Vísir - 20.06.1935, Qupperneq 5

Vísir - 20.06.1935, Qupperneq 5
VÍSIR 5 A UGLÝSIN GAR. Þetta fylgiblað Vísis er gefið út eingöngu sem auglýsinga- blað. Það þykir því hlýða, að fylgja þvi úr hlaði með nokk- urum orðum um auglýsingar. Það er ákaflega algengt, að heyra menn amast við auglýs- ingum. Blaðalesendur hreyta ónotum út af því, að blöðin séu „ekkert annað en auglýsingar“. En vel kemur mönnum þó að fá vitneskju um það, sem aug- lýsingarnar liafa að flytja, jafn- vel þó að þeir veiti þvi oft litla athygli. — Æth mönnum fynd- ist það ekki óþægileg viðbrigði t. d., ef hætt væri með öllu að auglýsa um skipaferðir? Eða ef alt í einu legðust niður auglýs- ingarnar á öftustu síðu Vísis, um húsnæði, vinnu o. þ. h.? — Það er hætt við því, að lífið yrði að ýmsu leyti vafningasamara, ef menn ætti að fara á mis við þau þægindi, sem auglýsingarn- ar veita. Þá er það ekki ótítt, að kaupsýslumenn ( kvarti yfir þeim átroðningi, sem þeir verði fyrir af hálfu blaðanna, þegar þeir eru spurðir, hvort þeir þurfi ekki að auglýsa eittlivað. Og á þessum síðustu og verstu tímum, er það ákaflega algengt svar, við slíkum fyrirspurnum, að það sé ekki til nokkurs skap- aðs hlutar að vera að auglýsa. — Og þó eru kaupsýslumenn altaf að auglýsa! Þó að þeir auglýsi ekki í blöðunum, þá verja þeir daglega bæði fé og fyrirhöfn til auglýsinga. Jafn- vel á þessum siðustu og verstu tímum, fylla þeir búðarglugga sína með allskonar varningi og láta hann jafnvel liggja þar undir skemdum, til sýnis fyrir fólkið, sem fram hjá gengur. Gluggarnir eru hafðir margfalt stærri af þessum sökum og þeir þurfa að vita út að fjölförnum götum. Alt er þetta gert til þess að auglýsa varninginn og alt kostar það bæði ærið fé og fyrir- höfn. Og auðvitað væri ekkert vit í því, að liorfa í þann kostn- að, sem lagður er í shka auglýs- ingastarfsemi. Ágóðinn af því að spara á þessu sviði mundi allur og jafnvel margfaldur renna í vasa keppinautanna, sem elíki horfðu í kostnaðinn. Á bak við tóma búðarglugg- ana mundu standa mannlausar sölubúðirnar. Það er þannig augljóst, að þvi fer i rauninni mjög fjarri, að kaupsýslumenn áliti, að ekki borgi sig að auglýsa. Auglýs- ingastarfsemin er einmitt alt af að færa út kviarnar. Hér á landi hafa verið sett lög um bann gegn því að setja auglýsingar meðfram þjóðvegum og viðar á almannafæri. Erlendis liafa auglýsingar þö reynst enn þá áleitnari, jafnvel svo, að þær hafa komist inn í kirkjugarð- ana. T. d. er það i frásögur fært1), að á legsteini einum i Englandi sé eftirfarandi áletr- un: Helgað minningu Nataniels Godbolds Uppgötvara og eiganda hins ágæta meðals: Jurtabalsam við tæringu og andþrengslum. Hann lcvaddi þennan heim 17. des. 1799 69 ára. Hic Cineres, ubique Fama. (Askan er hér, orðstírinn alstaðar). Auglýsingaaðferðir eru með ýmsu móti og bera að sjálfsögðu misjafnan árangur. Frumað- ferðirnar hafa vafalaust verið sýningar og köll og þær aðferð- ir eru notaðar enn i dag. Slikar auglýsingar bera að sjálfsögðu talsverðan árangur, það sem þær ná. En þær ná að eins til til- tölulega fárra manna, eða þeirra einna, sem viðstaddir eru eða fara þar um, sem sýningarnar eða köllin fara fram. Sama máli er að gegna um prentaðar aug- lýsingar, sem festar eru upp á ákveðnum stöðum. Útvarps- auglýsingar eru köll, sem að vísu geta náð til margra hlust- enda, ef þeir þá vilja hlusta. —- En langáhrifamestu auglýs- ingarnar eru vafalaust blaða- auglýsingarnar. Augl., er birtast i öllum blöðum landsins, ná svo að segja undantekningar- laust til allra landsmanna og jafnvel margsinnis til flestra. Jafnvel þeir, sem ekki lesa blaðaauglýsingar af ásettu ráði, komast varla hjá þvi að taka eftir þeim, um leið og þeir lesa annað efni blaðanna. Og séu auglýsingarnar að einhver j u leyti sérkennilegar, þá verður mönnum það alveg ósjálfrátt að lesa þær. Og slíkar auglýsingar lesa menn jafnvel upp aftur og aftur af þvi að sama blaðið 1) Fyrirlestur dr. Guðm. Finnbogasonar um auglýsingar, fluttur 5. desbr. 1915. kemur upp í hendurnar á þeim hvað eftir annað. Notkun blaðaauglýsinga fer líka sifelt vaxandi um heim all- an. Og fyrir auglýsingar i víð- lesnum blöðum stórþjóðanna eru borgaðar gífurlegar fjár- hæðir. En það hefir líka verið sannað með rannsóknum, að sala einstakra vörutegunda vex og minkar eftir því hve mikið eða lítið þær eru auglýstar og að auglýsingakostnaðurinn verður hlutfallslega minni, mið- að við söluna, eftir því sem meira er auglýst.1) Það er þannig augljóst, að auglýsingarnar eru ómissandi í verslun og viðskiftum. Þær eru líka lyftistöng allra nýunga og framfara í iðnaði og verkleg- um framkvæmdum. Fyrir fáum árum hófust ísenskir iðnaðar- menn handa um að auglýsa framleiðslu sína með sérstök- um hætti og helguðu þeirri starfsemi „islensku vikuna“. Hófst sú starfsemi með alsherj- ar iðnsýningu, sem haldin var hér í Reykjavík, og síðan hafa iðnaðarmenn efnt til margvís- legra smærri sýninga, bæði hér i bænum og úti um land, á und- anförnum árum. Hefir þessi starfsemi iðnaðarmanna í sam- bandi við „islensku vikuna“, verið stórkostlegasta auglýs- ingastarfsemi, sem brytt liefir verið upj) á hér á landi og vafa- laust stuðlað drjúgum að fram- förum í ísleuskum iðnaði og að því að efla hann fjárliagslega. í þessari starfsemi iiafa blöðin tekið öflugan þátl, með útgáfu sérstakra auglýsingablaða, er jafnframt flutiu greinar um íslenskan iðnað. Með blöðunum hafa þannig áhrif „íslensku vik- unnar“ borist viðsvegar um landið, svo að segja inn á hvert einasta heimili, sem áhrif hinn- ar staðbundna auglýsingastarf- semi gátu ekki náð til. Þetta blað er í rauninni áframhald af þeirri starfsemi blaðanna og fyrst og fremst gefið út með auglýsingaþörf innlendrar framleiðslu fyrir augum. Hvað sem annars má segja um gagnsemi auglýsinga á yfir- standandi erfiðleika- og niður- lægingartimum frjálsrar versl- unar, þá er augljóst, að innlend- ur iðnaður og vfirleitt öll inn- lend framleiðsla hefir þá að- 1) Sjá fyrirl. dr. G. F., sem áður var getið. stöðu, að hún getur til fulls notið alls þess hagnaðar, sem unt er að hafa af auglýsingum i verslun og viðskiftum. Það er enginn vafi á því, að til þess að leggja undir sig innlenda markaðinn að fullu, er greið- asti vegurinn fyrir islenskan iðnað að auglýsa. Og not aug- lýsinganna fyrir einstaka inn- lenda framleiðendur, í sam- kepninni vi*ð aðra, eru að sjálf- sögðu eins mikil nú og þau yfir- leitt geta verið. Það á við um alla framleiðslu, að þvi meiri sem hún er, þvi minni verður framleiðslukostnaður hverrar framleiðslueiningar, og því meiri verður gróði framleiðand- ans að söluverði óbreyttu. Hver einstakur framleiðandi keppir því að þvi, að auka framleiðslu sína, en til þess verður hann að afla sér fleiri og fleiri viðskifta- vina. Auðveldasti vegurinn til þess er að auglýsa. „Það hefir verið sagt, að munurinn á aug- lýsendum og þeim sem ekki auglýsa væri eins og munurinn á íláti sem stæði undir þak- rennu og íláti á bersvæði. ílátið sem stendur á bersvæði tekur að visu á móti þvi regni sem fellur yfir það sjálf, en ílátið undir þakrennunni fær alt vatn- ið sem fellur á þakið, er það stendur í sambandi við“. — Auglýsingarnar verka í við- skiftunum á svipaðan hátt og þakið í sambandi við þakrenn- una, þær safna viðskiftunum eða draga þau að þeim sem auglýsir, á kostnað hins, sem heldur að það borgi sig ekki að auglýsa og tekur að eins við því, sem að honum er rétt. Það er auðvitað, að áhrif auglýsinga eru ákaflega mis- jöfn, og fer það mjög eftir þvi, livernig auglýsingarnar eru samdar og hvernig frá þeim er gengið að öðru leyti. 1 því efni hefir verið reynt að vanda sem best til þessa blaðs, svo að það næði sem best tilgangi sínum. Meðal annars hefir verið tekin upp nokkur nýbreytni í samn- ingu auglýsinganna, en annað efni blaðsins valið með það fyr- ir augum að gera það sem skemtilegast aflestrar, og hefir Sigurður Skúlason, magister, séð um útgáfu blaðsins að öllu leyti. Ritstj.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.