Alþýðublaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 4
Kafli úr yefrarleikir í Reykjavík um endurminningum Árna Thorsteinssonar tónskalds r JÓLAHALDIÐ á heimilun- um var fábrey-ttara og íburð- arminna í ungdæmi mínu -en nú tíSkast. Þó held ég að engu minna hafi verið hlakk- að til jólanna í þá daga. Þau voru eins og björt sólskins- stund í löngu vetrarmyrkr- inu; tendruðu birtu og yl, bæði í híbýlunum og hugum fólksins. A bernskuárunum þekkti ég að vísu lítið til jólahalds- ins annars staðar en á heim- ili foreldra minna og nánustu kunningja. Undirbúningur jólanna var með líkum hætti og tíðkazt hefur á öllum tím- um. Kvenfólkið stóð í bakstri og matargerð — bakaðar voru smjördeigstertur með sveskj- um og þeyttum rjóma ofan á; kleinur, jólakökur og sitthvað fleira. Þá heyrðu og hrein- gerningar til jólaúndirbún- ingnum, því að allt þurfti að fága og prýða áður en hátíð-y in gekk í garð. En loks kom að því að fólkið tók sér hvíid og lagði frá sér vinnuna —- rokkarnir voru þagnaðir og tóvinnan lögð á hilluna í bili. Og svo kom aðfangadagui’- inn. Heima ríkti sú siðvenja, að stundvíslega klukkan fjögur var setzt til borðs og snæddur hátíðaréttur. Var þá á borð- um ýmislegt góðmeti, aðal- rétturinn var steiktar rjúpur, en á undan var borðaður hnausþykkur grjónagrautur með rúsínum. Síðan þykir mér slíkur grautur mesta lostæti, og minnir hann mig alltaf á jólin heima. Máltíðin stóð ekki yfir nema um klukkustund, enda fór þá að heyrast ómur Dóm- kirkjuklukknanna, sem hringdu til aftansöngs. For- eldrar mínir fóru alltaf í kirkju þetta kvöld, og feng- um við krakkarnir að fylgj- ast með eftir að við stálpuð- umst. Flestir húsráðendur í bænum fóru til kirkjunnar á aðfangadagskvöldið og annað fullorðið fólk, sem komið gat því við. Var kirkjan því alltaf troðfull út úr dyrum og þrengslin og loftleysið svo mikið, að oft kom fyrir, að fólk væri borið út í yfirliði. ’Þegar mannfjöldinn var kom- inn í kirkjuna varð andrúms- loftið brátt mettað megnri og súrri fúkkalykt, og stoðaði ékkert þótt opnaðir væri hlerarnir í kirkjuloftinu. Á þessari hátíð fór fólkið í sín þeztu sjaldhafnarföt, en hjá sumum höfðu þau kannski legið geymd niðri á kistu- botni eða í rökum geynrslum frá síðustu jólum og fúkkað þar og jafnvel myglað. Má því geta nærri, hvernig and- rúmsloftið hefur orðið. Og ekki voru þrengslin minni við kirkjubrúðkaupin, en þá var algengt að hjóna- vígslur færu fram í kirkjunni. Var þá oft þröng mikil við kirkjudyrnar, og færri kom- ust inn en vildu. Varð kirkjuvörðurinn tíðum að bægja fólkinu frá með harðri hendi, en umsjónarmaður kirkjunnar var þá Sigurður gamli Jór.sson fangavörður, og gekk hann með korða eða ' staí í hendi við slík ta>kifæri; gaf snöggar og ákveðnar fyr- irskipanir og otaði stafnum framundan sér. Einn var sá siður við guðs- þjónustuna á aðfangadags- kvöld, sem mjög' jók helgi hennar og áhrif, en hann var sá, að einhver af beztu söng- mönnum bæjarins var feng- inn til þess að tóna sérstakan helgisiðasöng (ritual) framan við grátur altarisins, og hélzt þessi siður að minnsta kosti í tíð Hallgríms Sveinssonar meðan hann var dómkirkju- prestur, en hvort svo varð einnig eftir að hann varð biskup, man ég ekki g'lögg'- lega. Oftast féll það í hlut Steingríms Johnsens, móður- bróður míns, að tóna þetta hátíðaritual við jólaguðsþjón- ustuna, en hann var afburða söngmaður og var meðal ann- ars söngkennari við Lærða skólann. Þegar fólkið kom heim frá . aftansöngnum var setzt að kaffidrykkju og þótti okkur krökkunum fullorðna fólkið sýna óþarflega mikið seinlæti, er það sat í makræði yfir kaffibollunum. Tíminn frá því farið var í kirkjuna og þar 'til kaffidrykkjunni var lokið, fannst okkur ákaflega lengi að líða. Við höfðum nefniíega nasaþef af því, að inni í vestursíofri biði skreytt jólatré, og ekki var ósenni- . legt að kringum það væri rað- að ýmsum fallegum gullum og öðrum gjöfum. En stofan var harðlæst allan aðfanga- daginn, og fengum við ekki að koma inn í þennan helgi- dóm fyrr en um kvöldið. Stundum var þó reynt að kíkja gegnum skráargatið, og fórum við nokkuð nærri um það, hvað inni fyrir var. Það hafði heldur ekki farið fram hjá okkur, að gamla jólatréð var horfið af háaloftinu, og fyrir nokkrum dögum hafði einhver verið að laumast með lyng um húsið. Grenitré fluttust ekki al- mennt inn fyrr en löngu síð- ar, og var jólatréð okkar hennatilbúið eins og algengt var á þessum árum. Var það búið til úr langri stöng eða spíru, sem í voru felldir nokkrir pinnar, er kertm voru látin standa á. Síðan var það málað grænt og loks skreytt með. lyngi um hver jól. Eftir jólin var það svo lát- ið upp á háaloít, og þar lá það svipt, öllu skrauti til næstu jóla. Mildl vár sú hrifning, þeg- ar sú stund rann upp, að vesturstoían var opnuð. Þar stóð þá jólatré á miðju gólfi með tendruðum Ijósum, en við fótstall þess lágu jólapakk- ainir. Var nú byrjað að ganga í kringum tréð og syngja jóla- sálma áður en pakkarnir voru opnaðir. Varð manni oft litið til þeirra á meðan á sálma- söngnum stóð, og hætt er við að hugurinn hafi verið bundnari þeim en sjálfum jólasálmunum. A aðfangadagskvöld voru jafnan tveir gestir á heimili foreldra minna, sem tóku þátt í jólahaldinu með fjölskyld- unni. Það voru þeir Sigurður fræðari, sem kallaður var, en hann var kennari á Seltjarn- arnesi, og Steingrímur skáld Thorsteinsson, föðurbróðir *■—■—»— ■—*-+ 'ARNI THORSTEINS- SON tónskáld verður hálfníræður næsta haust. — Ingólfur Kristjánsson, rithöf- undur, vinnur nú að því að skrifa endur- minningar tónskáldsins og munu þær koma út á afmælisdegi þess. Árni er enn daglega meðal okkar á götum bæjarins, léttur á fæti, brosleitur, hár og grannur og virðist ekki kenna sér neins meins. Fyrir nokkru var tón- skáldið gestur Þjóð- kórsins í útvarpssal. Þar ræddi Páll Isólfs- son við það —• og var auðheyrt, að skáldið ræður yfir lífsgleði og gáska, ekki síður en óður. Getur maður og gert sér von um að endurminningarnar verði hinar skemmti legustu. Þeir Ingólfur og Arni hafa góðfúslega leyft Alþýðublaðinu að.birta í jólablaði sínu einn kafla endur- minninganna: um jólahald og leiki í bernsku Arna, um 1830. Árni Thorsteinsson. stað styrjöld, ef svo bar und- ir, en hernaðarfræðina sótti maður í stóra myndabók, sem til var heima frá stríðinu 1864 milli Dana og Þjóðverja. Ymsar fleiri jólagjafir feng- um við frá Steingrími, sem okkur þótti veigur í, enda voru þetta aoallega hlutir, sem ekki sáust í verzlunum hér. Það var fastur liður í jóla- haldinu heima, ao spilað væri á 'spil, og stóð spilamennskan oft fram á nætur. Var venju- lega spilað „Háif-tólfj1 og „Púkk“. Þegar sezt var að spilunum fengu þeir eldri sér toddýglas og kveiktu sér í vindli, en okkur krökkunum var gefið límonaði og annað góðgæti. Um jólin voru gagnkvæm- ar heimsóknir milli frænd- fólks cg vina, og voru jólaboð tíðkuð þá engu síður en nú, enda voru þau helztu jóla- skemmtanirnar. Mér eru alítaf minnisstæð jóiaboðin heima hjá Hilmari Réykjavtk mn 1880. minn. Steingrímur var þá kennari við Lærða skólann, en kona hans dvaldist lengst af í Danmörku og fluttist ekki hingað fyrr en síðar. Var Steingrímur því í fæði hjá foréldrum mínum, en bjó annars hjá afa og ömmu, Bjarna amtmanni Torsteins- son og Þórunni Hannesdótt- ur, sem áttu hús við Austur- völl, þar sem Landssímahús- ið er nú. Steingrímur fær'ði okkur krökkunum alltaf skemmíi- legar jólagjafir, og hlökkuð- um við til að taka upp pakk- ana frá honum. Venjulega voru þetta ýmisskonar leik- föng er hann hafði fengið beijit frá Danmörku, og var sumt af þessu mjög sjaldséðir gripir hér. Mér verour alltaf minnis- stæ'tt, þegar Steingrímur kom heim á aðfangadaginn. Þá bar hann venjulega pakka og' pinkla undir báðum höndum og var jafnvel' með vasa sína úttroona líka. Lagði hann pakkana frá sér út í horn frammi í forstoíu, og' þar lágu þeir þar til búið var að drekka kaffið eftir kvöld- sönginn í kirkjunni, og' var auðvitað harðbannað að hnýsast í þá. Eiiki gátum við þó setið á okkur að krunka kringum pakkana og geta okkur þess til, hvað í þeim myndi vera. Nokkru 'áður en kveikt var á jólatrénu hvarf Steingrímur fram í fordyrið, tók pakkana úr horninu, gekk með þá gegnum skrif- stofur föður míns inn í vest- urstófu og lét þá við jóla- tréð. Þegar inn kom rétti hann hverjum sinn pakka, en ekki var hann margorður um leið og hann afhenti gjafirn- ar; sagði aðeins: „Hnú, þetta átt þú! — Og hnú, þetta átt þú“, — og þannig' áfram. þar til hann var búinn að afhenda alla pakkana. Mér er sérst.aklega minnis- stæð ein gjöf frá Steingrími, sem mikla aðdáun vakti meðal jafnaldra minna og vina, en það var lítil failbyssa á fallbyssuvagni. Var hún fagurbiá með all'a vega litum línum, en hlaupið var loga- gyllt. Fylgdu þessu „vopni“ einhvers kcnar oblátur, sem settar voru í byssuna, og kom þá hár hvellur og dálítill reykur, þegar hleypt var af. Eftir aö ég fekk þennan kjör- grip var oft gestkvæmt heima, því að strákar á reki við mig voru sólgnir í að fá að knalla úr byssunni. Við Hannes bróðir minn áttum líka mikið safn tindáta, m. a. Indíánahermenn, svo að ekki var lengi verið að koma af Finsen landshöfðingja, en þangað var okkur alltaf boö- ið á jólunum meðan hann var hér landshöfðingi. Þar sá ég í fyi-sta sinn grenijólatré, og var það svo stórt, að það náði næstum til lofts í stofunni. Frú Olufa Finsen, kona lands- höfðingjans, var mjög músi- kölsk, og var jafnan mikið sungið á heimili þeii-ra hjóna. Þá var og farið í ýmsa jóla- leiki. Opinberar skemmtanir voru litlar sem engar um jólaleytið, nema hvað skóla- piltar Lærða skólans efndu til leiksýningar í skólanum, og buðu þeir til sýningarinn- ar ýmsu bæjarfóiki.- Það var ekki fyrr en löngu síðar er Reykjavíkurklúbb- urinn kom til sögunnar, að farið var að halda jóla- skemmtanir fyrir almenning, en þessi klúbbur, sem eink- um var skipaður embættis- mönnum og verzlunarmönn- um, efndi m. a. til jólatrés- skemmtana fyrir börn, og voru þær fyrst baldnar í Klúbbhúsinu. sem svo var nefnt, en þao var gamia spítalahúsið við Kirkjustræti, þar sem nú er hús Hjálpræð- ishersins. Síðar hélt klúbbur- inn skemmtanir sínar á Hótel Alexandra, sem stóð við Haínarstræti, en veit.inga- 4 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.