Vísir - 24.12.1934, Side 6

Vísir - 24.12.1934, Side 6
VÍSIR * i. Eg hafði lítil kynni haft af Þorvaldi frænda mín- um síöustu árin. —— Tími æsku og samvista var löngu liðinn. ViÖ íundum það báðir þegar á unga aldri, að við áttum ekki samleið, en þó var með okkur hin kærasta vinátta. Hann var þéttur i lund, seintekinn, hljóðlátur og. þögull. Skiftí sjaldan skapi, heimatryggur, vinnu- góður og framsýnn. — Eg var lausgeðja og reik- ull, flæktist viða, leitaði og' fann ekki. Þorvaldur var árinu eldri, burðameiri og líklegri til frama. Milli fermingar og tvítugs vorum við vetur hvern látnir „ganga suður“ í Garð eða Grindavík til sjó- róðra. I verstöðunum var margt manna sarnan komið — misjafn söfnuður, eins og gengur. Og surnir þess- ara manna voru ærið drykkfeldir og svakalegir við vín. Það 1>ar við einn landlégudaginn, fyrsta veturinn okkar syðra, að sveitungi okkar einn og kunningi, Björn að nafni, mæltist til þess allfreklega, að hann fengi að segja okkur ofurlitið til í drykkjuskapar- listinni. —■ Hann drakk ekki að jafnaði, en væri hann ölvaður, réði hann ekki við fjör sitt og kát- ínu. Hann var kvæðamaður í besta lagi, raddmikill og snjall, en hafði mest yndi af sóðalegum vísutn. Hann var og hagorður nokkuð og lagði einkum stund á klámvísnagerð. 1— Þótti mörgum gott á að hlýða, er hann fór með góðgætið, einkum þeim, er við skál voru. En flestum þótti þó nóg utn, er til lengdar lét. Það varð því ottast svo, er Björn hafði kyrjað lengi dags, að menn íóru að tínast úr búð, einn og einn, uns enginn var eftir. En svo brá við jafnan, er Björn hafði enga áheyrendur, að hann lét aí öllurn hávaða og fór að sofa. Björn hafði stundum haft orð á því við okkur Þorvald, að engin mynd væri á ])ví, að við brögð- uðum ekki vín. — Vínið væri ein helsta náðargjöfin. En menn ætti ekki að drekka frá sér vitið. Það hefði hann altaf sagt og við það ætlaði hann að standa með guðs hjálp. — Menn eiga að drekka í hófi — sjaldan og í hófi. Það geri eg. — Eg elska tvent í heimi, drengir minir — bara tvent: Brennivínið og konuna! — Og svei mér ef eg veit, án hvors eg vildi heldur vera. — Nei — eg veit það ekki, strákar! — Eg veit bara það, að báðar eru þær ómissandi, stúlkan og flaskan. — En eitt veit eg: — Langi mann í stúlku, blóð-langi, en þori ekki, þá er eina ráðið að grípa til flöskunnar. — Eftir einn sopa finnur maður ofurlitla breytingu — yl og notalegheit og svoleiðis — eftir tvo sopa — það ver'ða náttúrlega að vera gúlsopar — leggur hikið á flótta og héraskapurinn — eftir þrjá sopa er maður fær í allan sjó og lífið eins og glarnp- andi paradís. -— Og áður en varir er maður orð- inn herra jarðarinnar — ósigrandi — almáttugur. — Svo dásamlegt er brennivínið, strákar! — Og þá verður manni ekki mikið fyrir því, að ávarpa stúlku — taka utan um hana —- kyssa hana — gera hvað sem vera skal -— —. Skömmu síðar tilkynti Björn okkur frændum, að nú yrðum við að ganga undir prófið i dag. — Og hérna er cg nú með pottflösku af brennivíni. — Sjái ]úð nú til, strákar! — Nú sýp eg fyrsta sop- ann. — Svona! — Og hann setti flöskuna á munn sér og drakk vænan tcyg. — Já — þetta er ósvik- ið og yndislegt í magann. Og nú drekkur ])ú, Valdi minn, því að ])ú ert eldri. — Nei, eg geri það ekki, svaraði Þorvaldur. — Jæja — svo að þú ert að hugsa um að óhlýðn- ast! — Þú ert að hugsa um að neita að súpa á henni. Jæja — við sjáum nú til. — Og Björn set- ur flöskuna á munninn og sýpur enn vænan sopa. ------Eg verð þá liklega að kenna þér mannasið- ina, greyið. Og veistu hvernig eg ætla að fara að því ? ■—■ Nei —• þú veist það ekki. — Eg tek þig, skal eg segja þér, legg þig á bakið, opna ginið á þér, sting flöskustútinum í kjaftvikið og helli ofan í ])ig, eins og kálf! — Svona fer eg að þvi. Og eg held að það sé vissara fyrir ])ig, að IViða ckki eftir þessari kenslu-aðferÖihni. Hún er skramb- ans-óþægileg. Og svo getur altaf eitthvað farið til spillis. — En ])að er einatt sárt að glutra niður bless- aðri lögginni, eins og þú ættir að geta skilið, mað- urinn kominn á þennan aldur. — — Þú ert ein- hvern veginn utan við heiminn, greyið. Það verð- ur að breytast. Eg ætla að kippa þér inn í rnann- lega tilvéru. Og þér líka, Bjarni minn. Ekki geri eg mér mannamuninn! Fæ mig ekki til þess, því að báðir eru þið sveitungar mínir og vinir. Og báðir eru þið sauðir og hengilmænur og þurfið að fá til- sögn.------En nú er best að eg hressi hann Bjössa minn svo litið betur, því að hver er sjálfum sér næstur, eins og skrifað stendur. — Þið kannist við það úr barnalærdóminum. — Ó-já -— ekki her á öðru og þar mundi það nú standa. •— — Og enn setti þessi glaði og áhyggjulausi spilagosi flöskuna á munn sér. — Það væri svona eins og heldur lag- legra, finst mér, ef þið skylduð nú drukna i næsta róðri, að geta sagt Pétri, þegar þið komiÖ í hlað- ið, að ])ið hafið þó bragðað á guðaveigum jarðar- innar. Mér er sagt að hann kunni þvi betur, Pét- ur kariinn, að menn sé ekki aldeilis eins og álfar út úr hól í þeim sökum. — Ójá — það kynni nú að vera, að honum þætti það eins og laglegra, að menn hefði ekki vanrækt neitt og glaðst með glöð- um hér í táradalnum.---------Jæja drengir! ■— Þá er eg orðinn mátulegur og nú skulurn við byrja í herrans nafni. — Og sýndu nú, að þú sér rnaður með mönnum, Þorvaldur, og kunnir þig eitthvað ofurlítið. — Þú ert ekki Norðlendingur, ef þú „for- smáir“ guðsblessanina. — Eg drekk ekki áfengi, segir Þorvaldur með hægð. — Við sjáurn nú til. Og eg segi þér alveg satt, Valdi minn, að eg geri þetta af einskærri mannást — engu nema mannást. —■ Þú ert altaf utan við þig, vesalingur. Þér leiðist. Þú ])arft að komast inn í veröldina. — Þú stendur fyrir utan gleðidyrnar — stendur þar eins og hungrað kvikindi og þorir ekki inn. — Hérna er flaskan og dreyptu nú á henni. En mundu mig um þetta: smáa sopa fyrst — einn — tvo. — Þá kemur ylurinn — hægt og notalega. — Þá birtir. — Þá fríkkar öll tilveran. — Svo kem- ur þriðji sopinn. —• Og þú finnur að þú ert orðinn maður með mönnurn — að(þú eigir þegnrétt í heirni gleðinnar. Við fjórða og fimta sopann stígur þú inn i sjálfan helgidóminn. Þá e'rtu orðinn góð-glaður — jafnvel drukkinn. — Og þú att alla veröldina og talar viÖ guð almáttugan eins og jafningja þinn. — Eg er búinn að. segja. þér, að eg drekk ekki áfengi. — Og hvers vegna —• viltu segja mér það? — Eg ætla ekki a'Ö drekka áíengi né gera neitt annað, sem eg þarf að bera kinnroða fyrir, vegna þess .... vegna þess, að eg á móður, sem elskar mig og treystir mér--------- — Blessaður óvitinn! — Þú ert svo mikið barn, \'aldi minn, að eg get ekki fengið af mér að atyrða þig. — Þarna ertu þá á vegi staddur — svona skamt ertu kominn!--------En nú skal eg segja þér eitt: —• Þessi góða, elskulega mamma situr við hlóðirnar norður i landi og blæs í eldinn. — Hvað veit hún um það — og hyað varðar hana um þa'Ö — þó að drengurinn hennar bragði vín hér suður með sjó og gleðjist með glöðum? — Það sitja víst rnargar þreyttar mæður við hlóÖ- arsteininn, blása í glæðurnar og hugsa um dreng- ina sína í verinu.------Og svo eru aðrar mæður, Bjössi minn — þær, sem farnar eru úr þessurn heirni. — Hver veit nerna þeim gefi sýn hingað yfir í verbúðirnar. — Plver veit nenia mamma þín sjái alt, scm hér gerist, og ]>jáist allar stuiidir. — Hver veit nema hún sé hér á þessu augnabliki? — Hver veit nema hún standi við hlið þína full örvæntingar. Björn þagði lengi og leit í kringum sig. Og þaö var eins og alt vín rynni af honum. — Heldurðu að það geti verið ? — Svo stóð hann upp og helti úr flöskunni út fyrir búðardyrnar. II. Leiðirnar skildu. Þorvaldur misti föður sinn nokkurum árum sið- ar og bjó með móður sinni um hríð. Svo kvæntist hann, vart þrítugur að aldri, og eignaðist góða konu. — Hann skrifaði mér um ])að leyti og sagöist aldrei hafa elskað neina konu aðra. Og hann kvaðst vona að hamingja þeirra yrði mikil. En búskapurinn varð ekki allskostar hægtir. Gamla konan, móðir hans, lagðist rúmföst og andaðist eftir langa legu og miklar þjáningar. — Og smám saman varð ómegðm til þyngsla — fimm dætur, sín á hverju árinu. Þorvaldur var hinn starfsamasti mað- ur og vann nótt með degi. En hann varð fyrir tjóni á skepnum sínum oftar en einu sinni hin fyrstu árin og misti í fönn bæði fé og hross. — Síðari árin blessaðist alt 1)etur og nágrannarnir höföu orð á því, að engu væri líkara, en að hann vissi alt fyrir/ ■ £n þá bilaði heilsan og hann tók ekki á heilum sér upp frá því. Hann hafði vitjað læknis og fengið skipan um ])að, aö leggja ekki mjög að sér. Hann þyldi ekki erfiða vinnu. En haún fór ekki að því, og vann sem áður. Og. hann slitnaði fyrir aldur fram. Eg var óhneigður tiÞbúsýslu og staðfestist ekki nyrðra. — Eg mun ekki hafa þótt við eina fjöl feld- ur. Og kæmi það fyrir, að eg léti hugann dvelja við það stund og stund, hvar eg mundi á vegi stadd- ur, þá varð niðurstaðan æíinlega sú, að í raun réttri værí eg hálfgerður auðnuleysingi. -— Eg var hneigð- ur til ásta, en ])reklaus og hverflyndur í þvi sem öðru. Um eitt skeið var eg staðráðinn í því að kvongast, ef eg fyndi einhverja stúlku, sem eg gæti elskað að staðaldri. En það vildi ekki blessast. Þær fölnuðu allar við nánari kynni. Tíminn leið. Og nú höfðu engin bréf farið milli okkar Þorvalds svo að árum skifti. Stundum rakst eg á gamla sveitunga og spurði um hann. Fæstir vissu neitt að ráði eða þóttust vita. En surnir létu þess getið, að hann væri orðinn býsna einrænn. Hann bæri og glögg merki þess, að hann gengi ekki heill til skógar. Eg hugsaði með sjálfum mér, að eg gerði líklega ekki annað þarfara, en að fara norður og vera hjá honurn urn sláttinn. Eg átti dálitla peningafúlgu í banka, svo að það gerði ekkert til, þó að eg ynni kauplaust sumarlangt. En ekkert varð úr þessu, annað en ráðagerðin. Svo kom haustið. Og þá fékk eg bréf frá þess- um fornvini mínum og félaga. Það var stutt og laggott. Hann bað mig að koma norður og finna sig. Erindið væri brýnt og eg yrði að véra kominn fyrir jól. — Viku fyrir jól — hvorki degi fyr né síðar. Efnið var ekkert annað en ])etta. En kveðjan var hlýleg og gamanyrði íylgdu. Eg kannaðist við þau frá mörgum samverústundum. Hvorki degi fyr né .siðar! En hvað þetta var likt honurn — ])essi nákvæmni. Og tónninn enn hinn saini. Hans var að skipa fyrir — mitt að hlýða. Svona hafði það alt af verið. Mér þótti undarlega vænt um þetta fáorða bréf. — Einkum kveðjuorðin. — Þau voru eins og ljúf- ur ómur horfinnar tíöar. Þau knýttu saman þráð- inn, sem tíminn hafði tcygt og slitið að mestu. — — Eg hefði átt að vera farinn norður fyrir löngu. Eg fann það núna, að eg hafði alla stund verið gest- ur, síðan er eg fór að heiman. Gestur hjá sjálfum mér og öðr’um. — Ög allar minningar liðins tima urðu duft og aska, nema þær, sem hjartað geymdi frá æskudögunum. Eg skrifaði Þorvaldi samstundis og sagðist mundu koma. Mér gekk illa að sofna um kveldið. Eg kveið lörigum haustmánuðum — kveið seinagangi tímans. — Það var svo langt til jóla. III. Sá hafði verið háttur minn síðustu árin, að liggja í leti og ómensku frá haustnóttum til vertíðar. Það voru rólegir dagar og áhyggjulausir. Heilsan í besta lagi, peningar í banka, engar áhyggjur — ekkert stríð við kvenfólk. En nú hafði eg fengið bréf írá gömlum vini. Það kom rétt í það mund, er eg var vanur að leggj- ast í dvalann. Og mér fanst einhvern veginn, að eg mundi ekki geta komist í vetrarskorðurnar. Dagarnir liðu. Þeir seigluðust áfram hægt og hægt. Og myrkrið lagðist yfir, þungt og þreytandi. Það kom fyrr í dag en í gær og fór síðar að morgni. — Þetta var leiðinlegur tími. — En að eg reyndi að fá mér einhverja vinnu? — Það myndi stytta hinn stutta dag og vonandi yrði andvökunæturnar færri. ef eg hefði eitthvað fyrir staíni. Sannleik- urinn var sá, að eg fékk ekki sofið urn nætur, en því var ekki vatit. — — Hvað kom að Þorvaldi að fara að skrifa mér? — Og hann segir, að erind- ið sé mikilvægt. — Hvaða erindi getur hann, ráð- settur bóndinn, átt við mig — auðnuleysingjann ? — l\ifj;t upp forn kynni ? — Hugsanlegt væri það. — Kannske óhöpp hafi steðjað að heimilinu? — Það getur meira en verið, ])ó að eg viti það ekki. — — Og að nú ætlist hann til þess, að eg rétti hjálparhönd — láni honum peninga. — Nei. — Þor- valdur hefir verið óhneig'Öur fyrir ])að um dagana, a'Ö lifa á bónbjörgum. — En eitthvert erindi á hann við mig — um það er ekki að villast. — Tala rnilli hjónanna? — En sú vitleysa! -— Best aÖ hugsa ekki um þetta og bíða átekta. En svefninn vildi ekki koma og andvakan níddist á mér. — — Heimþráin er komin yfir mig. Eg er farinn að hlakka til jólanna heima, eins og litið barn. — Jólin hafa svikist um að koma til mín hér í Reykjavík — nenta hitt sé heldur, að sökin sé mín. — Eg hafi svikist um að veita jólafögnuðinum viðtöku. — — Eg dríf mig á fætur fyrir allar aldir. Best að fara út í bæ og vita hvort ekki muni vera hægt að fá eitthvað að gera. — Eg veit að líknarhendur vinnunnar eru ]tað eina, sem eg þarfnast i bráð. — Þá kemur svefninn. — Og þaÖ er svo yndislegt að koma heim eftir larigan vinnudag og vita með sjálfum sér, að maður verðskuldar hvíld og fagra drauma. Eftir dálitla snúninga frarn undir hádegis fæ eg vinnu, sent endist mér fram á jólaföstu. Kaupið er ckki ntikið, en ])að skiftir líka minstu máli. Mig hefir aldrei langaÖ til þess, að safna auði. Og eg ætla að verja öllu kaupinu, sem eg fæ þenna tínia, i jólagjafir handa börnunum í Giljaseli. Eg geri ekki ráð fyrir, að þau hafi áður fengið jólagjafir, sem keypfar hafa verið hér i Reykjavík. Og ]>au verða áreiðanlega glöð, blessuð börnin. — Best að kaupa nógu mikið. — Mér ])ótti langlíklegast, að Þorvaldur ’nefði ekki látið staðar numið við þessar fimm telpur. — Hann mundi vera sami kappsmað- urinn í barneignum sem öðrunl. — — En að eg keypti eitthvað handa konunni? — Skúfhólk? ■— Stokkabelti ? Henni rnundi vafalaust þykja fallegt stokkabelti rnikill fengur. — En þá er sjálfur hús- bóndinn eftir. — Ætti cg ekki að gefa honum eitt- hvað? •—- Eg veit ekki. — Þorvaldur er hálfgerð- ur sérvitringur og hefir líklega ekki gaman af neínu. — Það væri þá kannske helst neftóbaksbití, en nú veit eg ekki hvort Þorvaldur tekur í nefið. Það væri svo sem rétt eftir honurn, áð hafa andstygð á öllu tóbaki! — En hvað um það! Það sakar ekki þó að eg kaupi bitann, þvi aÖ mörg eru tóbaks- nefin til sveita. Eg vann daglega frarn í byrjun jólaföstu. — Næstu dagarnir fóru í það, að kaupa jólagjafir handa fólkinu í Giljaseli. Svo legg eg af stað með nesti og nýja skó og jólagjafirnar á bakinu. Eg hefi timann fyrir mér. — Fer gangandi og einn ntins liðs. Lendi í jaganda- hríðúm og þæfingi og dagleiðirnar eru stuttar. Gámati verður að koma heim í sveitina, þó að margir sé fallnir í valinn, þeir er mér voru kærir. — Og hugurinn fer bæ frá bæ, utn allan dalinn, meðári eg er að paufast í ófærð og brota sunn- an heiðar. •—- IV. Þá er eg kominn á leiðarenda. Og sannast að segja er eg orðinn þreyttur. Eg er óvanur langri göngu og byrðin hefir verið til tafar. Eg nem staðar á leitinu hjá Giljaseli. —• Veðrið er gott, lognkyrð yfir öllu og frost i lofti. — Bæja- reykirnir standa þráðbeint upp í loftið, en mjallar- breiða er yfir ölltt landi. — I nótt hefir snjóað í logni ofan á garnla gaddinn — sett niðttr mikla lausafönn. Það er eins og hvítt helgilín hafi verið þanið um allan dalinn. Maður einn kentur með lantbahóp neðan túnfót- inn. Hann hefir 'verið að vatna þeim í læknum. Þau skvetta sér upp — hoppa og kankast á, hlaupa, stangast í góðu og leika sér. — Það er bersýnilegt, að lömbin eru vel fóðruð. — Aumingjarnir litlu! Eg ætla að skoða ykkur á morgun — ]>reifa á baki og bringu, athuga hornahlaupin. —-------Jæja — svo að Þorvaldur hefir ])á vetrarmann, segi eg við sjálf- an mig. Kannske vinnumann alt árið. — Það er ágætt. Hann mundi ekki leggja í þann kostnað, ef hann væri illa stæður. — l3etta er gamall maður, alskeggjaður, lotinn í herðum. Flann staulast áfram ])reytulega og hefir prik í hendi. Hann fylgir ekki lambahópnum, heldúr dundar á eftir. — Eg hefi rneira gaman af löntbunum en mannin- ttm, og því er það, að eg veiti honum litla athygli. Húsið stendur opið og lömbin troðast inn hvert af öðru. — Þaríia ryðjast tvö samtímis og festast í dyrunum, en hið Jtriðja stekkur upp á þau og steðjar inn fyrir. — Þarna er líf og fjör og æska og áhyggjuleysi. — Eklcert til nerna stundin sem líður ■— augnablikið. -— Nú verður nokkur bið, ]>ví að dyrnar eru teptar. Og lömbin snúast hvert um annað á húsahlaðinu. Þeint er uðsjáanlega kalt á fótunum. Þau hafa vaðið i læknutn og nú bítur frostið í kjúkurnar. — Jæja — þarna greiðist ])á úr vandanunt. Og bráðlega er alt ungviðið komið undir þak. Öldungurinn nernur staðar, þegar hann kemur að húsahólnunt. Ég giska á að hann sé að kasta mæð- inni. Hann er líklega brjóstveikur og mæðinn, aum- ingja karlinn! Eg ætla að lita inn í húsið — ög doka við eftir karlinum. — Og á næsta andartaki er eg kominn inn að garðahöfði. Þar er lamb fyrir. Það hrekkur írá, en festir annað horni'Ö undir garðabandinu. Eg losa það með hægð og ])að skýst út í horn. — Mér er dimt fyrir augum og sé ekki handáskil, en eg heyri hvernig lömbin úðra i heyinu. Við og. við skreppur fótur af steini í garðinum og sumstaðar er troðist. En inst í annari krónni ryntur í götnl- um bekra. Flann er geðillur og lernttr jötustokkinn. Sjálfsagt króaður af og bundinn. — Þa'ð er svo sem engin furðá, þó að hann sé dálítið ergilegur. Strútóttur rakki haf'ði seti'Ö heima á hlaði og span- gólað. Hann hóf sönginn þegar 'hann sá mig á leit- intt og það var'gestahljóð í honum. — Honttm hefir ])ótt vissara að líta eftir þessuin óboðna gesti, því að nú er hann kominn og fer snuðraridi um húsa- hlaðið. — Loks finnur hann sporin mín og lætur sér skiljast, að eg muni hafa fari'Ö inn í lambhúsið. lionum þykir þetta alt ^grunsamlegt og er hvergi nærri ósmeykur. — Samt herðir hann sig upp, stíg- ur framlöppunum á þröskuldinn, litur inn í húsið og geltir. Þá hrekkur alt ungviðið af garðanttm. ryðst hvað um annað og allir munnar hætta a'Ö tyggja. Rakkinn heldur áfram að gelta, lætur ófrið- lega, reisir kamb eftir öllu bakinu. — En alt í einu er hastað á hann og eg kenni rödd Þorvalds frænda mins. — Er nokkur þar? — Þorvaldur styður höndum á dyragrindina og lítur inn i húsið. Eg játa því og vind mér út úr liúsinu. Kve'ðj- urnar eru orðfáar og innilegar. — Eg sá ekki til þín og bjóst ekki heldur við þér fyrr en í jnyrkri. — En nú ertu kominn, Bjarni rninn, og lof sé góðurn gttði. Þorvaldur loka'ði húsinu vandlcga, tróð gar'ðaló me'ð stöfum og skaraði snjó að þröskuldinum. — Eg stóð yfir honum og mælti ekki orð frá vörum. — Það var ekki hinn vasklegi æskuvinur minn, sem bograði þarna við dyrnar. — Þetta var lúinn maður, farinn að öllu, slitinn fyrir aldur fram. — Eg sagði í huganum: Hefir'Öu drepið ])ig á vinnu, Þorvald- ur, eða ertu fársjúkur og að bana kominn? — En eg tók þann kostinn að þegja. — Eg vissi lika, að eg rnundi ekki finna nein orð við hæfi. Svo gengum við heirn að bænum. V. Bærinn i Giljaseli var óreisulegtir á að hta, en inni fyrir var alt hreint og þokkalegt. — Stofuhús líti'Ö var framnti í bænutn og vissi timburgafl fram á hlaðið. ■— Baðstofan var lítil, þrjú stafgólf, og lágt undir súð. Húsfreyja tók á móti okkur í baðstofunni. Hún sat á hjónarúminu og prjónaði, en telpurnar fitnnt röðuðu sér í kring um hana. Hún var að segja þeim sögur eða æfintýr. — — Hér er kominn æskufélagi minn, frændi og vinur, sag'ði Þorvaldur bóndi. Og hann ætlar a'ð dveljast hér nteð okkur fram yfir jólin. ■—- Hús- freyja.reis úr sæti sínu og fagna'Öi mér hi'ð besta. En telpurnar horfðtt á ntig forvitni-augum. -— Minsta krílið stakk fingri í munn sér, laumaðist aftur fyrir mömmu sína, fól andlitið í pilsum henn- ar og gæg'ðist annað veifið. — Hinar telpumar voru nokkuru djarfari, en fóru þó allar hjá sér. Og vissara þótti þeim að haldast í hendur og sneiða sent mest hjá þessum bráð-ókunnuga manni. ■— Þeg- ar húsfreyja gekk frani, fór allur hópurinn á eftir henni. Yngsta telpan leit við í dyrununt, rjóð og feirnin, en skoppaði svo á eftir hinum fram göngin. Við Þorvaldur tókum okkur sæti. Hann sagði: Það liggur við, að eg hafi samvisku af því, að vera a'Ö kvabba þetta á þér. Eg get því nærri, að þér muni bregða vi'ð að koma hingað í fásinnið og snjó- kistuna. —• — Það er eitthvað annað en glaumur- inn og glaðværðin í höfuðstaðnum. — Hér kernur varla nokkur ntaður. Eg skifti mér líti'ð af nágrönn- untim og þeir gera ekki tíðreist hingað. — Ónei. —■ Vi'ð erum svona nokkttrn veginn ein og út af fyrir okkttr. —■ En ekki máttu skilja ])etta svo, að þústur sé milli bæjanna. — Það er öðru riær. — ------En eg var farinn að sakna þín. Og svo datt það í ntig einhverntíma i haust, að gaman væri a'Ö íá þig norður hingað. Eg hugsaði um þetta viku- tíma. Og smám saman varð mér Ijóst, a'Ö eg muridi ekki líta gla'ðan dag, fyrr en þú værir kominn hing- a'Ö. — Þér finst þetta kannske undarlegt og það cr ekki við því að búast, að þú skiljir 'það enn sent komið er. — — — Mér hefir alla tíð þótt vænt um þig, ]tó að eg hafi ekki sýnt ]>að í neinu. Og eg fór að hugsa um það, hvort þú mundir ekki — ef á reyndi — vera santi trygðavinurinn og forðunt daga, þegar við vöktum yfir vellinum, sát- tim yfir ánttm hérna í fjallinu og áttum alt í sant- einingu. — -—- -— Eg gat ekki soíið fyrir þessttm hugsunum. Og eina nóttina rauk eg fram úr rúm- inu og fór að skrifa þér bréf. Eg held að konunni minni hafi þótt það nokkuð kynlegt atferli. Eg er ekki vanur þvi, að fást við bréfagerðir, og allra síst um miðjar nætur. Við höfurn annað þarfara að sýsla, einyrkjarnir. — — Eg þóttist vita, að þú mundir konta, ef þú værir heill heilsu. Samt vár eg órólegur, uns svarið, var komið, ])ví að margt getur brug'ðist — líka það er sist varir.-------En nú ertu kominn, vinur minn, og eg vona að þér leiðist ekki hjá okkur. — Eg er að vísu sami drumburinn og eg hefi alt af verið — eða kann- ske verri — en konan niín á engan sinn líka, ])ví að með henni býr kærleikurinn sjálfur, Og bless- aðir litlu englarnir okkar ver'ða þér áreiðanlega til ánægju. — — Þorvaldur bóndi var íastheldinn á gamlar venjur. Meðal annars las hann húslestur á hverjtt kveldi að vetrinum. Hann sagðist ekki kunna vi'Ö annað. — Það væri líka sko'ðun sín, a'ð góðar verur og vættir fylti bæinn, ef guðsorð væri um hönd haft og httgurinn stiltur til ákalls og bænar. Eg veitti því athygli, ])egar fyrsta kveldið, að hann átti bágt með að lesa. Hann ])agnaði stundum í miðju kafi og þjáningarsvipur fór um andlitið. Og konan hans horf'ði á hann áhyggjusamlega. En hún lét ekki á neinu bera og þakkaði lesturinn nteð kossi. Litlu stúlkurnar voru sofnaðar löngu áður en vi'Ö fórurn a'ð hátta. Húsfreyja kvaðst óttast, að mér mundi vérða kalt framrni í stofunni og bar þang- að ósköpin öll af sængurfötum. En Þorvaldur hélt að hann vorkendi mér ekki. Eg væri enginn hvit- voðungur og hann væri að hugsa um að sofa hjá mér á sjálfa jólanóttina.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.