í minningunni marga ánægju- j stund frá þeim samskiptum. sem ég nú þakka horfnum vini. j En það er til marks um heim- : ilið á Kirkjubóli. að veturinn 1918 fórum við 16 söngmenn af Flateyri til að syngja þar í skóla- húsi skammt frá bænum. en hrepptu foraðsveður og komumst ekki heim um Kvöldið Þá stóð okkur opið hús hjá þeim Páli og Skúlínu á Kirkjubóli. Og þar var heldur ekki i kot vísað. þvi að auk veizlumatar fengum við allir uppbúin og ágæt rúm Slíkur myndarbragur var þá á þessum önfirzka bóndabæ. Hafa börn þeirra hjóna nú, til minningar um foreldra sína á 100 ára afrnæli föður þeirra. gefið Holtskirkju i Önundarfirði mikinn og fagurlega gerðan skírnarfont. Á Kirk.jubóli hefur lengi búið góðu búi Stefán sonur Páls og Skúlínu en er nú hættur og burtu fluttur. og aðrir tekið við Frá Flateyrarárum mínum á ég margai dýrmætar minningar um ágætt fólk sem nú sefur .,í svörtu djúpi moldú orpið“. í kirkjugörðum Önundarfjarðar Blessað sé þa'ð og veri urr ár og eilífð 2.10. 1964 Snorri Sigfússom. TÍMINN, iaugardaginn 10. október 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.