Vísir - 20.06.1935, Qupperneq 14
i4
y ísir
Verksmiðjusfmi 3125. - Skrifstofuslmi 3126. - Heiinasími 4125.
J. B. Pétursson hefir ásamt Kristni bróður sínum rekið
blikksmiðju í Reykjavík síðan 1908, og tóku þeir bræður
við þeirri starfsemi af föður sínum, Pétri Jónssyni, er
lést það ár. Þessi verksmiðja er löngu landskunn orðin
og hefir hún selt allskonar blikkvörur, svo sem þakrenn-
ur, þakglugga, vegg- og loftrör, lifrarbræðsluáhöld alls-
konar, olíugeyma og Ijósker handa skipum, niðursuðu-
dósir o. fl. —
í marsmánuði 1934 keyptu þeir bræður vélar til stál-
Iýsistunnugerðar og hófu þá starfsemi í þeirri grein. Er
hér um algert brautryðjandastarf að ræða, því að þessi
iðnaður hefir aldrei verið stundaður áður hér á landi, en
sakir þess að vér Íslendiítgar erum mikil fiskveiðaþjóð, er
þörf vor mikil í þessum efnum, og sýna verslunarskýrsl-
ur vorar, að fluttar hafa verið hingað frá útlöndum 21—
23 þúsund stállýsistunnur á ári hverju. Er Stállýsis-
tunnugerð þeirra bræðra tilraun til að flytja þennan iðn-
að inn í landið og gera þannig hvorttveggja í senn, að
spara kaup á útlendri valútu og auka vinnu hér heima
fyrir. Má geta þess, að við þessa starfsemi hafa nú þegar
12 menn fengið stöðuga atvinnu. Hafa íslenskir útgerð-
armenn þegar brugðist vel við þessu nýja fyrirtæki og
þykir auðsýnt, að þegar á næsta ári verði engar stáltunn-
ur keyptar frá útlöndum, og er það tvímælalaust vel farið.
Verksmiðja þessi vinnur eingöngu úr 1. flokks efni og
með nýtísku áhöldum, og eru tunnur hennar að verði og
gæðum algerlega samkepnisfærar við útlendar tunnur.
Skal þess ennfremur getið, að verksmiðjan hefir full-
komna aðstöðu til að fullnægja notkunarþörf Islendinga
á þessu sviði og það þó að eftirspurnin aukist að miklum
mun. —