Alþýðublaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 32

Alþýðublaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 32
S"vp . >rW ,Hallvar8ur" smíSaSur 1953 í skipasmíðastöð vorri. Til þess að gefa hugmynd um starfsemi Landssmiðjunnar, skal eftirfarandi tekið fram: PLÖTUSMIÐJAN tekur að sér allskonar plötuvinnu svo sem viðgerðir skipa, smíði tanka af ýmsum stærðum, stálgrindarhúsa, bifreiðavoga, fiskimjöls- verksmiðja, skjalaskápshurða, miðstöðvarkatla og ótal margt fleira. A meðal síðustu verkefna er 400.000 ten.feta geymir fyrir Aburðar- verksmiðjuna, ný stýrishús á varðskipin „Ægir“ og „Oðinn“, smíði sex fiskimjölsverksmiðja, o. fl. í plötusmiðjunni vinna 70—80 menn. VÉLVIRKJ ADEILD tekur að sér allskonar vélsmíði og vélaviðgerðir, niðursetningu á nýjum vélum og ýmislegt fleira. I þeirri deild vinna í kring um 60 menn. RENNIVERKSTÆÐIÐ tekur að sér allskonar rennivinnu, bæði í sambandi við verkefni' annarra verkstæða smiðjunnar og fyrir aðra. TRESMIÐJAN tekur að sér allskonar viðgerðir í skipum og öðru tréverki. Tekur einnig að sér smíði glugga og útidyrahurða auk ýmisskonar annarrar trésmíðavinnu. SKIPASMÍÐASTÖÐIN annast nýsmíði fiskibáta. MODELVERKSTÆÐIÐ annast smíði „modela“ af ýmsum gerðum einkum fyrir málm- steypu, en einnig annast þetta verkstæði smíði ýmissa „líkana“. MÁLMSTEYP AN tekúr að sér að steypa ýmsa hluti úr járni, kopar eða aluminium, svo sem múffur, skipsskrúfur, fóðringar og fjölmargt fleira. R AF VI RKJ AVERKSTÆÐIÐ annast allskonar viðgerðir og lagnir í skipum og verksmiðjum auk annarrar rafvirkjavinnu eftir ástæðum. ELDSMIÐJ AN tekur að sér ýmsa járnsmíðavinnu, svo sem smíði bryggju- bringja o. fl. NÝSMÍÐI af ýmsu tagi annast Landssmiðjan. Smíðar m. a. vatnstúrbínur, mykjudi'eifara, bitara, blásara, katla og margt fleira. LAGER Landssmiðjunnar hefur venjulega fyrirliggjandi flestar járnsmíða- vörur svo sem: Plötujárn Flatjárn Vinkiljárn Rúnnjárn Skúffujárn l-bita Öxulstál Eirrör Stangakopar Koparplötur Eirplötur Svört- & galv. rör Fittings Quasi-Arc rafsuðuvír Járnlogsuðuvír Koparlogsuðuvír Rafsuðukapal Logsuðuslöngur Logsuðutœki Maskínubolta Rœr Hvítmálm Lóðningartin Fóðringaefni o. m. fl. Landssmiðjan liefur einkaumboð bér á landi fyrir meðal annars þessar verksmiðjur: Nohab — Dieselvélar Bolinders — Dieselvélar Hatz — Dieselvélar Armstrong Siddeley — Dieselvélar Jap — Benzínvélar Sigma-Trigo-Therm Frystivélar Arnold & Stolzenberg Keðjur og \cðjuhjól Quasi-Arc Rafsuðuvír, rafsuðuvélar J. u. W. Muller G. m. c. h. Rafsuðuvélar Templeton, Kenly & Co. Simplex-vö\valyftur Forstjóri: JÓHANNES ZOEGA, verkfrœðingur SÍMI 1 68 0 (4 línur)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.