Tíminn - 24.11.1964, Qupperneq 5

Tíminn - 24.11.1964, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 24. nóvember 1964 TÍMINN r Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Hitstjórar: í-órarmn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Ir.driði G. Þorsteinsson. Fulltnii ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur • Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti ; Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar sknístofur, simu 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Ásókn hrundið T>:ið er ekki ósjaldan, serri íhaldsöflin hafa reynt að v að verkalýðssamtökunum og ná tökum á þeim með ei m og öðrum hætti. Þau gera sér ljóst, að fátt myndi styrkja afturhaldið betur í sessi en ef því tækist að eiga fulltrúa í stjórn verkalýðssamtakanna- Þess vegna hefur fátt verið látið ógert í þeim efnum. Sjaldan hefur þó íhaldið gert lubbalegri tilraun til að brjótast til valda í verkalýðsfélögunum en á síðasta þingi Alþýðusambandsins- Það er viðurkennt af öllum, að samtökin þurfa aukin fjárráð, og að skipulagi þeirra þurfi að breyta í samræmi við breyttar aðstæður. Þetta hafa íhaldsmenn viðurkennt engu síður en aðrir. Um þessi mál hefði þó átt að geta náðst fullkomin samstaða á þingi Alþýðusambandsins, án tillits til annara mála. En svo varþ ekki. íhaldsflokkarnir settu sitt ákveðna skil- yrði: Við samþykkjum engar breytingar á skipulagi Alþýðusambandsins, og við treystum sama og ekkert fjárhagsafstöðu þess, nema við fáum öfluga áhrifaaðstöðu í stjórn samtakanna. íhaldsflokkarnir hög- uðu sér hér líkt og þjófurinn, sem segir: Peningana eða lífið. Verkalýðssinnar á þingi Alþýðusambandsins afgreiddu þessa tilraun íhaldsaflanna til að ná tökum á verka- lýðshreyfingunni eins og vera bar. Þeir létu ekki kúgast. Alþýðusamtökin standa sterkari eftir en áður.eins og endranær, þegar þau hafa hrundið íhaldsöflunum af höndum sér. Verkalýðssamtökin eiga harða baráttu framundan Það verður að knýja fram, að tekjur 7—8 klst. vinnudags nægi til viðunandi afkomu. Þetta mun því aðeins nást fram, að verkalýðshreyfingin sýni, að hún sé sterk og láti hvorki beygja sig með hótunum eða gvlliboðum. Þetta getur því aðeins orðið, að innan æðstu stjórnar verkalýðssamtakanna séu ekki menn, sem ganga þar erinda kjaraskerðingarflokkanna og reyna á allan hátt að deyfa baráttuáhugann og kjarkinn. Engin vígi eru sterk, ef andstæðingunum tekst að eiga laumumenn innan virkisveggjanna. Það breytir þessu engu, þótt hægt sé að benda á verkalýðssinna innan stjórnarflokkanna. Meðan þessir menn sýna ekki í verki, að þeir vilja berjast gegn kjara- skerðingarstefnunni, geta samtökin ekki treyst þeim til forystu. Þessir menn þurfa að ganga undir próf áður en þeim verður treyst. Þetta próf munu þeir m.a. ganga undir á komandi vori. Merkilegt þing Stjórnarblöðin segja nú, að Framsóknarmenn hafi ráðið stefnunni á nýloknu þingi Alþýðusambandsins. Það er Framsóknarmönnum til sóma, að stjórnar- blöðin skuli þakka þeim, að fulltrúum íhaldsins var ekki hleypt inn í stjórn verkalýðssamtakanna. Verkalýðs- hreyfingin þarf ekki síður að gæta þess, að andstæðing- arnir vinni hana ekki innan frá en utan frá. Seinasta Al- þýðusambandsþing verður lengi talið merkilegt þing vegna þess að það gerði sér þetta nægilega ljóst- En rétt er að geta þess, að Framsóknarmenn eiga ekki einir þennan heiður skilið. Fjöldi annara verkalýðs- sinna, m. a. úr stjórnarflokkunum, var á sama máli, eða yfirleitt allir þeir, sem ekki vilja tjóðra verkalýðshreyf- inguna við íhaldsstaur kjaraskerðingastefnunnar- JÓN SKAFTASON, aSþm. Er tveggja flokka kerfi nauösynlegt Menn deila hér eins og í öðrum lýðræðislöndum, um kosti og galla tveggja flokka kerfisins. Rökin fyrir kostum þess og göllum eru flesturo kunn og skulu ekki rakin hér. en aðeins bent -í tvær stað- reyndir, sem segja meira um þetta deilumál en mörg orð fá gert: f fyrsta lagi er það stað ^eynd, að engin lýðræðisþióð, sem í reynd býr við tveggja flokka kerfi vill frá þvi hverfa. f öðru lagi hefir gætt ein- dreginnar viðleitni í mörgum löndum, þar sem flokkafiöidinn er hvað mestur, til þess að fækka flokkum mcð samein ingu skyldra flokka. Síðasta dæmi þessa er frá Svíþjóð. Þaðan berast fréttir um aS fyrir dyrum standi að efna til mjög náinnar samvinnu þjóð- flokksins og Hægriflokksins, sem bjóða eigi Miðflokknum að ild að. Viðbrögð þessara sænsku flokka eru skiljanleg ef stjórn málaástandið þar er skoðað. Um áratuga skeið hafa Jafn- aðarmenn verið alls, eða mestu ráðandi í ríkisstjórnunum þar í landi. Þeir liafn «íðustu árin ýmist haft cinir breinan þing- meirihluta eða hafi á það short, átt auðveldan möguleika á að ná samvinnu við Miðflokkinn um ríkisstjóm undir forsæti jafnaðairmanns þar sem þeir réðu að mestu stjórnarstefnu. Andstæðingar jafnaðarmanna í Hægri flokknum og Þjóð- flokknum eru nrSnir langþ-eytt ir á áhrifaleysinu í sæntkum stjórnmálum. Þeir vilja að sjálfsögðu geta markað stiórn' arstefnuna í sínum anda, en sjá, æ fleiri, að til þess að svo geti orðið, þurfa þeir að taka upp mjög nána samvinnu eða jafnvel sameiningu flokkanna. Þetta dæmi er nefnt hér„ vegna þess að hliðstæður þess má finna að nokkru leyti. hér á landi. í Svíþjóð eru vinstri öflin sameinuð að langstærstum hluta í jafnaðarmannaflokkn- um en, hægri öflin skiptast á milli 2—3 flokka. Á íslandi eru, aftur á móti, hægri öflin sameinuð í Sjálfstæðisflokkn um en vinstri öflin skiptast í 3-4 flokka. Hið sameiginlega við stjórn málaástandið í báðum löndun- Jón Skaftason um er svo það, að stærstu ílokk arnir ráða stjórnarmyndunum. Jafnaðarmannafl. Sænski ræður þessu nú í krafti eigin meirihluta en Sjálfstæðisflokk urinn vegna þess. að núverandi forysta Alþýðuflokksins hefir í eitt skipti fyrir öll gert það upp við sig að vinna með Sjálf- stæðisflokknum svo lengi sem hann á þess nokkurn kost. Sjálfstæðisflokkurinn ei nú ein-i flokkurinn í landinu, sem myndað getur meirihlutastjórn, með hváða öðrum flokki einum sem er. Hann á því valið sam- kvæmt venjulegum þingræðis- reglum og cðlilegt er, að hann kjósi smæsta og veikasta flokk- inn til samstarfsins, þótt ekki væri fyrir annað en það, að þannig getur hann gert stefnu sína meir gildandi í stjórnar- samvinnunni en væri, ef unnið væri með sterkari flokkum. Að ýmsu leyti er þessi að- staða betri fyrir Sjálfstæðis- flokkinn en að hafa hreinan flokksmcirihluta á Alþingi, því að flokkur, sem rekur henti- stefnu og tækifærisstefnu í jafn ríkum mæli og hann og telur sig sjálfkjörinn forystuaðila allra þjóðfélagsstéttanna, þarf oft óhjákvæmiíega „að hafa syndahafur" til að friða og halda ólíkum hagsmunastéttum innan vébanda flokksins og til þessa er Alþýðuflokkurinn m. a. notaður í þessu stjómarsam- starfi. Áratuga löng rcynsla hægri manna í Svílijóð hefur knúið þá, nauðuga viljuga, til nán- ara samstarfs i kosningum til þess að vega á móti ofurvaldi sænskra jafnaðarmanna. Lýðræðissinnuðuin íhaldsand stæðingum á íslandi mun fyrr eða síðar lærast hið sama. Þeim mun skiljast, að vonlaust er fyrir þá að ganga fram í þrem eða fjórum fylkingum gegn andstæðingunum samein- uðum í einum flokki. Þeir ættu því sem fyrst að gera hlé á bar- daganum, athuga vígstöðuna og fylkja liði á ný á breiðum grundvelli. Minniháttar ágrein- ingur um dægurmálin má ekki lengur standa í vegi þess, að lýðræðissinnaðir íhaldsandstæð ingar fylki sér um einn flokk. Úrslit síðustu Alþingiskosn- inga benda eindregið til þess, að skilningur kjósenda hnígi mjög í þessa stefnu. Framsóknarflokkurinn, sem er lang öflugasti andstöðuflokk ur íhaldsins, varð sigurvegari í þeim. Fylgisaukning hans varð hlutfallslega rúmlega helmingi meiri en hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Framsóknarflokkurinn náði einn í þeim kosningum nærri sama atkvæðamagni og Al- þýðubandalagið, Alþýðuflokk- urinn og Þjóðvarnarflokkurinn samanlagt og varð næst stærsti flokkurinn í kaupstöðum lands- ins, þar sem liann hafði áður verið hva ðveikastur. Mest varð fylgisaukning hans á þétt- býlissvæðinu í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, sem er ákaflega þýðingarmikið atriði. Á nýafstöðnu Alþýðusam- bandsþingi átti Framsóknar- flokkurinn nærri því jafn marga fulltrúa og Alþýðuflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn, hvor um sig, og hafði meira en tífaldað fulltrúatölu sína þar á fáum árum. Þessar staðreyndir og fleiri benda til þess. sem kemur hér á landi. Sú stund nálgast, að stjómmálabaráttan verður ein- vígi á milli Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins, á milli íhaldsflokks og frjálslynds flokks, svo sem er í ýmsum lýðræðisríkjum fyrir austan okkur og vestan. Því fyrr sem þetta verður því betra fyrir þjóðina. ÞRIÐJUDAGSGREININ FE-Reykjavík, 20. nóv. Á fundi Stúdentaráðs Háskóla íslands með blaðamönnum nú fyr- ir skömmu var skýrt frá gangi félágsheimilismáls, en fyrirhugað er að reisa félagsheimili fyrir stúdenta. Auk þess var skýrt frá starfi svonefndrar hjónagarðs- nefndar, sem að undanförnu hef- ■ir unnið að skýrslugerð um ástand í húsnæðismálum stúdénta og þá sér í lagi þeirra, sem stofn- að hafa heimili. ■ Um byggingu félagsheimilis er það að segja, að á síðustu fjár- lögum voru lagðar fram 500 þús. kr. til byggingar félagsheimilis stúdenta, og á frumvarpi til fjár- laga fyrir þetta ár er gert ráð fyrir 1 milljón kr. til sömu fram- kvæmda. Þá bárust félagsheimilis- Félagsheimili stúdenta nefnd 100 þúsund kr. á fundi 16. júní í sumar, og var þar um að ræða minningargjöf um Guðmund Jónasson frá Flatey, en hann tók virkan þátt í starfsemi stúd- enta á námsárum sínum, og er gert ráð fyrir að minningarfjöf- inní sé varið til þess að búa út húsakynni stúdentaráðs í félags- heimilinu. Jóni Haraldssyni arkitekt hef- ur verið falið að gera teikningu að félagsheimilinu, og í tillögu- teikningu arkitektsins er gert ráð fyrir, að félagsheimilið verði við- bygging við Gamla Garð, en end- anleg ákvörðun hefur þó ekki ver- ið tekin ennþá. Með því að heim- ilið verði viðbygging við Garð mætti bæta aðstöðu stúdenta á vetrum, því að þar yrði matsala, og um leið Hótel Garður á sumr- um, að því er Stúdentaráð tjáði blaðamönnum. í Félagsheimilis- nefnd eru tveir fulltrúar úr Há- skólaráði, tveir úr Stúdentaráði, en formaður nefndarinnar er Stef- án Hilmarsson, bankastjóri, skip- aður af menntamálaráðherra. Um störf hjónagarðsnefndar er það að segja, að hún hefur nú Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.